Íslendingaþættir Tímans - 15.04.1982, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 15.04.1982, Blaðsíða 13
Jón Gunnlaugur Sigurðsson sveitarstjóri, Fáskrúðsfirði Fæddur 29. nóvember 1952. Dáinn 18. mars 1982. ^egar menn eru svo skyndilega burtu ^allaöir I blóma lifsins erum viö sem eftir stöndum svo áþreifanlega minnt á það hve mikil óvissa hvflir jafnan yfir manns- ®vinni. Viö vitum aldrei hvaö morgun- óagurinn ber i skauti sinu. A þessa staöreynd vorum viö rækilega a'innt, þegar þaö fréttist aö Jón Gunn- laugur hefðifarist i bflslysi i Staðarskriö- Utn r Fáskrúösfiröi 18. mars s.l. aöeins 29 ára aö aldri. Hann var fæddur i Reykjavik 29- nóvember 1952, sonur hjónanna Rak- elar Viggósdóttur og Sigurðar Jónssonar. Hann ólst upp f Reykjavik og stundaöi m-a. nám viö Verslunarskóla Islands. Aö a^ini loknu starfaöi hann viö fyrirtæki iöður sins Breiöholt h/f viö bókhaldsstörf t’tdrsins 1978. Hann haföi mikinn áhuga á 'þróttum og lék um tlma með meistara- flokki Vikings i handknattleik og meö is- 'enska landsliöinu. Ariö 1978 var Jón Gunnlaugur ráöinn sveitarstjóri Búöa- ^fepps, Fáskrúösfirði og gegndi hann þvi starfi til dauðadags. Þaö er mikiö átak fyrir ungan mann að rifa sig upp þaöan sem hann er um- kringdur vinum og vandamönnum, %tjast út á land og gerast sveitarstjóri, óilum ókunnugur. Þaö er erfitt starf ekki sist fyrir ungan og óreyndan mann, aö vera sveitarstjóri i litlu sjávarplássi þar Sem atvinna er einhæf, svo einhæf aö allt fellur og stendur meö einni grein, sjávarútvegi. Þar sem svo er ástatt fer ekki hjá þvi aö miklar sveiflur veröa i starfsemi atvinnufyrirtækjanna, er þar m-a. um aö ræöa aflabrögö, Umabundna veiði ákveöinna tegunda, svo og ástand á ‘'•skmörkuðum erlendis. Þessar sveiflur *°ma óneitanlega verulega viö rekstur Sveitarfélagaá borö viö Búðahrepp. Gulli, einsog hann var oftast kallaður, gerði sér mr um aö setja sig vel inn i atvinnulif staöarins. Hann geröi sér ljóst hversu óátengd öll starfsemin var og viökvæm fyrir breytingum. Allar sveiflur i atvinnu- sviöinu komu nær samdægurs á borö syeitarstjórans. Þaö fór ekki hjá þvi að við Gulli kynntumst nokkuö náiö fljótlega eftir aö hann flytur til Fáskrúðsfjarðar. 'slendingaþættir Mér varö brátt ljóst aö þar fór góöur og velviljaöur drengur, hógværog æörulaus i besta máta, þó aö oft væri erfitt um vik i starfsemi sveitarfélagsins. Gulli kvæntist Margréti Jóhannsdóttur, en þau höfðu slitiö samvistum. Þau eign- uöust tvö böm, dreng og stúlku sem nú er mikill harmur kveðinn aö, þegar þau veröa aö sjá á eftir fööur sinum enn á barnsaldri. Fyrir hönd Kaupfélags Fáskrúös- firöinga og Hraðfrystihúss Fáskrúös- fjaröar h/f vil ég þakka einstaklega gott samstarf, samstarf sem varö styttra en viö heföum vænst. Viö hjónin sendum litlu börnunum og öörum ástvinum Gulla inni- legustu samúöarkveöjur. Hjá þeim mun minningin um góöan dreng lifa. Gfsli Jónatansson t Harmi sleginn hlýddi ég á helfregn þfna. Viö þig uröu kær mín kynni. Klökkvi er mér innst í sinni. Sóttir fram meö hægö og festu, en fjarri gaspri. Verkin þin á Fáskrúösfiröi framtið sýnir mikils virði. Aöur djarfur iþrótt góöa iöka vannstu. Landi þfnu og þjóö til sóma. Þetta slærá minningljóma. Ljúf var fylgd um lifsins veg, en leiðirskilja. Odáinsáakrigengur áfram sannur, góöurdrengur. Meö innilegum samúðarkveöjum til allra aöstandenda. Helgi Seljan 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.