Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 2
2 24. maí 2003 LAUGARDAGUR „Jú, ég er mjög stoltur af honum og hef lengi vitað að hann ætti er- indi í póltík.“ Páll Magnússon er yngri bróðir Árna Magnússonar félagsmálaráðherra. Spurningdagsins Páll, ert þú ekki stoltur af stóra bróður? Skeljungur: Forstjóri hættir VIÐSKIPTI Kristinn Björnsson hættir sem forstjóri Skeljungs 1. september í haust. Í tilkynningu frá Skeljungi segir að Kristinn láti af störfum að eigin ósk. Hann hafi verið í forsvari félagsins frá því í júlí 1990 og eigi stóran þátt í vel- gengi þess. Gunnar Karl Guðmundsson hefur þegar verið ráðinn sem nýr forstjóri Skeljungs frá næstu mánaðamótum og mun starfa við hlið Kristins fram á haust. Gunnar hefur verið að- stoðarforstjóri Skeljungs frá ár- inu 2001. ■ Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin: Farnir til Alsírs HAMFARIR Íslenska alþjóðabjörg- unarsveitin hélt í gær áleiðis til Alsírs, þar sem hún mun veita aðstoð vegna jarðskjálftanna sem urðu þar á fimmtudaginn. Björgunarsveitin fór í loftið klukkan fjögur síðdegis. Flogið var til Lundúna, Rómar og þaðan til Algeirsborgar. Á annan tug ríkja hafa sent björgunarsveit- arlið til Alsírs. Sautján Íslendingar, sem skipa alþjóðabjörgunarsveitina, voru í viðbragðsstöðu frá því jarðskjálftinn reið yfir. Stjórn- andi sveitarinnar, Ásgeir Böðv- arsson, var á fullu í undirbún- ingi þegar Fréttablaðið hafði samband. Hann sagði að að mörgu væri að huga og gat þess að búnaður sveitarinar mældist 2,3 tonn. Meðal þess sem sveitin tæki með sér væru nauðþurftir til 14 daga. Að minnsta kosti 1.600 manns létu lífið í jarðskjálftanum og nærri 7.000 slösuðust. Er talið að tala látinna eigi enn eftir að hækka. Gera má ráð fyrir að mikið álag verði á íslensku sveit- inni, sem hefur sérhæft sig í tæknilegri leit í hrundum bygg- ingum og notar til þess hljóðleit- artæki og myndavél. ■ LÖGREGLUMÁL Þrír menn eru grun- aðir um aðild að stórfelldum fjár- drætti frá Landssímanum. Sveinbjörn Kristjánsson, aðal- féhirðir hjá Landssímanum, var kærður til ríkislögreglustjóra á fimmtudag og leystur frá störf- um. Hann var í gær úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Einnig voru tveir kunnir athafnamenn á þrítugsaldri úrskurðaðir í 10 daga gæslu- varðhald vegna tengsla sinna við málið. Það eru þeir Árni Þór Vigfússon og Kristján Ra Kristjánsson, sem er bróðir aðalgjaldkerans. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er fjárdrátturinn tugir milljóna króna, jafnvel yfir 100 milljónir. Athugun innan Lands- símans sjálfs tók aðeins til áranna 1999 og 2000. Það er nú hlutverk ríkislögreglustjóra að kanna hugsanlegt misferli á árunum 2001 til 2003. „Rökstuddur grunur er um kerfisbundnar rangfærslur í bók- haldshugbúnaði fyrirtækisins,“ segir í tilkynningu frá Landssím- anum. Heiðrún Jónsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Landssímans, segist ekki geta upplýst hversu há upphæðin sé sem talið er að maðurinn hafi dregið sér. Málið sé ekki fullkann- að og það hafi verið falið í hendur lögreglu. Hún segir hinn meinta fjárdrátt hafa komið í ljós við innri skoðun í fyrirtækinu. Ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að fleiri starfsmenn Landssímans séu viðriðnir málin. Ljóst sé að brotin hafi beinst að fyrirtækinu sjálfu en ekki viðskiptavinum þess. Aðalgjaldkerinn, sem er 36 ára gamall, er menntaður sem múrari. Hann hóf störf hjá Landssímanum fyrir rúmum fimm árum. Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra, er í útlöndum og feng- ust þær upplýsingar hjá embætt- inu að enginn þar muni tjá sig nán- ar um málið fyrr en Jón er kominn heim. gar@frettabladid.is Netsalan Garðatorgi 3, 210 Garðabær Símar: 565 6241/ 544 4210 Fax: 544 4211 Netfang: netsalan@itn.is Heimasíða: www.itn.is/netsalan www.itn.is/netsalan GRAND CHEROKEE LIMITED Opið laugardag 10 -16 og sunnudag 11 -16 SÉRTILBOÐ kr. 5.100.000 staðgreitt aðeins tveir bílar til l Norska utanríkisráðuneytið: Varar við ferðalögum erlendis OSLÓ, AP Norska utanríkisráðu- neytið hefur bætt þremur löndum á lista yfir þau lönd sem Norð- menn eru varaðir við að heim- sækja vegna hryðjverkaógnar. Löndin eru Kenýa, Tansanía og Afganistan. Áður hafði ráðuneytið m.a. var- að við ferðalögum til svæða í Ísr- ael og Palestínu, Íraks, Sádi-Arab- íu, Kúvæt, Indlands og Pakistans. Norðmenn velta um þessar mundir fyrir sér hvers vegna þeim var hótað hryðjuverkaaðgerðum af hálfu al Kaída í myndbandi sem var birt í vikunni. Talið er að bar- átta Noregs fyrir friði í Mið-Aust- urlöndum og þátttaka landsins í hernaðaraðgerðum Bandaríkjanna í Afganistan útskýri hótanirnar. Einnig er talið að rannsókn norskra yfirvalda á kúrdískum flóttamanni, Mullah Krekar, sem er grunaður um tengsl við al Kaída-samtökin, hafi vakið litla hrifningu hryðjuverkamanna. „Það er ólíklegt að minnst hafi verið á Noreg í myndbandinu fyrir mistök,“ sagði starfsmaður norsku leyniþjónustunnar, en orðrómur hefur verið uppi um að liðsmenn al Kaída hafi ruglast á Noregi og Danmörku í hótunum sínum. „Noregur er eitt af mörg- um löndum sem liðsmenn al Kaída líta á sem stuðningsaðila Bandaríkjanna og um leið sem óvin sinn.“ ■ KOMINN TIL NEPALS Sir Edmund Hillary hlaut hlýjar móttökur við komu sína til Nepals í gær. Þann 29. maí verða liðin 50 ár síðan Hillary og Sherpinn Tenzing Norgay klifu Everest- tind fyrstir manna árið 1953. Everest-fjall: Á toppinn á 12 tímum KATMANDU, NEPAL, AP Sherpinn Pembe Djorjie setti nýtt hraðamet í gær með því að klífa Everest- fjall, hæsta tind veraldar, á aðeins 12 klukkustundum og 45 mínútum. Venjulega tekur það fjall- göngumenn fjóra daga að klífa tindinn. Djorjie, sem er 25 ára gamall leiðsögumaður, sló met Sherpans Babu Chhiri sem kleif tindinn á 16 klukkustundum og 56 mínútum fyrir þremur árum. Ekki er þó víst að Djorjie haldi metinu lengi því annar Sherpi, Lakba Gelu, segist ætla að slá metið í næstu viku. ■ Dalabyggð: Vilja hærri gjaldskrá SVEITASTJÓRNARMÁL Borgarafundur sem haldinn var í Búðardal vegna deilna um Hitaveitu Dalamanna lagði fram ýmsar hugmyndir til að leysa fjárhagsvanda hitaveit- unnar. Meðal tillagna er að gjald- skrá hitaveitunnar verði hækkuð um 20 prósent. Á VERÐI Vopnaður lögreglumaður stendur vörð fyrir utan breska þinghúsið í Lundúnum. Breska þinghúsið: Óttast hryðjuverk LUNDÚNIR, AP Lögreglan í Bretlandi hefur komið upp sérstökum vega- tálmum fyrir utan þinghús landsins vegna hugsanlegra hryðjuverka- árása. Að sögn Scotland Yard er um að ræða fyrirbyggjandi aðgerð í ljósi þeirra atburða sem hafa átt sér stað í heiminum undanfarið. Ströng öryggisgæsla hefur verið við þinghúsið síðan hryðjuverka- árásirnar á Bandaríkin voru gerðar þann 11. september 2001. Á nýrri myndbandsspólu frá al Kaída eru Bretar á meðal þeirra sem hótað er hryðjuverkaárásum. ■ Bryti Díönu prinsessu: Endurheimti gjafirnar LUNDÚNIR, AP Breska lögreglan hef- ur skilað hátt í 200 munum, sem voru í eigu Díönu prinsessu, aftur til fyrrum bryta hennar, Paul Burrel. Í nóvember á síðasta ári var Burrel sýknaður af ákærum um að hafa stolið mununum. „Ég hef endurheimt það sem er mitt með réttu, það sem prinsessan gaf mér sem vini,“ sagði Burrel. Skömmu eftir að prinsessan lést var Burrell ásakaður um að hafa stolið munum úr dánarbúi hennar. Lög- reglan hald á hátt í 300 muni í vörslu brytans. ■ AP/M YN D FERÐIN TIL ALSÍRS UNDIRBÚIN Aðalsteinn Maack og Styrmir Steingríms- son voru í óða önn að undirbúa ferð björgunarsveitarinnar til Alsírs. Báðir eru meðlimir í sveitinni. Alþjóðabjörgunarsveit- in er mönnuð sjálfboðaliðum úr björgun- arsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjarg- ar, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Landspítala - háskólasjúkrahúss. AP /M YN D Á HEIMLEIÐ Michael og Leisha Huskinson frá Englandi undirbúa brottför sína frá Kenýa sl. mánudag. Auk Norðmanna hafa Bretar hvatt fólk til að hugsa sig tvisvar um áður en það ákveður að sækja landið heim. AP /M YN D LANDSSÍMI ÍSLANDS „Ríkir rannsóknarhagsmunir eru í vegi þess að frekar verði upplýst um atvik málsins,“ seg- ir Landssíminn um risastórt fjárdráttarmál sem komið er upp hjá fyrirtækinu. ■ Grunur er um kerfisbundnar rangfærslur í bókhaldshug- búnaði Lands- símans. Tugmilljóna stuldur hjá Landssímanum Aðalgjaldkeri Landssímans og tveir meintir samverkamenn eru í varð- haldi vegna gruns um fjárdrátt sem óstaðfestar heimildir segja nema yfir 100 milljónum króna. Grunur um kerfisbundnar rangfærslur í bókhaldi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.