24 stundir - 05.04.2008, Page 54

24 stundir - 05.04.2008, Page 54
54 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 24stundir ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Ég hyggst til að mynda fá stelpurnar í landsliðinu til að spreyta sig móti strákunum og þannig taka næsta skref því það er óhægt um vik að efla liðið mikið þegar aðeins tvö kvennalið keppa alltaf sín á milli. Menn hugsa stórt í Ma-drid, allavega hjáöðru af liðunum sem kennd eru við borgina. Samkvæmt innanbúð- armönnum er ætlunin að bæta tveimur framherjum við hjá Real Madrid á næstu leiktíð og þeir eru ekki af lakara tag- inu. Fái þeir ráðið verður fram- lína liðsins skipuð þeim Sergio Aguero og David Villa, sem óumdeilanlega eru meðal þeirra flottari í landinu. En punga þarf vel út fyrir báða og einhverjir munu taka pokann sinn til að það gangi eftir. Róðurinn hjá Real er ann-ars þungur orðinn ogliðið hefur orðið að taka lán í fyrsta sinn frá alda- mótum. Ástæðan er brotthvarf David Beck- ham sem seldi treyjur í massa- vís fyrir félagið. Gerðu áætlanir ráð fyrir að nýjar stjörnur gætu selt eitthvað upp í það sem Beckham gerði en það varð ekki og vantar tugi milljóna króna í kassann. Sjálfur opnaði Beckham markareikning sinn hjá LA Galaxy í fyrrakvöld. Börsungar hafa náð sam-komulagi við hinn stór-kostlega Daniel Alves um að hann klæðist treyju liðsins næsta haust en Alves hefur alið manninn hjá Sevilla um nokkurt skeið enda liðið hafnað öllum tilboðum í hann hingað til. Þá gæti Jens Lehmannendað sem varaskeifaGian- luigi Buffon hjá Juventus eftir leiktíðina en þreifingar þess efnis hafa staðið yfir um hríð. Stjóri Arsenal, Arsene Wenger, er ekki mótfallinn slíku enda hefur hann misst mestalla trú á Þjóð- verjanum sem ítrekað hefur gerst sekur um vafasama til- burði milli stanganna. Leh- mann sjálfur vill þó gjarnan klára ferilinn með Bayern München. „Það er ómögulegt að vera mikið svekktari en ég er nú og ég verð einhverja stund að sætta mig við þessi úrslit,“ segir Guðmundur Stephensen borðtennis- kappi, en eftir frábæra byrjun á sterku úrtökumóti fyr- ir Ólympíuleikana sem haldið var í Frakklandi féllu önnur úrslit á þann veg að Guðmundur féll úr keppni á einni lotu. Hefði hann komist áfram úr sínum riðli eins og vonir stóðu til eftir fyrsta daginn þegar Guð- mundur var efstur hefðu tveir sigrar til viðbótar tryggt honum farseðil til Kína í ágúst. Guðmundur á þó enn einn möguleika á öðru úr- tökumóti sem fram fer í maí og er ennþá hæfilega bjartsýnn á að vera með þeim Íslendingum sem til Kína fara í ágúst. „Ég verð þó að viðurkenna að ég ætl- aði að tryggja mig í þessari keppni og hef því ekki kynnt mér þá síðustu til hlítar. En ég er í fantaformi núna og tel möguleikana enn til staðar þótt sætunum á leikana fari fækkandi.“ Guðmundur Stephensen úr leik á úrtökumóti fyrir Ólympíuleikanna Ekki alveg öll nótt úti enn Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is „Þetta var alveg stórkostlegt leik eftir leik og aldrei áður hef ég orðið vitni að annarri eins baráttu og fórnfýsi í neinni íþrótt.“ Svo segir Margrét Ólafsdóttir, fararstjóri ís- lenska kvennalandsliðsins í ís- hokkí, eftir frækilega frammistöðu liðsins í fjórðu deild heimsmeist- aramótsins í íshokkí. Þar tóku ís- lensku stúlkurnar hverja þjóðina af annarri nánast í kennslustund og enduðu með gullverðlaunin. Fyr- irfram voru þær allra bjartsýnustu í hópnum að gæla við að ná brons- verðlaunum. Þvert á spár Mörgum erlendum áhuga- mönnum hefur löngum þótt það bæði skondið og merkilegt að þjóð sem kennir sig við ís skuli ekki vera betri í íshokkí en raunin hefur ver- ið undanfarin ár. Okkur til hugg- unar eru margar ástæður fyrir því en fyrst og fremst aðstöðuskortur lengi vel og í raun ennþá. Sé litið til þeirrar staðreyndar auk þeirrar að hér á landi spila aðeins tvö kvenna- lið íshokkí með samtals 44 skráða iðkendur er árangur íslenska kvennalandsliðsins hreint stórkost- legur. Sarah Smiley Þótt slíkur árangur náist aðeins ef allir leggjast á eitt er einn ein- staklingur sem leikmenn og að- standendur telja eiga hvað mestan heiður af afrekinu. Það er Sarah Smiley, aðalþjálfari liðsins, en um það eru menn sammála að hún hafi lyft grettistaki, ekki aðeins hjá landsliðinu heldur í skautaíþrótt- um almennt þau tæpu tvö ár sem hún hefur þjálfað á Akureyri. Sjálf er hún hógværari en svo. „Árang- urinn kom okkur öllum á óvart en eftir að hafa unnið fyrstu tvo leik- ina fórum við að gera okkur ljóst að við gætum meira og farið lengra en við héldum. Ég kortlagði and- stæðingana mjög vel og var grimm í að breyta leikkerfi okkar þegar ástæða var til og stelpurnar náðu að læra og leika nákvæmlega eftir þeim kerfum sem gerði svo gæfu- muninn þegar upp var staðið.“ Stelpur mót strákum Sarah kemur frá Kanada þar sem hún spilaði íshokkí í kvennadeild- inni við góðan orðstír en kann vel við sig á Akureyri og er ekkert á leið heim á ný. „Akureyri er með ótrúlegan stórborgarbrag og ég finn lítið fyrir heimþrá. Aðallega fyrir pressu að halda áfram að gera góða hluti og reyna að gera liðið klárt í þriðju deildina þegar þar að kemur og er strax komin með nokkrar hugmyndir enda er him- inn og haf milli fjórðu deildar og þeirrar sem við spilum í næst. Ég hyggst meðal annars láta stelpurn- ar keppa reglulega við strákaliðin því þar er talsverður getumunur og til að bæta sig verður að vera meira í boði en að mæta alltaf sama lið- inu í deildinni eins og hefur verið raunin hér um langt skeið.“ Glaðar og reifar Kvennalandsliðið sem vann gull á heimsmeist- aramótinu fyrir viku. Sarah Smiley er lengst til vinstri. Stoltar skauta stelpurnar  Þær allra bjartsýnustu í kvennlandsliðinu í íshokkí gældu við að næla í bronsverðlaun í sinni deild á heimsmeistaramótinu í íshokkí fyrir viku  Þegar yfir lauk stóðu þær uppi með gullverðlaunin og tóku flest liðin í deild sinni í kennslustund ➤ Íslenska liðið leiddi í öllumhelstu tölfræðideildum móts- ins. Markaprósenta 15.87% Markvarsla 95.33% varin Power Play 42.55% Penalty Killing 100% TÖLFRÆÐIN aHún Sarah var alvegótrúleg. Eyddi löngum stundum í að kortleggja alla and- stæðinga okkar og kom svo til baka og setti upp fullt af nýjum kerfum sem við svo lærðum í miklum flýti en reyndust í öllum tilfellum þau kerfi sem dugðu til sigurs. Jónína Margrét Guðbjartsdóttir aÉg er ennþá að kom-ast niður á jörðina enda bjóst alls engin okkar við svona ár- angri. En það er eng- inn vafi á að Sarah á gríðarlega stóran hlut að máli, ekki bara við að kortleggja andstæðinga heldur með því að treysta okkur til læra ný leikkerfi móti öllum liðum og ekki nóg með það heldur nýta það til sigurs á þjóðum sem tóku okkur í bakaríið á síðasta móti. Alveg stórkostleg. Hanna Rut Heimisdóttir Athyglisvert var að fylgjast með gengi Birgis Leifs Haf- þórssonar á skortöflu Opna Estoril mótsins í gær en þar var Birgir að reyna að sleppa við niðurskurðinn á því móti. Var hann úti og inni til skiptis lengi vel en var inni þegar 24 stundir fóru í prentun á tveimur höggum undir pari en við það miðaðist niðurskurð- urinn. Bratt fyrir Birgi SKEYTIN INN Starfsmenntanám · Blómaskreytingar · Búfræði · Garðyrkjuframleiðsla · Skógur og umhverfi · Skrúðgarðyrkjubraut www.lbhi.is Háskóli lífs og lands Umsóknarfrestur um skólavist er til 4. júní

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.