Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í holtinu fyrir ofan Laxness er steinn: Hús skáldsins er nú safn. Haustbækurnar komnar: Sagt frá helstu bókum og birt brot úr nokkrum þeirra. Snjöllin trúa ekki á huldufólk: Kenningar bandaríska heimspekingsins Danniels C. Dennetts. Mamma, mamma, mamma: Viðtal við Steingrím Eyfjörð myndlistarmann. Sagan sem aldrei var sögð: Grein um Tíma í lífi þjóðar eftir Indriða G. Þorsteinsson. Bernskubrek byltingarleiðtogans: Kvikmyndin Motorcycle Diaries byggir á dagbókum Che. Smile: Loksins kemur Smile eftir Brian Wilson út eftir 37 ára bið aðdáenda Beach Boys. Þegar tölvurnar taka völdin Tölvufíkn ágerist og fylgikvillarnir eru áþekkir og hjá vímuefnaneytendum. Draumur í Danaveldi Vísnasöngkonan Gullý Hanna Ragnarsdóttir. Skutlur í skreytistíl Skraut og íburður einkennir vetrartískuna. Sykur, sælgæti og gos Fitandi og fjandsamleg fæða eða saklaus sælugjafi. E rlendur Guðmundsson, vinur Halldórs Laxness og velgjörðarmaður, fékk mörg bréf um sína daga einsog kom í ljós þegar opnaður var kassi úr fórum hans í Landsbókasafninu fyrir nokkrum ár- um. En hann virðist ekki hafa skrifað mörg bréf sjálfur. Þó er til skemmtilegt bréf sem hann sendi Halldóri til Kaup- mannahafnar 15. desember 1934 til að segja honum frá því að nú hafi öll Reykjavík verið undir hans merki. Dómar um út- gáfu á Sölku Völku í Danmörku hafa leitt til þess að ólíkleg- ustu menn hafa uppgötvað hann hér heima. Mest gaman hafði Erlendur af því þegar Eggert Stefánsson söngvari kom til hans í sjöunda himni yfir væntanlegri heimsfrægð Halldórs: „Hann sagðist hafa farið kvöldið áður í bíl upp að Laxnesi, þér til dýrðar. Hann sá í anda veglegt hlið heim að bænum og glæsi- lega marmaraplötu þar sem á var letrað: Hér fæddist skáldið H.K.L. o.s.frv. Ég sagðist verða að gleðja hann með því að þú værir Reykvík- ingur eins og við, fæddur í fyrsta borgarastræti Íslands.“ Nú, sjötíu árum síðar, er Eggerti samt að verða að ósk sinni, í ögn breyttri mynd. Heimili Halldórs örskammt frá Laxnesi er að verða safn með veglegu hliði og áletruðum plöt- um. Þar verður því að vísu ekki haldið fram að skáldið hafi fæðst í sveitinni, því hann fæddist í húsi við Laugaveg í Reykjavík, en hann fluttist með foreldrum sínum að Laxnesi árið 1905 og er þar næsta áratuginn eða svo. Í Laxnesi var þá allgott hús úr timbri og bárujárni en allir aðrir bæir í Mos- fellsdal voru torfbæir. Jónas Magnússon, bóndi í Stardal, seg- ir frá því að Guðjón faðir Halldórs hafi látið gera fyrsta möl- borna heimreiðarveginn í byggðarlaginu Mosfellssveit bar „Í holtinu fyrir ofan Laxnes er steinn“ Um Gljúfra- stein og Hall- dór Laxness Í dag verður Safn Halldórs Laxness opnað að Gljúfrasteini en á undanförnum misserum hefur verið unnið að endurbótum á húsi skáldsins. Í þessari grein er rifjað upp hvernig það kom til að Halldór byggði sér hús á Gljúfrasteini en í einni af elstu smásögum sínum segir hann frá því að Kristur vitraðist hon- um sjö ára við stein í holtinu fyrir ofan Laxnes. Eftir Halldór Guðmundsson halldor.gudmunds- son@heima.is Meðal efnis í Lesbók Morgunblaðsins á morgun: Meðal efnis í Tímariti Morgunblaðsins á sunnudaginn: Sunnudagur 05.09.04 Litríkir steinar, pallíettur, útsaumur, fjaðurskraut, pífur, glit, glimmer og allskonar dúllerí spegla skreytistíl vetrartískunnar. Í KOMPANÍI VIÐ ALNETIÐ ÁTJÁN sækja um stöðu Þjóðleik- hússtjóra, en umsóknarfrestur rann út 1. september. Nítján sendu inn umsókn um embættið til mennta- málaráðuneytisins en einn þeirra dró umsókn sína til baka í gærmorg- un, samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu. Ekki er útilokað að fleiri umsóknir eigi eftir að berast ráðuneytinu í pósti. Menntamálaráðherra skipar í stöðuna til fimm ára frá 1. janúar 2005 að fenginni tillögu þjóðleikhús- ráðs. Núverandi Þjóðleikhússtjóri, Stefán Baldursson, hefur gegnt embættinu frá árinu 1991. Umsækjendurnir eru: Árni Ibsen leikskáld og formaður Leikskáldafélags Íslands. Benóný Ægisson leikskáld. Bjarni Daníelsson óperustjóri. Hafliði Arngrímsson leikhúsfræðingur. Halldór E. Laxness leikstjóri. Hallur Helgason framkvæmdastjóri. Helga Hjörvar forstjóri Norræna hússins í Færeyjum. Hlín Agnarsdóttir rithöfundur og leikstjóri. Jóhann Sigurðarson leikari. Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri og alþingismaður. Kjartan Ragnarsson leikskáld og leikstjóri. Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndaleikstjóri. Ragnheiður Skúladóttir deildarforseti leiklistardeildar Listaháskóla Íslands. Sigrún Valbergsdóttir leikstjóri og kynningarstjóri. Tinna Gunnlaugsdóttir, leikari og formaður Bandalags íslenskra listamanna. Trausti Ólafsson leikhúsfræðingur. Viðar Eggertsson leikstjóri. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri. Átján sækja um stöðu Þjóðleik- hússtjóra HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest tvo dóma Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í júlí sl. sem báðir tengjast þrotabúi kjúklingabúsins Móa. Ann- ars vegar var staðfestur sá dómur að tvær kröfur KB banka upp á um 128 milljónir króna í þrotabú Móa nytu stöðu veðkröfu í almennum kröfum. Hins vegar var staðfest sú afstaða skiptastjóra þrotabús Móa að nærri 30 milljóna króna krafa Matfugls ehf. komist ekki að við gjaldþrota- skiptin. Þrotabú Móa áfrýjaði héraðsdómi til Hæstaréttar og krafðist þess að kröfur Kaupþings Búnaðarbanka nytu ekki stöðu veðkrafna við skipti í þrotabúinu. Þá var krafist máls- kostnaðar í héraði og kærumáls- kostnaðar. Hæstiréttur staðfesti sem fyrr segir niðurstöðu héraðs- dóms og dæmdi að málskostnaður og kærumálskostnaður félli niður. Kröfur bankans voru annars veg- ar tryggingarbréf upp á 52,8 millj- ónir, upphaflega útgefið af Ferskum kjúklingum ehf. í maí árið 2001 að fjárhæð 30 milljónir. Hins vegar er tryggingarbréf upp á 74,8 milljónir króna, upphaflega útgefið af Móum ehf. í janúar 2000 að fjárhæð 40 millj- ónir króna. Hæstaréttardómarar í máli Mat- fugls gegn þrotabúi Móa voru Gunn- laugur Claessen, Ingibjörg Bene- diktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson en hitt málið dæmdu Hrafn Bragason, Garðar Gíslason og Ingibjörg Benediktsdóttir. Kröfur KB banka í þrotabú Móa viðurkenndar ♦♦♦ EKKI hefur verið tekin pólitísk ákvörðun um að gera mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og hefur ekki verið fjallað um málið í nefndum og ráðum borgarinnar, segir Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar. Mis- tök ollu því að fundur með íbúum var auglýstur á þessu stigi. Fram kom í fréttatilkynningu sem verkfræðistofan Línuhönnun sendi frá sér á mið- vikudag og í frétt Morgunblaðsins af málinu í gær að mat á umhverfisáhrifum vegna mislægra gatnamóta væri að hefjast en Árni ber það til baka og segir menn hafa hlaupið aðeins fram úr sér. Aðspurður hvenær ákvörðunar er að vænta seg- ir Árni að forgangsraða þurfi stórum vegafram- kvæmdum í borginni og núverandi meirihluti hafi lagt áherslu á lagningu Sundabrautar. Hann segir að gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar gætu þá komist á dagskrá í kjölfar fyrsta áfanga Sundabrautarinnar. „Frá mínum bæjar- dyrum séð er ennþá talsvert í það að menn fari í einhverjar aðgerðir á þessum gatnamótum nema þær væru þá eitthvað minniháttar til að auka um- ferðaröryggi,“ segir Árni. Þess vegna segir Árni vel hugsanlegt að svoköll- uð fjögurra fasa lausn verði fyrir valinu fyrst um sinn en þar er miðað við ljósastýrð gatnamót með tveimur beygjuakreinum í hverja átt og ljósum fyrir allar beyjuakgreinar. Árni segir þó of snemmt að segja til um það, fyrst þurfi samgöngu- nefnd að marka áherslur í starfs- og fjárhagsáætl- unum næsta árs, sem gerist á haustmánuðum. Fundur með íbúum afboðaður „Við hefðum aldrei sent út einhverja tilkynn- ingu ef við hefðum ekki verið beðin um það,“ segir Ríkharður Kristjánsson, framkvæmdastjóri Línu- hönnunar. Hann segir að fundur sem boðaður var nk. mánudag hafi nú verið afboðaður en þar átti að kynna þá þætti sem meta á í fyrirhuguðu umhverf- ismati. Björn Ingi Sveinsson borgarverkfræðingur staðfestir að fundurinn hafi verið afboðaður. „Ástæða þess að þessum fundi var frestað er að það var algerlega ótímabært að boða til hans. Það er ekki búið að taka ákvarðanir um að fara í þessa framkvæmd og því er ekki ástæða til að vera að kynna eitthvað sem hefur ekki verið tekin ákvörð- un um.“ Björn segir það mistök af hálfu embættis borgarverkfræðings sem ollu því að málið fór af stað löngu áður en það var tímabært. Björn segir fundi með íbúum almennt ekki haldna á þessu stigi, venjan sé að Skipulagsstofnun samþykki drög að matsáætlun framkvæmdaaðila áður en það sé gert. Engin pólitísk ákvörðun tekin um gatnamót Kringlumýrar- og Miklubrautar Mistök að auglýsa íbúa- fund á þessu stigi málsins SUMARIÐ var hlýtt á landinu, með- alhitinn í Reykjavík var 11,5 stig og hafa þessir mánuðir (júní, júlí og ágúst) aðeins þrisvar orðið hlýrri en nú, það var í fyrra (2003), 1939 og 1880. Á Akureyri var meðalhiti þessara þriggja mánaða einnig 11,5 stig, en nokkur sumur hafa orðið hlýrri þar, síðast í fyrra og síðan 1984 og 1976. Trausti Jónsson segir heildar- úrkomu mánaðanna þriggja hafa verið nærri meðallagi í Reykjavík en þurrt hafi verið framan af sumri fyrir norðan en úrkoma í öðrum landshlutum hafi ekki verið gerð upp. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 650 og hafa sólskinsstund- irnar ekki orðið fleiri á þessum tíma árs síðan 1960 en það sumar og sumarið 1971 voru sólskins- stundirnar ámóta margar. Fyrr á öldinni komu nokkur sumur með enn meira sólskini en nú. Á Akureyri mældust sólskins- stundirnar 610 og er það með mesta móti. Þó urðu sólskinsstundir á Akureyri ívið fleiri en nú í júní til ágúst árið 2000. Sólarsumar að baki ÁGÚSTMÁNUÐUR var mjög hlýr um land allt og í annarri viku mán- aðarins gerði mjög óvenjulega hita- bylgju. Hennar gætti einkum um sunnan- og vestanvert landið og inn til landsins í öðrum lands- hlutum. Meðalhiti mánaðarins í Reykjavík var 12,6 stig, 2,3 stigum ofan við meðallag. Ágúst í fyrra var 0,2 stigum hlýrri en þessir tveir mánuðir eru þeir hlýjustu síð- an samfelldar mælingar hófust í Reykjavík um 1870. Ágúst varð nú meira en einu stigi hlýrri en júlí en að sögn Trausta Jónssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, er óvenjulegt að svo miklu muni á mánuðunum tveimur á þennan veginn, ágúst sé yfirleitt ívið kaldari en júlí. Þá hafi mánaðarhiti nú verið yfir meðallagi í Reykjavík í 29 mánuði samfellt. 103 ára hitamet í Reykjavík féll Hitamet féllu víða, m.a. 103 ára gamalt hitamet í Reykjavík en hiti komst þar í 24,8 stig hinn 11. ágúst. Að sögn Trausta var hitabylgjan ekki síst óvenjuleg fyrir það hversu marga daga hún stóð og fór hiti yfir 20 stig í Reykjavík fjóra daga í röð en ekki er vitað til þess að slíkt hafi gerst áður. Á Egils- staðaflugvelli mældist hámarkshiti 29,2 stig 11. ágúst og er ekki vitað um jafnháan hita hér á landi í ágústmánuði. Meðalhitinn á Ak- ureyri mældist 12,1 stig og er það 2,1 stigi yfir meðallagi. Svo hlýtt verður í ágúst á Akureyri að jafn- aði á 10 til 15 ára fresti. Úrkoma var nálægt meðallagi bæði í Reykjavík og á Akureyri. Á Akureyri mældust sólskinsstund- irnar 209 eða 73 umfram meðallag og hefur þar aldrei mælst jafn- mikið sólskin í ágúst. Í Reykjavík mældust sólskins- stundirnar 248 og segir Trausti svo mikið sólskin ekki hafa mælst þar í ágúst síðan 1960 en þá mældust sólskinsstundirnar 278. Sólskins- stundafjöldinn nú hafi verið 93 um- fram meðallag. Morgunblaðið/ÞÖK Hitabylgjan sem gekk yfir landið í byrjun ágúst hefur mikil áhrif á meðalhitann og var ágúst heitari en júlí sem er mjög óvenjulegt. Börn á Þingvöllum voru meðal þeirra sem nutu veðurblíðunnar. Ágústmánuður var heitari en júlí Aldrei hafa mælst fleiri sólskins- stundir á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.