Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SJÁLFKJÖRIÐ er í stjórn SÍF hf. í stjórn- arkjöri á aðalfundi fé- lagsins, sem fram fer föstudaginn 18. mars næstkomandi, en fram- boðsfrestur til stjórnar rann út 13. mars. Fyrir aðalfundinum liggur tillaga um fækk- un stjórnarmanna úr sjö í fimm. Þau fimm sem gefa kost á sér til stjórnarsetu eru: Ólaf- ur Ólafsson, núverandi stjórnarformaður, Að- alsteinn Ingólfsson stjórnarmaður, Guð- mundur Hjaltason stjórnarmaður, Hart- mut M. Krämer, stjórn- armaður Kingfisher plc, Toupargel SA og Herlitz AG, og Nadine Deswasiere, framkvæmdastjóri hjá Nestlé í Frakklandi. Í framboði til varamanns er Guðmund- ur Ásgeirsson stjórnarmaður. Sjálfkjörið í stjórn SÍF Nadine Deswasiere Hartmut M. Krämer SAMNINGUR um endurfjármögn- un fyrirtækisins Norðurskeljar ehf. í Hrísey hefur verið undirritaður, en fyrirtækið hefur á undanförnum árum unnið að uppbyggingu rækt- unar á bláskel í Eyjafirði. Stefnt er að því að byggja upp 800 tonna ræktun á bláskel á ári, innan þriggja ára, en félagið hefur ræktunar- og starfsleyfi á þremur stöðum í Eyjafirði, Hrísey, við Dagverðareyri og Rauðuvík. Nú er Norðurskel með um 50 kílómetra af lifrusöfnurum í sjó, en samning- urinn sem undirritaður var í gær gerir ráð fyrir að næstu þrjú árin verði settir út um 100 kílómetrar af lifrusöfnurum. Frumkvöðlar í Norðurskel, Víðir Björnsson, Steinþór Guðmundsson, Haraldur Ingi Haraldsson, Þórar- inn Þórarinsson, Guðni Björn Gunnlaugsson og Erlendur Steinar Friðriksson eiga eftir endurfjár- mögnun fyrirtækisins um 25% hlut. Eignarhaldsfélagið Samvinnu- tryggingar, Kaupfélag Eyfirðinga og Tækifæri hf. eiga hvort félag 20% hlut og þá eiga Akureyrarbær, Sæplast og Byggðastofnun sameig- inlega 15%. Norðurskel hóf ræktun á bláskel í Eyjafirði árið 2000 og kom fram í máli Halldórs Jóhannssonar hjá KEA að frumkvöðlar hefðu fjárfest í grunnþekkingu og búnaði, „en nú er kominn tími til að hefja stórfellda framleiðslu“. Innan fyrirtækisins er mikil vitneskja um ræktunarskil- yrði, hvað beri að varast og hverjir helstu styrkleikar svæðisins eru. „Nú hefst nýr kafli í sögu félags- ins, við höfum á síðastliðnum fjórum árum sýnt fram á að það er hægt að stunda þennan atvinnuveg hér í Eyjafirði og varan líkar vel,“ sagði Víðir Björnsson, einn frumkvöðl- anna. „Næsta skref er svo að gera fyrirtækið arðbært og þessi endur- fjármögnun gerir okkur það kleift.“ Haraldur Ingi Haraldsson, stjórn- arformaður Norðurskeljar, sagði törnina hafa verið langa og stranga, margir tekið þátt og lagt fram gríð- arlega vinnu svo takast mætti að bjarga fyrirtækinu. Axel Gíslason hjá Eignarhaldsfélaginu Samvinnu- tryggingum kvaðst hafa fylgst með uppbyggingu fyrirtækisins og hrif- ist af bjartsýni og djörfung frum- kvöðlanna. Hann teldi nú að með nýju fé og raunhæfri áætlun um uppbyggingu ætti allt að geta geng- ið að óskum. Aðstæður til ræktunar á bláskel væru ekki síðri í Eyjafirði en víða annars staðar í heiminum, en stóra verkefnið væri að fram- leiða gæðavöru á góðu verði. Bláskel frá Norðurskel hefur ver- ið á boðstólum á nokkrum veitinga- húsum hér á landi og þótt prýðis- góð. Stefnt að 800 tonna ræktun Morgunblaðið/Kristján Bláskel Frá undirritun samningsins um fjármögnunina. ÚR VERINU ENDURSKOÐUN stjórnarskrár Ís- lands beinist einkum og sér í lagi að þeim köflum hennar sem staðið hafa svo til óbreyttir í áranna rás, þ.e. fyrsti, annar og fimmti kafli hennar. Aðrir kaflar stjórnarskrárinnar hafa tekið verulegum breytingum. Eiríkur Tómasson, prófessor við HÍ og formaður sérfræðinganefndar forsætisráðuneytisins um endurskoð- un stjórnarskrárinnar, var einn frum- mælenda á nýlegri ráðstefnu fé- lagsvísinda- og lagadeildar Há- skólans á Akureyri, en þar fjallaði hann um endurskoðun á stjórnar- skránni frá sjónarhóli fræðimanns. Forsætisráðherra skipaði 9 manna nefnd í janúar síðastliðnum til að end- urskoða stjórnarskrána og einnig fjögurra manna sérfræðinganefnd sem ætlað er að starfa náið með þeirri fyrrnefndu. Í ávarpi Jóns Kristjánssonar, for- manns endurskoðunarnefndarinnar, kom fram að starf nefndarinnar væri komið á fulla ferð, en tilgangur henn- ar væri að koma fram með tillögur um breytingar á stjórnarskránni sem hentuðu í opnu lýðræðissamfélagi. Mikilvægt væri að breytingarnar endurspegluðu þjóðarviljann og því myndi nefndin starfa fyrir opnum tjöldum og kalla eftir sem mestri þátttöku almennings m.a. með því að efna til funda og halda ráðstefnur. Eiríkur Tómasson sagðist á ráð- stefnunni tala í eigin nafni en ekki þeirrar nefndar sem hann er formað- ur fyrir. Hann fór yfir þróun mála frá því Kristján 9. konungur Dana færði Íslendingum fyrstu stjórnarskrána árið 1874 og bar einnig saman lýð- veldisstjórnarskrána frá 1944 og nú- verandi stjórnarskrá. Fram kom í máli hans að fimmti kafli stjórnar- skrárinnar, um dómstóla hefði tekið hvað minnstum breytingum og væri að stofni til sá sami og í fyrstu stjórn- arskránni. Þá hefðu litlar breytingar verið gerðar á öðrum kafla, sem fjallar um forseta Íslands, ráðherra og handhafa forsetavalds. Sagði hann mörg ákvæði stjórnar- skrárinnar eiga rætur að rekja til þess tíma þegar konungur ríkti yfir landinu og væru efni þeirra og orða- lag alls ekki lengur í takt við tímann. Þannig mætti til að mynda ætla af lestri annars kafla hennar að forseti landsins væri miklum mun valda- meiri en hann í raun væri. Æskilegt væri að breyta orðalagi og færa það til nútímans. „Það er líka hætta á því að þegar orðalag stjórnarskrárinnar gengur þvert gegn því hvernig hún er skýrð, hvað þá framkvæmd, að árekstrar kunni að verða,“ sagði Ei- ríkur. Meginhlutverk stjórnarskrárinnar væri að mæla fyrir um samskipti æðstu handhafa ríkisvaldsins og hvernig staðið skuli að mikilvægum ákvörðunum að þeirra hálfu. Að þessu leyti þjónuðu reglur stjórnar- skrárinnar sama hlutverki og leik- reglur t.d. um mannganginn í skák. „Ef þessar reglur eru ekki nægi- lega skýrar og þeir sem hlut eiga að máli eru ekki sammála um hvernig þær ber að skýra er voðinn vís,“ sagði Eiríkur. Leikreglur séu skýrar Því væri mikilvægt að leikreglurn- ar væru skýrar og menn vissu hverj- ar þær væru til að koma í veg fyrir árekstra og að leikurinn leystist upp í slagsmál. Næðist ekki að höggva á hnút sem myndaðist við að ágreining- ur komi upp um hverjar leikreglurn- ar eru, þá geti komið upp alvarleg sjálfhelda við stjórn landsins. Það ástand sem kallað hefur verið stjórnskipunarkreppa var að mati Ei- ríks yfirvofandi á síðastliðnu ári vegna þess djúpstæða ágreinings sem myndaðist um hvernig skýra bæri ákvæði 26. greinar stjórnar- skrárinnar um synjunarvald forset- ans. „Að mínum dómi er brýn nauðsyn í þeirri vinnu sem nú er að hefjast við endurskoðun stjórnarskrárinnar að höggva á þennan hnút með því að orða þetta ákvæði skýrar en nú er gert, nema gengið verði svo langt að afnema þetta vald forsetans.“ Hvað varðar atriði sem til greina koma við endurskoðun stjórnarskrár- innar nefndi Eiríkur m.a. að eflaust yrði rætt ítarlega um kosti þess og galla að gefa kjósendum kost á aðhafa bein áhrif á mikilvægar pólitískar ákvarðanir með því að greiða um þær atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Gert væri ráð fyrir slíkum atkvæða- greiðslum í núgildandi stjórnarskrá í vissum tilvikum, m.a. ef forseti neitar að staðfesta lagafrumvarp sem Al- þingi hefur samþykkt. „Þetta verður eflaust rætt ítarlega, m.a. hvort rétt sé að taka upp ákvæði þess efnis að tiltekin fjöldi kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu í einstökum málum.“ Sagði Eiríkur að í því sambandi kæmi til greina að skoða hvort slíkt ákvæði ætti að koma í stað málskots- réttar forsetans eða hvort slíkt ákvæði yrði tekið upp til viðbótar þeim málskotsrétti. Þá nefndi Eiríkur að eðlilegt væri að taka til skoðunar hlutverk og stöðu forseta Íslands, m.a. tilhögun forsetakjörs. Eins stöðu ráðherra og annarra framkvæmda- valdshafa gagnvart Alþingi og stöðu dómstóla gagnvart öðrum handhöf- um ríkisvalds. Þannig nefndi Eiríkur að engin bein fyrirmæli væri að finna í stjórnarskrá um Hæstarétt. Að hans mati er ástæða til að skoða hvort rétt sé að mæla þar fyrir um t.d. fjölda dómara og aðferð við skipan þeirra með það að markmiði að treysta sjálf- stæði réttarins gagnvart handhöfum löggjafar- og framkvæmdavalds. Rætt um endurskoðun stjórnarskrárinnar á ráðstefnu HA Voðinn vís ef reglur eru ekki nægilega skýrar Morgunblaðið/Kristján Háskólinn á Akureyri stóð fyrir ráðstefnu um stjórnarskrána. Andvökunætur á morgun Um 70% þriggja ára barna hafa fengið eyrnabólgu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.