Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Næring ekki refsing SUNNUDAGSÞÁTTURINN er heiti á nýj- um umræðuþætti um pólitísk málefni sem hefur göngu sína á Skjá einum í október. Þættinum stýra Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri-grænna og Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráð- herra. Eins og heiti þáttarins vísar til verður hann sendur út á sunnudögum. Þáttastjórnendurnir, sem eru á önd- verðum meiði í pólitík, segjast í samtali við Morgunblaðið vera spenntir að takast á við verkefnið. „Þess er gætt að jafnvægi sé milli pólitískra sjónarmiða,“ segir Ill- ugi. Að sögn Katrínar er hugmyndin spenn- andi í ljósi umræðu um það hvort blaða- menn og þáttastjórnendur séu hlutdrægir eða ekki. „Þessi þáttur segir að það sé kannski bara allt í lagi að vera ekkert hlutlaus og þá vita allir að hverju þeir ganga,“ segir hún. Sunnudagsþátturinn verður í beinni út- sendingu klukkan tólf á hádegi. „Þessir þættir verða allt öðruvísi en stjórnmálaumræðuþættir hafa verið hing- að til,“ segir Helgi Hermannsson, dag- skrárstjóri á Skjá einum. „Þarna eru stjórnendur pólitískir og þeir munu láta sínar skoðanir í ljós í stað þess að reyna að vera hlutlausir. Þeir verða því í kapp- ræðum við viðmælendur sína, sem vænt- anlega verða á öndverðum pólitískum meiði – Illugi mun fá viðmælendur af vinstri hliðinni og Katrín af þeirri hægri.“ Morgunblaðið/Golli Allt í lagi að vera ekki hlutlaus  Stjórnendur/57 Nýr umræðuþáttur um pólitísk málefni ALLS hafa sjö bátar sokkið á hafi úti það sem af er árinu af völdum óþekkts leka, samkvæmt upplýs- ingum frá rannsóknarnefnd sjóslysa – þar af sukku þrír bátar undanfarna viku, nú síðast í gær þegar Kópnes ST-46 frá Hólmavík sökk um 27 sjómílur norður af Skagatá. Þrír menn voru um borð og komust þeir í gúm- björgunarbát og var skömmu síðar bjarg- að um borð í Kaldbak frá Akureyri, sem staddur var skammt frá. Á fimmtudag í síðustu viku sökk Björgvin ÍS 468 úti fyrir Dýra- firði og var tveimur mönnum sem um borð voru bjargað. Síðar sama dag sökk Fjarki ÍS 44 suð- austur af Gjögri og bjargaðist sá sem um borð var. Ekki er vitað hvernig leki kom að bátunum. Hert eftirlit með vélarrýmum Jón A. Ingólfsson, framkvæmdastjóri rann- sóknanefndar sjóslysa, segist ekki muna eftir jafn- tíðum sjóslysum af þessu tagi í jafngóðu tíðarfari og ríkt hefur að undanförnu. „Það sem hefur einkennt öll þessi óhöpp [í þess- ari og síðustu viku] er leki í vélarrúmi og það er eitthvað sem þarf að taka alvarlega til skoðunar. Hvort um er að ræða tæringu á lögnum eða botn- leka eða eitthvað slíkt hafa menn ekki náð að sjá.“ Jón segir að tæring í lögnum geti átt sér stað svo árum skipti án þess að eigendur báta verði hennar varir og þær hrokkið í sundur fyrirvaralaust. Rannsóknanefndin muni að öllum líkindum leggja til við Siglingastofnun að herða eftirlit með vél- arrýmum í ljósi atburða liðinnar viku. Hvað rannsókn málanna varðar bendir Jón á að í mörgum tilvikum glatist sönnunargögn í hafinu en öll skipin sem um ræðir eru á miklu dýpi og kostnaðarsamt eða ómögulegt að ná þeim upp. Þremur skipverjum bjargað eftir að Kópnes sökk norður af Skagatá Sjö bátar sokkið af völd- um óþekkts leka á árinu Morgunblaðið/Einir Einisson Kópnesið marar í hálfu kafi en skipið var sokkið um kl. 9 í gærmorgun. %   $ *  *  + ,  . J K " $    C,  "$$% "$$" "$$& "$$K  Þremur/4 TÆKNÓSVEITIN Scooter heldur sína aðra tónleika á Íslandi í Laugardalshöll 25. september næstkomandi. Sveitin var hér á ferð í apríl og hélt þá tónleika í Höllinni fyr- ir fullu húsi. Meðlimir Scooter munu hafa orðið svo heillaðir af Íslandi að þeir vildu hefja tónleikaferðalag vegna nýrrar plötu sinnar, Mind the Gap, hér á landi. Scooter aftur til Íslands Morgunblaðið/Árni Sæberg  Tónleikar/56 DAÐI Guðjónsson, skipstjóri og annar eig- andi Kópness, segist í samtali við Morg- unblaðið ekki gera sér grein fyrir hvað hafi valdið leka á bátnum. Erfitt hafi verið að horfa á bátinn sökkva í sæ en mest um vert hafi verið að bjarga mannslífunum. Hann segir trollið hafa verið tekið inn fyr- ir í fyrrakvöld og ákveðið hafi verið að ræsa mannskapinn kl. hálfsex í gærmorgun til að kasta trollinu út aftur. En um hálffimmleytið hafi skyndilega slokknað á aðalvélinni. „Vélstjórinn fór þá niður og sá að mikill sjór var kominn í vélarrúmið. Hann reyndi að skrúfa fyrir botnlokana en náði ekki til þeirra. Hann ræsti okkur næst en upp úr klukkan fimm slokknaði á rafmagninu. Þá skutum við út björgunarbátunum tveimur og gerðum okkur klára í þá,“ segir Daði en hann og Arnar Barði, sonur hans, og Hjálm- ar Halldórsson, vélstjóri, komust allir í sama björgunarbátinn. Þar voru þeir í tæpan klukkutíma þar til skipverjar á Kaldbaki komu til aðstoðar. Skömmu síðar horfðu þeir á Kópnesið sökkva í sæ. „Það var erfið sjón,“ segir Daði, sem ekki hefur lent í sjáv- arháska áður, kominn á sextugsaldur og hefur verið til sjós meira og minna frá 12 ára aldri. Erfitt að sjá bátinn sökkva EÐLA fannst við húsleit í Graf- arvogi í gær. Lögreglumenn á vettvangi héldu fyrst að um ný- stárlegt stofustáss væri að ræða þar sem eðlan stóð grafkyrr uppi á hillu og virtist allt eins geta ver- ið úr plasti. Einn lögreglumann- anna tók sig til og potaði í eðluna en hún slengdi þá til halanum, sneri höfðinu í áttina til hans svo honum krossbrá. Eðlan sem fannst í gær er iguana-eðla og er 76 sentimetra löng. Bannað er með lögum að flytja inn slík dýr vegna sýking- arhættu. Iguana-eðlur eru ekki eitraðar en bit þeirra er hættulegt, að því er fram kemur á Vísindavef Há- skóla Íslands. Þar segir að dýrin séu vinsæl gæludýr í Bandaríkj- unum. Að sögn Þorsteins Guðjóns- sonar, starfandi útivarðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík, er nokk- uð um það að fólk smygli inn eðl- um, snákum og köngulóm til landsins. Þorsteinn hefur áður séð nákvæmlega eins eðlu sem fannst við húsleit, en segir þá sem fannst í gær hafa verið mun sprækari. Eðlan hefur haft nóg pláss til að athafna sig því hún var laus í vist- arverunum sem lögreglan leitaði í, innréttuðum bílskúr í Graf- arvogi. Við leitina, sem hófst síðdegis í gær og stóð fram undir kvöld, fannst talsvert magn af hvítu dufti sem grunur leikur á að sé fíkniefni. Þá fann lögregla hugs- anlegt þýfi í húsakynnum eðl- unnar og er málið í rannsókn. Eðl- an undi sér vel á handlegg starfsmanns lögreglunnar í Reykjavík en vildi helst klifra upp á öxlina. Ríkharður Örn Stein- grímsson lögreglumaður horfir á. Eðla skaut lögreglu skelk í bringu Stóð grafkyrr og virtist úr plasti Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.