Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Helgi IngólfurIbsen fæddist á Suðureyri við Súg- andafjörð 8. septem- ber 1928. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 28. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Ibsen Guðmundsson, for- maður og útgerðar- maður á Suðureyri, f. 1892, d. 1957 og kona hans Lovísa Rann- veig Kristjánsdóttir, f. 1893, d. 1974. Systkini hans voru: Þorgeir Guðmundur skólastjóri, f. 1917, d. 1999, Kristján Albert skip- stjóri, f. 1920, d. 1963, Lovísa sjúkraliði, f. 1921, Arína Þórlaug ritari, f. 1923, d. 1994, Halldór Björn útgerðarmaður og fram- kvæmdastjóri, f. 1925, Guðmundur Sigurður skipstjóri og sölustjóri, f. 1926, og Guðfinnur Jón, f. 1930, d. 1991. Helgi kvæntist 31. desember 1950 Þorbjörgu Laufeyju Þor- björnsdóttur f. 29. ágúst 1925. For- eldrar hennar voru Anna Mýrdal Helgadóttir frá Akranesi, f. 1903, d. 1970 og Þorbjörn Sæmundsson stýrimaður, frá Gufuskálum á Snæfellsnesi, f. 1897, d. 1925, en fósturfaðir hennar var Björgvin 1954. Þau eiga eina dóttur og Hjör- dís á son frá fyrra sambandi. Helgi ólst upp í foreldrahúsum á Suðureyri við Súgandafjörð og hóf sjómennsku á sumarvertíð hjá föð- ur sínum 11 ára gamall. Eftir barnaskólapróf var hann síðan há- seti á ýmsum fiskibátum og togur- um. Hann útskrifaðist frá fiski- mannadeild Sjómannaskólans í Reykjavík 1951. Hann var fjögur sumur á hvalbátum, fyrst sem há- seti en síðan stýrimaður. Árið 1952 fluttust Helgi og Þorbjörg til Akra- ness og bjuggu þar alla tíð síðan. Hann var skipstjóri á fiskibátum frá 26 ára aldri, fyrst hjá HB og Co, en síðan hjá Sigurði Hallbjarnar- syni hf. og síðast hjá eigin útgerð, Hafbjörgu, frá 1965–1973. Útgerð- ina átti hann með Vilhjálmi Guð- jónssyni frá 1965–1978 og var hann framkvæmdastjóri fyrirtækisins allan tímann. Frá 1979 var Helgi framkvæmdastjóri Skallagríms hf., sem rak Akraborg, þar til rekstri skipsins var hætt árið 1998 með tilkomu Hvalfjarðarganga. Þá stóð Helgi á sjötugu. Hann tók virkan þátt í starfi Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Hafþórs og var um tíma í Sjómannadagsráði. Lionsklúbbur Akraness naut um tíma starfskrafta hans svo og Fé- lag eldri borgara á Akranesi á síð- ustu árum. Helgi var alla tíð far- sæll og fengsæll skipstjóri. Á sjómannadaginn 1999 var hann sæmdur heiðursmerki sjómanna. Útför Helga fer fram frá Akra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ólafsson bifreiða- stjóri, f. 1907, d. 1993. Börn Helga og Þor- bjargar eru: 1) Anna Mýrdal læknir, f. 1950, maki Hafsteinn Guð- jónsson læknir, f. 1949 og eiga þau tvo syni. 2) Óskírð dóttir, f. 1952, d. 1952. 3) Lúðvík Ib- sen húsasmiður og húsvörður, f. 1953, maki Ingveldur Valdi- marsdóttir bankaúti- bússtjóri, f. 1954, d. 1991. Þau eiga þrjú börn. Sambýliskona hans frá 1998–2003 var Katrín Ragnheiður Björnsdóttir, f. 1949. Hún á þrjú börn og þrjú barna- börn. 4) Þorbjörg leikskólakenn- ari, f. 1955, maki Guðberg Heiðar Sveinsson húsasmíðameistari, f. 1955. Þau eiga þrjá syni og einn sonarson. 5) Björgvin Ibsen við- skiptafræðingur, f. 1957, var kvæntur Jóhönnu Ólafsdóttur, f. 1963 og eiga þau fimm dætur. Þau skildu. 6) Helga, f. 1960, d. 1961. 7) Helgi rafmagnsiðnfræðingur, f. 1962, maki Þóra Þórðardóttir kennari, f. 1964. Eiga þau tvö börn og Þóra á son frá fyrra sambandi og einn sonarson. 8) Kristján söngvari, f. 1963. Sambýliskona Hjördís Frímann listmálari, f. Mig langar til að minnast frænda míns Helga Ibsen með fáeinum orð- um, en hann heilsaði mér alltaf með orðunum „sæl frænka“! Sem þau reyndar gerðu og gera öll systkini Helga og föður míns. En Helgi var mér mjög kær frændi sem helgaðist líka af því að við áttum bæði heima á Akranesi, ég held meira að segja að vandfundnari væri meiri Skagamaður en Helgi þó að hann væri ekki fæddur þar. Hann hélt því meira að segja fram að veðursælast á Íslandi væri á Skaganum, en æskuminningar tengd- ar Helga eru mér mjög kærar. Mér hefur reyndar verið sagt að hann hafi passað mig sumarlangt þegar ég var nærri eins árs í Súgandafirði, en það sem stendur upp úr og mér finnst lýsa Helga best er fiskurinn sem hann skildi eftir á tröppunum heima hjá okkur þar sem voru erfiðleikar, ein- stæð móðir með þrjú börn. Þetta gerði hann ekki einu sinni, ekki tvisv- ar, heldur oft. Þetta var þegar hann var til sjós og kom kannski að landi í misjöfnum veðrum seint á nóttu. Heima beið hans hans stóra fjöl- skylda, en hann lagði samt lykkju á leið sína til að setja nýjan fisk á tröpp- urnar hjá okkur. Það var ekki bara fiskurinn heldur ekki síður hugurinn sem fylgdi. Ef nokkur maður fékk þá hlýjar hugsanir þá var það Helgi. Ég vona að ég hafi örlítið getað endur- goldið alla vinsemdina þegar Helgi kom með Helgu nokkurra mánaða gamla dótttur sína fárveika á sjúkra- hús í Kaupmannnahöfn þar sem ég var búsett þá. Allt samband okkar Helga einkenndist af vinsemd og væntumþykju, og einnig við Bobbu konu hans. Ógleymanlegt er mér þeg- ar að ég átti stórafmæli fyrir fjórum árum og var erlendis, þá hringdi sím- inn snemma dags og afmælissöngur- inn hljómaði. Það var Helgi Ibsen frændi minn að syngja fyrir frænku sína. Svona var Helgi, hlýr og alltaf vinalegur. Elsku Bobba og fjölskylda, við Benni sendum ykkur okkar innileg- urstu samúðarkveðjur, og einnig til eftirlifandi systkina Helga, þeirra Lovísu, Halldórs og Guðmundar. Heiðrún frænka. Fyrir mörgum árum lenti ég í hreint furðulegum orðaskiptum við konu eina sem hélt því fram af mikilli staðfestu að ég væri sonur Helga Ib- sen. Ég reyndi að útskýra fyrir henni að ég væri ekki sonur Helga, hann væri föðurbróðir minn. Konan lét sér ekki segjast og nefndi ýmislegt máli sínu til stuðnings, en þar vó þyngst að hún hafði oft séð mig við húsið hans og í hópi barnanna hans. Það varð engu tauti komið við konuna og gafst ég upp við svo búið. Það var heldur ekki nokkur smán heldur allnokkur upp- hefð að vera talinn til heimilis hjá Helga og Bobbu, því þangað var ákaf- lega gott að koma þar sem ást og um- hyggja réðu. Helgi var auk þess góðmenni, á því er enginn efi, einstaklega vel gerður og kærleiksríkur maður, sem með breytni sinni varð fyrirmynd um þau gildi mannlífsins sem eru meira virði en flest annað; mannkærleikur, sam- hjálp, samúð með lítilmagnanum, var- færni í orðum án þess að vera fálátur, kímni, umburðarlyndi og virðing fyrir skoðunum og tilfinningum samferðar- fólks síns. Enda naut hann ástar og virðingar þeirra sem kynntust hon- um, og systkinum sínum var hann ákaflega kær. Aldrei fór ég í róður með honum þó byðist, en fékk oft að fljóta með ef hann þurfti að færa bátinn yfir í „dokkina“. Ég undraðist hve allt gekk snurðulaust fyrir sig um borð og hve áhöfnin var samhent. Ég hygg að þannig hafi andinn verið um borð alla- jafna, hann hafi verið mildur yfirmað- ur sem þó skorti aldrei myndugleik ef þörf krafði. Því hann var bæði feng- sæll og farsæll skipstjóri og missti aldrei mann eða bát þótt veður væru válynd. Eigið útgerðarfyrirtæki rak hann um skeið og fórst það vel, og loks var hann seinasti framkvæmdastjóri Akraborgarinnar, skipsins sem tengdi Skagann við heiminn. Fátækleg orð eru léttvæg í saman- burði við alla þá umhyggju sem hann sýndi okkur skyldmennum sínum á Skaga, og aldrei held ég að ég hafi þakkað allan þann heilnæma glænýja fisk sem hann lét við dyrnar hjá okkur meðan ég óx úr grasi. Ég votta Bobbu og fjölskyldu inni- lega samúð. Árni Ibsen. Nágranni minn og vinur Helgi Ib- sen er fallinn frá eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Helgi var Súg- firðingur að uppruna en fluttist til Akraness um miðja síðustu öld. Hann hafði eftir skipstjórnarpróf verið stýrimaður á hvalbátum en réðst sem skipstjóri á Reyni AK og var um langt árabil skipstjóri á bátum HB&Co og Sigurðar Hallbjarnarsonar hf. áður en hann hóf eigin útgerð. Á þessum árum voru gerðir út um 25 bátar frá Akranesi og höfnin var lífæð bæjar- félagsins. Þar var oft mikið um að vera á kvöldin og bæjarbúar fylgdust grannt með aflabrögðum bátanna og mestu aflamennirnir voru hetjur okk- ar strákanna á vertíðinni eins og knattspyrnumennirnir á sumrin. Afla- skýrslan var hengd upp í glugga vigt- arskúrsins á hverju kvöldi og sagt var að sumar skipstjórafrúrnar flögguðu þegar karlinn þeirra var í efsta sæti. Helgi var mikill aflamaður og jafnan í hópi þeirra efstu, jafnt á vetrarvertíð og síldveiðum. Helgi stofnaði útgerðarfélagið Haf- björgu með Vilhjálmi Guðjónssyni sem verið hafði vélstjóri hjá honum í fjölda ára. Þeir keyptu 50 tonna bát, Rán AK, og síðar 200 tonna bát, Gróttu AK. Þá byggðu þeir myndar- legt fiskverkunarhús á Breiðinni og ráku þar saltfisk- og skreiðarverkun árum saman. Helgi var framkvæmda- stjóri fyrirtækisins og Vilhjálmur stjórnaði fiskverkuninni. Þeir seldu síðan fyrirtækið í fullum rekstri, en Helgi var kominn í útgerðina aftur ári síðar þegar hann var ráðinn fram- kvæmdastjóri Skallagríms hf. sem gerði út Akraborgina og stjórnaði hann því fyrirtæki þar til rekstur Akraborgar lagðist af með tilkomu Hvalfjarðarganga árið 1998. Helgi var einstaklega samvisku- samur og skilvís maður. Ég átti mikil viðskipti við hann í starfi mínu hjá Þorgeiri & Ellert og betri viðskipta- vin var ekki hægt að hugsa sér. Það þurfti ekki að gera skriflega samninga við Helga, allt sem hann samdi um stóð eins og stafur á bók og reikninga vildi hann greiða sama dag og hann sá þá. Þegar hann hóf eigin útgerð inn- leiddi hann nýja siði í uppgjöri við sjó- menn með því að gera upp við þá um leið og vertíð lauk, en áður var það sið- ur að uppgjör drógust vikum saman og þótti sjálfsagt. Ég var stjórnarformaður Skalla- gríms hf. síðustu árin sem fyrirtækið starfaði og átti þar mikið og gott sam- starf við Helga. Þar kynntist ég enn þessari miklu reglusemi og skilvísi sem einkenndi hann, jafnframt mikilli umhyggju fyrir starfsmönnum fyrir- tækisins, t.d. fékk hann mig með sér í nokkur fyrirtæki þegar leið að lokum starfseminnar þeirra erinda að óska eftir því að starfsmenn Skallagríms fengju þar störf ef þeir óskuðu þess. Það gladdi Helga mjög hvað þessu er- indi var vel tekið. Helgi var hamingjumaður í einka- lífinu, hann átti samheldna fjölskyldu; afbragðs konu og myndarleg börn sem hann var stoltur af. Helgi studdi mig af einurð í mínu pólitíska starfi, jafnt í bæjarstjórn og á Alþingi, og hringdi oft til að ræða málin og gefa góð ráð sem ég mat mikils. Ég vil að leiðarlokum þakka samfylgdina við þennan heiðursmann. Við Guðný sendum Þorbjörgu og fjöl- skyldu innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Helga Ibsen. Guðjón Guðmundsson. HELGI INGÓLFUR IBSEN Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SARA SÍMONARDÓTTIR, Hvanneyrarbraut 42, Siglufirði, sem lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar föstudaginn 27. ágúst, verður jarðsungin frá Siglufjarðar- kirkju laugardaginn 4. september kl. 14.00. Helgi Sigurðsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, KRISTJÁN EINARSSON læknamiðill, Hlíðarhjalla 53, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík má- nudaginn 6. september kl. 13.30. Margrét Matthildur Björnsdóttir, Guðmundur Einar Kristjánsson, Björn Ingi Kristjánsson, Róbert Kristjánsson, Friðrik Bergmann Kristjánsson, Kristinn Rúnar Kristjánsson, tengdadætur og barnabörn. Minningarathöfn um elskulega eiginkonu mína, móður, ömmu og systur okkar, ODDNÝJU ESTER MAGNÚSDÓTTUR CERISANO, fer fram frá Aðventkirkjunni sunnudaginn 5. september klukkan 13.30. Vincent Cerisano, Hörður Magnússon, Grétar Jón Magnússon og fjölskyldur. Ástkær móðir mín, ELÍN SIGRÍÐUR JAKOBSDÓTTIR, síðast til heimilis í Hraunbæ 103, Reykjavík, lést þriðjudaginn 31. ágúst sl. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 7. september kl. 13.30. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki á dvalar- heimilinu Blesastöðum á Skeiðum. Fyrir hönd aðstandenda, Halldóra M. Halldórsdóttir. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HARALDAR KRISTJÁNSSONAR fyrrv. kaupmanns. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deildum 13B og 14G á Landspítalanum við Hringbraut fyrir kærleiksríka umönnun. Gerða Herbertsdóttir, Herbert Haraldsson, Hallfríður Jakobsdóttir, Sigríður Haraldsdóttir, Gunnar Þór Ólafsson, Jón Ingi Herbertsson, Laufey Elísabet Löve, Gerða Gunnarsdóttir, Guðmundur Arnar Jónsson, Lára Guðrún Gunnarsdóttir og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.