Morgunblaðið - 15.03.2005, Page 48

Morgunblaðið - 15.03.2005, Page 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ Besta mynd ársins Besti Leikstjóri - Clint Eastwood Besta Leikkona - Hillary Swank Besti Leikari í aukahlutverki - Morgan Freeman Kvikmyndir.isDV H.J. Mbl. Tilnefnd til 3 Óskarsverðlauna Óperudraugurinn Heimsins stærsti söngleikur birtist nú á hvíta tjaldinu í fyrsta sinn! Mynd eftir Joel Schumacher.Byggt á söngleik Andrew Lloyd Webber. Með Íslandsvininum, Gerard Butler (Bjólfskviða), Emmy Rossum (Mystic River) , Miranda Richardson og Minnie Driver Með tónlist eftir Sigur Rós! Bráðfyndin gamanmynd frá Wes Anderson, framleiðenda Royal Tenenbaums með Bill Murray, Owen Wilson, Cate Blanchett og Anjelicu Huston í aðalhlutverkum. i , l i l ill , il , l j li í l l . LIFE AQUATIC KL. 5.30-8-10.30. B.I. 12 PHANTHOM OF THE OPERA KL. 6-9. B.I. 10. LES CHORISTES (KÓRINN) KL. 6-8. MILLION DOLLAR BABY (4 Óskarsv.) KL. 5.30-8-10.30. B.I. 14. THE AVIATOR (5 Óskarsv.) KL. 10. B.I. 12 RAY (2 Óskarsv.) KL. 6-9. B.I. 12 Bráðfyndin gamanmynd frá Wes Anderson, framleiðenda Royal Tenenbaums með Bill Murray, Owen Wilson, Cate Blanchett og Anjelicu Huston í aðalhlutverkum. r fy i y fr r , fr l i y l il rr y, il , t l tt j li t í l l tv r . Með tónlist eftir Sigur Rós! Flott (HOPE með D Byggð hinum Sa l tt ( y i m  M.M. Kvikmyndir.com  Ó.H.T. RÁS 2 in a new comedy by Wes ANDERSON V ið Hildur mæltum okk- ur mót á kaffihúsi í hjarta 101 Reykjavík síðdegis á mánudegi. Sem þýddi gnótt af kjöltutölvum, sígarettureyk, síðu hári og yfirskeggjum. Einhvern veg- in náðum við þó að koma okkur þægi- lega fyrir úti í horni og náðum að skrafa og skeggræða óáreitt, nokkuð sem á þó ábyggilega eftir að breytast á næstum vikum ef að líkum lætur. Íslenska stjörnuleitin fór í gang í fyrsta skipti í fyrrahaust og sló um- svifalaust í gegn. Í þeirri keppni fór hinn „alíslenski“ sjóari Kalli Bjarni með sigur af hólmi. Í þetta sinnið var það hins vegar sjarmerandi og stór- efnileg söngkona úr Vogunum sem stóð ein eftir með hnossið. Hildur segir blaðamanni að hún hafi alið manninn á mölinni frá blautu barnsbeini en býr engu að síð- ur yfir ríkri ævintýraþrá, eins og skráningin í umrædda keppni ber vitni um. Hildi fylgir áreynslulaus sjarmi. Hún er létt í skapi en um leið er greinilegt að hún er orkumikil. Hún er auk þess almennt forvitin og fyrstu mínútur spjallsins fara í dá- ljúft spjall um allt og ekkert. Hildur viðurkennir fljótlega að hún sé farin að nýta hvert tækifæri sem gefst til að tala ekki um Stjörnuleitina en líf hennar hefur snúist um þetta vin- sæla fyrirbæri í nærfellt hálft ár. Hún rekur þannig augun í ljóðabók sem blaðamaður er með uppi á borð- um, nýleg bók eftir múmliðann Örvar Þóreyjarson Smárason, undir nafn- inu Örvar der Alte, og tekur þegar að blaða í henni og spyrjast fyrir um hana. Þeir sem fylgst hafa með Stjörnuleitinni vita að Hildur hóf nám í bókmenntafræði við Háskóla Íslands síðasta haust, nám sem hún hefur nú frestað vegna hins góða gengis í Stjörnuleitinni. Hún rifjar upp, þar sem hún flettir bókinni, að síðasta sumar hafi hún starfað í Dan- mörku og þá hafi hljómsveit Örvars, múm, gjarnan verið í eyrunum þar sem hún renndi sér á hjóli eftir danska flatlendinu. Fyrsta alvöru spurningin er þó fljótlega látin dynja á Hildi. Og hvað annað en: „Áttirðu von á því að sigra?“ Rússíbani … Hildur verður sposk á svip þegar þetta er borið upp. „Ja … ég náði ekki að hugsa lengra en svo að annaðhvort myndi ég vinna … eða ekki.“ Hildur segist í framhaldinu svona rétt nýlent eftir öll lætin en næstu skref hvað feril hennar varðar séu þegar í undirbúningi. Hún treystir sér hins vegar ekki til að tjá sig um þau mál að svo stöddu, sú vinna sé á algeru frumstigi. „Ég er mjög spennt fyrir þeim verkefnum. Þetta verður unnið í samstarfi við Þorvald Bjarna, Einar Bárðar og fleiri. Ég mun þó að sjálf- sögðu taka virkan þátt í þessu … það er nú ég sem er aðalatriðið (hlær stríðnislega). En akkúrat núna er ég bara að ná áttum, slaka aðeins á, lesa blöðin og kynnast venjulega lífinu á nýjan leik.“ Keppnin sjálf er næstum óraun- veruleg í huga Hildar nú, svona stuttu eftir að atinu er lokið. „Mér finnst mjög skrýtið að ég skuli vera búin að sigra í þessari keppni, er alls ekki búin að ná því. Umgjörð þáttarins og vinsældir hans fá mann líka til að klóra sér í hausn- um, þetta er á svo stórum skala, finnst manni. Fyrir manneskju sem hefur litla sem enga reynslu af því að koma fram er það engu líkt að koma fram á svona stóru sviði, fyrir framan alla þessa áhorfendur og að maður tali nú ekki um dómarana.“ Hildur segir keppnina hafa verið ótrúlega skemmtilega. „Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í, hafði verið erlendis þegar hin keppnin var í gangi. Fyrir utan hvað það var rosalegt að fá að standa uppi á sviði og syngja við undirleik atvinnutónlistarmanna, þá var líka frábært að fá að kynnast öllu fólkinu, bæði þá keppendum og þeim sem standa á bak við sjónvarpsþáttinn. Þetta var algjör tilfinningaleg rússíbanareið. Auðvitað varð maður bæði þreyttur og stressaður en ég hlakkaði samt alltaf jafnmikið til að mæta í slaginn á nýjan leik. Þetta var skemmtilega erfitt, mætti segja. Í raun var maður í lokuðum heimi í sex mánuði og það var dálítið undarlegt að verða vitni að því þegar sviðið var tekið niður í Smáralindinni. Þetta var orðið hálfgert heimili.“ Hildur hlær við þegar hún er spurð hvort að hún hafi fundið mun á sér í síðasta þættinum, samanborið við þann fyrsta. „Munurinn var rosalegur. Þetta er mikil reynsla sem maður sankar að sér þarna. Ég var eiginlega orðin heimavön undir restina.“ Gítarleikarinn Hildur lýsir sjálfri sér sem ósköp venjulegri stelpu. Hún gekk í Voga- skóla en þaðan lá leiðin í Mennta- skólann við Sund. Eftir MS fór hún svo í lýðháskóla í Danmörku til að upplifa eitthvað annað en Ísland. „Ég hef aðeins verið í söngnámi og svo tók ég þátt í starfi leiklistar- félagsins í MS síðustu tvö árin mín þar. Ég hef ekkert sungið með hljómsveit, var aðallega að troða upp á karókíkvöldum. Ég og vinkona mín unnum reyndar söngvakeppni fé- lagsmiðstöðva árið 1997 með laginu „Sound of Silence“.“ Eftir smáeftirgrennslan kemur í ljós að það er heilmikil tónlistartaug í Hildi, þó hún flaggi henni lítt. „Ég eignaðist gítar um næstsíð- ustu jól og kann slatta af gripum,“ viðurkennir hún. „Ég ætla svo í píanónám bráðum, en ég lærði smá- vegis á píanó þegar ég var lítil. Ég gæti vel hugsað mér að semja lög en hingað til hef ég þó bara samið ein- hverjar grínvísur fyrir vini og kunn- ingja.“ Hildur er ekki viss um hvort hún hefði reynt að hasla sér völl sem söngvari ef það hefði ekki verið fyrir Stjörnuleitina. „Ég veit ekki hvort ég hefði lagt í það. Þessi keppni er auðvitað ótrú- legt tækifæri. Ég hefði þó líklega haldið áfram söngnámi og tónlist- arnámi en ég efast um að ég hefði farið á fullt í það að ota mér eitthvað áfram. Ætli ég hefði ekki bara verið heima fyrir framan spegil með hár- bursta (hlær).“ Hildur segist að lokum ekki hafa neinar áhyggjur af framhaldinu, hlakki meira til og maður trúir henni fullkomlega, svo létt og örugg er hún í fasi. „Nú er maður kominn með plötu- samning og ég ætla að notfæra mér hann. Ég get nefnilega vel hugsað mér að vinna áfram í söngnum. Þetta er það sem ég hef mest gaman af … þetta er ástríðan mín.“ Tónlist | Hildur Vala Einarsdóttir sigraði í Stjörnuleitinni sem staðið hefur síðasta hálfa árið Morgunblaðið/Sverrir Stjörnuleitinni íslensku lauk á föstudag eftir að hafa staðið yfir í um hálft ár. Stjarnan sem fannst heitir Hildur Vala Einarsdóttir og er 23 ára Reykjavíkurmær. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Hildi um rennireiðina sem nú er loks afstaðin. arnart@mbl.is „Skemmtilega erfitt“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.