Morgunblaðið - 15.03.2005, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 15.03.2005, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 23 MENNING EFTIR að hafa misst foreldra sína í eldsvoða í fyrsta kafla fyrstu bók- ar halda raunir Baudelaire systk- inanna áfram í bókaflokknum Úr bálki hrak- falla. Nú er þriðja bókin eftir Lemony Snicket komin út í ís- lenskri þýðingu og að vanda var- ar höfundur les- endur sína við eymdinni sem saga munaðarleys- ingjanna er og ræður þeim frá því að kynna sér þá sögu nánar. „Ef þið hafið áhuga á því að lesa sögu sem er full af stórskemmtilegum og spennandi stundum tekur það mig sárt að segja ykkur að þið er- uð alveg ábyggilega að lesa ranga bók, því að Baudelaire-börnin eiga afskaplega fáar skemmtistundir á drungalegri og ömurlegri ævi sinni,“ fullyrðir Snicket. „Þannig að ef þið viljið ekki lesa sögu af sút og sorg, þá er þetta ykkar allra síðasta tækifæri til að leggja bókina frá ykkur“ (bls. 10). Óskir höfundar virðast hins vegar ítrek- að virtar að vettugi því bækurnar njóta æ meiri vinsælda og fyrir skemmstu var frumsýnd í bíó- húsum um allt land kvikmynd sem byggð er á fyrstu þremur bókum bálksins. Í Stóra glugganum flakka Baudelaire systkinin enn á milli forráðamanna og eru þau nú send til Jósefínu frænku sinnar. Þau una sér hins vegar illa á heimili hennar. Frænkan er alls ekki fær um að hugsa um börnin því hún er lífshrædd fram úr hófi. Það má ekki kynda heimili hennar því hún er hrædd við ofna, hún óttast dyramottuna því um hana er hægt að detta og sófann því hann getur oltið um koll. Símann má ekki nota og hurðarhúna má ekki snerta. Börnin fá aðeins kalda agúrkusúpu í matinn því Jósefína hræðist einn- ig eldavélina. Í bókum Snicket er eitt víst; ef ástandið er vont mun það svo sannarlega versna. Ólafur greifi, frændi þeirra, sem ásælist auðæfi systkinanna er ekki lengi að hafa uppi á þeim með ný belli- brögð í farteskinu. Þriðja bók Lemony Snicket er enginn eftirbátur fyrirrennara sinna hvað varðar drunga og vol- æði. Aðalsmerki Snicket, mein- fyndnin, tryggir þó að þau tár sem falla við lestur bókarinnar eru gleðitár sem fylgja hlátrasköllum fremur en harmiþrungin tár með- aumkvunar felld Baudelaire börn- unum til handa. Þótt efnistök bók- arinnar séu langt frá því að vera sérstakt aðhlátursefni er yfir- bragðið allt gráglettið. Bálkurinn um Baudelaire börnin er háðsk stæling á gotneskum skáldsögum 19. aldar. Sögumaður skýtur at- hugasemdum sínum ákaft inn í textann. Prédikandi tóni miðlar hann mórölskum boðskap og gagn- legum uppeldisgildum til lesenda sinna. Innskot hans má einnig lesa sem einhvers konar skopstælingu og háð, jafnvel ádeilu á almennan siðaboðskap. Einu sinni sem oftar eru Baudelaire systkinin í mikilli hættu og grípa þau til þess ráðs að stela seglbáti. „Það er auðvitað glæpur að stela og afskaplega mik- il ókurteisi,“ skýtur sögumaður inn í. „En eins og með flesta ókurteisi er hún afsakanleg við sérstakar aðstæður. Þjófnaður er ekki afsak- anlegur ef þið mynduð til dæmis ákveða að eitthvert málverk myndi líta betur út á veggnum heima hjá ykkur og einfaldlega taka myndina með ykkur heim. En ef þið væruð mjög, mjög hungruð og gætuð ekki eignast peninga með nokkru móti, þá gæti verið afsakanlegt að taka málverkið heim og borða það“ (bls. 138). Bækurnar Úr bálki hrakfalla eru þó ekki aðeins harmsaga Baude- laire munaðarleysingjanna. Með Lemony Snicket hefur orðið til skáldsagnapersóna jafnáhugaverð og ólánsöm og systkinin sem hann kveðst skrifa um. Nafnið er ekki einungis dulnefni höfundarins, Daniels Handler. Persóna Snicket á sér líf jafnt í bókum bálksins sem fyrir utan þær, svo sem í við- tölum og í eigin sjálfsævisögu. Í hverri bók hrakfallabálksins má finna á víð og dreif vísbendingar um líf hins dularfulla Snicket sem hylur andlit sitt á ljósmyndum, syrgir Beatrice sína (en henni eru bækurnar iðulega tileinkaðar) og telur það skyldu sína að skrá niður sögu Baudelaire systkinanna. Í Stóra glugganum segir hann farir sínar ekki sléttar. „Ég hef séð ótrúlegustu hluti á langri og erfiðri ævi minni. Ég hef séð marga ganga gerða úr hauskúpum manna einum saman. Ég hef séð eldfjall gjósa og senda fljótandi hraun- breiðu í áttina að litlu þorpi. Ég hef séð konu sem ég ann tekna upp af risastórum erni sem flaug með hana efst upp í klettahreiður sitt“ (bls. 129). Að svo komnu virð- ist ólíklegt að hamingjurík endalok bíði Baudelaire barnanna eða Snicket. Enn getur þó allt gerst því bækurnar í bálkinum eiga víst að verða þrettán talsins, aðdáend- um eflaust til mikillar ánægju. Vont og það versnar BÆKUR Börn Lemony Snicket. Helga Soffía Ein- arsdóttir þýddi. Mál og menning 2005 Stóri glugginn Sif Sigmarsdóttir w w w . o p t i c a l s t u d i o . i s Nýjar Acuvue linsur frá AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.