Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 24
Warner Bros garðurinn ergríðarstór og best að gefa sér góðan tíma, helst heilan dag, ef kynnast á herlegheitunum að einhverju marki. Góð dagskrá er fyrir alla aldurshópa alla daga. Fyrir utan tækin sjálf, sem skipta tugum, eru sýndar kvikmyndir á svæðinu og stórgóðar sýningar á hálftíma fresti undir beru lofti í risastórum vatnstanki. Þetta eru miklar leiksýningar með áhættu- leikurum og gjarnan með persón- um sem við þekkjum úr kvik- myndum Warner bræðra. Það er sama hvert litið er, þarna leiðist engum sem er enn á lífi. Átta þorp í einum garði Svæðinu er skipt niður í átta mismunandi svæði, hvert með sinn stíl og sjarma. Þarna er teiknimyndaþorp þar sem börn á öllum aldri rifja upp góðar stund- ir með Bugs Bunny, Roadrunner og öllum þeim fjölda teikni- myndapersóna sem prýtt hafa skjáinn um árabil. Villta vestrið fær að sjálfsögðu sitt pláss með tilheyrandi kúrekum og indíán- um, skotbökkum, heyvögnum og híbýlum sem minna helst á Húsið á sléttunni. Gotham-borg, sem er heimili Batman í bíómyndunum, er hér í smækkaðri mynd, svo ekki sé minnst á Litlu Kúbu, breiðstræti Hollywood og New York bannáranna. Hér eru einnig til húsa Daily Planet, dagblaðið sem Superman vinnur hjá og nokkrar niðurníddar byggingar sem hýsa ýmsan óþjóðalýð, vofur, drauga og annars konar ófögnuð fyrir alla með sterkan maga. Hér er svo heil bygging lögð undir sýningu byggða á hinum mjög svo klassísku kvikmyndum um Lög- regluskólann, Police Academy. Fimm rússíbanar Á svæðinu eru tíu veitingastað- ir, hver um sig með mismunandi matseðil og þema, auk fjölda verslana sem selja glingur tengt kvikmyndum og teiknimyndum Warner fyrirtækisins. Toppurinn á öllu saman eru þó án efa tækin sjálf, sem eru mjög margvísleg og skipta tugum. Í ACME garðinum, sem er draumur fyrir minnsta fólkið, ægir saman hinum og þessum frægum fígúr- um sem börnin þekkja og eins eru þar margvísleg tæki; lestir, bátar, bílar og hringekjur fyrir alla frá eins árs aldri. Fyrir þá sem eldri eru er úr mörgu að velja. Kanóferð um „Ríó Bravó“ er heillandi ef 10 metra fall afturábak er á listanum yfir hluti sem verður að upplifa. Hægt er að velja um fimm tegundir rússíbana og er einn þeirra sá hæsti í Evrópu. „Hefnd Gátu- mannsins“ er 100 metra hár turn sem sendir fólk upp og niður á miklum hraða. „Superman“ er annar. 65 metra fallhæð og 90 kílómetra hraði er ávísun á súper- ferð. Enn einn, kenndur við Bat- man, er ekki síðri. Þar fær mið- flóttaaflið að njóta sín í ævintýra- legum beygjum og snúningum. Það er sama hvar borið er nið- ur. Svæðið er skemmtilegt og vel hannað, öll aðstaða fyrsta flokks og margt að sjá. Í ökufæri frá Íslendinga- stöðum Warner Bros garðurinn er um 25 km frá höfuðborginni. Það er ekki langt ef ekið er í bíl en um- ferð á vegum til og frá Madrid er alltaf mikil og margir kjósa því fremur að taka lestina. Gallinn við þann fararskjóta er hins vegar sá að taka þarf tvær lestir til að kom- ast þessa 25 kílómetra. Aðgöngumiðinn kostar 32 evr- ur fyrir fullorðna (2.600 kr.) og 24 fyrir yngra fólkið (2.000 kr.) og þarf þá ekki að taka fram budd- una frekar í garðinum nema til að kaupa sér veitingar. Frá vinsælum dvalarstöðum Íslendinga á Benidorm er um þriggja tíma keyrsla til Madrid, fjórir til fimm frá Portúgal og fimm til sex klukkutíma tekur að aka frá Malaga eða Barselónu. ■ NÁNARI UPPLÝSINGAR: WWW.WARNERBROSPARK.COM UPPLÝSINGAR UM SKEMMTIGARÐINN. WWW.SOFTGUIDES.COM/INDEX–MADRID.HTML UPPLÝSINGAR UM MADRID FYRIR FERÐALANGA. 26 24. maí 2003 LAUGARDAGUR FERSK Í BÚÐIR Á HVERJUM DEGI Stærsti leiktækjagarður Suður-Evrópu, Warner Bros skemmtigarðurinn nálægt Madrid á Spáni, varð eins árs um daginn. Garðurinn skartar því fullkomnasta sem gerist í leiktækjum og gaman er að heimsækja hann. Þrátt fyrir stærðina hefur aðsókn verið minni en vonir stóðu til. Hér leiðist engum sem er á lífi KVIKMYNDAHEIMUR WARNER BROS. Nýjasti ævintýraheimurinn í Evrópu. TRÉRÚSSÍBANI Einn sá allra skemmtilegasti í garðinum. Á FLEYGIFERÐ Brakið og brestirnir eru áhrifamiklir. THAT’S ALL FOLKS! Bugs Bunny er frægasta teiknifígúra Warner Bros. INNGANGURINN Í GARÐINN Mun færri hafa sótt staðinn en ráð var fyrir gert. ÚR BARNAGARÐINUM Jetsons og öllum hinum fígúrunum eru gerð góð skil. DAILY PLANET Hér vinnur Súperman. ROBIN Batman var upptekinn við að ganga frá glæpalýðnum. Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins* og prentað í 92.000 eintökum.** *samkv Fjölmiðlakönnun Samtaka íslenskra auglýsingastofa, Samtaka auglýsenda og fjölmiðlanna. **Fréttablaðið er aðili að upplagseftirliti Verslunarráðs Íslands. Auglýsendur athugið: Dreift með Fréttablaðinu, mest lesna dagblaði landsins, í 92.000 eintökum. Hafið samband við auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 515 7584 eða 515 7500 fyrir 2. júní eða með tölvupósti: petrina@frettabladid.is. Fylgir Fréttablaðinu 4. júní. Hagnýtar upplýsingar fyrir þá sem ætla að ferðast innanlands í sumar. Gisting, matur, afþreying, fróðleikur og skemmtun um land allt. Ferðir innanlands 2003

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.