Íslendingaþættir Tímans - 15.04.1982, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 15.04.1982, Blaðsíða 8
ÁRNAÐ HEILLA Jóhann Júlíusson útgerðarmaður, sjötugur Einn af þeim mönnum sem mikið og á farsælan hátt hafa fengist viö atvinnu- rekstur á ísafiröi á undanförnum ára- tugum er Jóhann Júliusson, útgerðar- maöur, Hafnarstræti 7 Isafiröi, en hann er sjötugur i dag. Þaö vildi svo til, að Jóhann Júliusson var einn þeirra manna, sem ég kynntist hvaö allra fyrst þegar ég flutti til Isa- fjaröar i marz 1935. Við borðuöum i nokkra mánuöi á sama stað og við sama borð og siðan hafa kynni okkar haldist. Jóhann var þá ungur maður,'liðlega tvi- tugur, og stundaði þá sjómennsku. Ég veitti þvi fljótlega athygli að honum var tamast að ræða um atvinnumálin og þá hvað helst um fiskveiðar og útgerðarmál. Það hefur lika komið á daginn, að við þá þætti atvinnulifsins hefur Jóhann fengist mikið, og komið á myndarlegan hátt við þróun atvinnuuppbyggingar hér i bænum. Jóhann Júliusson er fæddur að Atla- stöðum i Fljótavik i Sléttuhreppi, sonur hjónanna Guðriðar Jónsdóttur og Júliusar Geirmundssonar er þar bjuggu, og þar ólst hann upp meðal myndarlegra og táp- mikilla systkina. Ungur að árum fór Jóhann að taka virkan þátt i störfum sem til féllu, fyrst við bústörfin og siðar við sjómennsku. Frá 14 til 18 ára aldurs vann hann öðrum þræði i sildarverksmiðjunni á Hesteyri, en flutti um það leyti til tsa- fjarðar. Hann stundaði nám á Laugar- vatni og lauk siðar hinu minna stýri- mannaprófi. Sjómennsku stundaði hann svo um nokkurra ára skeið. Það er svo á árunum eftir 1940 sem Jóhann fer að fást við rekstur bifreiða i félagi við Þórð bróður sinn. Þá starfsemi stunduðu ( þeir i nokkur ár. Fyrir eða um 1950 hófu þeir bræður fiskkaup og fisk- verkun og árið 1953 stofnuðu þeir Fiskiðj- una sem þeir ráku svo um tima. Þann 7. október 1955 stofnuðu þeir Jóhann og Þóðurásamt Jóni B. Jónssyni, skipstjóra, og konum þeirra allra, hlutafélagið Gunn- vör h.f. sem siðan hefur óslitið verið rekið. Má óhætt fullyrða að það hafi verið meðal best reknu útgerðarfyrirtækja hér um slóðir. Fyrsta skip fyrirtækisins var m/b Gunnvör, sem var sjósett frá Skipa- smiðastöð M. Bernharðsson h.f. þann 10. marz 1956. Siðan hafa þeir félagar fylgst vel með þróuninni um endurnýjun skipa sinna, en siðan hefur Gunnvör h.f. átt og rekiðþessi skip: M/b Guðrúnu Jónsdóttur stálskip smiðað i Noregi 1962. M/b Július Geirmundsson, stálskip smiðað i A- 8 Þýskalandi 1967. Næsta skip er svo skut- togarinn Július Geirmundsson IS 270, smiðaður i Noregi 1972. Siðasta skipið, og það sem Gunnvör h.f. á nú og rekur, er skuttogarinn Július Geirmundsson 1S 270, smiðaður i Noregi 1979. Allt hafa þetta verið hin mestu happaskip, enda jafnan verið valinn maður i hverju rúmi áhafnanna. Gunnvör h.f. hefur alltaf selt eldri skipin þegar hið nýja hefur komið. Jóhann var framkvæmdastjóri Gunn- varar h.f. frá stofnun félagsins til 1970, en þá var núverandi framkvæmdastjóri, Birgir Valdimarsson, ráðinn. Stjórnarfor- maður i félaginu hefur Jóhann verið frá 1972. Geta má þess að Jóhann var um ára- bil framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Magna h.f., sem um skeið var rekið hér I bænum. Við ýmis önnur verkefni hefur Jóhann fengist. Hann átti t.d. árum saman sæti i hafnarnefnd Isafjarðar. Gunnvör h.f. er nú annar aðaleigandi Ishúsfélags Isfirðinga h.f. sem rekur stórt og að öllum búnaði mjög vandað hrað- frystihús. Hefur Jóhann Júliusson verið i stjórn þess siðan 1957. Framkvæmda- stjóri þess er Jóhannes G. Jónsson. Það gefur auga leið að oft muni starfs- dagur Jóhanns hafa verið langur og strangur. En það hefur hann ekki látið á sig fá. 011 störf sem honum hafa verið falin hefur hann annast af árvekni og fyrirhyggju. Jóhann Júliusson er kvæntur Margréti Leós, hinni mætustu konu og mynóar hus- móður. Þau eiga tvo uppkomna syni: Leó, ljósmyndara og Kristján, viðskipta- fræðing. Ég og kona min óskum Jóhanni og fjöl- skyldu hans allra heilla i tilefni afmælis- ins og þökkum löng og góð kynni. Jón A. Jóhannsson Þeir sem skrifa minningar- eða afmælis- greinar í íslendinga- þætti, eru eindregið hvattir til þess að skila vélrituðum handritum isiendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.