Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 41 ✝ Magnús Guð-mundsson fædd- ist á Vatneyri í Pat- reksfirði 9. júní 1928. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 30. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Sumarliði Guð- mundsson sjómaður á Patreksfirði, f. í Tungu í Tálknafirði 13. apríl 1890, d. 24. júlí 1977, og Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, f. á Hnjóti í Ör- lygshöfn 5. maí 1887, d. 29. maí 1966. Magnús var næstyngstur átta systkina, hin eru Sigurást Magnea, f. 9.7. 1914, d. 13.2. 1928, Ingibjörg, f. 25.12. 1915, d. 10.3. 1972, Kristinn, f. 21 .1. 1917, d. 30.11. 1963, Guðmund- ur Óli, f. 24.8. 1918, d. 29.5. 1969, Sigríður Pálína, f. 6.7. 1920, d. 8.12. 1979, Sigurður, f. 27.6. 1924, d. 31.12. 1968, og Pálmi, f. 12.8. 1929. Magnús kvæntist 15. október 1949 Björgu Ólafsdóttur frá Hvallátrum, f. 6.11. 1927, d. 26.3. 1994. Börn þeirra eru: 1) Aron, f. 19.1. 1950, d. 10.6. 1951. 2) Aron, f. 18.7. 1951, kvæntist Björgu Guðmundsdótt- ur, þau eiga tvíburana Fjólu og Maríu, Aron og Björg slitu sam- vistum. Sambýliskona Arons er Kristbjörg Kristmundsdóttir, sonur þeirra er Ólafur. Einnig á Aron soninn Einar Hrafn. 3) Ingibjörg Guðrún, f. 24.1. 1954, eiginmaður Björn Bragi Sig- mundsson, börn þeirra eru Magnús, Aðalheiður Hrefna og Anna Björg. 4) Anna, f. 28.7. 1955, eiginmaður Bob Tomolillo. 5) Flosi, f. 12.12. 1956. Eiginkona Magn- úsar er Valdís Vikt- oría Pálsdóttir, f. í Fáskrúðsfirði 14.9. 1929. Magnús ólst upp á Vatneyri í Pat- reksfirði. Hann stundaði nám í Unglingaskóla Patreksfjarðar, Héraðsskólanum á Laugarvatni 1945–1947, Lögregluskólanum 1948–1949 og Myndlistarskóla Íslands, listmálaradeild 1950– 1951. Hann lauk sveinsprófi í málaraiðn 1988. Magnús vann öll almenn störf hjá Ó. Jóhann- esson hf. á Patreksfirði á ár- unum 1942–1948. Einnig starf- aði hann hjá Hafnargerð Patreksfjarðar. Magnús var starfandi lögreglumaður í Reykjavík frá 1948–1960. Starf- aði við utan- og innanhúss mál- un 1954–1960. Hann var mat- sveinn og bryti á ýmsum fiskiskipum og farskipum 1962– 1980 og var flugvallarstjóri á Patreksfjarðarflugvelli 1991– 1997. Magnús var fjölhæfur listamaður og liggja eftir hann mörg verk. Hann var sæmdur silfurstjörnu Slysavarnafélags Íslands fyrir björgun 1958. Útför Magnúsar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Eg man eftir þegar ég læddist út á náttfötunum um miðja nótt og hljóp heim til afa og ömmu. Þetta var nú það fyrsta sem mér datt í hug varðandi elskulega afa minn. Það fer ótrúlega góð tilfinning um mig allan þegar ég hugsa til baka. Það eru svo margar eftirminnileg- ar ferðir sem við fórum saman á Látra. Þar dró ég afa út um allt og hann fór með mér hvenær sem var. Við Látravatn veiddum við oft og við vatnið áttum við okkar leynistað, þá var reynt að hafa hljótt svo að við myndum ekki fæla fiskinn í burtu, og síðan var farið heim með aflann til ömmu og hann verkaður. Kindatönn undir kodda var bara á Látrum, einnig huldu- fólk, sem bjó í klettum við kríu- varpið og svo við þrjú að spila ol- sen olsen. Afi eigum við að fara út á bjarg? afi eigum við að kíkja á steinana? og svona hélt ég áfram en hann neitaði mér aldrei. Alltaf var farið en kannski ekki alveg strax, eins og ég vildi. Fyrsta skiptið sem ég keyrði bíl var á grænu þrumunni og afi mér við hlið, en það var svo margt sem ég gerði í fyrsta skipti á Látrum með afa mínum. Þetta var eins og nýr heimur væri að fæðast þegar ég fór að fara með þeim, svo margir nýir og spennandi hlutir sem voru að gerast í kringum þennan litla strák á Hvallátrum er hann hélt í höndina á afa sínum og skoðaði þennan nýja heim. Ég er svo ánægður að hafa feng- ið tækifæri til að kveðja þig afi minn, og þegar þú hélst í höndina á mér á sjúkrahúsinu, þá fannst mér eins og staðan væri búin að snúast við, ég var að sleppa þér á vit nýrra ævintýra. Þessar minn- ingar umlykja hjarta mitt til ævi- loka. Góða ferð, afi minn. Þinn Magnús. Elsku afi. Það er svo erfitt að kveðja, en að vissu leyti er ákveðinn léttir að vita að þér líður betur núna. Ég veit líka að amma tekur vel á móti þér, og eflaust eru endurfundirnir góðir. Ég er ofsalega þakklát að þú hafir fengið tækifæri á að hitta litlu dóttur mína. Alltaf spurðiru hvort það væri ekki allt gott að frétta af henni, litlu stelpunni með fallegu augun eins og þú sagðir. Kæri afi, ég kveð að sinni og óska þér góðrar ferðar. Þeir segja mig látinn, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá hjarta mínu berst falleg rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem ykkur er ætlað að gleðja. (Höf. ók.) Þín Hrefna. MAGNÚS GUÐMUNDSSON Minningin um Helga Ibsen er ljúf og létt. Hann kom jafnan glaður og frjálslegur til móts við mann. Hann var hress í fasi og léttur í máli, það geislaði af honum þægilegur sjarmi, sem verkaði sem gleðigjafi og fersk- leiki við ókomnu viðfangsefni hvers ókomins dags. Ég held fáa hafa jafn hrifnæma hæfileika til að tala við sjúka eða sorgmædda. Ég varð vitni að þessu og er það minnisstætt, hve slík hæfni getur læknað hryggð, sem virtist óbærileg. Ef hann var kominn í kallfæri við mann var kveðjan oft þessi; komdu nú með mér, ég þarf að tala við þig, eða máttu ekki vera að því að líta inn til okkar. Helga voru æskuminningar úr feðraranni afar kærar og auðugar af mannkærleika. Hann hugsaði til föður síns sem sótti sjó á sínum litla báti með syni sína unga sem skipverja. Þar voru vinnu- fúsar hendur og kapp, að geta gert gagn. Þetta var upphafið af lífsstarf- inu hjá þeim bræðrum, stundum að mestu leyti. Helgi var einn þeirra sem gerði sjómennskuna að lífsstarfi að stærstum hluta. Hann var alþekktur heppnismaður sem skipstjóri til margra ára. Ég heyrði á tal feðga; sá gamli hafði lengi verið í topp skip- rúmum. Hann sagði: Þú átt drengur að vera með topp aflamönnum. Ég er það, sagði sá ungi, ég er með Helga Ibsen, hann er góður aflamaður og drengskaparmaður hinn mesti, við okkur alla jafnt, það er kostur sem ég gef líka mikið fyrir, og meira virði en nokkrar krónur hjá einhverjum há- vaðaseggjum. Þannig dóm fékk Helgi. Við hittumst fyrst 1950, inni í Hvalstöð. Það hafði staðið langt tog- araverkfall, Helgi hafði verið skip- verji á b/v Röðli, skipi Lofts Bjarna- sonar. Hann kom með tvo menn af skipi sínu og lét þá hafa pláss á hval- fangara. Helgi var annar þeirra. Loft- ur var oft nærgætinn við unga menn sem sýndu dugnað við að afla sér menntunar og sækja fram á verksvið- inu. Þetta kom Helga vel, hann var að ljúka námi í Stýrimannaskólanum og á leiðinni að gifta sig. Svo var það að tveir Súgfirðingar voru þarna í Hvalnum, nýútskrifaðir úr skólanum, Helgi og Elí. Vertíð var að ljúka en aðeins veiði, Norðmennirnir farnir en þá í Stöðinni langaði til að vera aðeins lengur. Kannski var það Loftur sem stakk upp á því að bjóða nýútskrifuðu Súgfirðingunum að sýna hvað í þeim bjó, nú mættu þeir fara út til prufu með sitt hvort skipið sem skyttur og skipstjórar, mig minnir að Elí færi með Hval 2. en Helgi með Hval 4. Veðrið var rysjótt og löng dimman, nema hvað þegar dagur var að kvöldi kominn kalla ungu mennirnir út, báð- ir komnir á landstím með sína lang- reyðina hvor, sem þeir skiluðu óskemmdum að bryggju. Þarna sýndu Súgfirðingarnir hvað þeir gátu, og hækkuðu heldur betur í áliti. Elí var 25 vertíðir skipstjóri og skytta, lengst með Hval 7. Helga var boðið skip líka en var þá orðinn fastráðinn skipstjóri á Akranesi. Helgi var skip- stjóri um árabil hjá HB&Co, einnig útgerð Sigurðar Hallbjörnssonar. Svo varð hann útgerðarmaður og skipstjóri á eigin skipum, og farnaðist mikið vel alla tíð, útgerðin hét Haf- björg hf. Vilhjálmur vélstjóri hans var meðeigandi. Fiskvinnsluhús byggðu þeir niður undir vita, á Breiðinni. Helgi var eftir að í land kom fram- kvæmdastjóri fyrir Akraborgina sem ferjaði fólk og bíla á milli Akraness og Reykjavíkur. Góð fjölskyldukynni voru við hann og fjölskyldu hans í meira en hálfa öld. Börn þeirra hjóna voru þrjú í sveit hjá okkur, úrvalsfólk allt saman. Það eru nokkuð náin fjöl- skyldutengsl við konu Helga og vin- átta til margra ára. Á þessari kveðju- stund biðjum við þreyttri eiginkonu og öllum ástvinum Guðsblessunar. Megi hin sterkasta líknarhönd leiða ástvinina inn á leiðir ljóss og friðar. Með kærri þökk er drengur góður kvaddur, og gefi herrann heilagi góð- an byr. Með bestu kveðju frá okkur hjón- um og fjölskyldu. Valgarður L. Jónsson frá Eystra-Miðfelli.  Fleiri minningargreinar um Helga Ingólf Ibsen bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Þorvaldur Guðmundsson, Guðrún Viktoría og Kristín Laufey Björgvinsdætur. REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu vegna fráfalls okkar ástkæra ÁRNA RAGNARS ÁRNASONAR alþingismanns. Sérstakar þakkir til allra sem önnuðust hann af alúð og hlýju í veikindum hans. Guð blessi ykkur öll. Guðlaug P. Eiríksdóttir, Guðrún Árnadóttir, Brynjar Harðarson, Hildur Árnadóttir, Ragnar Þ. Guðgeirsson, Björn Árnason, Kristbjörg K. Sólmundsdóttir, Árni Árnason, Kolbrún H. Pétursdóttir og barnabörn, Ragnhildur Ólafsdóttir, Jófríður Helgadóttir og systur hins látna. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, GEIRS MAGNÚSSONAR, Kárastíg 6, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Guðbjörn Geirsson, Þórey Erlendsdóttir, Margrét Geirsdóttir, Ásthildur Geirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför GUÐRÚNAR MARÍU JÓNSDÓTTUR, áður á Siglufirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks FSA og heim- ilisfólks og starfsmanna á Kjarnalundi fyrir góða umönnun. Siglfirðingum þökkum við vináttu og tryggð. Viktoría Særún Gestsdóttir, Jón Þórir Gestsson, Matthías Ó. Gestsson og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar dóttur okkar og systur, DÝRLEIFAR YNGVADÓTTUR, Heiðarlundi 2, Akureyri. Guð gefi okkur öllum æðruleysi. Svanhvít Þórhallsdóttir, Yngvi Þór Kjartansson, Berglind Yngvadóttir, Kjartan Þór Yngvason, Jóna Yngvadóttir. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur hlý- hug og samúð við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EIRÍKS ÞORVALDSSONAR, Vesturgötu 90, Akranesi. Guðrún Finnbogadóttir, Sigríður Eiríksdóttir, Vignir Gísli Jónsson, Sigþór Eiríksson, Mínerva Haraldsdóttir, Eiríkur Vignisson, Ólöf Linda Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.