Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 24
MINNSTAÐUR 24 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 18-19 DALALAND 9 - 2. HÆÐ - LAUS STRAX Nýtt á skrá, 4ra herb. íbúð á 2. hæð (miðhæð) í 3ja hæða fjölbýli. Þrjú svefnherb., rúmgóð stofa og stórar flísalagðar suðursvalir. Íbúðin þarfnast endurbóta s.s. gólfefni og innréttingar. Verð 14,6 millj. Ekkert áhv. Sölumenn verða á staðnum í dag. Um er að ræða mjög glæsilegt fullinnréttað ca 340-600 fm skrifstofu- húsnæði á 2. hæð í þessu vel staðsetta húsi. Mikið af bílastæðum. Til leigu í Mörkinni 4 í Reykjavík á 2. hæð Upplýsingar gefur Gunnar í síma 693 7310, tölvupóstur gunnar@bygg.is og sölumenn Fjárfestingar fasteignasölu í síma 562 4250. FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ehf. Sími 562 4250 • Borgartúni 31 • www.fjarfest.is Hilmar Óskarsson, Guðjón Sigurjónsson, Rósa Guðmundsdóttir, Benedikt G. Grímsson. Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hrl. LANDIÐ Eyrarbakki | Fuglavernd og Árborg reka saman fuglafriðland á Flóa- gaflsengjum á bökkum Ölfusár, sem tilheyrði Eyrarbakkahreppi fyrir sameiningu sveitarfélaga í vest- anverðum Flóa árið 1999. Gengur það undir nafninu Friðlandið í Flóa. Þar er fjölskrúðugt fuglalíf og hefur það aukist eftir að mokað var ofaní skurði og hluti votlendisins end- urheimtur. Þessar frjósömu flæði- engjar fóru illa útúr framræslunni um miðja síðustu öld, eins og svo mörg önnur votlendi. Fjölmargar tjarnir eru í friðland- inu, svonefndar dælir og skipta þær hundruðum. Skurðir höfðu verið grafnir á milli þeirra stærstu og þær spillst af mýrarauða og framburði úr mýrum innar í Flóanum. Eftir að fyllt hafði verið uppí skurði á tjarn- arsvæðinu, urðu þær tærar á ný og fuglalíf jókst til muna. Og end- urheimtin stendur enn yfir. Meðal annars fjölgaði lómi og er hann nú einkennisfugl í friðlandinu og setur mikinn svip á það með sín- um háværu köllum og væli, sér- staklega þegar hann er á flugi til og frá varpstaðnum og fæðusvæðinu. Lómspar finnst á flestum tjörnum sem eru nógu stórar til að fuglarnir geti hafið sig til flugs á þeim. Lóm- urinn er þungur til flugs og þarf nokkurn vatnsflöt til að hlaupa eftir til að ná sér á flug og einnig þarf hann svæði til að lenda á, líkt og flugvél þarf flugbraut. Varptíminn er langur hjá lómunum og halda lómar til í friðlandinu frá því í apríl og frammí september. Lómarnir leita til sjávar eða á Ölf- usá eftir æti. Þótt hornsíli og smásil- ungur sé í tjörnunum, nægir það ekki til að framfleyta ungunum og er stórt og feitt síli ekki ónýtur biti of- aní sísvanga, nærri fullvaxna unga. Lómurinn færir björg í bú Morgunblaðið/Jóhann Óli Matur: Unginn þiggur stórt feitt síli sem lómurinn færir honum og ekki veitir af fyrir nærri fullvaxinn fugl. Magalending: Gusurnar ganga af lómnum þegar hann lendir á tjörninni. AUSTURLAND Fáskrúðsfjörður | Ásgeir Loftsson, verk- fræðingur og staðarhaldari í Fáskrúðsfjarð- argöngum, sagði í samtali við Morgunblaðið að skrifað hefði verið und- ir verksamning um göngin í mars árið 2003 og fyrsta sprengingin framkvæmd 20. maí það ár. Hann segir verkið um einum og hálfum mánuði á undan áætlun, en verklok eru áætluð haustið 2005. Verktakahlutinn nemur 3,2 milljörðum króna og er nú búið að framkvæma um 70% af honum. Inni í þeirri upphæð er þó ekki umsjón verkkaupa og hönnun. Að sögn Ásgeirs hefur ekki komið fram ósk um að verkinu verði flýtt í heild, en slíkt sé mögulegt eins og nú horfi. Væntingar íbúa beggja vegna ganga séu miklar og fólk bíði þess með óþreyju að göngin verði opnuð fyrir umferð. Sömu munnamót notuð og í Hvalfjarðargöngum Sprengingar hafa gengið vel, sérstaklega Fáskrúðsfjarðarmegin og voru sprengdir þar um 500 metrar umfram það sem ráð var fyrir gert. Undirvertakar eru nú við vega- gerð, en það er Myllan á Egilsstöðum sem leggur vegina báðum megin gangamunnanna og er gert ráð fyrir að því ljúki að mestu í vetur. B.M. Vallá hefur séð um steypuvinnu, bæði við fóðrun ganganna og gerð gangamunna, en nú er langt komið að steypa gangamunnann Fá- skrúðsfjarðarmegin. Mótin sem notuð eru við að steypa gangamunnana eru þau sömu og notuð voru við gerð Hvalfjarðargang- anna. Eru það sjálfkeyrandi stálmót með vökvatjökkum sem opna þeim og lyfta. Steypt er á þriggja daga fresti, 12 metrar í senn. Rafmiðlun í Reykjavík annast allar raf- lagnir og Hlaðbak-Hólar sjá um malbikun en ráðgert er að hún hefjist næsta vor. Hitnar í mönnum í fjallinu Næsta verk er að ljúka styrkingum í göngunum og koma fyrir vatnsrörum, en lít- ils háttar leki er í göngunum og fer sá leki í drenlagnir. Ásgeir segir lekann þann minnsta sem vitað sé um í gangagerð hér á landi. Hann segir allmikinn hita hafa verið í göngunum og mest mælst í útblæstri 40 gráður, en ekki hefur orðið vart við heitt vatn. Um 90 manns hafa starfað við göngin, en nú verða tilfærslur og nýjir aðilar koma að framhaldinu. Ásgeir segir uppsagnir á fólki ekki hafa komið til en nokkrir hafi hætt og aðrir farið í önnur verkefni. Þegar lokið verður við skálann Fáskrúðsfjarðarmegin flyst öll starfsemi í búðirnar við Reyðarfjörð. Í samtali við Björgvin Guðjónsson fram- leiðslustjóra kom fram að bergið Fáskrúðs- fjarðarmegin hafi verið mjög gott, en Reyð- arfjarðarmegin verið mjög erfiðir kaflar. Hann segir og vissa erfiðleika hafa falist í hversu hátt fjallið er og þrýstingur því mik- ill. Vildi flagna úr berginu vegna þrýstings. Þá segir Guðjón hitann við stafnana hafa verið óþægilegan og farið í 40 til 50 gráður. Sá sem mestar þrautir hefur haft af því að stýra bortækjunum, svo að göngin kæmu ná- kvæmlega saman í fjallinu, er Hafsteinn Gunnarsson. Hann setur stefnuna sam- kvæmt teikningum, sem síðan eru útfærðar með leysigeislum. Hafsteinn segir að búið sé að bora í gegn- um síðasta haftið sem er þriggja metra langt, en samt sé hann ekki alveg öruggur um að ekki sé einhver skekkja og aldrei sé hægt að útiloka slíkt. Alltaf megi reikna með nokkurri skekkju og því verði gleðin meiri, því minni sem skekkjan sé. Þónokkur spenna er samfara mælingum sem þessum og þarf að gera leiðréttingar á meðan á verkinu stendur, en allnokkur hreyfing er í berginu svo spennan er mikil. Það kemur í ljós seinnipartinn á morgun hversu nákvæmar mælingarnar hafa verið og hvernig „mætingin“ verður. Aðalverktakar við Fáskrúðsfjarðargöng eru Ístak hf. og E. Phil & Son AS. Allt að 50 gráðna hiti inni í fjallinu hefur velgt mönnum heldur um of við gangagerðina Síðasta haftið sprengt í Fáskrúðsfjarðar- göngum á morgun Morgunblaðið/Albert Kemp Mikill áfangi að nást í Fáskrúðsfjarðargöngum: Ásgeir Loftsson staðarhaldari og Björgvin Guðjónsson framleiðslustjóri eru ánægðir með framgang verksins. Á laugardag verður síðasta haftið sprengt í Fáskrúðsfjarð- argöngum og því komið að verklokum við sprengingar í göngunum. Þau eru alls 5,9 km löng og munu í heild sinni, ásamt nýjum 14,4 km löngum tengivegi, kosta vel á fjórða milljarð króna. Hafsteinn Gunnarsson Unnið að uppsteypu við gangamunna Fáskrúðsfjarðarganga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.