Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hallfríður Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 2. desember 1922. Hún lést á gjör- gæsludeild Landspít- alans við Hringbraut aðfaranótt laugar- dagsins 28. ágúst síð- astliðins. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Gíslason skósmiður í Reykja- vík, f. 17. desember 1880, d. 20. október 1939, og Sigrún Jón- asdóttir, f. 24. júní 1888, d. 30. maí 1967. Systkini Hallfríðar eru Sigrún, f. 1912, d. 1981, Valur, f. 1918, Jónas, f. 1920, d. 1984, Ísafold, f. 1925, d. 2004 og Leifur, f. 1929, d. 1993. Hallfríður giftist 27. desember 1947 Þorsteini Þórarinssyni járn- smið, f. 28. júlí 1923, d. 15. janúar 1998. Börn þeirra eru: 1) Þórarinn Guðmundur sjómaður Reykjavík, f. 14. júlí 1947, maki Þórunn Ját- varðardóttir þroskaþjálfi, f. 29. mars 1950. Börn Þórunnar eru: a) Gústaf Jökull Ólafsson, f. 31. júlí 1969, maki Herdís Erna Matthías- ur þeirra er Valdimar Ólafur, f. 31. okt. 2003, c) Hallfríður, f. 28. júlí 1980, maki Eggert Ólafsson, f. 1. apríl 1980, sonur þeirra er Ólafur Stefán, f. 24. jan. 2002. d) Elísabet Ingibjörg, f. 23. okt. 1991. e) Valdís Kristín, f. 20. maí 1993. 3) Sigvaldi sjómaður í Grindavík, f. 30. sept- ember 1956, maki Kristín Inge- borg Mogensen, f. 2. febrúar 1952. Börn þeirra eru: a) Sólveig Erna, 9. feb. 1974, maki Joseph Alexand- er Woo, f. 20. mars 1969, börn þeirra, Nicholas Thomas Woo, f. 10. jan. 2000 og Katherine Anne Woo, f. 8 maí 2004. b) Helgi, f. 12. jan. 1978, maki María Johansen, f. 2. ágúst 1977, dóttir þeirra er Saga Kristín, f. 20. mars 2003 c) Hrafn, f. 16. júní 1979, maki Margrét Ragna Arnarsdóttir, f. 27. nóv. 1968, sonur þeirra er Valdimar Þór, f. 18. feb. 2004. Synir Mar- grétar eru Stefán Örn, f. 1. mars 1992, Sigmundur Freyr, f. 29. ágúst 1996 og Birgir Hrafn , f. 12. nóv. 1997, Eiríkssynir. d) Hjalti, f. 28. maí. 1984. Barnabörn Hallfríð- ar eru 13 og barnabarnabörnin 17. Hallfríður ólst upp í Reykjavík og starfaði þar við prentverk og bókband mestalla starfsævina, lengst í Borgarprenti en seinustu árin í Leturprenti, þar til hún hætti störfum 69 ára. Útför Hallfríðar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. dóttir, f. 9. jan. 1971. Börn þeirra, Olga Þórunn, f. 12. júlí 1991, Matthías Óli, f. 27. apríl 1993 og Sandra Rún, f. 24. sept. 2002. b) Margrét Berglind Ólafsdóttir, f. 20. ágúst 1970, maki Gísli Geirsson, f. 16. mars 1966. Börn þeirra, Lóa Guðrún, f. 9. mars 1992 og Gísli Þór, f. 21. ágúst 1993. c) Gyða Lóa Ólafsdótt- ir, f. 6. feb. 1972, maki Jan Ruby Olsen, f. 4. feb. 1974. d) Hlynur Gunnarsson, f. 23. maí 1973, maki Marta Dögg Pálmadóttir, f. 10. feb. 1971. Börn þeirra, Pálmi Snær, f. 13. maí 1993 og Aldís Mjöll, f. 29. mars 2003. 2) Steinunn Erla húsmóðir á Reyk- hólum, f. 8. júlí 1954, maki Valdi- mar Ólafur Jónsson, f. 19. ágúst 1950, d. 30. maí 2003. Börn þeirra eru: a) Óskar, f. 4. feb. 1976, maki Silja Guðrún Sigvaldadóttir, f. 12. des. 1978. Sonur Óskars er Krist- inn Þór, f. 23. nóv. 1996, b) Hrönn, f. 1. sept. 1977, maki Arngrímur Kristjánsson, f. 22. ágú. 1975, son- Ekki grunaði mig þegar ég kvaddi hana Höllu tengdamóður mína síðast, fyrir um hálfum mán- uði, að það yrði okkar síðasti skiln- aður. Aðspurð hafði hún orð á því að hún væri eitthvað léleg en ann- ars væri ekkert að henni. Þetta svar var alveg dæmigert fyrir hana. Þeg- ar hún veiktist sl. föstudag minntist hún á að hana langaði í brúðkaup barnabarns þá um kvöldið og var leið yfir því að komast ekki en bað börnin sín, sem voru stödd hjá henni endilega drífa sig. ,,Hafið ekki áhyggjur af mér, ég er hraust,“ voru hennar síðustu orð. Halla var dul á tilfinningar sínar og var ekkert að flíka skoðunum sínum daglega en á góðum stundum þegar verið var að tala um allt og ekkert kom svo sannarlega í ljós að hún hafði ákveðnar skoðanir. Hún tók alltaf málstað þeirra sem minna máttu sín. Ákveðnar skoðanir hafði hún á hjónabandi og uppeldi. Fólk átti að standa sína pligt, standa við hlið maka síns og sinna blessuðum börnunum. Eftir að hún hætti að vinna fannst henni verst að geta ekki orðið einhverjum að gagni og hún vildi alltaf hafa eitthvað fyrir stafni. Þegar hún kom til okkar í gegnum tíðina, til að dvelja í nokkra daga t.d. yfir jól eða hvenær sem var hafði hún orð á því á sinn hógværa hátt að hún vildi gjarnan hafa eitt- hvað að gera. Það fór aldrei á milli mála þegar hún dvaldi hjá okkur eða fyrir vestan, á Reykhólum hjá dótt- ur sinni, að yfirbragðið yfir heim- ilinu var einhvern veginn snyrti- legra. Hlutirnir voru meira á sínum stað. Gerðu börnin mín stundum grín að því þegar allir voru á spani og lítil tiltekt í gangi að nú þyrfti að bjóða ömmu Höllu í heimsókn. Eitt er víst að Halla gerði mikið gagn sl. ár. Hún flutti til Steinunnar dóttur sinnar á Reykhóla eftir að maðurinn hennar dó af slysförum í fyrra. Þrátt fyrir háan aldur var Halla dóttur sinni mikil stoð og stytta á erfiðum tímum sem fylgdu í kjölfar slyssins og veit ég að þessi tími var Höllu mikils virði. Mín kæra Halla. Ég þakka þér samfylgdina sl. þrjá áratugi. Þín tengdadóttir Kristín Mogensen. Sælir eru hógværir… Með stuttum fyrirvara kvaddi Hallfríður mágkona mín. Það var aldrei neinn hávaði hjá henni. Hóg- værðin og hæverskan var hennar að- alsmerki í lífinu. Hún kynntist ásamt systkinum sínum í æsku harð- asta stigi kreppuáranna í Reykjavík. Þar varð fjölskyldan að tileinka sér nýtnina og nægjusemina til hins ýtr- asta gagnvart daglegum nauðþurft- um. Næsta kynslóð og kynslóðir mættu gjarnan fá upplýsingar um hvernig hagsýni, hyggindi og nægju- semi gátu fleytt barnmörgum fjöl- skyldum yfir þetta erfiða tímabil Ís- lendinga. Til viðbótar við þessar aðstæður varð hún sem unglingur fyrir þeirri sorg að missa skyndilega föður sinn og aðalfyrirvinnu heim- ilisins. Þessa lífsreynslu frá æskuheimil- inu gat Hallfríður nýtt sér. Hún kunni vel að fara með fjármuni heimilisins. Þau hófu búskap sinn í herbraggahverfinu Camp Knox. Um nokkur ár bjuggu þau á Reykhólum, en öll síðari árin bjuggu þau í eigin íbúð í Reykjavík. Hennar lífsreynsl- unám dugði henni. Það kom í ljós þegar dró úr starfsþreki Þorsteins bróður og heilsu hans fór ótímabært að hraka. Hógværðin og hæverskan í lífinu varð henni drjúgt veganesti. Við áttum saman góða daga. Í tvö ár var ég í heimili hjá þeim er Þor- steinn vann hjá Kaupfélagi Árnes- inga. Allt heimilishald var notalegt en án alls íburðar. Velfarnaður ríkti hjá okkur og öllum leið vel á heim- ilinu. Við Reykhólasystkinin kveðj- um mágkonu okkar og þökkum hennar góðu kynni, sem alla tíð ein- kenndust af hógværð og prúð- mennsku. Blessuð sé minning hennar. Hjörtur Þórarinsson. HALLFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Hausttilboð - 30%! Full búð af nýjum vörum fyrir hunda, ketti og önnur gæludýr. 30% afsláttur af öllum vörum. Opið mán.-fös. kl.10-18, lau. 10-16, sun. 12-16. Tokyo, Hjallahrauni 4, Hafnarfirði, sími 565 8444. Frá Hrfí. Skráning á alþjóðlega hundasýningu félagsins sem fram fer í reiðhöll Gusts 1.-3. okt. renn- ur út í dag kl. 18. Eingöngu hund- ar með ættbók frá HRFÍ og félög- um viðurkenndum af FCI hafa rétt til þátttöku. Að auki fer fram keppni ungra sýnenda og para- keppni. S. 5885255. www.hrfi.is Trjáfellingar, trjáklippingar, önnur garðverk. Garðyrkjufræð- ingur, vönduð vinna. S. 843 9058. Ég missti 11 kg á 9 vikum - www.heilsulif.is Aukakg burt! Ása 7 kg farin! Anna 10 kg farin! Frí próteinmæling! Alma, s. 694 9595 - www.heilsulif.is Viltu léttast hratt og örugglega? Anna Heiða léttist um 35 kg, ég um 25 kg, Dóra um 15. www.diet.is-www.diet.is Hringdu! Margrét s. 699 1060. Hársnyrtimeistarar og sveinar ath.: Stóll til leigu á stofu mið- svæðis í Reykjavík. Áhugasamir hafi samband á feima@mi.is eða í síma 552 1375. Brún án sólar með MagicTan á 60 sek! MagicTan-meðferðin er algjörlega laus við útfjólubláa geisla, er fyrir allar húðgerðir, jafnvel þá sem eru viðkvæmir fyr- ir sólinni, brenna eða ná ekki lit. Pantaðu tíma í s. 587 6720. www.magictan-iceland.com Flygill til sölu Svartpóleraður Schimmel flygill, lengd 1,80 m. Hljóðfæri í góðu ásigkomulagi. Upplýsingar í síma 899 2496. Traust og örugg barnahúsgögn. Allar gerðir af kojum. Óendanlegir möguleikar. Húsgagnaheimilið, Grafarvogi, sími 586 1000. Opið v.d. 13-18, lau. 11-16. Mikið úrval af sjálflímandi veggskrauti, ljósum og fleiru tengdu Bangsímon, prinsessum, Spiderman o.fl. Húsgagnaheimilið, Grafarvogi, sími 586 1000. Opið virka d. 13-18, lau. 11-16. Herbergi á svæði 111 Herb. m. húsgög. , aðg. að eldh.. sjónv. , þvottav., mögul. á intern- eti, stutt í alla þjón. ,reykl.,reglus. ásk. S. 892 2030 55 72530. Geymsluhúsnæði óskast Traust fyrirtæki óskar eftir 40 fm geymsluhúsnæði til leigu. Upplýsingar í síma 535 4040. Til leigu á Vagnhöfða 13 sér- hannað iðnðarhúsnæði fyrir mat- vælaiðnað með innkeyrsludyrum. Á sama stað skrifstofuhúsnæði á annarri hæð. Uppl. gefur Magni í síma 822 5992 og magni@alnabaer.is. Sumarhús — orlofshús. Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbú- in hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Prýði sf. húsaviðgerðir Steypuviðgerðir, lekavandamál, þakrennuuppsetningar, þak- ásetningar, þak-og gluggamáln- ing. Trésmíðavinna. Tilboð og tímavinna. Áratugareynsla og fagmennska. S. 854 7449, 864 7449 og 565 7449. Snyrtiskóli AVON. Ný námskeið að hefjast. Kvöldnámskeið í förðun. Einnig 26 klst. snyrti- og förðunarnám- skeið. Leitið uppl. í s. 866 1986. AVON, Dalvegur 16b, Kópavogur. Microsoft-nám á ótrúlegu verði. MCP 81 st. á kr. 59.900. MCSA kr. 270 st. á 199.000. Kíktu á nýja vef- inn www.raf.is undir Tölvunám. Microsoft kerfisstjóranám. Nám til undirbúnings MCSA, MCP og MCDST prófgráðum. Vandað nám - hagstætt verð. Upplýsingar á www.raf.is og í síma 863 2186. Rafiðnaðarskólinn. Heimanám.is - www.heima- nam.is. Fjarnám er góður mögu- leiki til menntunar. Við kennum allt árið. Tölvunám - bókhalds- nám - skrifstofunám - enska o.fl. Kannaðu málið á www.heima- nam.is - S. 562 6212. Enskuskóli Erlu Ara auglýsir enskunám í Hafnarfirði Skráning stendur yfir alla helgina í síma 891 7576 og erlaara@simnet.is Sjá nánar um starfsemi skólans á www.enskafyriralla.is • Enska fyrir fullorðna, áhersla á tal • Viðskiptaenska • Enska fyrir unglinga • Enska fyrir 7-10 ára • Nám í Englandi fyrir hópa og einstaklinga Vantar þig aðstoð með tölvu- málin? Tek að mér tölvuviðgerðir, netkerfi, heimasíðugerð, kennslu á tölvuna og fl. Ódýr og fljót þjón- usta. 10 ára reynsla - viðkenndur af Microsoft. S. 616 9153. Til sölu 19" hágrafískir skjáir. Til- valið fyrir þá sem eru að uppfæra eða þá sem spila mikið leiki. Uppl. http://www.timon-ehf.is, sími 693 0458, Tímon ehf. Sváfnir spilar í kvöld. Boltinn í beinni á risaskjá. Hamborgaratilboð. Icy Spicy Leoncie. Hin vinsæla söngkona vill skemmta um land allt með heitustu smellina sína. (Ást á pöbbnum), Wrester o.fl. fresh from UK. S. 691 8123. www.leoncie-music.com. Viðarkamínur fyrir einbýlis, sumarhús, sólstofur o.fl. seldar við Lyngás 14, Garðbæ milli 13 og 19 alla daga. Frábært verð, 37.900 kr. stk. S. 554 2913, 821 6920 Esk- imo Trading ehf. Söluaðilar, Ísafjörður 456 3345, Hornafjörður 691 0231. Skrifstofustólar í úrvali. Teg. á mynd: Nero, Verð. 58.600 kr. Við erum sérfræðingar í stólum. E G Skrifstofuhúsgögn, Ármúla 22, S. 533 5900. www.skrifstofa.is Kristalsljósakrónur. Mikið úrval. Slovak Kristall, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, s. 544 4331.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.