Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 35 MINNINGAR ✝ Guðbjörg ÓlafíaJóhannesdóttir fæddist í Kleifakoti í Reykjarfjarðar- hreppi við Ísafjarð- ardjúp 14. maí 1923. Hún lést á Sjúkra- húsinu á Egilsstöð- um 8. mars síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Stein- unn Sigurðardóttir og Jóhannes Bj. Jó- hannesson. Systkini Guðbjargar eru Steinunn, f. 21.9. 1924; Jóhannes Gunnar og Einar Kristján fæddir 23. mars 1927, Einar er látinn; drengur sem dó í fæðingu 20.1. 1931 og Sigurður Bjarni, f. 18.4. 1933. Guðbjörg giftist Sigurði Gutt- ormssyni frá Hleinargarði 27. janúar 1952. Foreldrar hans voru Guttormur E. Sigurðsson og Guðný Sigurborg Sigurðar- dóttir. Dætur Guðbjargar og Sigurðar eru: 1) Steinunn, f. 6. ágúst 1952, d. 8. febrúar 1991, maki Gunnlaugur Ólafs- son. Steinunn átti tvö börn og þrjú barnabörn. 2) Guðný Sigurborg, f. 17. september 1953, maki Unnar Heimir Sigursteinsson. Börn þeirra eru fimm, eitt lést skömmu eftir fæð- ingu, barnabörn tvö. 3) Guðbjörg Sigríður, f. 2. des- ember 1955. Hún á eitt barn. 4) Ingibjörg Helga, f. 18. nóvember 1959, maki Hörður Antonsson. Þau eiga þrjú börn. 5) Svandís Malen, f. 12. maí 1963, maki Hólmar Egilsson, þau eru skilin. Þau eiga fjögur börn. 6) Hulda Rós, f. 15. apríl 1965, maki: Magnús Ási Ástráðsson. Þau eiga þrjá syni. Útför Guðbjargar fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. „Kallið er komið, komin er nú stundin,“ þannig er upphaf sálms V. Briem. Móðir mín elskuleg, tengda- móðir og amma hefur nú kvatt okkur í jarðnesku lífi. Við sem héldum að við fengjum að hafa hana svo miklu leng- ur hjá okkur. Nei, hún var tekin frá okkur af sjúkdómnum sem svo marg- an fellir. Hún þekkti sínar stelpur og sitt fólk. Bar þrautir sínar í hljóði í lengstu lög, til að hlífa sínum nán- ustu. Þótt ég viti að mamma vilji ekki upptalningu á því sem hún gerði á lífsleið sinni langar mig að skrifa nokkur orð í minningu hennar, með óendanlegu þakklæti fyrir allt sem hún kenndi okkur, taka eftir, njóta og meta í lífinu. Mamma var mikill náttúruunn- andi, naut þess að fylgjast með vorinu koma, gróðrinum og fuglunum. Hve- nær og hvar þrestirnir byggðu sér hreiður í garðinum í Hleinargarði og hvenær máríuerlan verpti í gluggan- um í fjósinu. Horfa á lóurnar norðan við bæinn í ormaleit og fylgjast með bruminu á trjánum springa út. Einnig hafði hún gaman af ungvið- inu á vorin, ekki voru það fá lömbin sem hún hjálpaði í heiminn og gaf með því líf. Hún var alla tíð dugnaðarforkur, gat helst ekki setið auðum höndum nokkra stund. Allar hannyrðir lágu auðveldlega fyrir mömmu og alveg með ólíkindum hvað hún var fljót að klára hvert stykki. Það var varla kominn hnykill í hendurnar á henni þegar tilbúinn var vettlingur eða sokkur. Matargerð og bakstur lágu vel fyr- ir mömmu, fór sjaldnast eftir upp- skriftum, tilfinningin réð heldur. Þegar við systur vorum yngri saumaði mamma nánast allt á okkur, lengi vel á gömlu handsnúnu sauma- vélina. Ef hún átti efnisbút mátti allt- af gera eitthvað fallegt úr honum. Mamma var ekki endilega með grín á vörum alla daga en hafði þó mjög gaman af léttleika í kringum sig, t.d. þegar við héldum „ball“ á eldhúsgólf- inu eða í ganginum í sveitinni, syst- urnar og pabbi að dansa og músíkin ansi há. Hún hafði mjög gaman af fallegri tónlist og var mjög lagviss. Þekkti mikið af lögum og var oftar en ekki með höfundinn á hreinu. Hún las mik- ið, hafði gaman af ljóðum, kunni mörg utanbókar frá barnaæsku sinni. Það var mömmu auðvitað mjög þungbært þegar Steina systir veiktist og lést. Annað stóra áfallið í lífi henn- ar var fráfall pabba. Það var henni mjög erfitt. Þau sem voru farin að ferðast á hverju sumri eftir að bú- skapurinn var orðinn lítill í seinni tíð. Þessi ferðalög gáfu þeim báðum mik- ið, ekki síst ferðir þeirra á Vestfirð- ina, á æskuslóðir mömmu. Þegar börnin mín voru yngri fóru þau stundum austur til ömmu og afa í sveitina í sauðburðinn og er ég for- eldrum mínum óendalegar þakklát fyrir að lofa þeim að vera hjá sér í góðu yfirlæti, umvafin ást og hlýju, nema fróðleik um lífið í sveitinni og margt, margt. Það eina sem hefur verið fastur liður í sumarfríi hjá mér var að komast austur til foreldra minna, eftir fráfall pabba, til mömmu. Nú þegar hún er skyndilega fallin frá, flýgur í gegnum hugann: Hef ég eitt- hvað við sumarfrí að gera? Skynsemi og raunsæi mömmu var mikið og mér finnst ég heyra hana segja: Þið verðið að halda áfram. Þótt þessi orð hljómi ímynduð í höfðinu á mér ætla ég að halda mig við þau og vona að systrum mínum og öllum okkar nánustu ásvinum takist það, með söknuðinn sára en minningarnar góðu í veganesti. Það eru óteljandi hlutir og stundir sem hægt er að telja upp en ég held að móður minni þyki nóg um og læt ég því staðar numið. Allt hitt geym- um við í hugum okkar og hjörtum, dýrmætu minningarnar. Hafðu endalausa þökk fyrir allt og að vera yndisleg móðir, tengdamóðir og amma. Guð geymi þig. Ingibjörg Helga, Hörður, Eyrún Huld, Sigurður Helgi og Eva Hlín. Elsku amma, nú þegar þú ert farin hvarflar hugurinn til baka í eldhúsið í Hleinargarði. Þar sem við sátum oft maulandi haframjölsköku með sveitamjólk í glasi við undirleik veð- urfréttanna. Einnig höfum við öll hallað höfði okkar á svæfil sem þú hafðir saumað handa okkur. Þetta eru ljúfar minningar sem við geym- um í hjarta okkar nú þegar við kveðj- um þig. Elsku amma, að lokum langar okk- ur til að minnast þín með þessu litla ljóði: Hví drúpir laufið á grænni grein? Hví grætur lindin og stynur hljótt? Hví glampa daggir á gráum stein, sem grúfir yfir dalnum þögul nótt? Ég veit hvað þú grætur, litla lind: og langt er síðan hún hvarf þér frá; hún skoðar ei framar fallega mynd í fleti þínum með augun blá, í fleti þínum með augun blá. (Hulda.) Blessuð sé minning þín. Ída Björg, Unnar Geir, Hildur Evlalía og Aðalheiður Björt. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Nú þegar ég þarf að kveðja ömmu mína allt of fljótt koma margar minn- ingar upp í hugann. Sem dæmi má nefna að eftir að afi féll frá og amma flutti til Egilsstaða, var alltaf fastur punktur á sumrin að fara austur og vera í sveitinni með ömmu í smá tíma, þar sem hún hafði svo gaman af því að fylgjast með fuglunum í garðinum og blómunum sínum. Sjaldnast sat amma auðum hönd- um enda ófáir vettlingar og ullar- sokkar sem hún prjónaði á okkur ömmubörnin, fyrir utan alla aðra handavinnu. Nú á ég aldrei eftir að fara með ömmu út í sveit. Hvíl í friði, elsku amma. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Gunnar. Elsku amma. Það munu líða dagar, vikur og jafnvel mánuðir þangað til við skiljum að þú kemur ekki aftur. Að við skiljum að núna eru minning- arnar um þig allt sem við eigum eftir. En allar þessar góðu minningar sem við eigum um þig, þær mun aldrei neinn geta tekið frá okkur og þeim munum við aldrei gleyma. Við bjuggum í sama húsi og amma í fimm yndisleg ár og var þá svo gott að geta hlaupið yfir til ömmu er eitt- hvað bjátaði á, kalla á hana í mat eða sýna henni nýju fötin sem var verið að kaupa eða nýju klippinguna. Alltaf kíktum við einnig í ömmukot ef kalt var úti, því að hún amma átti vett- linga og ullarsokka í tugatali og alltaf gat maður fundið sér hlýja, fallega vettlinga og ullarsokka, meira að segja í sínum uppáhaldslit. Einnig var svo gaman að færa þér ís eða súkkulaðirúsínur á kvöldin því alltaf fékk maður koss fyrir. Við vitum að núna er hún amma okkar í góðum höndum, þar sem hún er með afa, Steinu, Skjónu og Leó uppi á himninum. Þar hafa þau stofn- að nýjan sveitabæ, Hleinargarð 2, þar sem þau munu bíða eftir okkur með opinn faðminn, alveg eins og þau gerðu alltaf. Guð blessi þig, elsku amma, og takk fyrir að hafa alltaf verið til stað- ar fyrir okkur. Þú munt alltaf lifa í hjarta okkar. Þín ömmuskott, Sigurbjörg, Bjarni, Steinar og Guttormur. Okkur langar með fáeinum orðum að minnast þín, elsku amma. Þú varst fyrir okkur einstök kona, með þinni hógværu og ljúfu framkomu hafðir þú einstakt lag á okkur strákunum. Bár- um við ómælda virðingu og traust til þín. Þú varst mjög víðsýn kona og varst opin fyrir því sem við höfðum fyrir stafni. Alltaf fylgdist þú með okkur bæði í leik og starfi. Höfðum við gaman af því að koma í heimsókn til þín og segja þér frá því sem við vorum að brasa í það og það skiptið. Ávallt var gott að koma til þín hvort heldur sem var í sveitina eða eftir að þú fluttir til Egilsstaða. Oft fórum við til þín með skólabækur jafnt til að æfa lestur eða afla okkur þekkingar. Fylgdu þá margar góðar sögur um æsku þína, árin fyrir vestan, og eftir að þú fluttir til afa í Hleinargarð. Minningin um afa og ömmu í sveitinni mun ávallt eiga stóran sess í huga okkar og aldrei gleymast. Elsku amma við trúum að þú sért komin til afa og Steinu frænku. Guð geymi þig okkar, ástkæra amma. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Óttar Steinn, Ástráður Ási og Sigurður Óli. Allt á sinni tíma, það á við um okk- ur mannfólkið eins og allt annað. En alltaf er það jafnsárt þegar náin skyldmenni falla frá. Guðbjörg Jóhannesdóttir, föður- systir okkar, hefur kvatt í hinsta sinn. Við minnumst hennar með miklum söknuði, en jafnframt gleði yfir frá- bærum minningum sem við eigum frá samverustundum okkar, ekki síst í sveitinni, að Hleinargarði í Eiða- þinghá. Það voru forréttindi okkar bræðra að geta sótt Guðbjörgu frænku heim og fjölskyldu hennar á ferðalögum með foreldrum okkar, eða dvalið hjá þeim um tíma ef svo bar við. Þar höfð- um við tækifæri til að komast í náin tengsl við náttúruna, fylgjast með bú- störfum, taka þátt í heyskap, fara í veiðiferðir eða leika okkur. Kvöldstundirnar í Hleinargarði lifa í minningunni. Þá voru sagðar sögur af fólki og af atburðum, þannig að allt var ljóslifandi í hugum okkar. Eða þá þegar Sigurður heitinn hóf upp raust sína og söng fyrir hópinn með ógleymanlegum hætti. Aldrei urðum við varir við að það skorti eitthvað á heimili þeirra hjóna, kærleikur og hlýja einkenndi alla þeirra framkomu og sem þau gáfu ríkulega af sér. Við viljum votta okkar dýpstu sam- úð systrunum í Hleinargarði, Sigur- borgu, Guðbjörgu, Ingibjörgu, Svan- dísi Malen og Huldu Rós, um leið og við minnumst Steinunnar heitinnar, elstu systur þeirra. Jafnframt hugsum við til þess stóra hóps barnabarna og barna- barnabarna, sem áttu svo stóran sess í lífi Guðbjargar og Sigurðar heitins. Megi Guð vera með ykkur öllum. Einar Gunnar og Sigurður Geir. GUÐBJÖRG ÓLAFÍA JÓHANNESDÓTTIR Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Einarsson Sverrir Olsen Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Komum heim til aðstandenda ef óskað er REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Elskulegur eiginmaður minn, HJALTI ÞÓRÐARSON frá Reykjum á Skeiðum, Engjavegi 43, Selfossi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum laugardaginn 12. mars. Fyrir hönd vandamanna, Ingibjörg Jónsdóttir. Elskuleg móðir mín og tengdamóðir, RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR GOLDSTEIN frá Flatey á Breiðafirði, andaðist á heimili sínu, Melrose, Massa- chusetts, Bandaríkjunum, fimmtudaginn 10. mars. Útförin fer fram þriðjudaginn 15. mars. Erik Daníel Goldstein og Melanie Hall.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.