Íslendingaþættir Tímans - 15.04.1982, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 15.04.1982, Blaðsíða 3
sinn itjaldi á bakka ölfusár sumariö 1930 °g reistu þar hiís sitt. Það sumar skein sdl oft i heiði og mér finnsteins og sU sól, er þar gaf þeim hjón- um geisla si'na hafi ávallt skiniö yfir þeim eftir þaö. Mér er þaö i barnsminni hve tilhlökkun- in var rilí aö koma i heimsókn á heimili þeirra hjóna. Þar rikti i senn umhyggja °g ástUð fyrir þeim yngstu, fáguö fram- koma og fas heimsborgarans, glaðværð °g glettni þeirra er vildu og gátu öörum gefið. Laufey flutti meö sér á bakka ölfusár akureyrska menningararfleifö og siöfág- unog einkenndu þessir-þættirhana alla ti'ö. Heimili þeirra hjóna var sannkallaö nienningarheimili, sem hverjum og ein- um var hollt að kynnast. Mér eru i fersku niinni ýmsar kurteisisreglur, sem Laufey kenndi mér sem barni, sömuleiðis eru kurteisislegar málfarsábendingar Einars frænda mins mér hugstæðar. Menn kunna aö halda aö slikar umvandanir við ®skufólk hafi haft þau áhrif, að þaö laðaöistekkiaö þeim, er þær gáfu. En þaö var öðru nær, enda gertá þann hátt, sem höfðingjum einum sæmir, með hógværö og lítillæti ellegar kerskni og gamni. Er leiö að jólum hlökkuðum við frænd- systkinin á Reynivöllum mest af öllu til jólaboösins hjá Laufeyju og Einari, enda hvergi til sparað aö auka á ánægju okkar barnanna. Fyrir 12 árum fluttu þau hjónin til Reykjavikur, þegar Einar lét af störfum i bankanum. Fannst mér þá skarð fyrir skildi. Fyrirhugskotssjónum minum voru þau hjónin tákn þeirrar reisnar, sem ein- kenndi byggðarlag þeirra um langan, aldur. En þetta er lifsins saga. Laufey er okk- ur horfin á annað tilverusviö. Fyrir allt, sem hún gaf mér vil ég þakka að lokum, alla umhyggju, ástiiö og hjartagæsku og hlýju. Fjölskylda min, foreldrar og systkini biöja henni blessunar á guðs óförnu stig- um meö þökkum fyrir allt. Agilstu, Gesti og Páli ásamt þeirra fjöl- skyldum sendum viö innilegustu samUðarkveöjur. Helgi Bjarnason. t Ég held, aöþað hafi veriö komiö fram í miðjan ágúst áriö 1931, aö viö sáum karl °g konu koma áleiöis yfir engjarnar til °kkar,þarsem viöfólkið á Hæli vorum aö slá og raka. Þaö haföi eitthvaö rignt um morguninn, og þaö var vel rakt i og beit vel á og teigurinn stækkaöi ört, enda rakstrarkonur nægilega nærri til þess aö íslendingaþættir viö sláttumennirnir héldum okkur vel aö slættinum og litum varla upp. En hvaða fólk gat þetta veriö sem átti leiö um teig- inn hjá okkur þennan siðsumardag, milda og hlýja og meö vaxandi heiörikju á suöurlofti aösjá yfir Þrihyrning og Vest- mannaeyjar. Jú, þetta var enginn annar en Einar Pálsson frændi okkar frá Hliö, bankaritariá Selfossi og unga konan, sem meö honum var, nett og frib og létt i spori var náttúrlega engin önnur en konan hans,Laufey Lilliendahl frá Akureyri, en þau giftust snemma vors þetta áf. NU voru þau aö heimsækja æskustöövar Einars, höfðu komiömeð áætlunarbilnum aö Geldingaholti og þaöan var ekki nema klukkustundar gangur aö Hlfö og þvi sjálfsagt að kynna okkur, frændfólkiö á Hæli, fyrir henni Laufeyju, strax og þau komu auga á okkur þarna á teignum. Unga konan bauð þegar við fyrstu kynni af sér svo góöan þokka, var svo blátt á- fram, að þarna varö hUn strax eins og ein afokkur, vingjarnleg og elskuleg, en þeir eiginleíkar hafa fylgt henni þau rUm 50 ár sem liöin eru siðan. Þau Einar og Laufey reistu snoturt einbýlishús noröur undir ölfusá skammt frá bankahUsinu áSelfossi og nefndu það Svalbarö. Nafnið átti vel viö staðinn, þegar þau hófust handa við að byggja þarna, en innan fárra ára uröu barna mikil stakkaskipti bæöi úti og inni þvf aö fljótlega gerðu þau fagran garð um- is hUsiö með fjölbreyttum og þroskamikl- þroskamiklum trjágróöri og innan dyra voru þau hjónin samhent um að skapa hér eitt hlýlegasta menningarheimili i héraöinu. Nafniö á hUsinu varö þvi hiö mesta öfugmæli, enda féll þab aö mestu i gleymsku en þangaökomu margir, þvi aö húsráöendur voru einstaklega gestrisnir og var heimili þeirra á meban þau bjuggu þarna i nærri aldarfjórðung minnisstæöur rausnargaröur og áttu bæöi hjónin þar jafnvel hlut aö. Um þessar mundir var Selfoss orð- in mikill samgöngumiðstöð og áfanga- staöur, þar sem sjalfsagt var að hvilast i heilan eða hálfan tima, þear fariö var til Reykjavikur austan Ur sveitum eöa á austurleið þaöan, og þá þótti frændfólki og vinum þeirra hjóna sjálfsagt aö heim- sækja þau og þiggja þar góðgeröir. Laufey kunni að veita gestum af þvi lát- leysi og nærgætni, aö sá stóri vinahópur, sem naut gestrisni þeirra hjóna, fann ekki annaö en að hannhefði sýnt þeim vinar- bragö að koma þar, enda voru móttökur allar i þeim anda. Ég stundaöi nám við Menntaskólann á Akureyri veturinn 1934-’35. Ég var þar aö sjálfsögöu öUum ókunnugur en Laufey sendi mig meö kveöju til foreldra sinna, sem bjuggu þá enn þar á Akureyri og ráku þar litla verslun. Mér var tekiö þar af- bragösvel og fann ég þá fljótt, þegar ég kynntist þeim Carli og Agústu Lilliendahl og heimUi þeirra,.sem var bæði fágaö og fallegt, aö Laufey myndi hafa fengiö holt veganesti úr föðurgaröi. Allt var þar hreint og fágaö, aldrei heyröist styggöar- yrði i nokkurs manns garö, en góðleiki og vinsemd ríkti í allra garð. Þetta umhverfi og þessa þætti flutti Laufey meö sér suður á land, og meö því yljaöi hún okkur, vin- um og vandamönnum sem heimsóttum hana og nutum gestrisni hennar. Arið 1935 var Einar Pálsson skipaöur bankastjóri viö útibú Landsbankans á Selfossi og þvi starfi gegndi hann i 36 ár eöa til ársins 1971. Viö þetta lögðust að sjálfsögðu nýjar skyldur á heröar Lauf- eyjar, þar sem oft þurfti aö taka á móti háttsettum mönnum á vegum bankans. En það sem sýndi best hver maöur bjó i Laufeyju var það aö hún var eftir sem áöur jafn gjafmild viö gesti og gangandi og boöin og búin aö taka þreytta ferða- menn inn á heimili sitt þó aö hún væri nú komin á hærra þrep i þjóöfélaginu. Ég flutti að Selfossi meö fjölskyldu mina i árslok 1945 og bjó þvi i nábýli við þau Einar og Laufeyju i meira en aldar- fjóröung. Óhætt er aö segja aö betri og elskulegri nágranna varöekki á kosiö. En þaö sem mér er þó efst i huga nú þegar Laufey Lilliendahl er kvödd hinstu kveöju er hve barngóö hún var og hve mikiö við eigum henni mörg aö þakka og raunar þeim hjónum báöum vegna barnanna okkar. Ég hef ekkert heimili þekkt og hvergi komið þar sem börn voru svo af- gjört látin skipa 1. sætiö einsog hjá Einari og Laufeyju. Þaö er ógleymanlegt aö minnast jólaboöanna hjá þeim hjónum og sjá hvernig börnin geisluöu af gleöi, sjálfsvitund og öryggi en þau hjónin um- gengust þau sem mikilsvirtar persónur og létu þau taka þátt i margs konar upp- byggilegum leikjum sem allir uröu aö vera með í. Ég held aö ég geti ekki lýst- heimili þeirra Einars og Laufeyjar á Selfossi meö öörum oröum en þeim, aö þaö hafi veriö sannur hamingjureitur, þar sem friöur og ró og glaðværö réöu ríkjum. Þau hjón eignuöust 4 börn, eitt dó skömmu eftir fæöingu, en hin þrjú, tveir synir og ein dóttir, komust upp og eru öll efnisfólk, sem hafa hlotiö góöa menntun og eru nú öll búsett i Reykavik. Þegar sporin fóru aö þyngjast hjá Einari og Laufeyju, eftir aö þau fluttu til Reykjavikur aö lokinni langri og góöri starfsævi, nutu þau góörar umönnunar barnanna, sem sýndu þá i verki á fagran hátt.þakklæti sitt fyrir umhyggju foreldr- anna i uppvextinum. 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.