Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 26
DAGLEGT LÍF 26 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ekki þarf allt-af að faramikill tími íað reiða fram dýrindis veislu- máltíð handa vinum og vandamönnum. Helga Matthildur Jónsdóttir eigandi Skólavörubúðar- innar hefur fengið orð á sér fyrir að vera matkráka mikil og var innt eftir hugmyndum að þriggja rétta máltíð, sem fljótlegt væri að tilreiða. Helga dró fram uppskriftir að rétt- um sem njóta mikilla vinsælda á heimilinu, og hafa reyndar verið marg-sannreyndir og prófaðir af jafnt eiginmanni og börnunum. Helga segist hafa gaman af því að elda góðan mat. Þar segist hún leggja áherslu á hollustu, enda hjúkrunarfræðingur að mennt. Grænmeti, pasta, fiskur og kjúkling- ur eru það hráefni sem hún notar mest, en þungt kjöt og matur sem inniheldur mikið af mettaðri fitu sést sjaldan á hennar borðum. Hún reyn- ir alltaf að hafa ferskar kryddjurtir við höndina og ræktar það sem hægt er í garðinum heima. Hún segist þó engin strangtrúarmanneskja í holl- ustunni, mikilvægast sé að fá fjöl- breytt næringarefni úr matnum. Réttirnir sem Helga gefur Matar- kistunni uppskriftir að, eiga það líka sameiginlegt að vera léttir og sum- arlegir, ljúffengir og einkar fljótleg- ir í matreiðslu. Ídýfan sívinsæla Þessi réttur er mjög vinsæll meðal krakkanna á heimilinu og klárast venjulega á augabragði. Hann er fljótlegur og hentar bæði sem for- réttur og sem snarl í góðra vina hópi. Bökuð salsa-ídýfa 1 askja hreinn rjómaostur 1 krukka mild salsa sósa (Paul Newmans) ostur í sneiðum Rjómaostinum smurt í botninn á eldföstu móti og salsa-sósu dreift yfir. Ostsneiðar lagðar og hitað í ofni við 200°C í tæpl. 10 mínútur, eða þar til að osturinn er bráðnaður. Borið fram sem ídýfa með nachos-flögum. Fiskréttur með svörtu pasta Tillaga Helgu að aðalrétti er léttur fiskréttur, með ýmist silungi eða laxi, eftir því hvaða tegund fæst ferskust úr fiskbúðinni hverju sinni. Með réttinum er gott að hafa svart pasta, sem litað er með kolkrabba- bleki, og fæst m.a. ferskt í Heilsu- húsinu. Ómissandi með réttinum er síðan sígilt „fjölskyldutómatasalat“, sem betrumbætt hefur verið með dá- litlum feta-osti. Lax eða silungur með feta-osti 1 stórt flak lax eða silungur ½ – 1 krukka íslenskur feta-ostur í kryddolíu 1 msk. rósapipar 1 msk. salvía salt og pipar Beinhreinsað og roðflett fiskflakið sett í eldfast mót, og fetaostinum dreift yfir ásamt kryddolíunni. Magnið ræðst af smekk hvers og eins. Kryddað með rósapiparnum, salvíunni, salti og pipar. Bakað með álpappír yfir, í 30 mín á 200°C. Tómatasalat 4-5 vel þroskaðir tómatar ½ rauðlaukur 1 msk. balsamik-edik 1 msk. virgin olífuolía graslaukur salt og pipar 1/3 krukka feta-ostur. Niðursneiddir tómatar settir í sal- atskál ásamt söxuðum rauðlauk. Því næst koma edik, olía, salt og pipar. Fetaostinum má sleppa, en hann hentar þó vel ef salatið er haft með fiskréttinum. Graslaukur klipptur yfir.  MATARKISTAN | Þriggja rétta máltíð lokkuð fram á augabragði Fljótlegt, létt og ljúffengt Morgunblaðið/Þorkell Matkráka: Helga Matthildur útbjó nokkra létta rétti í góða veðrinu. Ekki má of mikill tími fara í eldamennskuna þegar sólin skín úti við. Lax með fetaosti: Fljótlegur og ljúffengur réttur. Eftirrétturinn: Dæturnar Sigur- laug og Matthildur leggja blessun sína yfir gómsætan ísréttinn. Dalvegi 4 • Sími 564 5700 • badstofan.isá öllum vörum! Glæsibæ s. 552 0978 www.damask.is Tilboðsdagar hefjast 10-50% afsláttur Grímsbæ & Ármúla 15 Haustvörurnar komnar Stærðir 36 - 50 Glæsilegur fatnaður fyrir allar konur Þú færð skóna hjá okkur Föstudaginn 3. september Umgjarðakynning Nýtt frá Lafont Paris ALLIR VELKOMNIR Einnota frauðmál fyrir kaffi nú á 20% afslætti 1000 stk á 1.980.- af 200 ml. glösum Brautarholti 28 Sími: 5 600 900 www.akarlsson.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.