Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 42
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar EIRÍKS JÓNSSONAR Eins og heimurinn hefði hrunið.Meira að segja Tjernobyl-kjarn- orkuverið féll í skuggann en það sprakk í loft upp tveimur dögum fyrir úrslitakvöldið. Sjaldan hafa Ís- lendingar verið jafn illa sviknir og þegar Gleðibankinn rann á rassinn í Eurovisionkeppninni í Bergen vorið 1986. Þetta var frumraunin og allt átti að vera klappað og klárt. SJÁLFUR skrifaði ég tólf þúsund dálksentimetra í síðdegisblaðið um sigurlíkur ICY-hópsins. Með hverri grein sem skrifuð var jukust vonirn- ar og í þeirri síðustu var sigurinn í höfn. Það var þá sem ritstjórinn ákvað að senda mig og ljósmyndar- ann til Bergen. Að fylgjast með sigrinum. Það var ferð sem aldrei átti að fara. ÞARNA VORU Helga Möller, Ei- ríkur Hauksson og Pálmi Gunnars- son. Þau sungu Gleðibankann sem þjóðin kunni utan að. Magnús Eiríks- son var þarna líka. Hann samdi lag- ið. Svo má ekki gleyma Hrafni Gunnlaugssyni sem þá stjórnaði Rík- issjónvarpinu og þar með Gleðibank- anum. Allir jafn sigurvissir. Þökk sé dálksentimetrunum mínum. Sjaldan hefur verið logið jafn kaldrifjað á prenti á Íslandi. SVO RANN stundin upp í Grieg- höllinni í Bergen. Kóngurinn og drottningin heilsuðu öllum. Líka mér. Leið eins og spámanni í föður- landi annars. Þegar ICY-hópurinn sté á svið með Gleðibankann pantaði ég mér klaka í kókið og skálaði við Hrafn Gunnlaugsson. Þetta var kvöldið okkar – og þjóðarinar. Flutn- ingur Gleðibankans gekk snurðu- laust fyrir sig þar til kom að stiga- gjöfinni. Þau létu á sér standa. Eitt- hvert barn frá Belgíu vann. ÞAÐ VAR sneyptur hópur sem hélt heim á leið. Í brjósti bærðist álíka harmur og í hjarta Ingólfs Arnarson- ar þegar hann ýtti úr vör á svipuð- um stað ellefuhundruðogtólf árum fyrr. Við tvístruðumst. Helga fór að syngja barnalög, Eiríkur Hauksson flutti úr landi og Pálmi sneri sér að fluguhnýtingum. Magnús Eiríksson hvarf inn í blúsinn og Hrafn Gunn- laugsson gerði Hvíta víkinginn. Sjálfur fór ég að drekka ótæpilega og ljósmyndarinn varla tekið lit- mynd ótilneyddur. Góða skemmtun í kvöld. ■ Stóra lygin www.IKEA.is ECKERÖ fellistóll 8.900,- ÄPPLARÖ stóll m/örmum VISINGSÖ fellistóll ORUST stóll m/örmum 6.500,- 2.900,- 7.900,- BOLLÖ fellistóll 4.800,- Blómamarkaður um helgina 590,- 1.990,-150,-2.900,- Laugardaga ..................kl. 10:00 - 18:00 Sunnudaga....................kl. 12:00 - 18:00 Mánudaga - föstudaga...kl. 10:00 - 18:30 www.IKEA.is 890,- BJURÖN garðáhöld 2 stk. OLLIE blómapottur 30 cm BETTNA 300 mlAMAGER blómapottur 33 cm ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 21 09 6 05 .2 00 3 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 3 Stjúpur 20 stk. í hólfabakka Reiðskólinn Hrauni Fyrir 10-15 ára. Grímsnesi S: 897-1992 www.mmedia.is/hrauni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.