24 stundir - 05.04.2008, Page 39

24 stundir - 05.04.2008, Page 39
24stundir LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 39 M ér þykir mjög leitt hvernig til tókst. Ég hafði sem fyr- irmynd Halldór Laxness sjálfan því ég hafði séð í rannsóknum ágætra bókmenntafræðinga hvernig hann nýtti sér texta annarra, tók út það sem hentaði verki hans og endur- skoðaði og breytti. Þegar ég les dóminn yfir og íhuga hvernig þró- unin hefur verið í höfundarrétt- armálum er mér ljóst að ég gerði mistök. Þetta var alls ekki ásetn- ingur minn enda hefði verið furðulegt ef ég hefði viljað brjóta lög vísvitandi því mér var alveg ljóst að bók mín yrði lesin mjög vandlega,“ segir Hannes Hólm- steinn Gissurarson en Hæstiréttur dæmdi hann í síðasta mánuði til að greiða Auði Laxness, ekkju Halldórs Laxness, 1,5 milljónir króna í fébætur fyrir brot á höf- undarrétti í fyrsta bindi ævisögu Halldórs, auk 1,6 milljóna í máls- kostnað. Rektor Háskóla Íslands, Kristín Ingólfsdóttir, sendi svo ný- lega Hannesi bréf þar sem hún átaldi vinnubrögð hans og sagði þau hafa rýrt traust skólans. Þú segist hafa unnið eins og Lax- ness en á ekki nokkuð annað við þegar menn vinna skáldverk heldur en við vinnslu fræðirits? „Það má alveg leiða rök að því. Ég held að nýir tímar í akadem- ískum rannsóknum krefjist miklu nákvæmari tilvísana og meiri virð- ingar fyrir textum annarra en var á þessu fyrsta bindi míns verks. Ég lærði af þeim mistökum og breytti vinnubrögðum mínum í öðru og þriðja bindi. Ég vona að menn hafi í heiðri nýja málsháttinn: Batn- andi höfundi er best að lifa. Ég ætla líka að endurútgefa verkið við fyrsta tækifæri og taka þá tillit til dóms Hæstaréttar og gagnrýni samstarfsfólks míns í Háskólanum og annarra.“ Óþægilegt fyrir Háskólann Hvernig bregstu við umvöndun- um rektors? „Ég tek þeim vel. Enginn er óskeikull, hvorki ég né nokkur annar. Mér finnst að Háskólinn eigi að setja markið hátt og það er auðvitað óþægilegt fyrir hann ef starfsmaður hans fær dóm fyrir höfundarréttarbrot. En ég minni á að refsikröfunni yfir mér var vísað frá og ég var sýknaður af miska- bótakröfunni. Dómurinn gekk út á það að ég yrði að bæta frú Auði Laxness það tjón sem ég hefði valdið henni með því að nota í leyfisleysi efni frá Laxness í bók minni. Þar setti Hæstiréttur alveg nýja reglu, en ég verð að taka því. Ef til vill er þetta þáttur í rétt- arþróuninni.“ Er það venja í Háskólanum að fylgjast með dómsmálum starfs- manna? „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég veit til dæmis að einn ágætur sagnfræðiprófessor var dæmdur í Hæstarétti 2004 fyrir meiðyrði í dómnefndaráliti, sem honum var sérstaklega falið ásamt öðrum að semja fyrir Háskólann, og til greiðslu miskabóta. Háskólinn hefur líka nokkrum sinnum verið dæmdur til skaðabóta í Hæstarétti, af því að yfirmenn stjórnsýslunn- ar, rektor og forsetar deilda, hafa brotið stjórnsýslulög á starfs- mönnum. En ég veit ekki og hef ekki kynnt mér hvað gert var í þeim málum, enda afsakar það ekki mitt brot. Ég einbeiti mér að því að bæta fyrir það en ekki benda á einhverja aðra.“ Hver er staða þín innan Háskól- ans gagnvart samstarfsmönnum, nýturðu trausts þeirra eða ekki? „Það gleður mig hversu marga góða vini ég á í minni deild, fé- lagsvísindadeild. Ég held að nánast allir samstarfsmenn mínir þar vilji vinna með mér áfram. Ég hef ekki heyrt eitt einasta styggðaryrði frá neinum þeirra. En þeim þykir þetta auðvitað miður, eins og mér sjálfum.“ Hef ekki misst svefn Vinir þínir hafa hafið fjársöfnun fyrir kostnaði þínum vegna þessa máls. Hvernig hefur sú söfnun gengið? „Hún hefur gengið vonum framar. Ég hafði engin afskipti af henni og vissi ekki af henni því ég var erlendis þegar henni var hrint af stað. Ég gerði engar athuga- semdir við hana þegar mér var sagt frá henni. Mér þykir vænt um þann vináttuvott sem í henni felst. Mér er nokkur vandi á höndum vegna þess að hart hefur verið sótt að mér úr mörgum áttum og ég hef þegar greitt 23 milljónir í lög- fræðikostnað og skulda 7 milljón- ir. Þetta eru svimandi upphæðir.“ Í auglýsingu um fjárstuðning þér til handa er sagt að þú sért venju- legur launamaður. Hvernig getur venjulegur launamaður greitt 30 milljónir? „Hann getur það ekki enda varð ég að selja hús mitt. Kjartan Gunnarsson, vinur minn, keypti það og ég leigi af honum í þeirri von að ég muni í framtíðinni eign- ast nægt fé til að kaupa það aftur. Ég veit ekki hvort ég mun ráða við það, en er samt hóflega bjartsýnn. Ég hef tekið lán og góðir menn hafa aðstoðað mig eftir föngum.“ Jón Ólafsson sækir meiðyrðamál á hendur þér í Bretlandi og það mál hefur þegar kostað þig stórfé. Hver er staða þess máls? „Ég er að leita eftir því við bresku lávarðadeildina að hún leyfi mér að flytja málið þar. Það er ekki sjálfgefið því áfrýjunardóm- stóll hefur þegar dæmt Jóni í vil. Samkvæmt breskum lögum á að stefna mönnum á Íslandi eftir ís- lenskum reglum. Mér var ekki stefnt rétt. Dómarinn sem viður- kenndi þetta og ógilti gamlan dóm yfir mér veitti Jóni Ólafssyni sér- staka undanþágu frá því að stefnt væri eftir íslenskum reglum. Lög- fræðingar mínir telja að það sé óeðlilegt að breskur dómari geti veitt slíka undanþágu. Sjálfum finnst mér freklega gengið á full- veldi Íslands ef breskur dómari veitir undanþágur frá íslenskum lögum. En við verðum að bíða og sjá hvernig þetta mál fer.“ Á þeim tíma sem þessi dómsmál hafa staðið yfir, hefurðu aldrei orðið þunglyndur eða niðurdreginn? „Nei, ég get ekki sagt það. Mér þykir þetta auðvitað leitt, en þetta hefur ekki rænt mig svefni. Ég er hins vegar alveg undrandi á öllu því fólki sem er að eyða mestallri starfsorku sinni í mig.“ Gef sjaldan eftir Það er ekkert leyndarmál að þú ferð innilega í taugarnar á mörgum og einstaka maður virðist nánast leggja hatur á þig. Hvernig tekurðu því? „Barátta mín hefur ekki verið barátta gegn einstaklingum heldur stjórnmálabarátta fyrir því frelsi sem hefur fært þjóðinni mikla vel- megun og opnaði þjóðfélagið og gerði það rúmbetra og bjartara. Hér eru einhver bestu lífskjör í heimi eins og frægt er orðið. Ég á erfitt með að skilja þetta hatur. Ég get verið stóryrtur og gef sjaldan eftir og kannski fer það í taugarnar á einhverjum.“ HELGARVIÐTALIÐ Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@24stundir.is a Mér finnst að Háskólinn eigi að setja markið hátt, og það er auðvitað óþægilegt fyrir hann ef starfsmaður hans fær dóm fyrir höfundarrétt- arbrot.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.