Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Á MENNINGARNÓTTINNI 21. ágúst var leikritið Líneik og Laufey frumsýnt í Tjarnarbíói. Þennan dag voru tvær sýningar og ég sá þá seinni. Hún var afar skemmtileg og eftirminnileg og ég vona og trúi að þetta verk verði sýnt áfram því að margir munu njóta þess að sjá það og heyra. Fyrir nokkrum árum kom út bók þar sem Ragnheiður Gestsdóttir endursagði og myndskreytti þetta þekkta ævintýri sem hún hefur nú leikgert. Leikhópurinn var skemmtilega sannfærandi og tókst að koma æv- intýrinu ótrúlega vel til skila enda er textinn því trúr og leikararnir fóru svo vel með hann að hvert orð náði eyrum áheyrenda. Það leyndi sér heldur ekki að ung- ir áhorfendur gleyptu efnið í sig og vítt og breitt um salinn mátti heyra athugasemdir þeirra, fuss og fei, til dæmis þegar þeim ofbauð fálætið í föðurnum við börnin sín, frekjan í stjúpunni og ýmislegt sem á þau var lagt. „Á hún bara að sauma allt sem er í kassanum?“ dæsti ein lítil sem sat fyrir framan mig þegar gríski kon- ungssonurinn rétti Laufey efni í þriðju viðhafnarflíkina. Orðaforði íslenskra barna í dag er rýr. Það er þess vegna ánægjulegt að upplifa hve vel þau nutu þess ríka texta sem þarna var fluttur. Ég harmaði það að ekkert af barnabörnunum skyldi vera með mér á sýningunni og treysti því að þær verði fleiri. Þá fer ég aftur og tek þau með. Ég sé fyrir mér nemendur í yngri bekkjum grunnskólanna mæta á þessa sýningu og læra mörg ný orð á meðan þeir skemmta sér og njóta lífsins. IÐUNN STEINSDÓTTIR, Sundlaugavegi 20,, 105 Reykjavík. Líneik og Laufey Frá Iðunni Steinsdóttur: ÞEGAR litið er upp eftir hlíðinni ofan við Seljaland, þá má sjá hversu gríðarlega vel hefur tekist til við að verja manninn vá. En bet- ur má ef duga skal. Þaulsetur á verkfræði-, náttúru-, hönnunar- og öðrum setustofum, fyrir atbeina hinna viti bornu ráðamanna, hafa það í för með sér að ekki skal látið hér við sitja. Núna þegar reistur hefur verið varnargarður þar sem hverfandi líkur eru á snjóflóði, þá verður að sjálfsögðu að gera varn- argarða alls staðar þar sem mögu- leg hætta gæti fundist. Þegar góðar lausnir finnast ligg- ur fyrir að finna vandamálin sem þær leysa. Næst á dagskrá er snjóflóðavörn undir Gleiðarhjalla og þar á eftir yfir Holtahverfi. Ekki virðist ósennilegt að aðferðafræði þeirra framkvæmda verði eitthvað á þessa leið: „Undirbúningsvinna er á loka- stigi og hefur kostað hundruð millj- óna.“ Þannig verður verknaðurinn kynntur bæjarbúum og ræddur á þeim grundvelli, að óviturlegt væri að kasta á glæ öllum þessum vand- aða undirbúningi þaulsætinna manna á alls konar stofum og öllum þessum gríðarlega kostnaði með því að hætta við allt saman. Áður en fleiri áfangar til eyði- leggingar hefjast með þessu kroppi í hlíðarnar má benda á, að mögu- legt er að stíga skrefið til fulls og skapa alvöru hættulaust umhverfi hér á Ísafirði. Það má gera með því að moka fjöllunum í kring út í fjörðinn. Þar með verður til stórt og öruggt byggingarsvæði með möguleika á „hönnun útivist- arsvæða“. Enginn þyrfti að óttast fjöllin lengur, hættan af þeim væri komin út í sjó og engu skolpi væri hægt að hleypa út í hann heldur. Eyðingahvörf Funa sjá um rest. Virtar valdamannavænar þrýsti- hópastofur í Reykjavík standa í röðum til að fá að sanna gildi sitt á slíkum svæðum. Athygliverð var frétt á frétta- vefnum bb.is núna þann 26. ágúst en hún hófst á þessa leið: „Enn er rýmingarskylda á Selja- landshverfi þrátt fyrir að fram- kvæmdum við snjóflóðavarnargarð þar sé lokið. Þó þýðir það ekki að hætta sé á snjóflóðum...“ PÉTUR TRYGGVI HJÁLMARSSON, Ísafirði. Um lausnir og vandamál Frá Pétri Tryggva Hjálmarssyni: ÞAÐ ER réttur hvers manns, sem atkvæðisrétt hefur að neyta hans (ætti auðvitað að vera skylda). Að mínu mati afsala þeir, sem sitja heima, sér þessum rétti og láta þá sem atkvæðis neyta um að axla ábyrgðina. Ég treysti því að allar hugleið- ingar, sem fram hafa komið um ein- hverja lágmarkskjörsókn séu settar fram í hugsunarleysi. Hver at- kvæðagreiðsla sem fram fer lýsir vilja 100% þeirra, sem völdu að taka afstöðu. Hinir völdu að taka ekki af- stöðu og ógreidd atkvæði þeirra eiga aldrei að geta haft áhrif á nið- urstöðu kosninga. Í sumum félögum á Íslandi er svo mikið af óvirkum meðlimum að á að- alfundi mætir stjórnin ein og e.t.v. einstakir meðlimir, sem búið er að kvelja til að gefa kost á sér í næstu stjórn. Ef gerðar væru kröfur um lágmarkskjörsókn á aðalfundi, til að ákvarðanir hans væru gildar mundi stór hluti frjálsra félaga á Íslandi leggjast af. Einfaldur meirihluti greiddra at- kvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu á auðvitað að ráða niðurstöðu, hver sem þátttakan er, enda hafi kosn- ingin verið boðuð með eðlilegum hætti. Ég tel að það sé nógu mikil reynsla fengin á kosningar á Ís- landi, til þess að jafnvel rík- isstjórnin geti fundið út að þótt kosningin sé leynileg, má boðunin ekki vera það. Fari nú svo að atkvæði falli jöfn, er um tvo kosti að velja. Annar kost- urinn er hlutkesti, sem stundum er notað í slíkum tilfellum, en hinn er sá að ríkisstjórnin afnæmi lögin með bráðabirgðalögum. Hvort tveggja mundi væntanlega leiða af sér að lögin yrðu endurskoðuð í haust. ÞÓRHALLUR HRÓÐMARSSON, Hveramörk 4, 810 Hveragerði. Þátttaka í þjóðar- atkvæðagreiðslu Frá Þórhalli Hróðmarssyni: MÁLEFNAÞING Sambands ungra sjálfstæð- ismanna fer fram á Selfossi nú um helgina. Á þinginu er sú stjórnmálastefna mótuð sem formaður og stjórn sambands- ins fylgja svo eftir. Málefnanefndir hafa verið að störfum síð- astliðinn mánuð og hafa umsjónarmenn þeirra og aðrir nefnd- armenn unnið þakk- látt og óeigingjarnt starf við að móta drög að ályktunum um skattamál, utanríkismál, sveitastjórnarmál, einkarekstur í heilbrigðis- og menntakerfinu og niðurskurð ríkisútgjalda. Að auki hefur nefnd um stjórnskipun starfað frá því í vor og mun hún skila af sér tillögum að breyt- ingum á íslensku stjórnarskránni. SUS hefur áhrif Það þarf enginn að efast um áhrif þess málefnastarfs sem fram fer á vettvangi ungra sjálfstæðismanna. Því til sönnunar er nóg að blaða í eldri ályktunum SUS þar sem gjarnan voru settar fram hug- myndir, sem þá þóttu djarfar, en þykja nú sjálfsagðar. Ég er sannfærður um að stefna Sjálfstæð- isflokksins og ekki síst ungliðahreyfing- arinnar hafi átt ríkan þátt í því að færa ís- lenskt þjóðfélag í átt til aukins frelsis og hagsældar. Þetta vita forystumenn Sjálf- stæðisflokksins í rík- isstjórn, á Alþingi og í sveitastjórnum. Enda taka þessir fulltrúar okkar hugmyndum SUS um aukið frelsi einstaklingsins og minnkandi ríkisafskipti ævinlega fagnandi, þeir vita að í þeim felst framtíðarhugsjón sem reynst hef- ur vel. Með frelsið að leiðarljósi Á starfsári síðustu Heimdall- arstjórnar tók félagið saman lista yfir öll þau mál sem lögð voru fram á síðasta þingi og gaf þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins ein- kunn eftir því hvernig þeir höfðu greitt atkvæði. Þennan lista köll- uðu Heimdellingar „Frelsisdeild- ina“. Þeir þingmenn sem höfðu í starfi sínu barist hvað mest fyrir auknu frelsi borgaranna og tak- mörkun ríkisafskipta fengu hæstu einkunnir. Það var sérlega ánægjulegt að ungir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Guð- laugur Þór Þórðarson og Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi formenn SUS, Bjarni Benedikts- son, fyrrverandi formaður félags ungra sjálfstæðismanna í Garða- bæ, og Birgir Ármannsson, fyrr- verandi formaður Heimdallar, röð- uðu sér í efstu sæti „Frelsisdeildarinnar“. Enda er það svo að ungt fólk á Íslandi vill aukið frelsi en ekki forsjárhyggju og miðstýringu. Í þeim anda verða ályktanirnar sem samþykktar verða á málefnaþinginu á Selfossi um helgina. Og í þágu þeirrar hugsjónar mun Samband ungra sjálfstæðismanna áfram berjast. Það má vel vera að einhverjum muni finnast ályktanir okkar full djarfar, jafnvel óraunhæfar. Ég læt mér það í léttu rúmi liggja. Mér segir svo hugur að þegar fram líða stundir muni það einmitt verða þeir er óttuðust breytingar til aukins frelsis, sem líti kjána- lega út. Ég hvet alla unga sjálfstæð- ismenn til að kynna sér dagskrá þingsins á vefsíðu Sambands ungra sjálfstæðismanna, www.sus- .is og mæta á Selfoss til þess að taka þátt í að móta stjórn- málastefnu sambandsins. Berjumst áfram fyrir auknu frelsi Hafsteinn Þór Hauksson skrifar um stjórnmál ’Ég er sannfærður umað stefna Sjálfstæð- isflokksins og ekki síst ungliðahreyfingarinnar hafi átt ríkan þátt í því að færa íslenskt þjóð- félag í átt til aukins frelsis og hagsældar.‘ Hafsteinn Þór Hauksson Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin til- viljun að hlutabréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum er öflugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjón- ustumiðstöðva er bætt aðgengi í þjónustu borgaranna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meirihluti jarðarbúa, svokallaður almenn- ingur þjóðanna, unir jafnan mis- jafnlega þolinmóður við sitt.“ Jakob Björnsson: „Mörg rök hníga að því að raforka úr vatns- orku til álframleiðslu verði í fram- tíðinni fyrst og fremst unnin í til- tölulega fámennum, en vatnsorkuauðugum, löndum...“ Tryggvi Felixson: „Mikil ábyrgð hvílir því á þeim sem taka ákvörð- un um að spilla þessum mikilvægu verðmætum fyrir meinta hagsæld vegna frekari álbræðslu.“ Stefán Örn Stefánsson: „Ég hvet alla Seltirninga til að kynna sér ítarlega fyrirliggjandi skipu- lagstillögu bæjaryfirvalda ...“ Gunnar Finnsson: „Hins vegar er ljóst að núverandi kerfi hefur runnið sitt skeið og grundvallar- breytinga er þörf...“ Eyjólfur Sæmundsson og Hanna Kristín Stefánsdóttir: „Öryggismál í landbúnaði falla undir vinnuverndarlög og þar með verksvið Vinnueftirlitsins.“ Jakob Björnsson: „Með þvílíkum vinnubrögðum er auðvitað lítil von um sættir.“ Á mbl.is Aðsendar greinar SÓTT er nú að umhverfi Reyð- firðinga úr mörgum áttum. Fram- kvæmdir eru hafnar við byggingu risaálvers sem með fyrirhuguðum búnaði mun losa heilsuspill- andi mengunarefni yf- ir fjörðinn, menn og náttúru, allan starfs- tíma verksmiðjunnar. Tvær samsíða raflínur Landsvirkjunar munu girða þéttbýlið af með 30-40 m háum möstr- um og spilla svipmóti eins fegursta fjarð- ardals hérlendis, leggja undir sig Áreyjadal og Þórdals- heiði, að ekki sé talað um Skriðdal og Fljótsdal. Menn hljóta að spyrja hvort fólki sé sjálfrátt að kalla slík hervirki yfir sig og það án þess að reisa kröfur um úrbætur sem draga myndu úr mengun og verstu afleiðingum þessara hervirkja. Athugasemdir og málshöfðun Sá sem þetta ritar gerði við annan mann fjölmargar athugasemdir við framkvæmdaáformin um lagningu Fljótsdalslína 3 og 4 á meðan mat Skipulagsstofnunar á umhverfis- áhrifum stóð yfir og kærði síðan úrskurð skipulagsstjóra um óbreytt línustæði til umhverf- isráðherra. Eina breytingin sem fékkst fram með þessum mála- rekstri snerti línustæðin á Hall- ormsstaðahálsi, en af hálfu Reyð- firðinga eða Fjarðabyggðar komu á þeim tíma engar undirtektir við kröfur um breytingar. Vegna mats og starfsleyfis sjálfrar álverksmiðj- unnar er af hálfu und- irritaðs í gangi dóms- mál á hendur Alcoa og ráðherrum. Enn geta menn reist rönd við þessum hervirkj- um í stað þess að láta þau yfir sig ganga í óbreyttri mynd. Engu skeytt um gersemar Framkvæmdaáformin eru satt að segja með fádæmum jafnt í smáu og stóru. Í næsta nágrenni þéttbýlisins á Reyðarfirði eru náttúrugersemar tengdar Búðará og Njörvadalsá, fossum og gljúfrum sem til þessa hafa verið augnayndi manna kyn- slóð fram af kynslóð. Einstigsfoss- gljúfur milli Seljateigs og Kolla- leiru er fágæt náttúrusmíð örskammt ofan alfaraleiðar. Raflín- urnar munu samkvæmt útmælingu þvera ána við Árnastekk rétt ofan við Einstigsfoss og sú efri sýnist fyrirhuguð fast neðan við ein- staklega fagran nafnlausan foss í Njörvadalsá. Við hlið hans fellur Selá innan frá Sellöndum í öðrum sérstæðum fossi. Við Búðarárfoss og gilið sem honum tengist fer að óbreyttu á sömu leið. Við þetta bætist virðingarleysi fyrir þjóð- minjum og gömlum byggingum sem birtist í tengslum við öll þessi hervirki og er umgengnin við gamla Sómastaðahúsið þar lýsandi dæmi. Ekki of seint að andæfa Er mönnum sjálfrátt að láta fara þannig með umhverfi sitt? Vissu- lega getur verið erfitt fyrir fólk að setja sig í tæka tíð og í einstökum atriðum inn í framkvæmdaáform eins og þau sem hér um ræðir. Menn eiga hins vegar ekki að láta kveða sig í kútinn með hótunum og staðhæfingum framkvæmdaraðila eins og Landsvirkjunar um að kostnaður vegna umhverfissjón- armiða jafngildi því að ekkert verði úr byggingu álversins. Slíkt eru vel þekktar og ósvífnar aðferðir en virðast hafa dugað vel á marga til þessa. Hver trúir því að miljarður vegna jarðstrengs ofan byggðar eða sæstrengs yfir Reyðarfjörð skipti sköpum í heildarkostnaði Landsvirkjunar og raforkuverði til auðhringsins? Enn er ekki of seint að rísa upp og reyna að bjarga ein- hverju, þó ekki væri nema vegna sóma manna og æru. Reyðfirðingar í herkví Hjörleifur Guttormsson skrifar um umhverfismál ’Enn er ekki of seint aðrísa upp og reyna að bjarga einhverju…‘ Hjörleifur Guttormsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.