Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Með kveðju. Sveinn, sími 695 9808. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Raðhús - Parhús Mér hefur verið falið að leita eftir rað- /parhúsi, helst á einni hæð 110-170 fm. Um er að ræða traustan og fjár- sterkan aðila. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. La gavegur 182 • 105 Rvík • Fax 53 481 • i r idborg.is Gnoðarvogur - Neðri sérhæð 134,1 fm mjög góð neðri sérhæð auk 32,2 fm bílskúrs í fallegu fjórbýli við Gnoðarvog. Hæðin sem er með sérinngangi skiptist í forstofu, hol, gestasnyrtingu, þrjú stór svefnherbergi, bjarta stofu, glæsilegt baðherbergi, eldhús með borðkrók og búri. Suður svalir. Geymsla og þvottahús í kjallara. 5386. V. 28,9 m. LISTASAFNIÐ í Stuttgart í Þýskalandi (Kunstmuseum Stutt- gart) flutti á dögunum búferlum í nýtt og stærra húsnæði á Kleiner Schlossplatz og hefur fyrsta sýn- ingin verið opnuð undir yfirskrift- inni „Komin á leiðarenda – safn- eignin í eigin húsnæði“. Meðal listamanna sem eiga verk á sýn- ingunni er Dieter Roth en í eigu safnsins eru fjölmörg verk eftir hann. Sýningin er, að sögn Evu Kling- enstein kynningarstjóra safnsins, einskonar forleikur að frekara sýningarhaldi á verkum í eigu safnsins en þau eru um fimmtán þúsund talsins. „Kleiner Schloss- platz er hjarta borgarinnar og er viðeigandi rammi utan um lista- safnið. Hið nýja sýnirými telur fimm þúsund fermetra sem þýðir að safnið hefur ærið svigrúm til að færa út kvíarnar,“ segir Eva Klingenstein. Það var markgreifinn Silvio della Valle di Casanova sem lagði hornstein að safninu með því að ánafna því málverkasafn sitt fyrir áttatíu árum. Safnið hét upp- haflega Gallerí Stuttgartborgar en eftir flutninginn nú hefur nafnið Listasafn Stuttgart verið tekið upp. Uppistaðan í safneigninni eru verk eftir 20. aldar listamenn sem margir hverjir tengjast Stuttgart eða Suðvestur-Þýskalandi sterkum böndum. Má þar nefna Otto Dix en ekkert safn í heiminum á fleiri lykilverk eftir hann. Einnig á safn- ið fjölda verka eftir Adolf Hölzel, Willi Baumeister, Fritz Winter, Dieter Krieg, Wolfgang Laib, Joseph Kosuth, Karin Sander og Simone Westerwinter, auk Dieters Roths. Myndlist | Listasafnið í Stuttgart flytur í nýtt húsnæði Á gott safn verka eftir Dieter Roth Verkið Anita Berber eftir Otto Dix. Eitt verka Dieters Roths sem er í eigu safnsins, Stummes Relief frá 1986–88. Hin nýju húsakynni Listasafnsins í Stuttgart. GRENJANDI gluggasólin s.l. laug- arhádegi hlaut að kalla fleiri til úti- vistar í hæfilegri fjarlægð frá mal- bikssvifryki höfuðborgarsvæðisins en fengust til að hlýða á huglæga nútíma rafhljóðlist. Enda kom aðeins um hálft hundrað manns á tölvu- tónleika Hilmars Þórðarsonar; margir það ungir að árum að gruna mætti um nám í eftirsóttri raf- smíðadeild Tón- listarskóla Kópavogs. Á dagskrá voru fjögur verk úr „Synonymus“-röð Hilmars, er sér- kennist af samspili hefðbundins hljóðfæris við tölvustýrð rafhljóð. Í stað tónleikaskrár komu munnlegar en vel heyranlegar kynningar höf- undar. Tónleikarnir mynduðu sam- hverft ABBA form með myndvæddu verkunum fyrst og síðast. Fyrsti Syn- onymusinn, fyrir „Mannslíkama og gagnvirk tölvuhljóð“ (8’; 2004), skar sig að því leyti úr að ekkert hljóðfæri kom við sögu, heldur námu skynjarar hljóðstýrandi líkamshreyfingar höf- undar. Var sá á hvítum samfestingi og leiddi ásamt uppsærandi fettum ýmist hugann að útlægum geimfara, súfískum sjaman eða hljómsveit- arstjóra í djúpri leiðslu. Hljóðheim- urinn mótaðist mest af urgandi sog- hljóðum, burtséð frá stuttum rauluðum miðkafla er minnti á hægan gregorssöng miðalda í hvellu sam- tóna tremólói. Snöggtum tilkomu- meiri var hreyfimyndhliðin, er sýndi þrívíða tölvugrafík af gaddsettum risageimveirum á sísköruðu þyngd- arlausu flæði. Ekki varð ég þó var við áþreifanlegt formsamband milli myndskeiðs og hljóðframvindu frek- ar en í síðasta atriði tónleikanna. Lengsta og músíkalskasta verkið í hefðbundnum skilningi var Synon- ymus fyrir Víólu og Tölvu (16’; 2005) er Þórunn Ósk Marínósdóttir lék bráðfallega og að mestu óáreitt af við- skeyttri raftækni utan mikils eft- irhljóms og lágværra tónalykkja. Verkið var samið undir áhrifum frá hafnarölduhamförunum í Indlands- hafi og birtist áheyrendum sem þrí- þætt sorgarlag á löngum hljóðlátum nótum, með hraðstroknum naum- hyggjuhljómaherplum í miðþætti. Allt í angurværum moll. Synonymus fyrir rafgítar og Tölvu (15’; 2005) byggðist líkt og útþættir víóluverksins á ofurhægu lagferli og lagði, að frátöldum örstuttum mið- spretti, lítið á gítarvirtúósinn góð- kunna. Þetta nýjasta verk dagsins var að sögn ekki fullunnið, og kom það skilmerkilega fram af heldur fálmkenndri framvindu, er dróst enn á langinn sakir lit- og styrkbrigða- leysis. Lokaverkið, „Bitin eyru“ fyrir Trompet og Tölvu (15’; 2003(?)), féll niður á Myrkum músíkdögum í fyrra vegna tæknibilana, en komst nú klakklaust alla leið. Þrátt fyrir afar spunakennt yfirbragð bjó það yfir ákveðnum krassandi sjarma, er ent- ist vel fram á seinni helming. Áki Ás- geirsson stýrði furðuskilvirkt hljóð- ferlinu frá MIDI-tengdum lúðri sínum við flotta tölvugrafík Haralds Karlssonar, og vakti uppákoman greinilega töluverða hrifningu meðal tæknisinnuðustu áheyrenda. Hjá mér vaknaði hins vegar enn sem oftar spurningin hvenær raftónhöfundar okkar ætla að gefa tækniumgjörðinni smá frí – til ágóða fyrir innihaldið. Það myndi örugglega breikka áheyr- endahópinn á svipstundu. Umgjörð fyrir innihald TÓNLIST Salurinn Verk fyrir hljóðfæri og tölvu eftir Hilmar Þórðarson. Kristinn H. Árnason rafgítar, Áki Ásgeirsson trompet, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóla. Tölva: Hilmar Þórð- arson. Sjónlist: Haraldur Karlsson. Hljóð- stjórn: Ríkharður H. Friðriksson. Laug- ardaginn 12. marz kl. 13. Tölvutónleikar Ríkarður Ö. Pálsson Hilmar Þórðarson HALLVEIG Rúnarsdóttir sópran og Árni Heimir Ingólfsson píanó- leikari halda í kvöld kl. 20.30 upp- tökutónleika í Kirkjuhvoli, safn- aðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ. Á efnisskránni verða sönglög eftir Franz Schubert, Edvard Grieg og Kurt Weill. Hallveig og Árni Heimir hafa undanfarin ár verið iðin við tón- leikahald víða um land og hafa fest sig í sessi sem flytjendur ljóðatónlistar. Hafa þau hlotið góða dóma í fjölmiðlum, fyrir flutning sinn, m.a. á Haugtussu Grieg. „Þetta verða blandaðir tónleikar, við ætlum að flytja lög sem við höfum verið að flytja mikið undanfarið og lang- aði til að koma þeim á band,“ segir Hall- veig. „Og af því að það er svo dýrt að kaupa upptökur ákvað ég að hafa þetta svona, því það er miklu betra að syngja fyrir fólk en míkrófóna. Ég hef trú á því að þetta verði góðir tón- leikar, enda sagði Grieg um Haugtussu að þetta væru hans bestu sönglög,“ segir Hallveig. Tónleikarnir í Kirkjuhvoli í Garðabæ í kvöld munu vara í um klukkustund og venjulegt miðaverð er 1.500 krónur en 1.000 krónur fyrir náms- menn og ellilífeyris- þega. Upptökutónleikar í Kirkjuhvoli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.