Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 49
MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 49 Sænski rithöfundurinn LizaMarklund hefur verið kölluðdrottning glæpasagnanna áNorðurlöndunum og það er ekki fjarri lagi því bækur hennar um blaðakonuna Anniku Bengtzon hafa svo sannarlega slegið í gegn. Nú þeg- ar hafa bækur hennar verið þýddar á tuttugu og sex tungumál og selst í yf- ir fimm milljónum eintaka í hundrað og fimmtán löndum. Sjálf hóf Liza Marklund feril sinn sem blaðamaður og vann sem slíkur í fimmtán ár hjá nokkrum af stærstu blöðum Svíþjóð- ar, lengst af hjá Expressen. Hún var síðar ritstjóri hjá Metro áður en hún gerðist fréttastjóri hjá sjónvarps- stöðinni TV4 þar sem hún stýrði einnig daglegum umræðuþætti um þjóðfélagsmál. Það var einmitt í starfi sínu sem blaðamaður sem Marklund kynntist Mariu Eriksson og saman skrifuðu þær bókina Gömda (Falin), sem út kom 1995 og fylgt var eftir með bókinni Asyl (Hæli) sem út kom fyrr á árinu. Saga Mariu Eriksson hefur vakið mikla at- hygli en hún var ofsótt af fyrrverandi sambýlismanni sínum og barnsföður svo árum skipti og neyddist á end- anum til að flýja land, en Eriksson varð fyrst evrópskra kvenna til að fá hæli í Bandaríkjunum sökum heim- ilisofbeldis. Auk bókanna um Mariu Eriksson hefur Marklund skrifað fimm glæpa- sögur þar sem blaðakonan Annika Bengtzon er í aðalhlutverki og hafa þær allar komið út á íslensku. Nýlega kom nýjasta bók hennar, Úlfurinn rauði, út hérlendis en bókin hefur slegið öll fyrri sölumet bóka Mark- lund og var samkvæmt bandaríska nettímaritinu Publishing Trends ein vinsælasta skáldsaga heims árið 2003. Aðspurð segist Liza Marklund ekki hafa hugmynd um hvers vegna bækur hennar virðast greinilega höfða svo sterkt til lesenda. „Ég skrifa bara um hluti sem mig myndi sjálfa langa til að lesa um. Við val á umfjöllunarefnum hef ég haft að leið- arljósi að skrifa um hluti sem mér finnst raunverulega áhugaverðir og mikilvægt að fjallað sé um. Þannig hef ég aldrei valið efni bara vegna þess að ég héldi að það væri líklegt til vinsælda,“ segir Marklund og bendir á þau mismunandi þemu sem finna megi í bókum hennar. „Þannig fjallar fyrsta spennusagan um Anniku, Sprengivargurinn, um það hvað fólk er raunverulega reiðubúið að gera öðrum mein og nýjasta bókin mín fjallar um misbeitingu á pólitísku valdi, þ.e. hvað stjórnmálamenn eru reiðubúnir að gera í viðleitni sinni til að komast til valda og ekki síst halda völdum. Raunar má segja að allar bækur mínar fjalli á einhvern hátt um völd og misbeitinguna á þeim.“ Heimilisofbeldi ekki álitinn alvöru glæpur Spurð um samstarf sitt við Mariu Eriksson og tilurð bókarinnar Gömda segist Marklund nánast allan sinn blaðamannsferil hafa lagt á það áherslu að skrifa um konur og börn sem orðið hafi þolendur heimilis- ofbeldis. „Þegar ég hóf störf sem blaðamaður gerði ég mér enga grein fyrir að það þætti hreinlega eðlilegt að konur væru barðar og jafnvel pyntaðar á heimilum sínum. Á þeim tíma var ég að vinna á blaði í smábæ í Norður-Svíþjóð og fólst hluti af starfi mínu í því að fylgjast með þeim kær- um sem enduðu á borði saksóknara bæjarins. Það kom mér mikið á óvart að rekast í viku hverri á mál þar sem konur höfðu orðið fórnarlömb heim- ilisofbeldis, verið barðar og jafnvel myrtar af mökum sínum. Þegar ég hafði unnið við þetta í nokkrar vikur og lesið mig í gegnum ógrynni mála fór ég til saksóknarans og spurði: „Hefur þú séð öll þessi mál? Gerir þú þér grein fyrir því hvað er að gerast hér í bæ?“ Og veistu hverju hann svaraði mér? Hann sagði einfaldlega: „Æi, þetta eru bara móðursjúkar konur. Ég má ekkert vera að því að sinna þeim þar sem ég þarf að huga að alvöru glæpamálum.“ Ég var al- gjörlega slegin enda hafði ég ekki gert mér grein fyrir að ofbeldi gagn- vart konum þætti bara eðlilegt og að litið væri á þetta sem léttvæga glæpi í samanburði við „alvöru“ glæpi á borð við t.d. þjófnað. Ég var svo reið þegar ég sneri aftur á blaðið að ég hef skrifað um þetta málefni æ síð- an.“ Það var einmitt í tengslum við rannsókn hennar á samtökum sem gáfu sig út fyrir að aðstoða konur sem ofsóttar voru af (fyrrverandi) mökum sínum sem hún komst í kynni við Mariu Eriksson. „Ég var búin að rannsaka samtökin í rúmt ár og hafði fundið sterkar vísbendingar fyrir því að ekki væri þar allt með feldu. Hins vegar vantaði mig heimildarmann úr innsta kjarna sem staðfest gæti þess- ar grunsemdir mínar. Dag einn hringdi síðan Mia [Maria Eriksson] í mig til að biðja mig um hjálp, en hún hafði sjálf verið blekkt af aðstand- endum samtakanna. Hún útvegaði mér þær sannanir sem ég þurfti til þess að geta skrifað blaðagreinina þar sem flett var ofan af þeirri blekk- ingarstarfsemi sem stunduð var á vegum samtakanna. Í kjölfar fréttar- innar var ég lögsótt og þótt kæran væri dregin til baka á elleftu stundu vakti lögsóknin ekki beint kátínu yf- irmanna minna. Þeim fannst súrt að lenda í slíkum kröggum bara út af einhverjum hópi kvenna sem orðið hefði fyrir heimilisofbeldi.“ Sænsk yfirvöld brugðust Spurð hvort henni finnist ástandið hafa batnað mikið síðan hún hóf að skrifa um heimilisofbeldi svarar Marklund því að vissulega sé ástand- ið nokkru betra í dag. „Það má segja að almenningur hafi fengið aukinn skilning á málefninu, en við eigum samt mjög langt í land. Hefðin fyrir ofbeldi gagnvart konum er svo löng og það tekur tíma að breyta hug- arfari fólks.“ Eitt af því sem slær mann við lestur Gömda og Asyl er hvað sænskum yfirvöldum virðist fullkomlega fyrirmunað að vernda Eriksson fyrir ofbeldismanni sínum, enda var henni að lokum ekki lengur vært í Svíþjóð. Spurð hvort ekki megi sjá bækurnar sem harða ádeilu á getuleysi sænskra stjórnvalda í mál- efnum ofsóttra kvenna svarar Mark- lund því umsvifalaust játandi. „Í máli Miu brugðust sænsk stjórnvöld al- gjörlega. Einn ráðherra í sænsku ríkisstjórninni, Mona Salin, hefur enda lýst því yfir að sér finnist skömm að því að sænskur ríkisborg- ari skuli ekki hafa getað fengið þá vernd sem til þurfti í heimalandinu heldur neyðst til að leyta ásjár hjá bandarískum yfirvöldum. Nýverið hafði Salin raunar frumkvæðið að viðamikilli alþjóðlegri ráðstefnu þar sem m.a. var fjallað um svokölluð sæmdarmorð og um hvernig megi hjálpa konum sem ekki geta lifað eðlilegu lífi í heimalandi sínu sökum ofsókna og ofbeldis. Fyrir milligöngu Salin hefur nú komist á samstarf milli sænskra stjórnvalda og Interpol þannig að ofsóttum konum býðst að fara inn í prógram á vegum Interpol, sambærilegt vitnaverndinni þeirra. Þannig að sem betur fer eru hlutirnir að þróast í rétta átt þótt þeir mættu vissulega þróast hraðar.“ Glæpasagan besta leiðin til að greina samfélagið Talið berst að glæpasögunum fimm sem Liza Marklund hefur skrif- að um Anniku Bengtzon og blaða- manni leikur forvitni á að vita hvers vegna glæpasagan hafi orðið fyrir valinu. Marklund þarf síður en svo að hugsa sig lengi um því hún svarar um hæl: „Ég hef alltaf elskað glæpasög- ur. Ein helsta ástæðan fyrir ást minni á glæpasögunni er sú að þér leyfist að fjalla um hvaðeina í glæpa- sögunni. Á sama tíma er glæpasagan ein besta aðferðin til þess að lýsa samfélaginu vegna þess að þegar morð er framið verður þú, sem höf- undur, ávallt að reyna að útskýra hvers vegna ein manneskja ákveður að myrða aðra. Enda er morðinginn ávallt afsprengi samfélagsins. Spurð hvernig persónan Annika Bengtzon hafi orðið til segist Mark- lund hafa langað til að skapa sögu- hetju sem hún gæti samsamað sig sem lesandi. „Mér fannst tilfinn- anlegur skortur á kvenhetjum í glæpasögum sem ég gæti á einhvern hátt samsamað mig með. Þannig eru flestar söguhetjur glæpasagna frá- skildir karlmenn sem drekka of mik- ið og þær örfáu kvenkyns söguhetjur sem hægt er að finna í glæpasögum hafa aldrei virkað á mig sem alvöru konur, heldur fremur sem e.k. karl- konur. Mig langaði því til að skapa kvenhetju sem væri kvenleg á sama tíma og hún væri afar mannleg. Markmiðið var ekki síður að láta kvenhetju takast á við hluti sem við erum yfirleitt vön að sjá aðeins karl- menn takast á við.“ Ljæ Anniku vinnu- aðferðir mínar Þar sem Annika starfar sem blaða- maður líkt og Marklund sjálf á árum áður liggur beint við að spyrja hana hvort hún nýti eigin reynslu af starf- inu við persónusköpun Anniku og gerð söguþráðar bókanna. „Skáld- sögurnar liggja afar nálægt raun- veruleikanum, enda er leikurinn til þess gerður. Oft á tíðum rekst ég á hluti sem mig langar til að fjalla um í blaðagrein, en veit að ég get það ekki þar sem ég hef ekki nægar sannanir. Ég get hins vegar leyft mér að nota efnið í skáldsögu og því er mjög margt af því sem ég nota í skáldsög- um mínum eitthvað sem hefur gerst í raunveruleikanum. Þannig sótti ég t.d. efnivið bókarinnar Paradís beint í rannsóknir mínar á samtökunum sem þóttust aðstoða ofsóttar konur. Aðrir hlutir sem ég nýti í bókum mín- um eru eitthvað sem hefði getað gerst eða á jafnvel eftir að gerast. Hvað persónusköpun Anniku varð- ar þá má segja að ég ljái henni vinnu- aðferðir mínar þegar ég var upp á mitt versta sem blaðamaður,“ segir Marklund og hlær. „Þegar ég var upp á mitt versta var ég, líkt og Ann- ika, allt of óhefluð og pressaði um of á hlutina. Vissulega fann ég alltaf efni í greinar, sama hvað það kostaði, og landaði þeim. En ég gerði líka mikið af mistökum og það verður að við- urkennast að enginn blaðamaður kæmist upp með að gera öll þau mis- tök sem Annika gerir.“ En það er ekki hægt að sleppa Marklund án þess að grennslast fyrir um það hvort lesendur megi eina von á mörgum bókum um Anniku til viðbótar. „Ég veit satt að segja ekki hvað þær verða margar í viðbót. Ég get þó sagt að ég er komin með titilinn á næstu bók og veit um hvað hún á að fjalla, en ég ætla ekki að byrja á henni fyrr en á næsta ári. En líklega verður sú bók ekki sú síðasta um Anniku,“ seg- ir Liza Marklund að lokum. Allar fjalla bækurnar um völd Einn vinsælasti höf- undur Svía, Liza Mark- lund, heldur fyrirlestur og les upp úr bókum sín- um í Norræna húsinu í kvöld, en Marklund er stödd hér á landi í tilefni af útkomu nýjustu bók- ar sinnar um blaðakon- una Anniku Bengtzon á íslensku. Silja Björk Huldudóttir hitti Mark- lund að máli. Morgunblaðið/Kristinn „Þegar ég hóf störf sem blaðamaður gerði ég mér enga grein fyrir að það þætti hreinlega eðlilegt að konur væru barðar og jafnvel pyntaðar á heim- ilum sínum,“ segir sænski rithöfundurinn Liza Marklund. Liza Marklund les úr verkum sín- um og heldur fyrirlestur í Norræna húsinu í kvöld, en dagskráin hefst kl. 20. Að fyrirlestri loknum verð- ur boðið upp á umræður. Marklund mun árita bækur sínar milli klukk- an 19.30 og 20.00. silja@mbl.is FYRIR ári kom út sjöunda bindi þessa langa niðjatals. Í því bindi var haldið áfram að rekja niðja Stefáns son ættföðurins Bjarna Halldórssonar. Sú ættrakning hófst í fimmta bindinu og var ekki lokið í því sjöunda. Einn af sonum Stefáns þessa hét Brynjólfur, en sjötta barn hans var stórbóndinn og auðmaðurinn Guðmundur á Keldum á Rangárvöllum. Guð- mundur þessi var með afbrigðum kynsæll. Hann var þríkvæntur, en átti auk þess börn með fleiri kon- um. Með fyrstu konu sinni, Ingiríði Árnadóttur eignaðist hann átta börn, en aðeins þrjú þeirra eign- uðust afkomendur. Eftir að Ingi- ríður lést eignaðist hann barn með ráðskonu sinni, Höllu Jónsdóttur. Það var drengur, sem bar nafnið Jón, síðast í Hlíð í Selvogi. Önnur kona Guðmundar var Guðrún ljós- móðir Pálsdóttir. Þau áttu þrjá syni, sem allir komust á legg, en ekki eignuðust þeir allir afkom- endur. Þá kom þriðja og síðasta konan, Þuríður Jónsdóttir. Börn þeirra urðu þrettán og komust níu þeirra upp og eignuðust sjö þeirra afkomendur. Þarna eru þá komin tuttugu og fimm börn Guðmundar Brynjólfssonar. Til viðbótar er hann talinn faðir þriggja barna, sem ekki báru hans nafn. Sjöunda bindinu lauk með niðja- tali yngsta barns fyrstu konunnar. Hefst því áttunda bindið, sem nú kemur út, á Jóni Guðmundssyni, syni Höllu ráðskonu (hagj). Hann varð kynsæll vel, því að það er ekki fyrr en á bls. 142 sem niðjar hans hafa verið taldið. Þá hefst niðjatal sonanna af öðru hjóna- bandi Guðmundar. Sá elsti dó upp- kominn, en barnlaus og ókvæntur, en sá næsti varð æði niðjamargur og endist upptalning niðja hans til loka þessa bindis. Mikið er því greinilega eftir af þessu geysi- mikla niðjatali, sem mér sýnist stundum ná inn á ellefta ættlið. Ég hef þegar gert nokkuð ít- arlega grein fyrir því hvernig samningu þessa niðjatals var hátt- að (Mbl. 4. janúar 2003) og tel ekki ástæðu til að endurtaka það. Að- eins skal þess getið að Pétur Zoph- oníasson fékk ekki lokið því og hafa nokkrir komið við sögu síðar. Og í seinni bindunum var tekinn upp sá háttur að rekja niðja allt til nútímans. Þetta bindi er að sjálfsögðu með sama sniði og þau sem á undan fóru. Bókstafamerkingar ættlið- anna eru eins og fyrr, enda varla annað hægt og allar ljósmyndir eru aftast í bók. Þar getur að líta mörg þjóðþekkt andlit sem ann- aðhvort eru af ættinni eða hafa tengst henni. Varla er þörf að geta þess, svo auðsætt sem það má vera, hversu mikil náma þetta mikla niðjatal hlýtur að vera ættfræðingum og ættagrúskurum. BÆKUR Ættfræði Niðjatal Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar, hreppstjóra á Víkingslæk. Skrásett hefur Pétur Zophoníasson. Ný útgáfa. Áttunda bindi. H-liður: Niðjar Stefáns Bjarnasonar 4. hluti Bókaútg. Skjaldborg, Reykjavík 2003, 340 bls. VÍKINGSLÆKJARÆTT Sigurjón Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.