Íslendingaþættir Tímans - 15.04.1982, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 15.04.1982, Blaðsíða 15
ÁRNAÐ HEILLA Pétur Lárusson frá Skarði, níræður Niræður varö 23. mars heiðursmaður- ’nn Pétur Lárusson frá Skarði, Skarðs- nreppi i Skagafjarðarsýslu. Pétur er ®ddur 23. mars 1892. Foreldrar hans voru Lárus Stefánsson, bóndi I Skarði og 0r>a hans Sigriður Björg Sveinsdóttir. étur ólst upp i Skarði, þriðji elstur af 12 systkinum. ^rið 1926 kvæntist Pétur Kristinu Dani- yalsdóttur frá Litla-Vatnsskarði i Austur- “ónavatnssýslu. Þau hófu búskap á Ing- ^ldarstöðum i Skarðshreppi og bjuggu Par i eitt ár, en fluttu þá að Steini i sama rePPi, þar sem þau bjuggu til 1946. Hætti ótur þa bdskap og flutti með fjölskyldu sina til Keflavikur, þar sem þau hafa búið sioan. Börn þeirra hjóna eru: Hilmar, asteignasali i Keflavfk, kvæntur Asdisi Jónsdóttur, Jóhann, hafsögumaður i Keflavik, kvæntur Ingibjörgu Eliasdótt- 0r. Kristján, deildarstjóri tollgæslunnar á Keflavikurflugvelli, Páli, framkvæmda- stjóri fiskvinnslufyrirtækis i Kanada, ■jvæntur Hallveigu Njarðvik Gunnars- oóttur, og Unnur, læknir i Bandarikjun- nm. gift Snorra Sveini Þorgeirssyni, *®kni. Myndarlegur ættleggur er kominn þeim hjónum, Kristinu og Pétri ^inning: Sigurður Halldórsson Framhald af 14. siðu Stormaði um þig á stundum, stórrar þvi gerðar varstu. °g innan frá arni þinum e dheita geisla barstu. Ættliði og óöalssetri °nnir þú trúum huga. terk var og einlæg sú elska, ekkert fékk hana að buga. Auðlegð þér ætið veitti y°di gróandans máttar. t’egurð tiginna tóna °g tilbrigði hörpusiáttar. skýr er þin mynd i muna, Jóinningalindir streyma, Pó sætlega ertu sunginn 1 sólbjartra vorsins heima. Jórunn ólafsdóttir frá Sörlastöðum. barnabörnin eru 18 og barnabarnabörnin orðin 10. I Kefla vik vann Pétur við skipasmiðar i nokkur ár, en var slðan húsvöröur við Barnaskólann og Gagnfræðaskólann til ársins 1976, er hann lét af störfum. Pétur hefur alla tið verið mikill atorku- og at- hafnaðmaður. Bjó hann hinu mesta sæmdarbúi á Steini, en á árunum 1944-46 varö hann fyrir þvi' óláni að missa fjár- stofninn i tvigang úr mæðuveiki. Varð það ein aðalástæðan til þess, að Pétur brá búi og flutti til Keflavfkur. Hann er maður mjög lagtækur og er orð á þvi haft, hve frábærlega hann sá um viðhald og umsjón gamla Barnaskólans i Keflavik sem var byggður árið 1911. Sama gilti um umhugs- un á hinum ungu nemendum skólans. Hafði Pétur einstaklega gott lag á börn- unum, og tamdi þeim góðar umgengnis- venjur og prúða framkomu. Minnast margir, er sóttu litla Barnaskólann Péturs sem „afa” frá þeim tima. Þegar á unga aldri aðhylltist Pétur og barðist fyrir hugsjónum Samvinnu- hreyfingarinnar. Hann var einn af stofn- endum Framsóknarflokksins i’ Skarðs- hreppi, oghefurveriö til þessa dags hinn ötulasti baráttumaður fyrir framgangi Samvinnuhreyfingarinnar og Fram- sóknarflokksins. Kristin og Pétur hafa alla tið átt mikið myndarheimili, þar sem gestrisni og hlý- hugur mæta hverjum þeim, sem að garði ber. Eru ótaldar þær ánægjustundir, sem ég hef átt á heimili þeirra hjóna. Þessu greinarkorni læt ég fylgja minar bestu af- mælisóskir til Péturs, og megi hann og hans ágæta kona, Kristin, njóta samvista sem lengst. SnorriSveinn Þorgeirsson. t»eir sem að skrifa minningar- eða afmælis- greinar í íslendingaþætti, eru vinsamlegast beðnir um að skila vélrituðum handritum 'slendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.