Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 39
41LAUGARDAGUR 24. maí 2003 „Að við hefðum getað vakað lengur og verið betri hvort við annað,“ seg- ir í ódauðlegu kvæði Tómasar Guð- mundssonar. Víst er að sumar stundir lífsins eru þess eðlis að vilji er til þess að dvelja við þær örlítið lengur. Þetta á ekki síst við í kynlífi, þar sem hendir að endalokin verða fyrr en óskað er. Um helgina verður kynnt ný teg- und smokka frá Durex. „Nýjungin í þessu er að í smokknum er efna- blanda sem veldur því að karlmað- urinn fær ekki sáðlát jafn snemma og með öðrum smokkum,“ segir Björn Steinbekk, sem stendur að kynningu smokkanna. „Fyrir vikið er verið að lengja í ánægjunni.“ Efnið leysist upp við líkamshita og veldur því að úthaldið vex. Um helgina verða smokkarnir kynntir á flestum skemmtistöðum borgarinnar. Gefin hafa verið út spil með teikningum sem sýna mis- munandi stellingar í kynlífinu. Með meira úthaldi gefst meiri tími fyrir fjölbreytnina, þótt sumar stelling- arnar kunni illa að henta bakveik- um. ■ MEIRI TÍMI Gefin hafa verið út spil með kynlífsstelling- um til kynningar á smokkum sem tefja sáðlát karlmanna. Smokkar sem kaupa tíma Aðal stuðið verður á NASA. Éger miklu meiri Júróvisjón- bolti en Bó og helsti Júróvisjon- nörd Íslands. Ég er plötusnúður kvöldsins þannig að tónlistarval- ið verður í höndum manns með sérþekkingu. Varist eftirlíking- ar,“ segir Páll Óskar. Hann var spurður hvort Players væri ekki málið. Hann stjórnar Júróvisjónpartíi sem verður á NASA og vill reyndar, þó hann sé herskár í garð Björg- vins Halldórssonar, meina að þetta eigi ekki að þurfa að rekast á, enda mun Páll Óskar einnig koma fram þar. „Sko, við, þessar gömlu Júróvisjón-lufsur, troðum upp þar fyrir klukkan tíu en NASA opnar ekki fyrr en ellefu. Showið á NASA verður ekki fyrr en hálf tvö – með brjáluðu stuði, búningum og stælum: Helgu Möller, Siggu Beinteins, Grétari, Eyva og Stebba,“ segir Páll og getur vart leynt tilhlökkun sinni. Aðspurður segir hann þá kenningu að Júróvisjón sé bara fyrir börn og homma standast upp að ákveðnu marki. Auðvitað hafi allir gaman af Júróvisjón. „Ef gay pride eru hommajól, þá er Júróvisjón homma-Þorláks- messa!“ ■ PÁLL ÓSKAR Í dag er dagur- inn hans Palla. „Ég er miklu meiri Júróvisjón- bolti en Bó og helsti Júróvisjón- nörd Íslands.“ Júróvisjón ■ Ef gay pride eru hommajól, þá er Júró- visjón homma-Þorláksmessa! Homma-Þorláksmessa Við auglýsum eftir fram-kvæmdastjóra um helgina,“ segir Hákon Gunnarsson, stjórn- arformaður Alþjóðahússins við Hverfisgötu, en þar á bæ hefur verið framkvæmdastjóralaust frá því að Bjarney Friðriksdóttir lét af störfum 31. mars. Áður hafði Bjarneyju verið vikið frá störfum en hún tók aftur við starfinu tíma- bundið. Eftir endanlegt brott- hvarf hennar hefur Hákon haft tilsjón með rekstrinum, sem er al- farið á ábyrgð Reykjavíkurdeild- ar Rauða krossins. Veitingarekst- urinn í húsinu var hins vegar að- skilinn frá annarri starfsemi Al- þjóðahússins í febrúarmánuði eft- ir kvartanir sem bárust frá veit- ingamönnum í nágrenninu sem áttu bágt með að þola samkeppni um gesti frá opinberum aðilum: „Veitingareksturinn var leigður út til Murat Özkan, en hann er Tyrki og rekur þetta með glæsi- brag,“ segir Hákon Gunnarsson. Veitingareksturinn í Alþjóðahús- inu starfar undir nafninu Caffé Kúltúra og býður upp á rétti úr ölum heimshornum. Nýtur staður- inn sívaxandi vinsælda. ■ ALÞJÓÐAHÚSIÐ Starfsemin öll að braggast. Alþjóðahúsið leitar að framkvæmdastjóra Laust starf ■ Brottrekinn og endurráðinn framkvæmdastjóri Alþjóðahússins hefur endanlega látið af störfum. Leitað er að eftirmanni. Það eru bara hinir sönnu sigur-vegarar sem ætla að vera með hundrað prósent vitleysu á Eurovision-kvöldi sínu,“ segir Halli trommari í Botnleðju, eða bara Haraldur Freyr Gíslason, trommu- leikarinn knái sem svo margir vilja líkja við Dýra í Prúðuleikurnum. Botnleðja lenti í 2. sæti í undan- keppninni íslensku fyrir Eurovision-söngvakeppnina og Halli er sannfærður um að ef þeir væru úti í Ríga í stað Birgittu yrðu hin fjölmörgu Eurovision-partí miklum mun skemmtilegri en ella. Þeir ætla að halda Eurovision-partí á Grand Rokk í kvöld og spila fyrir þá sem þangað koma. „Annað hvort verðum við skúrk- ar eða hetjur, fer eftir gengi Birgittu. Ég óska henni alls hins besta því það er skemmtilegra að vera skúrkur,“ segir Halli og lætur hugann reika til Ríga. „Við værum í slagtogi með Tatu-stelpunum, það væri alveg á hreinu. Þær berar og við í tröllabúningunum. Það væri gaman.“ ■ BOTNLEÐJA Þeir væru nú í slagtogi með Tatu-stelpun- um, þær berar og þeir í tröllabúningunum – en þess í stað verða þeir með sitt Eurovision-partí á Grand Rokk. 100% Júró-vitleysa á Grand Rokk Júróvisjón ■ Sannir sigurvegarar halda vitleysupartí á Grand Rokk. Þar skemmta sér næstum- því-sigurvegararnir í Botnleðju. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Blaðar í fyrsta eintaki bókarinnar Af hverju er himininn blár? Bókin inniheldur úrval af spurningum og svörum af Vísindavef Háskóla Íslands, sem forsetinn hleypti af stokkunum í byrjun ársins 2000. Spurningarnar eru fjölbreyttar, eins og við mátti búast, og taka á jafn ólíkum vandamálum og hver hafi verið fyrsta lífveran á jörðinni. Af hverju ljóskur séu tald- ar heimskar og hvers vegna sumir álíti að Guð sé kona. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.