Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 12
HALLDÓRA GEIRHARÐSDÓTTIR Hefur mikla mætur á Kristbjörgu Kjeld. Sparar sig aldrei Það er Kristbjörg Kjeld. Hún erheiðarleg, sparar sig aldrei og gengur hreint til verks. Mér finnst hún aðdáunarverð og fyrir mér er hún mentor. Hún er svo trú starfinu. Hún getur tekist á við hvaða hlutverk sem er. Hún getur verið mjög fyndin. Ég hef séð hana gera ótrúlega kómíska hluti, eins og til dæmis í Taktu lagið Lóa og Stræti. Svo er hún rosalega dramatísk og djúp. Önnur leik- kona sem ég man eftir sem hefur þetta líka í ríkum mæli er Edda Heiðrún Backman.“ ■ 18 24. maí 2003 LAUGARDAGUR Daglegt flug til London Iceland Express flýgur til London alla daga. Skoðaðu og bókaðu á IcelandExpress.is eða komdu á söluskrifstofuna Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga. Lág fargjöld. Enginn bókunarfyrirvari. Engin lágmarksdvöl og engin hámarksdvöl. Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga I Sími 5 500 600 I www.IcelandExpress.is M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Ég átti mér þann draum aðverða leikkona eins og sjálf- sagt flestar stelpur,“ segir sjálf- ur Kjalnesingagoðinn Jóhanna Harðardóttir. Hún ætlar í dag að helga gróð- ur- og grillblót fjölskyldunnar við Mógilsá á Kjalarnesi, lýsa griðum og ákalla Frey og Freyju. Náttúr- lega draumur í sjálfu sér. Jóhanna segir verðugt markmið að láta drauma sína rætast og að hún hafi fengið smjörþefinn af því. „Já, ég komst svo á svið. Það var í Kópa- vogsleikhúsinu en ég lék sem sagt eitt af aðalhlutverkunum í leikrit- inu „Aldrei er friður“ eftir Andrés Indriðason. Þetta var mjög skemmtilegt en svo reyndist þetta mitt fyrsta og síðasta hlutverk á sviði. En þó ber á það að líta að líf- ið er leiksvið, einsog Shakespeare sagði.“ ■ ■ ÉG ÁTTI MÉR DRAUM JÓHANNA HARÐARDÓTTIR Kjalnesingagoðinn sem hefur upplifað draum sinn – í eiginlegri sem og óeigin- legri merkingu. Lífið er leiksvið ■ UPPÁHALDSLEIKARINN Hungursneyð ógnar milljónum manna í sunnanverðri Afríku. Rauði krossinn er að hjálpa. Hringdu í síma 907 2020 og þá styrkir þú átakið um 1.000 kr., sem bætast við símreikninginn. Þitt framlag getur bjargað mannslífum. Einnig er hægt að leggja framlag inn á reikning 1151 25 12, kt. 530269-2649 eða með kredikorti á www.redcross.is ÓVENJULEG SJÓN Í SALNUM Fjörutíu hendur á tíu píanóum. Tíu píanó á sviðinu TÓNLIST Óvenjulega sjón gat að líta í hádeginu í gær í Salnum í Kópa- vogi. Þar sátu tuttugu píanóleikar- ar við tíu píanó á sviðinu að æfa sig fyrir Hátíðartónleika, sem haldnir verða í dag í tilefni af af- mæli Tónlistarskóla Kópavogs. „Við erum reyndar ekki með flygla á sviðinu, heldur píanó,“ segir Árni Harðarson skólastjóri. „En þetta er mjög sérstakt.“ Á tónleikunum kemur einnig fram strengjasveit og fimmtán fiðluleikarar. Meðal annars verð- ur frumflutt verk eftir Erik J. Mogensen. Allt eru það nemendur skólans sem flytja tónlistina. Tónleikarnir eru hluti af af- mælishátíð Tónlistarskólans sem stendur yfir frá morgni og fram undir kvöld. Strax klukkan níu að morgni geta Kópavogsbúar lagt leið sína í skólann og fengið ókeypis tónlist- arkennslu hjá kennurum skólans. Eftir hádegi hefst svo tónlistar- flutningur, fyrst í anddyri Salar- ins klukkan 13.30 og síðan í beinu framhaldi af því hefjast hátíðar- tónleikarnir í Salnum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.