Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 2
Í dag Fréttaskýring 8 Forystugrein 26 Úr verinu 12 Viðhorf 28 Viðskipti 13 Bréf 30 Erlent 14/15 Minningar 31/37 Akureyri 17 Dagbók 40 Höfuðborgin 17 Víkverji 40 Austurland 18 Velvakandi 41 Suðurnes 20 Staður og stund 41 Landið 21 Menning 44/49 Daglegt líf 21 Ljósvakamiðlar 50 Listir 22/23 Veður 51 Umræðan 24/30 Staksteinar 51 * * * 2 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VEKJA ATHYGLI Kaup íslenskra fjárfesta á Sterl- ing lágfargjaldaflugfélaginu vekja mikla athygli í Danmörku, en blaða- mannafundur var haldinn í Kaup- mannahöfn í gær þar sem kaupin voru kynnt. Siglingaleiðin að lokast Mikil hætta er á að siglingaleiðin fyrir Horn lokist hvað af hverju vegna hafíss, að sögn Jónatans Ás- geirssonar, skipstjóra á Andey ÍS, en þá var skipið nýkomið fyrir Horn á leið til Súðavíkur eftir erfiða sigl- ingu frá Óðinsboða í gegnum miklar ísdreifar. Vinna ekki með fréttastjóra Fréttamenn á Ríkisútvarpinu samþykktu einróma á félagsfundi í gærkveldi að vinna ekki með ný- ráðnum fréttastjóra. Vantraust á út- varpsstjóra var ítrekað og mótmælt eindregið orðum sem hann lét falla í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi „þar sem hann fjallaði af fádæma vanvirðingu um störf fréttamanna.“ Gagnrýna Kínastjórn Bandaríkjamenn gagnrýndu í gær ný lög í Kína sem heimila hernum að beita hervaldi ef Taívanar reyna að lýsa yfir sjálfstæði. Hvöttu þeir til þess að deilurnar um stöðu Taívans yrðu leystar með friðsamlegum hætti. Evrópusambandið hvatti deiluaðila til að forðast einhliða að- gerðir sem gætu valdið aukinni spennu á svæðinu. Fjölmenn mótmæli Nær milljón Líbana kom í gær saman á útifundi í Beirút til að minn- ast Rafiks Hariris, fyrrverandi for- sætisráðherra, sem myrtur var fyrir réttum mánuði. Einnig var þess krafist að Sýrlendingar drægju her sinn frá landinu. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                   ! " #          $         %&' ( )***                        JÚLÍUS S. Ólafsson, forstjóri Rík- iskaupa, segir að Ríkiskaupum hafi borið að bjóða út á Evrópska efna- hagssvæðinu breytingar og endur- bætur á varðskipunum Ægi og Tý. EES-reglurnar hafi ennfremur bundið hendur Ríkiskaupa og stofn- unin hafi orðið að taka hagstæðasta tilboði. Ef það hefði ekki verið gert hefði hún átt yfir höfði sér kæru frá ESA eða pólsku skipasmíðastöðinni sem átti hagstæðasta tilboðið. Ingólfur Sverrisson, deildarstjóri hjá Samtökum iðnaðarins (SI), sagð- ist í Morgunblaðinu í gær álíta að ekki hefði þurft að bjóða breytingar og endurbætur á varðskipunum út á Evrópska efnahagssvæðinu. Hann sagðist líta á þetta sem hvert annað útboðsverk og ekki væri skylt að bjóða þau út nema þau losuðu 500 milljónir króna. Ingólfur vísar þarna til reglugerðar um viðmiðunarfjár- hæðir á EES, sem er að finna á heimasíðu Ríkiskaupa. Júlíus segir þetta misskilning hjá Ingólfi. Með verkframkvæmdum sé átt við mannvirkjagerð. „Við sjáum ekki hvernig hægt er að koma því heim og saman við viðhald á varð- skipi. Þetta eru kaup á þjónustu og öll þjónustukaup undir rúmlega 20 milljónum þarf að bjóða út á EES.“ Júlíus sagði að þetta verkefni hefði ekki verið boðið út á EES ef einhver vafi hefði leikið á því að það væri nauðsynlegt. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem svona verk er boðið út. Það var síðast gert 2001, en þá var samið við pólska stöð um við- haldsverkefni fyrir Landhelgisgæsl- una.“ Flutningskostnaður nam 5,8 milljónum Júlíus sagði að kostnaður við að flytja áhöfn út og koma varðskipun- um til Póllands væri 5,8 milljónir. Munur á lægsta og næstlægsta til- boði, sem kom frá Slippstöðinni á Akureyri, væri því 8 milljónir. Júlíus sagði að samkvæmt reglum mætti munur á tilboðum ekki vera meiri en 1%, eða 2 milljónir í þessu tilviki, til að hægt hefði verið að taka ekki lægsta tilboði. Ríkiskaupum hefði því ekki verið heimilt að taka næstlægsta tilboði. „Þarna er um það að ræða að taka hagstæðasta boði. Þá er búið að vega inn í matið kröfu, sem Landhelgisgæslan vildi hafa þarna inni um ISO-vottun. Þá er Slippstöðin með þriðja hagstæð- asta boð. Þarna var farið í samningskaup vegna þess að öllum tilboðum var hafnað af því að þau voru of há miðað við kostnaðaráætlun. Þá gafst Slipp- stöðinni eins og öðrum færi á að lækka eða endurskoða sitt tilboð. Stöðin gerði það ekki heldur sendi inn óbreytt tilboð.“ Ríkiskaup stóðu ekki ein að ákvörðuninni Fram hefur komið í öðrum fjöl- miðlum að Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, telji það hag- ræði fyrir gæsluna að endurbæturn- ar færu fram hérlendis en að Gæslan hafi ekki komið frekar að þessari ákvörðun. Júlíus sagði hins vegar í samtali við Morgunblaðið að Ríkiskaup stæðu ekki ein að þessari ákvörðun. „Kaupandi að verkinu er Landhelg- isgæslan fyrir hönd dómsmálaráðu- neytisins. Þessi tilboð eru öll yfirfar- in af þeim og okkar mönnum sameiginlega. Þessi niðurstaða ligg- ur alveg fyrir skýr og þeir [Land- helgisgæslan] gerðu engan ágrein- ing um eitt eða neitt í þessu ferli. Samningurinn er ásamt okkur und- irritaður af Georg Lárussyni og full- trúa dómsmálaráðuneytisins.“ Óheimilt að taka næstlægsta boði ÁKVÖRÐUN Félags fréttamanna um að lýsa yfir vantrausti á útvarps- stjóra í kjölfar ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf frétta- stjóra Útvarps stendur óhögguð þrátt fyrir fund sem útvarpsstjóri átti með fulltrúum fréttamanna í gær. Á fundi Markúsar Arnar Ant- onssonar útvarpsstjóra, Jóns Gunn- ars Grjetarssonar, formanns Félags fréttamanna, og Brodda Broddason- ar fréttamanns, voru reifuð sjónar- mið fréttamanna annars vegar og út- varpsstjóra hins vegar. „Við ræddum málin ítarlega og ég er hvorki sáttur né ósáttur,“ sagði Jón Gunnar við Morgunblaðið að loknum klukkustundarlöngum fund- inum. „Markús Örn gerði grein fyrir sínu sjónarmiði og að ákvörðun sín hefði verið byggð á ráðleggingum út- varpsráðs. Við erum ekki sáttir við það en á hinn bóginn er ég sáttur við að hafa getað rætt málið við útvarps- stjóra. Í mínum huga er málið ekki leyst. Það er í ákveðinni biðstöðu, forstöðumaður fréttasviðs er í út- löndum og Markús er að fara til út- landa. Við vonumst ennþá til þess að bæði Markús og Auðun Georg Ólafs- son endurskoði afstöðu sína.“ Jón Gunnar segist hafa spurt út- varpsstjóra beint út hvort hann myndi endurskoða ákvörðun sína. „Hann svaraði okkur ekki alveg beint með það. Hann sagðist hafa tekið ákvörðun á ákveðnum forsend- um og að óbreyttu stæði hún.“ Morgunblaðið náði ekki tali af út- varpsstjóra í gær. Lýsa enn vantrausti Morgunblaðið/RAX Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri ásamt fulltrúum Félags fréttamanna, Jóni Gunnari Grjetarssyni og Brodda Broddasyni, við upphaf fundarins. Getur átt eðli- legt samstarf við starfsfólk MARKÚS Örn Ant- onsson útvarpsstjóri sagðist í Kastljósi sjónvarpsins í gær- kvöldi alveg geta átt eðlilegt samstarf við starfsfólk Ríkis- útvarpsins, þrátt fyrir kröfur mikils meirihluta starfsfólks um að ráðningin yrði dregin til baka. „Ég get alveg haft samband hér við fólk og unnið áfram að marg- víslegum framfaramálum, bæði starfshópanna hér í húsinu og Rík- isútvarpsins í heild sinni. Ég vænti þess að eiga þátt í undirbúningi þeirra breytinga sem nú eru fram- undan með þessu nýja formi á Rík- isútvarpinu og þeirri aðlögun sem þarf að eiga sér stað að þeim nýju tímum sem í hönd fara og ég ætla bara að vera mjög virkur í því starfi,“ sagði Markús. SAMKEPPNISRÁÐ hefur fallist á kaup Símans á eignarhaldsfélaginu Fjörni frá því síðasta haust að gefn- um ákveðnum skilyrðum. Fjörnir á 26,2% hlut í Skjá 1 og jafnframt fé- lagið Íslenzkt sjónvarp sem á út- sendingarréttinn á ensku knatt- spyrnunni hér á landi. Samkvæmt öruggum heimildum Morgunblaðsins var stjórnendum Símans kynnt niðurstaða samkeppn- isráðs á föstudaginn en ekki fæst upplýst hver skilyrðin eru eða hvort Síminn telur þau aðgengileg eða ekki. Það tengist aftur því að Sam- keppnisráð hefur enn til skoðunar kaup OgVodafone á dótturfélögum Norðurljósa en í báðum tilvikum er um að ræða viðskipti milli fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækja. Samkeppnisráð hefur frest til 20. apríl til að komast að niðurstöðu í máli OgVodafone. Enginn fundur hefur enn verið dagsettur hjá Sam- keppnisráði vegna máls OgVodafone og því er ekki vitað hvenær von er á niðurstöðu ráðsins. Fallist á kaup Símans á Skjá 1 Lausir úr gæsluvarðhaldi PILTUNUM tveimur sem voru á föstudag úrskurðaðir í gæsluvarð- hald vegna fjölda innbrota á Sel- tjarnarnesi og víðar var sleppt úr haldi í gær. Mál piltanna, sem eru 15 ára gamlir, eru enn í rannsókn. Að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hef- ur lögregla yfirheyrt nokkra pilta til viðbótar vegna gruns um að þeir eigi aðild að innbrotunum. Sá yngsti sem var yfirheyrður er aðeins 13 ára. Aukin geðlæknisþjón- usta á Litla-Hrauni AUKIÐ verður við geðlæknisþjón- ustu á Litla-Hrauni innan tíðar með því að auka fjárframlög til Heilbrigð- isþjónustu Suðurlands og réttargeð- deildarinnar að Sogni, að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra. Nú er geðlæknir í 20% starfi hjá fangelsinu en staðan verður aukin í a.m.k. 50–70%, að sögn ráðherrans. Jafnframt verður geðheilbrigðis- þjónusta aukin í fangelsunum á Kvíabryggju og Akureyri. Jón sagði að fjármagn til þessa hefði verið tryggt með fjárlögum. Enn væri eftir að auglýsa eftir starfsfólki til að sinna þessum störf- um en það yrði gert sem fyrst. Tölu- vert hefur verið rætt um nauðsyn þess að auka geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum og Fangelsismálastofn- un mjög hvatt til þess. Aðspurður hvort nóg væri að gert með þessum breytingum sagði Jón Kristjánsson að þetta væri verulega til bóta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.