Íslendingaþættir Tímans - 15.04.1982, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 15.04.1982, Blaðsíða 10
Valgeir Guðjónsson Daufá Brotsár gróa misfljótt. Sum eru lengi aó jafna sig. Svo hygg ég aö verði þegar litiö er fyrir þau óleystu verkefni, sem fram- undan voru og eru í störfum Valgeirs heit- ins á Daufá, er hann lést óvænt rétt fyrir jólin siðustu, tæpra 53 ára aö aldri. Skammdegiö hefur þvi áreiöanlega veriö sumum óvenjulega dimmt. Ég kynntist Valgeiri fyrir 35 árum, en þá unnum viö saman aö brúargerð i heimasveit hans og seinna vorum viö samtimis á vetrarvertiöinni I Vestmanna- eyjum, en þar var Valgeir á bát alllengi. Grunar mig aö þar hafi aö einhverju leyti veriö lagöur grunnur aö þeirri bila- og vélaútgerö, sem hann stóö siöan fyrir á heimaslóöum. Frá þessum gömlu dögum hafa kynnin haldist, meö mismiklum samskiptum, eins og gengur þar til siöustu árin aö þau hafa oröið náin, einkum i sambandi við laxaræktarmál, en Valgeir var aöalbraut- ryðjandi aö stofnun Hólalax hf. og I stjórn þess félagsskapar. Einnig var hann for- maöur og aöaldriffjöður i Veiðifélagi Skagafjaröar, en það félag er enn á þróunarstigi og missir nú mikils því að verkefni í þeim ræktunarmálum eru óþrjótandi. FYamsýni Valgeirs og sá hæfileiki, aö meta hlutina rétt uröu þess valdandi, að hann var kjörinn I forsvar og stjórnir ýmissa félaga annarra en hér hafa veriö nefnd. Mig furöar á þvi hvaö maöurinn komst yfir aö sinna mörgum verkefnum samtimis. Og þó aö enginn hafi illt af vinnu þá má öllu ofgera og grunur minn er sá, aö hann hafi ekki ætlað sér af. Daufá keypti Valgeir og byggöi hana upp eins og best gerist hvaö húsakost og ræktun snerti. Sundlaug var komiö fyrir sunnan hússins en hitaveita var lögö um nokkum veg aö heimahúsum og borað eft- ir vatni I því sambandi. Trjálundir voru I góöri framför og þaö sem er óvenjulegt á sveitabæjum, — heimreiöin var upplýst meö ljóskösturum. Þetta segir e.t.v. meira en ýmislegt annaö og lýsir hinum innra manni vel: aö hafa hlýtt og bjart á heimaslóðum. Ekki efast ég um aö hans góöa kona, Guöbjörg Felixdóttir, (Bubba), hafi átt stóran þátt i umsvifunum heimafyrir og búskapurinn hefur hlotiö aö hvila mikiö á henni og bömunum, þar sem Valgeir stundaöi vörubilaakstur langtimum saman utan heimilis og i þvi starfi var hanntil hinstu stundar i þess orðs fyllstu 10 merkingu. Sjón missti hann á öðru auga fyrir nokkrum árum en ekki varö maöur þó var viö annaö I daglegri umgengni en aö hann gengi heill til skógar. Þaö varalltaf gott aö koma aö Daufá, — gestrisni mikil og húsráöendur samvaldir 1 að gera manni dvölina sem ánægjuleg- asta. Hér hefur aðeins veriö drepiö á nokkra þætti I umsvifaferli Valgeirs heitins, — margter ótaliö. Viö samstarfsmenn sökn- um hans, — höfum misst eljusaman for- Hattardal Fæddur 24. ágúst 1916 Dáinn 18. mars 1982 NU er Jón Björnsson á brautu genginn, glaöur og reifur i Guösfriöi, haukur I horni húsbyggjenda valinkunnur fyrir vönduð störf. Fátt þótti fegurra en furöusmiöi sú, er dverghagur drengur vann, meistaralega var meitlað sniö á afköstum afreksmanns. ystumann. Og ef ég ætti aö minnast Val- geirs i einni setningu, látlausri en sannri, gæti hún hljóöað á þessa leið: Hann var hagsýnn dugnaöarmaður og drengur góöur. Samúöarkveöjur til allra þeirra, sem um sárt eiga aö binda vegna hins óvænta fráfalls Valgeirs. Ég vona aö brautryöj- endastörf hans geisli sem lengst eins og ljósin gera svo vinalega viö heimreiöina að Daufá. GIsli S. Gíslason. Ættmenn og vinir öðling syrgja, — för hans var ráðin fyrr en vissum viö — Sakna fjörmennis félags systkin, ástvinir hans og aðdáendur. Hér er veglegt og vandaö inni, fegursta hús í firöi viöum, hrynur ekki I hamfaraveörum þaö, sem hendur hans hlaöa gjörðu. Far vel, glaðmenni, far vel snillingur, gangi þér vel á vegferð nýrri, heim i' fegurstu friöarhaliir, þar sem aö listin er lifiö sjálft. Fy rir hönd vinkonu, ómar ungi. islendingaþættir Jón Björnsson

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.