Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 34
36 24. maí 2003 LAUGARDAGUR rað/auglýsingar Laus er staða skólastjóra við sérskóla í Reykjavík fyrir nemendur í geðrænum og félagslegum vanda. Skólinn tekur við hlutverki Einholtsskóla og Hlíðarhúsaskóla 1. ágúst 2003 og verður að hluta til með þjónustu við nemendur af öllu landinu. Hlutverk skólans er að mæta þörfum nemenda sem eru með geðrænan og félagslegan vanda og geta ekki nýtt sér skólavist í almennum skólum. Skólinn mun rækja hlutverk sitt bæði með námstilboði fyrir nemendur og ráðgjöf til kennara og annars starfsfólks skóla. Skólinn mun skiptast í fjórar deildir: Deild fyrir nemendur með félagslegan og hegðunarlegan vanda Deild fyrir nemendur með geðraskanir Deild fyrir nemendur í fíknivanda sem bíða meðferðar og/eða vistunar Ráðgjafardeild þar sem starfa sérfræðingar sem veita ráðgjöf og þjónustu á þessum sviðum bæði innan skólans og til annarra grunnskóla. Meginhlutverk skólastjóra er að: stýra og bera ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólans veita skólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi Leitað er að umsækjanda sem: hefur stjórnunarhæfileika og reynslu af stjórnun er með kennaramenntun og séfræðiþekkingu á sviðum skólans hefur reynslu af kennslu og vinnu með börnum og unglingum er lipur í mannlegum samskiptum Staða skólastjóra ráðgjafarskóla Nánari upplýsingar veitir Ingunn Gísladóttir starfsmannastjóri á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, ingunng@rvk.is. sími 535 5000. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og störf, ljósrit af prófskírteinum á háskólastigi, upplýsingar um frumkvæði á sviði skólamála og önnur gögn er málið varðar. Umsóknarfrestur er til 22. júní 2003. Umsóknir sendist á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 1, 101 Reykjavík. Laun eru skv. kjarasamningi LN og KÍ. Reykjavíkurborg leggur áherslu á þróun skóla í átt til einstaklingsmiðaðs náms, samvinnu nemenda og skóla án aðgreiningar. Auk þess er lögð áhersla á að styrkja tengsl skóla við grenndarsamfélagið. Grunnskólar Reykjavíkur a) . b) c) . d) Bifvélavirki Óskum eftir bifvélavirkja til starfa. Um framtíðarstarf getur verið að ræða. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Bílaspítalinn ehf Ingvi s. 897-3150 e. kl.18 og um helgar Ingvi vs. 565-4332 Sölufólk óskast! Markaðsafl óskar eftir sölufólki í sölu á tryggingum og viðbótarlífeyrissparnaði. Um er að ræða verktakavinnu með miklum tekjumöguleikum sem er alfarið árang- urstengd. Fólk óskast bæði í hlutastarf og fullt starf. Námskeið í boði fyrir þær vörur sem við bjóðum upp á og vanur sölumaður fer með nýjum starfsmönnum í fyrstu kynn- ingarnar. Um er að ræða störf bæði í Reykjavík og á Akureyri. Símsölufólk óskast! Fólk óskast í bókun kynninga fyrir sölu- menn. Viðkomandi aðilar fá borgað fyrir hverja bókaða kynningu og svo einnig bón- us ef sala verður á kynningunni. Um er að ræða árangurstengda verktakavinnu. Góðir tekjumöguleikar fyrir duglegt fólk. Hentar vel sem aukavinnna með námi og annarri vinnu. Um er að ræða störf bæði í Reykja- vík og á Akureyri. Áhugasamir vinsamlega sendið tölvupóst á markadsfolk@markadsfolk.is. Um okkur Markaðsafl er framsækið sölu og þjónustu- fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu á fjármála- og tryggingaafurðum. Markaðsafl vinnur eingöngu fyrir íslensk fyrirtæki eins og Kaupþing og Alþjóða líftryggingafélagið, sem er elsta starfandi líftryggingafélag landsins. Skaftárhreppur Kirkjubæjarklaustur Skólastjóri Kirkjubæjarskóla á Síðu bráðvantar öflugan skólastjóra. Einnig eru lausar stöður íþrótta-, smíða-, leik- skóla- og sérkennara. Íþróttakennari mun vera með í lokaspretti á byggingu nýja íþróttahússins, sem verður til- búið á næsta ári, s.s. velja tæki og skipu- leggja starfsemi hússins. Gott húsnæði er í boði, húsnæðisfríðindi og flutningsstyrkur. Nánari upplýsingar gefa skólastjórnendur, Valgerður og Kjartan í síma 487 4633, Gunn- steinn sveitastjóri í síma 487 4840 og Svein- björg formaður fræðslunefndar í síma 863 4658. Upplýsingar um leikskólakennarastöð- una veitir Þórunn leikskólastjóri í síma 487 4803. Í Skaftárhreppi er góður einsetinn grunnskóli með u.þ.b. 70 skemmtilega krakka, mötuneyti og Tónlistarskóla Skaftárhrepps. Hann er starfræktur í góðri samvinnu við grunnskólann í húsnæði hans. Í þessu sveitarfélagi er gott að vera, náttúrufegurð er rómuð, öflug ferðaþjón- usta og stutt í náttúruperlur s.s. Laka, Eldgjá, Skaftafell og Vatnajökul. Varmárskóli í Mosfellsbæ auglýsir Smíðakennari/þroskaþjálfi Varmárskóli auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsóknar: 1. Stöðu smíðakennara í yngri deild skólans, allt að 100% staða. 2. 1-2 stöður þroskaþjálfa á yngsta- og miðstigi, 70-80% starfshlutfall hvor staða. Umsóknarfrestur er til 5. júní nk. Upplýsingar veita Þórhildur Elfarsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 525 0700 og Viktor A. Guðlaugsson skólastjóri í símum 525 0700 og 895 0701. Styrkur Orkuveita Reykjavíkur auglýsir styrk til konu sem stundar eða hyggst hefja í haust nám í verkfræði eða tæknifræði. Einungis nám til fyrstu prófgráðu í greininni er styrk- hæft. Styrkurinn verður veittur um mánaðamótin ágúst-september nk. Styrktarupphæðin er 450 þúsund krónur. Umsóknir með náms- og starfsferli ásamt upplýsing- um um fyrirhugað nám og staðfestingu á skráningu skilist til Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 6. hæð (sími 516 7707), 110 Reykjavík, fyrir 20. júní nk. Orkuveita Reykjavíkur hefur það sem lið í jafnréttisáætl- un sinni að hvertja konur til náms í tæknigreinum og reyna þar með að stuðla að auknu framboði af vel menntuðum konum á þeim sviðum sem best nýtast Orkuveitunni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.