Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Reynir DavíðÞórðarson fædd- ist í Grindavík 26. mars 1972. Hann lést aðfaranótt laug- ardags 5. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Sigríður Jóna Gísladóttir, f. 29.11. 1954, og Þórður Mattías Sig- urðsson, f. 11.7. 1954. Þau slitu sam- vistum. Maki Sigríð- ar er Þórarinn Heiðmann Guð- mundsson, f. 30.12. 1955. Maki Þórðar er Kristín Sigurjónsdóttir, f. 7.2. 1958. Systkini Reynis sammæðra eru Eva Rakel Þórðardóttir, f. 29.8. 1973; Valur Smári Þórðarson, f. 7.8. 1974; Sindri Heiðmann Þór- arinsson, f. 26.9. 1983. Systkini Reynis samfeðra eru: Róbert Þórðar- son, f. 20.9. 1980; Þórður Mattías Þórðarson, f. 6.3. 1982; Sigurjón Veigar Þórðarson, f. 20.8. 1983; Ragn- ar Freyr Þórðar- son, f. 11.4. 1990; og Sigurður Freyr Þórðarson, f. 11.4. 1990. Reynir hóf sam- búð með Andreu Davidson 1999. Fyrir átti hún Breka Eiríksson, f. 5.2. 1997, d. 13.8. 2001. Eiga þau saman Jan Gunnar Reynisson, f. 15.1. 2000. Þau slitu samvistum. Útför Reynis verður gerð frá Glerárkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku drengurinn okkar, mikið finnum við til. Þú tókst þá ákvörðun að fara frá okkur, en það er eitthvað það erfiðasta sem við höfum gengið í gegnum. Eftir stendur minningin um góðan og fallegan strák sem brosti alltaf að öllu í gegnum lífið og gaf öllum af sér. Þetta eru ekki bara orð heldur minnast allir þín svona. Það má vera að þessi eiginleiki hafi leikið þig grátt og leitt þig í slæman félagsskap og í skuggaver- öld lífsins. Elsku Reynir, þú varst okkur góð- ur sonur og vinur, þú varst bræðrum þínum góður bróðir og alltaf varst þú tilbúinn fyrir þá og stoltur af systk- inahópnum þínum. Það var gaman að fylgjast með þér þegar þú stofnaðir fjölskyldu og eignaðist fallegt heimili með Andreu. Þú gekkst litlum drenghnokka í föð- urstað, honum Breka litla sem hændist mjög að þér enda varst þú honum góður faðir. Áður en langt um leið fæddist svo sonur þinn Jan Gunnar, mikið varst þú stoltur af honum og litlu fjöl- skyldunni þinni. En það skall yfir ykkur reiðarslag, hann Breki litli lést af slysförum, það slokknaði eitthvað í þér þá, Reynir minn. Eftir þetta varst þú mikið með Jan Gunnar og aldrei höfum við séð feðga svo samrýnda eins og ykkur, það er sárt að hann geti ekki fengið að alast upp með þig sér við hlið, en því skul- um við lofa þér, elskan, að það verður hugsað vel um þennan litla augastein þinn. Síðastliðið ár var þér erfitt, þú hrasaðir því miður og lentir í aðstæð- um sem voru þér ofviða enda hafðir þú ekki hæfileika til að lifa í þessum skuggaheimi. Við erum viss um að það hafi lítil hönd læðst í lófa þér þegar þú kvadd- ir okkur og þið Breki gætið vel hvor að öðrum. Hvíl í friði og guð gæti að þér og létti af þér þeim byrðum sem þú þjáðist af. Pabbi og Kristín. Djúpt skarð hefur verið höggvið í sálu mína við fráfall míns ástkæra bróður, besta vinar og fyrirmyndar að mörgu leyti. Ég á margar ynd- islegar minningar um Reyni og aldr- ei sá maður hann öðruvísi en með bros á vör. Hvert sem hann fór var hann hrókur alls fagnaðar og virki- lega naut þess að vera til. Það var alltaf frekar áberandi í fari bróður míns hversu einlægur, góðhjartaður og hjálpsamur hann var í garð ann- arra þótt honum liði ekki sem best sjálfum, og svo kom að því að hann leitaði huggunar í skuggahliðum lífs- ins sem að lokum leiddi til dauða hans. En minning hans lifir í gegnum litla son hans sem er lifandi eftir- mynd pabba síns og er umvafinn ást úr öllum áttum. Ég kveð hér manneskju sem markaði djúp spor í líf mitt sem ég kem alltaf til með að hafa að leið- arljósi svo lengi sem ég lifi. Hvíldu í friði, elsku bróðir. Þórður Matthías Þórðarson. Snemma dags laugardaginn 5. mars bárust mér til eyrna þær hörmulegu fregnir að hann Reynir bróðir minn væri farinn frá okkur. Í huga mér spretta upp ótal minningar um ljúfan dreng sem alltaf vildi gera vel við litla bróður. Minnisstæð er mér alltaf mikil frægðarför sem við fórum til Prag í Tékklandi haustið 2001. Þar skemmtum við okkur sam- an og kynntumst að miklu leyti upp á nýtt eftir dálítið hlé. Alltaf fylltist ég stolti þegar þú dróst mig á milli manna og kynntir mig sem „litla bróður“ sem varð oft valdur að mik- illi kátínu meðal viðstaddra því stærðarmunurinn á okkur var ansi mikill. Einnig kemur sú mynd í huga mér þegar við fórum austur í Grímsnesið með Kristján, Jan Gunnar, Rögnu og Andreu og trölluðum þar í nokkra daga, þú með þinn einstæða hæfi- leika að láta fólki líða vel í kringum þig, sama hverjar aðstæðurnar voru. Svona varst þú í hnotskurn, alltaf brosandi, hlæjandi og góður pabbi. En það var eins og þú týndir ein- hverju af sjálfum þér þegar Breki litli fóstursonur þinn fór frá okkur. Og þú varðst einhvern veginn aldrei samur. Sú tilhneiging þín að vilja stytta þér leið að hlutunum varð til þess að þú fetaðir ansi grýtta leið í lífinu. En nú ertu kominn til hans Breka litla og minning um góðan og ljúfan dreng situr eftir í hjörtum okkar en einnig skarð sem verður aldrei fyllt. Vertu sæll, elsku bróðir. Guð geymi þig. Sigurjón Veigar Þórðarson. Elsku stóri bróðir, ég trúi ekki að þú sért farinn frá mér en nú ertu far- inn á betri stað. Þú munt alltaf lifa í hjarta mínu. Þú varst svo góður maður. Þú vildir alltaf gera það besta fyrir alla. Mér þótti svo vænt um að þú vildir alltaf vernda mig. Við vorum svo góðir vinir. Elsku Reynir minn, ég mun alltaf passa upp á hann Jan Gunnar son þinn. Og, Reynir, ég mun standa mig í fótboltanum. Þú varst svo góður í að styðja mig áfram. Þú varst svo ánægður með okkur Sigga bróður. Við munum gera þig stoltan af okk- ur. Elsku Reynir, farðu vel með þig þarna uppi. Þinn bróðir Ragnar Freyr Þórðarson. Elsku bróðir. Það er hræðilega erfitt að skrifa þessi orð því að ég trúi ekki að þú sért farinn frá mér því ég elskaði þig svo mikið og mun ávallt gera það. Þú áttir alltaf stóran stað í hjarta mínu og mér þótti alltaf mjög mikið vænt um þig og leit mjög mikið upp til þín. Mér fannst líka mjög gaman að horfa með þér á fótbolta og það var líka alltaf mjög gaman þegar þú komst í heimsókn, og ég var stoltur af því að við ættum sömu áhugamál og héldum báðir með Liverpool. Ég sá Jan Gunnar í dag og hann er alveg ótrúlega líkur þér og ég lofa því að passa hann fyrir þig og vera stóri frændi hans. Ég vil bara segja það að þú ert núna á miklu betri stað og með hon- um Breka litla og ég veit að þér líður betur núna og ég lofa því að ég bið fyrir þér á hverju kvöldi. Þinn bróðir, Sigurður Freyr. Í dag, 15. mars, verður hann frændi minn jarðsunginn frá Glerár- kirkju á Akureyri. Ég hef alltaf álitið mig svo ríka þar sem ég á svo mörg systkinabörn sem eru nær mér í aldri en systkini mín. Og hef ég alltaf sagt að ég sé yngst af mínum systkinum en elst af systk- inabörnunum. Elsku Reynir, nú er stórt skarð í þeim hópi sem enginn af okkur fær skilið, en okkur er ekki ætlað að skilja allt. Minningarnar hrannast upp og hafa yljað okkur um hjartað. Ég var níu ára þegar þú fæddist og passaði þig mikið sem og þín yngri alsystkin. Ég fór með ykkur til Ak- ureyrar og hélt áfram að passa ykk- ur nokkur sumur. Svo flutti ég alveg til ykkar, þá 18 ára og þú orðinn níu ára, bjó ég hjá ykkur í næstum þrjú ár. En skólinn togaði í mig svo ég flutti suður og fór í skóla og þið flutt- uð síðar að Hálsi. Sveitalífið átti vel við ykkur systkinin. Ég stofnaði fjöl- skyldu og við fluttum út til Svíþjóðar 1990 og heim aftur 1998. Þá varst þú kominn með konu og fóstursoninn Breka. Þá kom í ljós hversu mikill barnakarl þú varst. Þið ákváðuð svo að flytja til Svíþjóðar og komuð til okkar að fá allar upplýsingar um hvernig þið bæruð ykkur að. Þar úti fæddist sonur þinn Jan Gunnar og þið feðgarnir komuð upp til Íslands í sumarfrí og gistuð svo allir þrír hjá okkur síðustu nóttina áður en þið fluguð út. Stuttu seinna komuð þið Jan Gunnar alkomnir heim og passaði mamma þín Jan Gunnar meðan þú vannst á sjónum. Þá skeði sorgaratburðurinn að Breki litli dó í bílslysi í Svíþjóð og þú flaugst út og náðir í þau mæðginin. Þetta tók á þig meira en margan grunar. Sérstaklega erfitt var svo þegar Jan Gunnar flutti síðar út aft- ur til mömmu sinnar, þó þú og for- eldrar þínir hafið verið dugleg að fljúga út til að sækja hann. Elsku Reynir minn, við söknum þín öll, verðum að sætta okkur við að þinn tími var kominn í þessu lífi, en vitum líka að þú ert með Breka litla og ömmu Rögnu á svo miklu betri stað. Elsku systir, Jan Gunnar, Tóti, Valur Smári, Eva Rakel, Sindri og fjölskyldur, megi guð veita ykkur styrk og frið á komandi mánuðum og árum. Einnig vil ég senda Dodda, Stínu, sonum og fjölskyldum þeirra allra samúðarkveðjur. Hvíl í friði. Þín frænka, Inga Fríða. Hver skilur lífsins hulda heljardóm er haustsins nepja deyðir fegurst blóm, að báturinn sem berst um reiðan sjá brotna fyrst í lendingunni má. Að einn má hlýða á óma af gleðisöng, annar sorgarinnar líkaböng. (Guðrún Jóh.) Það er sárt að sjá á eftir ungum manni í ótímabæran dauðann. Það getur verið erfitt að fóta sig í þessum heimi og það er ekki sjálf- gefið að unga fólkinu takist að rata beinu auðveldu leiðina. Reynir vinur okkar var einn af strákunum í hinni mögnuðu Þórs- hamarsáhöfn (GK 75) sem aldrei gleymist. Þá var nú gaman að lifa. Við viljum muna hann sem falleg- an, brosmildan góðan dreng sem alla tíð hélt sambandi við okkur þó svo hann væri ekki lengur á sjónum með Jóni. Það var alltaf jafn gaman að heyra í honum þó stundum liði langur tími á milli símtalanna, en alltaf komu þau að lokum og þá var löng sögu- stund og oftast mikið hlegið. Það var mikið áfall fyrir hann að missa fósturson sinn í slysi fyrir nokkrum árum, og viljum við meina að það hafi sett mark sitt á líf hans síðan, hann var svo einstaklega barn- góður og sál hans var svo brothætt. Okkur þótti vænt um hann og söknum þess að fá ekki oftar að heyra í honum. Megi góður Guð blessa og geyma Reyni Davíð og minningu hans. Við sendum ættingjum hans og ástvinum öllum innilegar samúðar- kveðjur. Megi þau öðlast styrk í sorginni. Rakel og Jón. REYNIR DAVÍÐ ÞÓRÐARSON Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Elsku hjartans sonur okkar, bróðir og barna- barn, HELGI FANNAR HELGASON, Heiðarbrún 2, Stokkseyri, sem lést í bílslysi sunnudaginn 6. mars sl., verður jarðsettur frá Selfosskirkju miðvikudag- inn 16. mars kl. 13.30. Helgi Grétar Helgason, Ása Ólafsdóttir, Berglind Sunna Guðmundsdóttir, Daniel Steinmo, Ólafur Guðmundsson, Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir, Helgi Helgason, María Friðþjófsdóttir, Sunna Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Sigurðsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og sonur, ÖRN J. JÓHANNSSON vélvirki, Höfðastíg 8, Bolungarvík, lést á Fjórðungssjúrahúsinu á Ísafirði laugar- daginn 12. mars. Björg Kristjánsdóttir Kristján Arnarson, Anna Guðrún Edvardsdóttir, Jóhann Arnarson, Auður Smith, Gestur Þór Arnarson, Inga Berglind Sigurðardóttir, Rúnar Arnarson, Auður Finnbogadóttir, Þorbjörn, Óskar, Oktavía, Karólína, Hlynur Örn, Finnbogi Örn, Bríet Björg, Jóhann Valdimarsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MAGNÚSSÍNA GUÐBJÖRG NANCY MAGNÚSDÓTTIR frá Stapa í Vestmannaeyjum, Kambahrauni 30, Hveragerði, sem lést föstudaginn 11. mars, verður jarðsungin frá Þorlákskirkju laugardaginn 19. mars kl. 14.00. Helga Engilbertsdóttir, Valtýr Einarsson, Magnús Lárusson, Sigríður Rúnarsdóttir, Bjarni Guðmundsson, Berglind Valdimarsdóttir, Nansý Guðmundsdóttir, Ingvar Jóhannesson, barnabarnabörn og barnabarnabarnbarn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, systir, amma og langamma, ÞORBJÖRG HULDA ALEXANDERSDÓTTIR, Kópavogsbraut 1B, Kópavogi, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi að morgni mánudagsins 14. mars. Ingimar Sigurðsson, Guðrún Kristinsdóttir, Helgi Stefánsson, Alexander Ingimarsson, Edda Ástvaldsdóttir, Guðmundur S. Ingimarsson, Birna Rúna Ingimarsdóttir, Friðþjófur Th. Ruiz, Jórunn Alexandersdóttir, Lórens Rafn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.