Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 40
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes AF HVERJU ER FUGLUM ILLA VIÐ MIG? VEGNA ÞESS AÐ ÞÚ ÉTUR ÞÁ, HÁLFVITINN ÞINN! ÆTLI ÉG VERÐI EKKI AÐ SÆTTA MIG VIÐ ÞAÐ ÞÚ ERT KOMINN AFTUR! HVAÐ GERÐIST? VIÐ SÁUM ÓEYRÐIRNAR Í SJÓNVARPINU. ER ALLT Í LAGI? HVAÐ GERÐIST? HÚN VAR MEÐ MÝKSTU LOPPUR Í HEIMI... HOUSTON, ÞAÐ ERU AÐ KOMA UPP ERFIÐLEIKAR MEÐ ÞYNGDARAFLIÐ Litli Svalur © DUPUIS GLEYMIÐ ÞVÍ EKKI, KRAKKAORMAR, AÐ UNGA FÓLKINU Í DAG FINNST OFBELDI AÐLAÐANDI VEGNA ÞESS AÐ ÞAÐ HEFUR ALDEI UPPLIFAÐ STRÍÐ ÞESS VEGNA DRÓ ÉG YKKUR HINGAÐ Í STRÍÐSSAFNIÐ HÉR Á VINSTRI HÖND GETIÐ ÞIÐ DÁÐST AÐ HINNI MÖGNUÐU B19 SEM VAR HLAÐIN MEÐ 600 kg AF SPRENGIEFNI. ÞESSAR FLJUGVÉLAR HAFA JAFNAÐ MARGAR BORGIR VIÐ JÖRÐU PFF... SÖFN ERU LEIÐINLEG. MAÐUR GETUR EKKI SÉÐ HIMININN SKO... EF VIÐ FÖRUM ÞANGAÐ UPP ÞÁ ERUM VIÐ AÐEINS NÆR HÉRNA SJÁIÐ ÞIÐ EINTAK AF GRUMAN EXTERMINATOR TILBÚNA TIL FLUGTAKS. EINS OG ÞIÐ SJÁIÐ ER HUGMYNDAFLUG MANSINS ÓTAKMARKAÐ HÍHÍ... ÞAÐ ER SKEMMTILEGA ÞRÖNGT HÉRNA. ÞAÐ ER GOTT AÐ VIÐ ERUM EIN... VRORR! ÉG ER RAUÐI BARÓNINN! ENGILL EYÐILEGGINGAR! SJÁÐU! ÉG SKAL KOMA OKKUR ÞANGAÐ! Í FYRSTA GÍR, ÝTA Á KÚPLINGUNA OG TOGA Í ELDSN... HETJAN MÍN! EF ÉG VÆRI ÞÚ OG ÞAÐ VÆRI EKKI SVONA MIKIÐ AF FÓLKI Í KRINGUM OKKUR ÞÁ MUNDI ÉG NOTFÆRA MÉR AÐSTÆÐURNAR OG TAKA MIG SEM HERFANG ...AÐ ÞAÐ SÉ VERIÐ AÐ RÝMA SVÆÐIÐ JÁ, MÉR SÝNIST EINMITT... SLOMMPPP! RÚLLA RÚLLA RÚLLA Dagbók Í dag er þriðjudagur 15. mars, 74. dagur ársins 2005 Það fer alltaf jafn-mikið í taugarnar á Víkverja þegar al- íslenskir sjónvarps- þættir heita útlensk- um nöfnum. Þannig leiddist honum lengi nafnið Idol en hefur lært að sætta sig við það enda um alþjóð- legt fyrirbæri að ræða. Auk þess má Stöð 2 eiga að hún sá sóma sinn í því að skeyta orðinu stjörnuleit aft- an við þetta útlenska nafn. Systurþættir Idol-stjörnuleitar á sjónvarpsstöðinni Popp Tíví – hvurs- lags nafn er nú það annars? – Idol Extra og sá sem verri er, Idol Extra Live, eiga sér aftur á móti engar málsbætur. Hvernig er hægt að verja það að kalla íslenskan þátt í ís- lensku sjónvarpi Idol Extra Live? Hvað ætli vinnufélagi þeirra stjörnu- leitarmanna hjá 365 – ljósvakamiðl- um, Þorsteinn Gunnarsson íþrótta- fréttamaður, segi um þetta? x x x Talandi um Þorstein Gunnarsson,þann ágæta sparklýsanda. Fyrir einhverjum misserum felldi hann fyrirvaralaust burt fremra ypsilonið í nafni einnar skær- ustu stjörnunnar í ensku knattspyrnunni, Frakkans Thierry Henry. Allt í einu hét kappinn sá Tér Henry. Ekki kann Víkverji skýringu á þessu uppátæki en fram- burðarvillan hefur undið upp á sig því nú hefur Snorri Már Skúlason leiðtogi lýs- enda á Skjá einum tek- ið hana upp. Annar kappi sem sjaldnast fær nafnið sitt rétt borið fram í ís- lensku sjónvarpi er Hollendingurinn Patrick Kluivert. Þó hann hafi verið í hópi marksæknustu framherja í Evrópu í áratug hafa íslenskir spark- lýsendur, með fáum undantekn- ingum, alla tíð borið nafn hans vit- laust fram: Klojvert. Víkverja er kunnugt um að þarna sé fremri sér- hljóðinn afbakaður, rétt er að segja Klævert (raunar Klæfert, ef Víkverji gerist smásmugulegur). Auðvitað geta lýsendur ekki haft allan framburð á hreinu en má ekki gera þá kröfu að þeir vandi sig við framburð á nöfnum helstu spark- enda samtímans – manna sem birt- ast á skjánum oft í viku? Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is            Vatnsmýri | Það er ekki laust við að skrifstofufólk fyllist öfund þegar horft er út á fólkið sem nýtur þeirra forréttinda að vinna í góða veðrinu, rétt eins og slydduél og rigningarsuddi geta snúið taflinu við og notaleg stemning innivinnunnar verður skyndilega eftirsóknarverð. Öfund hefur þó vænt- anlega yfirhöndina þegar skrifstofumenn virða fyrir sér félagana Ingvar og Torfa sem unnu við að skella upp eins og einni göngubrú í Vatnsmýrinni á dögunum. Morgunblaðið/Jim Smart Garfað við göngubrú MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Vakna þú, sál mín, vakna þú harpa og gígja, ég vil vekja morgun- roðann. (Sálm. 57, 9.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.