Íslendingaþættir Tímans - 15.04.1982, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 15.04.1982, Blaðsíða 11
NG Guðmundur Halldór Guðmundsson Sámaöur, utan míns æskuheimilis, sem mérerhvaðrninnisstæöasturfrá æsku- og Unglingsárum minum á Auðkúlu i Arnar- «rði, er frændi minn Guðmundur Halldór Gúðmundsson frá Hjallkárseyri. A þess- Uln árum kom hann oft á heimili foreldra minna og var jafnan aufdsugestur, enda Sfeindur vel og skemmtilegur i viðræðu. ^em ungur maður reri hann nokkrar naustvertiðir með föður minum, Jóhanni Jónssyni, á opnum báti, sexæringi. Man ég ennþá vel hvaö faðir minn lét mikiö af jthúga, dugnaðiog vandvirkni þessa unga jjéseta sins, Guömundar Halldórs. Þaö *°m lika siðar i ljós á löngum sjó- mennskuferli Guömundar, að hann reyndist frábær og eftirsóttur maður i s*úprúm, hvort heldur var á skútum eða tegurum. Sjómennska varð lifsstarf hans 1 úm eða yfir 75 ár. En um það er ég alveg v'Ss, að Guðmundur Halldór heföi þótt mjög liðtækur og atkvæðamikill i hvaða stétt sem hann heföi haslað sér völl. Til Þóss hafði hann alla buröi. Guðmundur Halldór andaðistað Hrafnistu I Reykjavik 17- febrúar s.l. og var þá á 95. aldursári. Eins og að ofan segir kom Guðmundur Halldór nokkuð oft á heimili foreldra minna á yngri árum sinum. Faðir hans, Guðmundur Friðriksson, og móðir min, “jarney Friðriksdóttir, voru systkin, börn Eriðriks Jónssonarog Jensinu Jónsdóttur konu hans. Foreldrar Friðriks voru séra Jón Asgeirsson, prestur á Rafnseyri og Alftamýri, og kona hans Guðrún Guð- mundsdóttir frá Auökúlu. Foreldrar Jensinu voru séra Jón Eyjólfsson, siöar Prestur i Aðalvik og siöustu árin I Mýra- Pingum i Dýrafirði, og Guðrún Guð- múndsdóttir i Vigur. Hjallkárseyri var ekki stór jörð og bar Pvi ekki mikinn búpening. Þurfti Guð- múndur Friðriksson þvi að leita fanga eft- *röðrum leiðum til aö afla hinu fjölmenna Púimili sinu aukinna tekna. Á vorin stund- ut,i hann oft sjómennsku fram að slætti og " Vetrum stundaði hann mikið sel- og tófu- VéiÓar, enda var hann talinn frábær skytta. A yngri árum si'num tók Guð- múndur Halldór einnig þátt i þessum veiðiskap með föður sinum og þótti sýna jnikla leikni um meöferð skotvopna. Er Peim sem þetta ritar mjög minnisstætt Pógar þeir feðgarnir frá Hjallkárseyri k°mu eitt sinn aö haustlagi, liklega I SePtember, á litlum árabát sem þeir áttu, 'slendingaþættir en erindi þeirra var að ná I vörur i kaup- félaginu, sem þá var á Auðkúlu. A leiöinni hafði Guðmundur Halldór skotiö með riffli stóran sel á löngu færi og dáðist faðir hans mjög að hæfni sonar sins. Þetta var stærsti selur sem ég hefi nokkru sinni séð. Að minnsta kosti einn vetur var Guð- mundur Halldór viö nám i hinum þekkta framhaldsskóla séra Böðvars Bjarnason- ar á Rafnseyri. Foreldrar Guðmundar Halldórs voru Guömundur Friöriksson, eins og áður er sagt, og eiginkona hans Guðmundina Jónsdóttir, hin ágætasta kona og fyrir- myndar húsmóöir. Þau eignuðust 10 börn og var Guðmundur Halldór næst elstur barna þeirra, en hann lést siðastur þeirra allra. 011 voru þau systkinin myndarfólk og vel verki farin. Guðmundur Halldór varfæddur 4. október 1887 að Rafnseyrar- húsum, en nokkrum árum siðar fluttu for- eldrar hans að Hjallkárseyri og bjuggu þar lengi slðan. Mig minnir að Guömundur Halldór hafi verið um eöa yfir 25 ára gamall þegar hann flutti heimilisfang sitt úr Auökúlu hreppi og settist að i Reykjavik, en þar átti hann heima æ siðan. Aður hafði hann stundað sjómennsku á skútum og togur- um þaðan I nokkrar vertiðir. Nokkru eftir að Guömundur flutti suður gekk hann I Sjómannafélag Reykjavikur og var þar mjög virkur félagsmaður alla tið siðan. Hann lét sig miklu varða hagsmuna- og félagsmál sjómannastéttarinnar og hann sat mörg þing Sjómannasambandsins og Alþýöusambands Islands. Guðmundur var mikill málafylgjumaður og fylgdi skoöunum sinum fast eftir i hverju máli. Fyrir störf sln var hann sæmdur hinni Is- lensku fálkaorðu 1962 og hann var heiöursfélagi i Sjómannafélagi Reykja- vikur. 1 þjóðmálum var Guðmundur fylgismaður Sjálfstæöisflokksins. A árinu 1923 kvæntist Guömundur Hall- dórSólveigu Jóhannsdóttur frá Heyholti i Borgarhreppi. Sólveig var kona glæsileg, ágætlega greind og mikil húsmóðir. Hún andaöistlO. júni 1979. Þau eignuðust fjóra efnilega syni: Óskar, skrifstofumann i Reykjavik. Friðrik, sem einnig er skrif- stofumaður. Hann er kvæntur Sigriði Sigurjónsdóttur og eiga þau 6 börn. Guö- mund J., alþingismann og formann Dags- brúnar, sem er kvæntur Elinu Torfadótt- ur og eigaþau 4börn. Yngstur er Jóhann, verkfræðingur, kvæntur Kristinu Þor- steinsdóttur og eiga þau 2 böm. Með Guðmundi Halldóri er genginn mjög eftirminnilegur maður, sem skilaði miklu dagsverki. Jarðarför hans var gerð frá Dómkirkjunni I Reykjavik þriðjudag- inn 2. mars s.l. að viöstöddu fjölmenni. Ég og kona min vottum sonum hans og öðrum aðstandendum einlæga samúð. Jón A. Jóhannsson 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.