Íslendingaþættir Tímans - 15.04.1982, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 15.04.1982, Blaðsíða 9
ÁRNAÐ HEILLA Guðmundur R. Bjarnason áttræður ó hvaö timans hjól rennur hratt. Hann Gu&mundur R. Bjarnason varð 80 ára 30. mars. Hann er fæddur i þennan heim aö Látrum i Aðalvik 1902, sonur hjónanna Bjarna Dósóþeusarsonar og Bjargeyjar Sigurðardóttir hreppsstjóra á Látrum. Þegar Guömundur er 2ja ára flytja for- eldrar hans aö Görðum á Sæbóli og þar á Guðmundur sin æsku ár, foreldrar hans hÖfðu þar bú og skip fyrir landi, eins og þá var alsiða og lifsafkoma fólks byggðist aö uiestu leyti á sjónum. Arið 1914 flytur fjölskyldan öll aftur að Látrum. En þá þurfti að byggja nýjan bæ, i það var ráðist af litlum efnum, veggir Waðnir úr torfi, þ.a.e.s. hnaus, og öllu Nssu efni var Guðmundur látinn aka í hjólbörum, það voru margar börur á dag segir Guðmundur, en upp komst bærinn fyrir haustið og flutt inn. Þaö þótti vel af sér vikið af tólf ára dreng. Eftir fermingu fór Guðmundur strax aö róa með fööur sinum og Sigurði Þorkels- syni miklum sóma manni. Þeir réru á bát sem hét Trausti, þessum bát héldu þeir svilarnir út fleiri ár, þar var Guðmundur með þar til hann var um tvitugt. Þá var farið til Hafnarfjaröar og ráöist strax á togara. Það segir hann að hafi verið mikil umskipti. Og á sjónum var Guðmundur oftast öll árin þar til hann vitjaði heima- hyggðar 1934og gifti sig þá Sigriði Pálinu, dóttur Friðriks Magnússonar útvegs- bónda á Látrum i Aðalvik og konu hans S'griöar Pálinu dóttur sveitarhöfðingjans Pálma Jónssonar i Rekavik bak Látrum. Eftir giftinguna var sest að á Látrum, tékk sér þá bát sem hann gerði út þaðan vor og haust og fiskaði oft vel. En á vetumar var Guðmundur á Sam- vmnubátunum frá Isafirði og telur hann at> það hafi verið góð skip. Arið 1943 kem- Ur svo uppiausnin i' oyggðasögu Aðaivikur °g Látra, fólk flyst þá burt ýmist til Hnifs- háls, Isafjarðar eða Reykjavikur. Þá eins og aðrir flytur Guömundur burt •^eð allt sitt fólk og sest að i Efri-Tungu i Skutulsfirði, sem þá var bara íbúðarhús °g smá pláss fyrir eina kú. Allt land Jarðarinnar var búið að byggja undir Seljalands búið, þar sem Isafjarðarkaup- staður rak kúa bú til að bæta úr mjólkur- skorti i bænum, sem var tilfinnanlegur. hl®stu árin stundaöi Guðmundur ymsa vmnu viö Nónhors virkjun, svo var mikil vinna i Seljalands búinu. Kynni okkar Guðmundar oghans ágætu konu h óf us t er þau flutt u aö Tun gu, sem er 'slendingaþættir rétt hjá Fagrahvammi. Þetta voru oft skemmtileg ár, börnin okkar ólust upp þarna saman, mikið um félagslif í sveit- inni fundir, leikir settir á svið, dansað og sungið. Það minnast margir fjarðarbúar þessara ára. Ekki má gleyma blessaða gamla manninum honum Bjarna föður Guðmundar, hann kom stundum daglega tilmin i húsin og fræddi okkur um mann- lifið Norðurfrá, og var mikið af þvi' að læra. Það varmikill tómleiki 1951 þegar þessi skemmtilega fjölskylda flytur suður i Kópavog. Þegar suður kom var mikið að starfa, þá kom sér vel að Guömundur var fjöl- hæfur á störf. Byggingarvinna siðan I ishús svo i netagerð, alls staðar var Guðmundur jafn liðtækur, og eftirsóttur vinnufélagi á hverjum vinnustaö. Vorið 1952 ræðst hann i Áburðarverksmiöju Rikisins.fyrst við uppsetningu véla, siðan vélgæslumaöur þar til 1966 að hann verður að hætta að læknisráöi. Ekki tjáði aö gefast upp, þó heilsan væri léleg. Þá réðist Guðmundur, sem verk- stjóri hjá Kópavogsbæ, siðar gæslumaður I íþróttahúsi Kársnesskóla og oft i afleys- ingum, má segja i fullu starfi til 1978. Unglingum kom hann svo vel að sér að aldrei uröu árekstrar, það var alltaf svo létt yfir, og svo hárnákvæmur skilningur áþörfum æskunnar að allt varsem leikur þó innan ramma stjórnsemi. Það er ekki öllum gefið að spila á þessa strengi, svo listilega i mannlegu samfélagi. Við hjónin f Fagrahvammi óskum af- mælisbarninu allrar Guðsblessunar konu hans og börnum. Svo þökkum við vináttu og tryggð öll þessi ár og allar gleðistund- irnar sem eru gott innlegg I sjóö minning- anna til að ylja sér við, þegar ellin sækir mann heim. Lifið heil st. iHveragerði 20 mars. Hjörtur Sturlaugsson. Látið myndir af þeim sem skrifað er um fylgja greinunum

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.