Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 57 ILLUGI Gunnarsson, aðstoðar- maður forsætisráðherra, og Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri- grænna, stjórna umræðuþætti um pólitísk málefni sem hefur göngu sína á Skjá einum í október. Þátt- urinn heitir Sunnudagsþátturinn og verður á dagskrá í beinni útsend- ingu kl. 12 á hádegi á sunnudögum. „Þessir þættir verða allt öðruvísi en stjórnmálaumræðuþættir hafa verið hingað til,“ segir Helgi Her- mannsson, dagskrárstjóri á Skjá einum. „Þarna eru stjórnendur póli- tískir og þeir munu láta sínar skoð- anir í ljós í stað þess að reyna að vera hlutlausir. Þeir verða því í kappræðum við viðmælendur sína, sem væntanlega verða af öndverð- um pólitískum meiði – Illugi mun fá viðmælendur af vinsti hliðinni og Katrín af þeirri hægri.“ Tveir blaðamenn munu aukin- heldur sjá um fréttaskýringar í þáttunum, þar sem tekið verður á málefnum líðandi stundar. Helgi segir þáttastjórnendur hafa frjálsar hendur um hvaða mál verði tekin fyrir. „Ég tel ekkert ólíklegt að þarna gætu komið fram upplýsingar sem eru meira á bakvið tjöldin og að útfærslan yrði öðruvísi en hjá fréttastofunum sem reyna að segja frá á hlutlausan hátt. Menn geti þannig túlkað ýmislegt fleira úr þáttunum en venjulegum fréttaþátt- um eins og Kastljósinu eða Íslandi í dag.“ Ógjörningur að vera hlutlaus „Mér finnst þetta mjög spennandi verkefni, bæði er viðfangsefnið skemmtilegt og svo held ég að þetta geti orðið áhugavert sjónvarpsefni,“ segir Illugi Gunnarsson. Að sögn líst honum vel á pólitískan andstæð- ing sinn, Katrínu Jakobsdóttur, sem meðþáttastjóranda enda leikurinn til þess gerður að þar séu á ferðinni einstaklingar með ólík sjónarmið sem þeir komi á framfæri í þátt- unum. „Þess er gætt að jafnvægi sé milli pólitískra sjónarmiða.“ Illugi segist ekki vera búinn að ákveða sérstök málefni sem hann hyggst taka fyrir. „Auðvitað verða fyrst og fremst tekin fyrir mál sem ber hæst á hverjum tíma.“ Eru engir gamlir syndaselir sem Illugi vill takast á við? „Nei, nei,“ svarar hann og hlær. „Aðalatriðið er að þetta verði áhugavert og skemmtilegt, og gagnlegt fyrir þá sem á horfa.“ Þáttastjórnendastarfið mun Illugi reyna að samræma starfi sínu sem aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar, sem hættir sem forsætisráðherra 15. september nk. og tekur við starfi utanríkisráðherra. „Þessi tvö störf ættu að geta samrýmst ágætlega, því ég er auðvitað pólitískur aðstoð- armaður ráðherrans og er því ekki í sömu stöðu og til dæmis embætt- ismenn sem vinna í ráðuneytunum. Í þáttunum verð ég að ræða mínar pólitísku skoðanir, sem voru vel ljós- ar þegar ég var ráðinn þangað. Það ætti ekki að myndast neitt ósam- ræmi þar á milli. Hins vegar hefði verið ógjörningur fyrir mig að eiga að vera hlutlaus þáttastjórnandi.“ Allir eru hlutdrægir „Mér fannst þetta spennandi hug- mynd, sérstaklega vegna þess að það er alltaf verið að tala um hvort blaðamenn, sérstaklega þáttastjórn- endur, séu hlutdrægir eða ekki og allir að þykjast vera hlutlausir. En auðvitað er fólk alltaf mishlut- drægt,“ segir Katrín Jakobsdóttir. „Þessi þáttur segir að það sé kannski bara allt í lagi að vera ekk- ert hlutlaus og þá vita allir að hverju þeir ganga.“ Hún segist ekki telja að þátturinn eigi að snúast um argaþras milli hennar og viðmælendanna, í anda Hannesar og Marðar, heldur að hún komi með beittar spurningar þar sem vitað er hvaða stjórnmálaskoð- anir hún aðhyllist. „Enda finnst mér hundleiðinlegt þegar fólk situr bara og gargar hvort á annað. En þetta hlýtur fyrst og fremst að ráðast af stjórnanda og viðmælanda.“ Katrín er ekki búin að setja niður málefni til að taka fyrir í þættinum, en segist þó eflaust munu taka fyrir mál sem standa henni nærri, auk þeirra sem eru efst á baugi hverju sinni. „Auðvitað verður þingið mjög spennandi núna í haust, til dæmis vegna mannabreytinga í ríkisstjórn- inni. En síðan sé ég fyrir mér að það gæti verið gaman að taka fyrir um- hverfismál, verandi vinstri-græn, og skólamál sem ég hef sjálf mikinn áhuga á.“ Það vill svo skemmtilega til að Ill- ugi Gunnarsson, meðþáttastjórn- andi Katrínar, ber að nokkru leyti ábyrgð á því að hún hellti sér út í stjórnmál. „Í fyrsta skipti sem ég fór á ræðumennskunámskeið var hann kennari minn. Hann kenndi mér nokkur lykilatriði í ræðu- mennsku,“ segir Katrín og hlær. „Við erum auðvitað með algjörlega öndverðar skoðanir, en ég held ekki að það verði neitt erfitt að vinna saman. Okkur samdi mjög vel á námskeiðinu, og ég á von á að svo verði líka núna.“ Sjónvarp | Nýr pólitískur umræðuþáttur hefur göngu sína á Skjá einum í október Stjórnendur með skoðanir Katrín Jakobsdóttir Illugi Gunnarsson ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, og 8. KRINGLAN kl. 4. Ísl tal. KRINGLAN kl. 8 og 10.20. Ísl tal. KRINGLAN kl. 5.50. KRINGLAN Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. b.i. 12 ára KEFLAVÍK Sýnd kl. 6. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i 14 ára. Þeir hefðu átt að láta hann í friði. ir f tt l t í fri i. Sló rækilega í gegn í USA ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.50 og 6. Ísl tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.20. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. KRINGLAN Sýnd kl. 4, 6 og 8. AKUREYRI Sýnd kl. 6. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. B.i 14 ára. KEFLAVÍK Sýnd kl. 6, 8 og 10. b.i. 12 ára AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10.b.i. 12 ára MEÐ ÍS LENSKU TALI Jason Bourne er kominn aftur og leitar hefnda í frábærum hasartrylli. Meiri hraði, meiri spenna og ofsafengin átakaatriði. S.V. Mbl.  HP. Kvikmyndir.com Kemur steiktasta grínmynd ársins Kemur steiktasta grínmynd ársins Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.