Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 11
Húsið er alltaf fullnýtt hjá okk-ur, oftast erum við með tutt- ugu manns í nítján plássum,“ seg- ir Guðjón Egill Guðjónsson, for- stöðumaður 12 spora hússins. „Á heimilinu er boðið upp á allt að níu mánaða dvöl. Stefnt er að því að húsið verði annað hvort hið fyrsta af þremur eða að til komi eitt stórt hús og megi þá nota þetta sem við höfum núna sem móttökuhús. Þá mun fólk eiga kost á að dvelja hér upp í tvö ár.“ Á þriðjudaginn, 27. maí, hefur áfangaheimilið verið opið í hálft ár og er stefnt að því að opna það næsta innan þriggja mánaða. Guðjón Egill segist hafa fengið þá flugu í höfuðið að hann langaði að opna heimili sem þetta. Hann hugsaði til neysluhópsins frá því hann var sjálfur í rugli. „Við vor- um um það bil tuttugu sem vorum saman í mínum fyrstu meðferð- um sem ég fór í en þær voru á Tindum. Við erum sex eftir lif- andi úr þeim hópi, fjórtán hafa dáið. Margir á síðustu tveimur árum, til dæmis dóu þrettán á ell- efu mánuðum. Árangur umfram væntingar Búist var við að árangurinn yrði ekki mikill fyrsta árið og að sjö af hverjum níu myndu gefast upp. Raunin er hins vegar sú að af 41 einstaklingi sem dvalið hefur á áfangaheimilinu þetta hálfa ár sem það hefur starfað eru 22 án vímuefna nú. Guðjón Egill segir aðstandendur heimilisins mjög bjartsýna. Þær tölur sem þeir fá að utan sýna að sextíu og tvö pró- sent af þeim sem komast í gegn- um fyrsta mánuðinn eru edrú eft- ir tvö ár. „Til að láta drauminn um þetta áfangaheimili rætast fékk ég fólk með mér í stjórn. Ég talaði við Helga Hjörvar, sem þá var forseti borgarstjórnar og for- maður hússjóðs Öryrkjabanda- lagsins. Þeir sem hér eru borga 40 þúsund á mánuði fyrir her- bergi og fullt fæði,“ segir Guðjón Egill. Neyslan Guðjón Egill byrjaði að drekka um þrettán ára aldur og drakk þá strax um hverja helgi. Í 10. bekk byrjaði hann að drekka í miðri viku og var rekinn úr skóla þrisvar. Hann var í 11 grunnskól- um á 9 árum, ýmist vegna flutn- inga eða brottrekstrar. Hann var sendur í sjávarpláss út á landi í 10. bekk þar sem hann gerði allt vitlaust og var rekinn eins og vanalega. Þá fór hann í fyrstu meðferðina á Tindum 1992. Sautján ára byrjaði hann að reyk- ja hass og átján ára hófst neysla sterkari efna, til dæmis sveppa og sýru og annara hugbreytandi og hugvirkandi efna. „Tæplega nítján ára fór ég að nota am- fetamín og byrjaði strax á því að sprauta mig og var í daglegri neyslu í níu mánuði. Ég fór úr tæpum 130 kílóum niður í 66 kíló á þeim tíma og var orðinn ruglað- ur, taugasjúklingur. Tuttugu og eins árs notaði ég morfín til að ná mér niður úr þessari taugaveikl- un sem var afleiðing am- fetamínsins. Ég náði að róa taug- arnar með morfíni en festist í daglegri neyslu þess í tvö ár. Ef ég sleppti úr degi varð ég fár- veikur.“ Guðjón segir að um tíma hafi verið um fjörutíu manna hópur í morfínneyslu. „Einn þeirra var drepinn, tveir frömdu morð, þrettán dóu á síðasta eina og hálfa ári. Ég held við séum þrír sem erum edrú af þessum hópi, hin eru annað hvort í fangelsi eða enn í neyslu. Af þeim sem dóu úr ofneyslu dóu tveir sama kvöld eftir að hafa blandað saman mor- fíni og amfetamíni sem keypt hafði verið af sama salanum. Beðið var um rannsókn á því, en tengslin voru ekkert könnuð.“ Handrukkarar fóstra ótta Guðjón Egill segir að það myndi ekki koma honum á óvart þótt bæði bankaránin í Sparisjóði Kópavogs og Sparisjóði Hafnar- fjarðar hefðu verið framin vegna fíkniefnaskuldar. Hann segir að sjaldnast beiti handrukkarar lík- amlegu ofbeldi heldur fóstri þeir ótta og hræðslu innra með fólki. Þeir hringi í alla vini og fjölskyldu og noti kerfisbundna og mark- vissa aðferð til að gera fólk vit- laust af ofsóknarbrjálæði og rugli. Guðjón segir handrukkarana vita að þeir komast upp með þetta. „Í lögunum segir að ef þú færð annan mann til að fremja afbrot af þessu tagi þá sért þú meðsekur og jafnvel ábyrgari fyrir verknað- inum. En því hefur aldrei verið framfylgt í íslenskum lögum. Handrukkararnir vita það og löggan líka. Sjálfur skuldaði ég manni 200 þúsund krónur, hann fór með mig og lét mig svíkja út vörur hjá nokkrum fyrirtækjum. Ég sagði löggunni eins og var og maðurinn viðurkenndi en ekkert var gert. Hann var sýknaður og ég fékk tíu mánaða dóm.“ Lítið mál að vera í fangelsi Guðjón Egill segist þekkja strák sem hafi verið edrú í hálft annað ár og allan þann tíma hafi handrukkarar verið að eltast við hann. Fíkniefnaskuldir fyrnast nefnilega ekki frekar en aðrar skuldir. Ein leið sem handrukk- arar noti til að fá sitt sé að senda þá sem skulda til að stela. Síðan séu þeir jafnvel skildir eftir til að taka afleiðingunum í dóms- kerfinu. Menn með hreina saka- skrá sem fremji bankarán horfi fram á að fá skilorðsbundinn dóm, í mesta lagi tveggja mán- aða fangelsi. „Fangelsi á Íslandi eru ekki ógnvekjandi. Ég hef set- ið inni fimm sinnum og það er lít- ið mál. Þú vaknar og sofnar og borðar þess á milli,“ segir Guð- jón Egill. Hann segir handrukkara hræddasta við að fara inn, því þeir hafi skaðað svo marga og séu því útilokaðir úr samfélagi fangelsisins. Þegar Guðjón Egill sat inni á Skólavörðustígnum var þar landsþekktur handrukkari sem sat inni vegna ölvunarakst- urs. „Hann var alveg útilokaður, enginn talaði við hann í þá tíu mánuði sem hann sat inni. Fullt af foreldrum hefur hringt í mig og spurt ráða varðandi hand- rukkara en eina úrræðið sem ég get bent á er að tala við lögregl- una. En þar er alltaf sama svarið, að verið sé að safna á þá málum.“ Réttindabarátta fanga „Síðastliðið haust voru umræð- ur á Alþingi um aðbúnað og að- stæður fanga. Ég sat á þingpöllun- um og fylgdist með en enginn virt- ist hafa hugmynd um hvað verið var að tala um,“ segir Guðjón Egill. Hann segir að haldið hafi verið fram að sálfræði- og geðlækna- þjónusta í fangelsunum væri mjög góð. Hann segir sannleikann hins vegar vera þann að tveir sálfræð- ingar og einn geðlæknir starfi við fangelsin og að ekki sé möguleiki að fá viðtal nema í algjörri neyð, svo mikilli að aðeins tvær leiðir virðast færar, annað hvort að gera tilraun til sjálfsvígs eða svipta annan mann lífi. „Eitt sinn sat ég inni í rúma fimm mánuði og bað um sálfræði- meðferð frá fyrsta degi. Meðferð- ina fékk ég þegar ég hafði verið inni í fimm mánuði og eina viku. Þá fékk ég fjögur viðtöl.“ Guðjón Egill segir að starfshóp- ur vinni að því að opna áfanga- heimili fyrir fanga. Upphaflega hafi verið stefnt að því að þangað kæmu þeir eftir að meðferð lyki á meðferðarganginum á Litla- Hrauni, en gangurinn hefur ekki orðið að veruleika ennþá. Mjög erfitt sé að koma út í samfélagið og reyna að fá vinnu. „Ég á til dæmis tvo litla stráka til að sjá fyrir og skuldir sem þarf að borga. En það var nánast vonlaust með sakaskrá sem fyllir þrjár A4 síður. En það er til fólk sem trúir á mann og ég byrjaði á að leita til stjórnmála- manna. Fyrir þá lagði ég hug- myndir mínar um áfangaheimili á borð,“ segir Guðjón Egill. Vantar lausn í kerfið „Mesta lærdóminn á glæpa- ferlinum fékk ég á Litla-Hrauni. Þar lærði ég að pikka upp alla lása, gat komist inn í alla bíla án vandkvæða og vissi hvernig ég átti að redda mér framhjá þjófa- varnarkerfum. Ég lærði margt nytsamlegt til glæpsamlegra at- hafna.“ „Eftir því sem ég best veit eru einhverjir að berjast fyrir opnun meðferðargangs. Vonandi gengur það eftir því það vantar sannar- lega lausn í kerfið,“ segir Guðjón. „Það er svona sem íslenska dóms- kerfið er. Ég hikaði ekki við að fremja glæpi þegar ég var í neyslu. Ég vissi að ég myndi sitja inni í einhvern tíma. En það skipti engu máli. Þetta var bara úrræði sem ég notaði og hluti af neysl- unni. Að fara í fangelsi á Íslandi er einungis stöðnun í þann tíma sem maður situr inni. Það er allt og sumt.“ hrs@frettabladid.is 16 24. maí 2003 FÖSTUDAGUR Missti 13 vini á 11 mánuðum 12 spora húsið við Skólavörðustíg er áfangaheimili fyrir fíkla. Heimilið hefur starf- að í hálft ár og telur Guðjón Egill Guðjónsson, forstöðumaður heimilisins, árang- ur langt umfram það sem við hefði mátt búast. 12 SPORA HÚSIÐ Áfangaheimilið hefur verið starfrækt í um sex mánuði og er ný úrlausn fyrir fíkla hér á landi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.