Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MANNBJÖRG Þrír skipverjar á Kópnesi ST-46 frá Hólmavík björguðust þegar bát- urinn, um 200 brúttótonn að stærð, sökk norður af Skagatá snemma í gærmorgun. Komust þeir í gúm- björgunarbát og var bjargað þaðan um borð í togarann Kaldbak. Er þetta þriðji báturinn sem sekkur á vikutíma hér við land, eftir að sjór hefur lekið í vélarrýmið. Málsókn gegn deCODE Bandarísk lögmannsstofa undir- býr nú málsókn gegn líftæknifyrir- tækinu deCODE genetics, móður- fyrirtæki Íslenskrar erfðagreining- ar, og stjórnendum þess. Hefur verið auglýst eftir hluthöfum sem telja sig hafa tapað á verðlækkun á hlutbréfum í félaginu. Útiloka valdbeitingu Rússnesk yfirvöld útiloka að valdi verði beitt til að leysa um 350 gísla úr höndum mannræningja í Suður- Rússlandi. Ræningjarnir létu 32 börn og konur laus í gær. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 30 Fréttaskýring 8 Viðhorf 32 Viðskipti 14 Minningar 35/43 Úr verinu 15 Dagbók 46/48 Erlent 18 Myndasögur 46 Minn staður 20 Staður og stund 48 Höfuðborgin 21 Stjörnuspá 48 Akureyri 22 Menning 49/57 Suðurnes 22 Af listum 50 Austurland 24 Leikhús 50 Landið 24 Bíó 54/57 Daglegt líf 26/27 Ljósvakamiðlar 58 Umræðan 28/34 Veður 59 Bréf Staksteinar 59 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir „Miðborgin“, blað Þróunar- félags miðborgarinnar. Blaðinu í dag fylgir einnig auglýsinga- blaðið Í góðum gír frá Ingvari Helga- syni. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                   ! " #         $         %&' ( )***                         BIÐRÖÐ var fyrir utan Þjóðminjasafn Íslands þegar safnahúsið við Suðurgötu var opnað almenningi klukk- an 11 í gærmorgun. Um 1.000 gestir heimsóttu safnið á opnunardaginn. Að sögn Önnu Guðnýjar Ásgeirs- dóttur, fjármálastjóra Þjóðminjasafnsins, var fólk á öll- um aldri í hópi gesta en áberandi í biðröðinni voru er- lendir ferðamenn og eldri borgarar. Húsið hafi bókstaflega iðað af lífi allan daginn, jafnt sýning- arsalir, veitingasalur og verslun. Safnið er opið milli 11 og 17 yfir vetrartímann, alla daga nema mánudaga. Miðaverð fyrir fullorðna er 600 krónur en ókeypis fyrir börn yngri en 18 ára. Eldri borgarar, öryrkjar og stúdentar greiða 300 krónur gegn framvísun skírteina. Morgunblaðið/Þorkell Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður heilsar fyrsta gestinum, Bjarna B. Jónssyni, á opnunardegi safnsins. Biðröð fyrir utan við opnun safnsins Um 1.000 gestir heimsóttu Þjóðminjasafn Íslands í gær „Ekkert mál verið höfðað“ HJÖRDÍS Hákonardóttir héraðs- dómari og einn umsækjenda um stöðu hæstaréttardómara segir það ekki rétt sem fram hefur komið í fjölmiðlum að hún hafi höfðað skaðabótamál á hendur dóms- málaráðuneytinu. „Það hefur ekki verið höfðað neitt mál. Ég hef verið í viðræðum við ráðuneytið en það er ekki kominn neinn botn í það. Þetta eru meira svona umræður og hug- leiðingar. En það er ekkert mál ennþá í farvatninu,“ segir Hjördís. Hjördís sótti um stöðu hæstarétt- ardómara sl. haust en þá skipaði dómsmálaráðherra, Björn Bjarna- son, Ólaf Börk Þorvaldsson í emb- ættið. Kærunefnd jafnréttismála úr- skurðaði síðar að ráðherra hefði brotið jafnréttislög með því að ráða Ólaf en ekki Hjördísi í embætti dóm- ara. Að sögn Hjördísar breytast for- sendur fyrir skaðabótamáli ef hún fær stöðuna sem nú er laus. „Það segir sig sjálft að ef ég fer í bótamál, þá er það á grundvelli jafnréttislaga, en það er einnig vegna þess að ég hef orðið fyrir tjóni. Ef ég fæ þessa stöðu núna þá breytist það auðvitað. En mér finnst ekki rétt að fjalla um það á þessu stigi,“ segir Hjördís í samtali við Morgunblaðið í gær. Maðurinn sem réðst að manni með öxi Gert að sæta einangrun HÁLFÞRÍTUGUR maður sem réðst að öðrum manni með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði á miðvikudagskvöld var í gær úrskurðaður í gæslu- varðhald til 15. október. Honum verður gert að sæta einangrunar- vist meðan rannsókn málsins stendur yfir. Héraðsdómur Reykjaness úr- skurðaði manninn í gæslu rétt fyr- ir hádegið í gær en ágreiningur reis fyrir dómi hvort maðurinn skyldi einangraður frá því að eiga samskipti við fólk utan fangelsis meðan á varðhaldinu stæði. Var málinu frestað um klukku- stund en féllst dómari þá á kröfu lögreglunnar um einangrunarvist meðan á rannsókn málsins stæði. Maðurinn var úrskurðaður í rúmlega mánaðar gæsluvarðhald eða til föstudagsins 15. október klukkan 16, eða þar til dómur hef- ur gengið á máli hans sé það fyrir þann tíma. Lúsin komin á stjá í skólum NÚ þegar nokkrir dagar eru liðnir af skólaárinu er farið að bera á ár- legum vágesti, lúsinni. Samkvæmt upplýsingum blaðsins hafa nemend- ur nokkurra skóla á höfuðborgar- svæðinu verið sendir heim með miða til foreldra, bæði í grunnskólum og leikskólum, með varnaðarorðum um lúsina. Hjá embætti landlæknis fengust þær upplýsingar að enginn faraldur væri á ferðinni, tekist hefði að koma í veg fyrir það í seinni tíð. Foreldrar bregðist yfirleitt vel við miðum frá skólahjúkrunarfræðingum og leik- skólastjórum, með leiðbeiningum um hvernig finna ætti og verjast lús. NIÐURSTÖÐUR rannsóknar sýslumannsins á Selfossi á voða- skoti á tjaldstæðinu á Selfossi hinn 15. mars sl., þar sem drengur á 12. ári lést, hafa nú verið gerðar op- inberar. Eigandi skammbyssunnar gekkst undir sátt og verður ekki ákærður. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður á Selfossi, segir að niðurstöð- ur rannsóknarinnar séu að voðaskot hafi orðið drengnum að bana. Drengurinn sem lést var ásamt fé- laga sínum að leika sér með skamm- byssu þegar skot hljóp í höfuð hans. Maður viðurkenndi að vera eig- andi byssunnar en hann hafði ekki leyfi fyrir henni. Hann gekkst undir lögreglustjórasátt vegna brota á reglum um geymslu skotvopna og brota á skotvopnalögum og sam- þykkti að greiða 150.000 kr. sekt í ríkissjóð auk þess sem byssan var gerð upptæk. Þetta er hámarksrefs- ing fyrir brot af þessu tagi. Annað ólöglegt skotvopn sem maðurinn átti, auk skotfæra, var einnig gert upptækt. Ólafur segir að draga megi lær- dóm af þessu máli: „Menn þurfa að fara að hætta þessum lögbrotum á heimilum sínum, að vera að geyma þar annaðhvort byssur sem er leyfi fyrir með þeim hætti að það sé hægt að komast í þær eða vera með byssur sem ekki eru löglegar.“ Eigandi vopnsins gekkst undir sátt Niðurstaða rannsóknar á voðaskoti á Selfossi gerð opinber LITHÁINN sem handtekinn var á Keflavíkurflugvelli á sunnudag hafði áður komið í stuttar ferðir til Íslands, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Grunsemdir hljóta því að vakna um að hann hafi hugsanlega einnig smyglað fíkniefnum til landsins í þau skipti. Pakkningarnar sem fíkniefnin voru í þykja bera vott um að þeir sem stóðu að smyglinu með mann- inum hafi verið fagmenn. Þykja þær minna nokkuð á umbúðirnar sem fundust í líki Vaidas Jucevi- cius, landa mannsins sem fannst látinn í Neskaupstaðarhöfn í vet- ur. Þær eru þó ekki af sömu gerð, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Jucevicius og maðurinn sem handtekinn var á sunnudag eru frá sama bæ, Telsiai, en íbúar hans eru um 60.000. Skýtur þetta enn frekari stoðum undir grun- semdir um að málin tengist á ein- hvern hátt. Ákæra í líkfundarmálinu var þingfest í júní sl. og hefst aðal- meðferð í málinu um miðjan októ- ber. Hafði komið til landsins áður Handtekinn með kókaín innvortis ♦♦♦ ♦♦♦ BRESKA blaðið The Independent hefur útnefnt Hótel Búðir á Snæfells- nesi sem eitt af fimm bestu hótelum heims sem eru við sjávarsíðuna. Á vef Ferðamálaráðs segir að þetta sé önnur viðurkenningin af svipuðu tagi sem Hótel Búðum áskotnist á skömmum tíma. Nýlega komst hót- elið á lista hins virta ferðatímarits Condé Nast Traveler yfir 100 bestu nýju hótel í heimi. Í rökstuðningi blaðamanns The In- dependent segir m.a. að Hótel Búðir hafi í raun meiri sýn til Snæfellsjökuls en sjávar. Segir ennfremur að hið nýja hótel sé endurbætt útgáfa hins eldra og skarti m.a. ljósmyndum frá síðustu öld og glerlömpum. Hótel Búðir Eitt af bestu sjávarsíðuhót- elum í heimi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.