Íslendingaþættir Tímans - 15.04.1982, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 15.04.1982, Blaðsíða 4
Það er oft erfitt að sætta sig við fallvalt- leik lifsins og þá óhagganlegu staðreynd að hingað komum við með undursamleg- um hætti og erum svo kölluð héðan aftur eftir misjafnlega farsælt eða hamingju- samt æviskeið. Laufey var hamingjusöm kona og veitti öllum sínum nánustu eitt- hvað af si'num góðleika og jafnaðargeði. Við þökkum henni öll hennar ævispor og biðjum henni blessunar á ferðinni miklu til framtfðarinnar. Hjalti Gestsson 1 janúar siðastliönum sá ég Laufeyju Lilliendahli si'ðasta sinn. Það var á Sel- fossi við jarðarför Kristins VigfUssonar. Mér er hún minnisstæö á þeirri stund, fullorðin kona, smávaxin og farin að heilsu. Ekkert aftraöi henni að fylgja vini sinum og nágranna hinstu sporin, þó hún þyrfti að setjast á leiði i kirkjugarðinum þennan kalda vetrardag, til að hvila sig. Og núer hún sjálf borin til grafar i þess- um sama kirkjugarði á bökkum ölfusár. Laufey var gift Einari Pálssyni frá Hlið, uppeldisbróður minum, og hvilir hann einnig á bökkum ölfusár. Ég man þegar ég sá Laufeyju fyrsta sinn. Það var veturinn 1929-30 á Selfossi i gamla bankahúsinu, stóra hUsinu sem byggt haföi verið i Búöardal, rifið og flutt suður og byggt á ný á Selfossi. I þessu gamla húsi dvladi Laufey veturinn 1929- 30. Hún var þar hjá vinkonu sinni ölfu, sem var frá Akureyri eins og hún sjálf, en Alfa var gift Eiriki Einarssyni frá Hæli. Hann var móðurbróðir Einars Pa'Issonar frá Hlið, sem vann þá i bankanum hjá frænda sinum Þær stallsystur, Alfa og Laufey, voru ekki lika r okkur Ur Hreppunum. Þær voru svo miklar dömur, þaö var eins og allt yrði svo „lekkert” kringum þær. Þær töluðu öðruvisi en við orðin hljómuðu svo fallega af þeirra vörum fannst mér. Þær buðu mér „bolsiur”. Ég hafði aldrei heyrt þetta orð fyrr og varö heldur glöð, þegar ég sá aö þetta var brjóstsykur, rauður og gljáandi. Betri brjóstsykur hef ég aldrei smakkað. Þennan vetur kynntust þau Einar og Laufey, opinberuðu trUlofun sina að á- liönu sumri 1930 og gengu I hjónaband á sumardaginn fyrsta 1931, þann 25. april. Svo skemmtilega vildi til, að á 50 ára brúðkaupsafmæli þeirra, þann 25. april 1981 — Einar var dáinn — giftist bróður- sonur Einars. Man ég hlýjuna i rödd Lauf- eyjar þegar hún sagði: „Þetta er dagur- inn okkar önnu”, en brúöurin hét Anna. Aldrei gleymi ég þegar ég kom I fyrsta skipti til Einars og Laufeyjar. Það var sumarið 1931 og þau voru að byggja húsið 4 sitt á Selfossi. Kristinn Vigfússon sem Laufey var að kveðjan nú i janúar var smiðurinn. Ég kom I tjaldið þeirra á ár- bakkanum þar sem Laufey sinnti hús- móðurstörfum um sumariö. Það var sól- skin og veislumatur á borðum i tjaldinu. Þannig var ætið að heimsækja Laufeyju. Gesturinn gekk að veisluborðinu. Fáa hef ég vitað jafn umtalsfróma og orðvava og Laufeyju. Ég var samferðahenniað austan, suður til Reykjavikur á siðastliðnu ári. I tal barst maður, sem stundum kom á heimili þeirra Einars á Selfossi. „ósköp var hann núófriður”, sagði bflstjórinn. „Hann var nógu friöur,” var svar Laufeyjar. „Hann kom lika alltaf rétt fyrir matinn, svo hann fengi að borða.” ,,Það var bara gott,” ansaði hún, „það var nógur matur”. „Verst hvað lyktin af honum var vond,” sagði bilstjórinn. „Þaö gerði nú ekkert til. Það má opna glugga”, svaraði hún. Svona var Laufey. A engan mátti halla. Og nú er komið að kveðjustund. Einar og Laufey hvila nú bæði á bakka fljótsins, sem streymdi fram hjá heimili þeirra svo Iengi. Eitt sólskinssumar fryrir 50 árum stóð hvitt tjald á bökkum þessa fljóts, „Það er bjart fyrir austan, þar er blfðskapar veöur”, kvað Eirikur frá Hæli eitt sinn. í huga Einars og Laufeyjar var alltaf „bjart fyrir austan”. Hulda Runólfsdóttir frá Hlið. t Frú Laufey Kristjana Lilliendahl, fyrr bankastjórafrú á Selfossi, er látin og verður borin til grafar i dag. HUn var eiginkona móðurbróður mins, Einars Pálssonar frá Hlið i GnUpverjahreppi. Þegar svo nákomin heiðurskona fellur frá,fer ekki hjá þviað bernskuminningar minar þyrpist að. Ég minnist hlýlega heimilis þeirra hjóna á bökkum ölfusár i skjóli fagurs trjágróðurs sem þau voru ötul að koma upp. Ég minnist glaðværra frændsystkina minna sem sýndu þann dugnað að kenna frændanum I sveitinni á „borgarmenninguna”. En fyrst og siðast minnist ég húsbændanna. Einars og Lauf- eyjar fyrir þá hjartahlýju og gestrisni' sem þau sýndu stórum frændgarði ofan úr Hrepp og neðan Ur Flóa. Þau virtust njóta þess að búa um þjoöbraut þvera. En mér finnst eins og þessi félagslyndu hjón hafi talið allt þetta margfaldlega goldið með þeirri samheldni sem varö i fjölskyldunni og þeirri nautn að geta biandað geði við frændfólkið. Laufey Lilliendahl var alin upp á Akureyri. í föðurætt hennar voru kaup- menn og borgarar svo langt aftur sem rakið var hér á landi. Bræður hennar allir gengu I þjónustu simans, og sjálf starfaði hún við simann á Akureyri áður en hún fluttist suður. 1 fjölskyldu hennar var tónlistin I hávegum höfð: faöir hennar lék á fiölu, bræður hennar allir léku á hljóð- færi og hún einnig. Þau léku oft saman og lögðu fram sinn skerf til hinnar miklu menningarstarfsemi á Akureyri. Þessi listfenga Akureyrardama iðraðist þess samt aldrei að slita rætur sinar fyrir norðan og setjást að I harla fámennu sveitaþorpi eins og Selfoss var um 1930. Hún hafði hugarfar Bergþóru að fylgja eiginmanni sinum i bliðu og striðu, og gæfa þeirra Einars var að lifa I farsælu hjónabandi um nær fimmtiu ára skeið. En Laufeyju var einnig gefin þessi eigind heimsborgarans að geta hvarvetna unað sér þar sem mikil verkefni voru. A Selfossi fundu hún og margir aðrir verk við hæfi. Litla þorpið óx á hennar tiö upp i höfuðstað Suðurlands með um þrjú þúsund ibúa. LandsbankaútibUið óx aö sama skapi ogá seinni árum sinum fluttu þau hjónin frá Svalbarði yfir götuna i fallega embættisibúð i nýja bankahúsinu. Söm var þar gestrisni og hógværð þeirra hjónaenda varð Laufey annáluðfyrir þaö hve fallega hún tók á móti gestum. Að mörgu mátti ráða að Laufey hlaut góða menntun I æsku. Vi'ða var hún heima, reyndist afburða dugleg I tungu- málum, ensku og dönsku, og þvi góð að bjarga sér á ferðalögum. Skólastjóri hennar viö Barnaskólann á Akureyri var Halldóra Bjarnadóttir kvenskörungur sem elst hefur orðið Islendinga. Bundust þær ævilöngum vináttuböndum og þvi lét Laufey kvenfélagamál mikið til sin taka. Asamt nokkrum öðrum konum stofnaði hún Kvenfélag Selfoss 4. mars 1948. Var hún I fyrstu stjóm þess allnokkur ár og gjaldkeri alla þá tið. Laufey Lilliendahl varekki há vexti, en frið sýnum og bar meö sér slikan þokka að allir löðuðust að henni. Mest um verður var sá innri þokki hennar, að hún mátti helst ekki heyra nokkrum manni hall- mælt. Þá var hún ósjálfrátt farin að bera i bætifláka og tindi margt til. Sjálfum fannst mér alltaf mest virði hversu mikill jafningi hún vildi vera öðr- um. Kornungur man éghana fyrsti blóma sins aldurs, glaðværa með leiftrandi og skær augu. Þá talaöi hún við mig eins og kynslóðabiliö væri ekki til. Þvi trúi ég aö hún eigi góða heimvon i þvi riki þar sem eilifur jöfnuður rikir. Ég bið hennar nánustu huggunar og blessunar. Páll Lýðsson. islendingaþæftir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.