Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 27
29LAUGARDAGUR 24. maí 2003 sig 30 ár til viðbótar að læra ís- lensku. Tungumálið vafðist þó ekki meir en svo fyrir Dorrit að tæpum tveimur árum eftir að hún spjallaði við blaðamann Daily Mail er hún orðin forsetafrú. Hlutverk sem hún getur mótað sjálf Dorrit sinnir viðskiptum sínum frá skrifstofu sinni í London og er því töluvert á faraldsfæti en hefur þó engu að síður gefið sér tíma til þess að taka þátt í fjöldamörgum heimsóknum og móttökum á vegum forsetaembættisins. Stefán Lárus Stefánsson forsetaritari segir að hlutverk maka forsetans sé ekki í mjög föstum skorðum og það sé því í raun í höndum forsetans og maka hans að meta hvernig hlutverkið er útfært. „Það hafa vissulega ákveðnar venjur skapast og starf forsetafrú- arinnar mun væntanlega þróast innan þess ramma sem þær hefðir kveða á um, með mismunandi áherslum eftir því í hvaða embætt- iserindum hún fylgir forsetanum. Þetta hefur verið nokkuð misjafnt hjá forsetafrúm í gegnum tíðina og mun væntanlega þróast áfram með hliðsjón af vilja forsetahjónanna og vilja þjóðarinnar.“ Unglingur í London Dorrit Moussaieff fæddist árið 1950 og ólst upp í Jerúsalem. Faðir hennar, Shlomo Moussaieff, er einnig fæddur í Jerúsalem. Þau geta rakið ættir sínar allt aftur til ársins 1260 en þá bjuggu forfeður þeirra í Cordoba á Spáni og til- heyrðu fjölmennasta gyðingasam- félagi borgarinnar. Ættingjar henn- ar hröktust síðar frá Spáni og komu víða við en fjölskyldan hafði sér- hæft sig í því að versla með perlur og demanta. Faðir Dorritar er um- svifamikill demantakaupmaður og Daily Mail metur eignir fjölskyld- unnar á um það bil 120 milljónir punda eða í kringum 18 milljarða íslenskra króna. Móðir Dorritar er frá Vínarborg og á einnig ættir að rekja til Prag, þannig að foreldrar hennar koma úr ólíkum áttum rétt eins og Dorrit og Ólafur Ragnar. Dorrit flutti til London ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var ung- lingur og þar byrjaði hún að versla með demanta hjá fjölskyldufyrir- tækinu. Skemmtanalíf borgarinnar heill- aði Dorrit og þegar hún var 16 ára fór hún að heiman. Hún lýsti þeirri ákvörðun í fyrr- nefndu Morgunblaðsviðtali: „Þegar ég var sextán ára samdi mér illa við móður mína. Hún vildi ekki að ég væri úti eftir klukkan tólf á kvöldin sem mér þótti afar óréttlátt því fjörið í „Lundúnasveiflunni“ byrj- aði aldrei fyrr en eftir miðnætti. Svo ég fór að heiman.“ Dorrit vann meðal annars fyrir sér í fataverslun þegar hún þurfti að standa á eigin fótum en hellti sér svo út í nám og lagði meðal annars stund á listfræði og innanhússarki- tektúr. Hún starfaði um árabil sem innanhússhönnuður og gat sér gott orð sem slíkur. Þá byrjaði hún einnig að skrifa í lausamennsku fyrir tímaritið Tatler og hóf aftur störf sem skartgripasali hjá fjöl- skyldufyrirtækinu og er vel þekkt- ur skartgripasali og hönnuður. Dorrit hefur talað opinskátt um glímu sína við lesblindu sem háði henni í námi framan af. Lesblindan hefur þó ekki aftrað henni í tungu- málanámi. Hún talar þýsku, ensku, hebresku og frönsku og kann einnig nokkuð fyrir sér í arabísku, og eins og alþjóð veit hefur hún náð ágætis tökum á íslenskunni. Það er því óhætt að segja að for- setafrú íslensku þjóðarinnar sé veraldarvanur heimsborgari og að ekkert bendi til annars en að hún muni blómstra í þessu nýja hlut- verki sem hún getur að einhverju leyti mótað eftir eigin höfði. thorarinn@frettabladid.is Kristján Eldjárn var kjörinnþriðji forseti lýðveldisins árið 1968. Hann hafði verið skipaður þjóðminjavörður í desember árið 1947. Þetta sama ár, í febrúar, gekk hann að eiga Halldóru Ingólfsdóttur, framkvæmdastjóradóttur frá Ísafirði. Hún hafði lokið versl- unarprófi með afburðagóðri einkunn þegar þau Kristján kynntust en gerðist nú hús- móðir. Fyrsta barn þeirra hjóna, Ólöf, fæddist í júlí 1947. Fjöl- skyldan stækkaði svo með ár- unum og í barnahópinn bættust Þórarinn, Sigrún og Ingólfur sem var átta ára þegar fjöl- skyldan fluttist til Bessastaða. Stuðningsmenn Kristjáns í kosningabaráttunni voru þess fullvissir að það yrði þjóðinni til mikilla heilla að þau hjón tækju við búinu á Bessastöðum af Ásgeiri Ásgeirssyni en Krist- ján atti kappi við Gunnar Thoroddsen, tengdason Ásgeirs Ásgeirssonar, um embættið. Kristján varð ástsæll forseti og þau hjón sátu á Bessastöðum í 12 ár. Kristján lét af embætti 31. júlí 1980 og lést tveimur árum síðar. ■ Tólf ár á Bessastöðum HALLDÓRA ELDJÁRN Var 24 ára gömul þegar hún giftist Kristjáni Eldjárn. Þau bjuggu á Bessa- stöðum í 12 ár frá 1968 til 1980. Íslenska þjóðin var harmi sleg-in þegar Guðrún Katrín Þor- bergsdóttir, forsetafrú, lést á sjúkrahúsi í Seattle árið 1998 eftir að hafa háð harða og hetju- lega baráttu við bráðahvítblæði í rúmt ár. Guðrún Katrín tók virkan þátt í kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar þegar hann bauð sig fram til embættis for- seta Íslands árið 1996. Fram- koma hennar þótti einstaklega glæsileg og hafði sitt að segja fyrir kosningasigur eiginmanns- ins. Það var enda haft á orði að þarna hefði þjóðin ekki einungis kosið sér forseta heldur forseta- hjón. Guðrún Katrín var heillandi fulltrúi þjóðar sinnar í ferðum sínum með forsetanum og setti jafnframt sterkan og persónu- legan svip á embættið sem hús- freyja á Bessastöðum. Það var svo í september árið 1997 að forsetinn gaf út yfirlýs- ingu um veikindi Guðrúnar Katrínar og sagði að hún myndi ekki geta gegnt starfsskyldum opinberlega næstu mánuði. Hún gekk í gegnum erfiða sjúkdóms- meðferð á Landspítalanum þá um veturinn og almenningur fylgdist með henni milli vonar og ótta. Meðferðin virtist í fyrstu bera árangur og hún kom fram opinberlega með eigin- manni sínum að nýju. Fregnir af því að sjúkdómurinn hefði tekið sig aftur upp komu fólki því í opna skjöldu og skyndilegt frá- fall hennar var þjóðinni allri mikið áfall. Guðrún Katrín bjó yfir mikl- um listrænum hæfileikum og vann alla tíð mikið að sauma- og prjónaskap. Prjónauppskriftir eftir hana hafa birst í blöðum bæði hér heima og erlendis. ■ Þjóðin slegin harmi GUÐRÚN KATRÍN ÞORBERGSDÓTTIR Vakti hvarvetna athygli fyrir fágaða framkomu og glæsileik. Þjóðin var harmi slegin þegar hún féll frá þegar tvö ár voru liðin af fyrsta kjörtímabili Ólafs Ragnars Grímssonar. SVAVA JOHANSEN „Það er voða bjart yfir henni og hún er hin skemmtilegasta kona, bæði glaðleg og alþýðleg.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.