Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 18
24. maí 2003 LAUGARDAGUR Árangur Íslands í Eurovision ermeð ýmsu móti. Oftast erum við á sveimi um og við hið marg- fræga 16. sæti en bestum árangri náði Selma eða 2. sætinu með 146 stig árið 1999 - sællar minningar. Lagið er eftir Þorvald B. Þorvalds- son við texta Selmu, Þorvaldar og Sveinbjörns I. Baldvinssonar. Sveinbjörn hefur komið að Eurovision með ýmsu móti en hann er einmitt textahöfundur „Open your heart“. Einnig var árangur Siggu og Grétars glæsilegur með laginu „Eitt lag enn“ eftir Hörð Ólafsson og texta Aðalsteins Ás- bergs – sem er enn einn Euro- vision-boltinn. Þau náðu 4. sæti og 124 stigum. „Nei eða já“ – lag eftir Friðrik Karlsson og Grétar Örvars- son við texta Stefáns Hilmarssonar, sem allir mega heita þrautreynd Eurovision-brýni – má einnig vel við una í 7. sæti með 80 stig. Ekkert er ljós án skugga. Aðrar þjóðir Evrópu sáu ekki snilldina þegar Íslendingar sendu rólegt lag eftir Valgeir Guðjónsson, „Það sem enginn sér“ í flutningi Daníels Ágústs sem botnaði keppnina með ekkert stig. Valgeir hafði farið í keppnina árið 1987 með „Hægt og hljótt“ og náði þá 28 stigum. Þá olli árangur Páls Óskars árið 1997 nokkrum vonbrigðum þótt þessi helsti áhugamaður Íslands um Eurovision hafi síður en svo látið það slá sig út af laginu. Hann lenti í 20. sæti með lagið „Minn hinsti dans“ eftir Trausta Haraldsson við texta Símonar Kuran. Það leiddi til þess að við duttum úr keppni og vorum ekki með árið 1998. Selma reif okkur upp eins og áður sagði. Þá var komið að þeim Skítamóralsdrengjum. Einar Ágúst, ásamt Telmu, átti ágætan dag árið 2000 og lentu þau í 12. sæti með laginu „Tell me“. Sigurð- ur Örn gerði texta við lag Örlygs Smára og uppskeran var 45 stig. (Sumir vilja enn halda því fram að ef Einar hefði ekki verið í kjól hefði árangurinn orðið betri.) Næsta ár fór félagi Einars, Gunn- ar Ólason og Kristján út sem dúettinn Two Tricky með lag Ein- ars Bárðarsonar „Angel“. Þeir fengu aðeins 3 stig og enn duttu vonglaðir Íslendingar úr keppni. Hugsanlega má smíða þá kenn- ingu úr þessum bollaleggingum að það sem virkar vel á Íslandi, virki ekkert endilega vel í Eurovision. En þeirri kenningu verður ekki haldið á loft hér – svo hún verði ekki að áhrínisorðum. jakob@frettabladid.is Skjáborðsmyndir Myndasafn Eurovision PC margmiðunardiskurinn inniheldur Myndbandið Karaókí útgáfa • Eurovision lagið á íslensku • Eurovision lagið á ensku • Karaókí útgáfa til að syngja eftir • Myndasafn og skjáborðsmyndir • Myndbandið ofl. ofl. • Eurovision leikur, Panasonic 42“ plasma sjónvarp í vinning 799 Spilaðu diskinn í venjulegum geislaspilara eða í PC tölvunni þinni! Ómissandi í partíið! 26.999 20“ Thomson er ómissandi í barna- eða svefnherbergið og Birgittu diskurinn fylgir með í kaupbæti! DI SK UR IN N FÆ STA ÐEINS Í BT Mjódd • Dalbraut • Austurströnd Mjódd • Dalbraut • Austurströnd 1000 kr. tilboð Aukaálegg að eigin vali kr. 150 kr. 1.000 Stór pizza með 2 áleggstegundum sótt ÁR SÆTI LAG FLYTJANDI 1986 16 Gleðibankinn Icy-flokkurinn 1987 16 Hægt og hljótt Halla Margrét Árnadóttir 1988 16 Þú og þeir Stefán Hilmarsson 1989 22 Það sem enginn sér Daníel Ágúst 1990 4 Eitt lag enn Sigga og Grétar 1991 15 Draumur um Nínu Eyvi og Stefán 1992 7 Nei eða já Heart 2 Heart 1993 13 Þá veistu svarið Ingibjörg Stefánsdóttir 1994 12 Nætur Sigrún Eva Ármannsdóttir 1995 15 Núna Björgvin Halldórsson 1996 13 Sjú-bí-dú Anna Mjöll Ólafsdóttir 1997 20 Minn hinsti dans Páll Óskar 1999 2 All out of luck Selma 2000 12 Tell me Einar Ágúst og Telma 2001 22-23 Birta To tricky 2003 ? Open your heart Birgitta Framlag Íslands og árangur: Íslensku lögin Ár Lag Land 2002 I wanna Lettland 2001 Everybody Eistland 2000 Fly on the wings of love Danmörk 1999 Take me to your heaven Svíþjóð 1998 Diva Ísrael 1997 Love shine a light Bretland 1996 The voice Írland 1995 Nocturne Noregur 1994 Rock ‘n’ roll kids Írland 1993 In your eyes Írland 1992 Why me? Írland 1991 Fångat av en stormvind Svíþjóð 1990 Insieme Ítalía 1989 Rock me Júgóslavía 1988 Ne partez pas sans moi Sviss 1987 Hold me now Írland 1986 J’aime la vie Belgía 1985 La det swinge Noregur 1984 Diggi loo diggi ley Svíþjóð 1983 Si la vie est cadeau Lúxemborg 1982 Ein bisschen Frieden Þýskaland 1981 Making your mind up Bretland 1980 What’s another year Írland 1979 Hallelujah Ísrael 1978 A ba ni bi Ísrael 1977 L’oiseau et l’enfant Frakkland 1976 Save your kisses for me Bretland 1975 Ding dinge dong Holland 1974 Waterloo Svíþjóð 1973 Tu te reconnaitras Lúxemborg 1972 Apres toi Lúxemborg 1971 Un banc... Mónakó 1970 All kinds of everything Írland 1969 Vivo cantando Spánn 1968 La la la Spánn 1967 Puppet on a string Bretland 1966 Merci cherie Austurríki 1965 Poupee de cire Lúxemborg 1964 No ho l’eta Ítalía 1963 Dansevise Danmörk 1962 Un premier amour Frakkland 1961 Nous les amoureux Lúxemborg 1960 Tom Pillibi Frakkland 1959 Een beetje Holland 1958 Dors mon amour Frakkland 1957 Net als toen Holland 1956 Refrain Sviss TATU DÚETTINN Framlag Rússlands, Tatu dúettinn, hefur án efa vakið meiri athygli en framlag annarra þjóða í Eurovision söngvakeppninni í ár. Hér eru þær á æfingu á sviðinu í Riga, Lena Katina til vinstri og Yulia Volkova til hægri. Lagið þeirra heitir Don’t Belive. Don’t be Scared. Don’t Ask. Hin söngelska þjóð Íra hefurfagnað sigri oftast allra þjóða og er skráð í Heimsmetabók Guinness sem s i g u r s æ l a s t a þjóðin í E u r o v i s i o n söngvakeppn- inni með sjö sigra. Munar þar verulega um sjálfan E u r o v i s i o n - kónginn Johnny Logan, sem hef- ur sigrað þessa keppni þrisvar sinnum. Þetta met Íra mun ekki falla í bráð því næstsigur- sælastir eru Lúxemborgarar sem eru með 5 sigra að baki. Lúxem- borg hefur hins vegar ekki unnið síðan 1983. Þá vekur athygli að austantjaldsþjóðirnar settu veru- legt mark sitt á þennan lista skömmu eftir að þær hófu þátt- töku – ólíkt því þegar við Íslend- ingar komum inn með gleðilátum árið 1986. ■ SIGURLÖGIN FRÁ UPPHAFI Eurovision í 47 ár: Írar hafa oftast unnið Mikið fjaðrafok hefur verið íRiga vegna rússneska lesb- íudúettsins t.A.T.u. Umsjónar- menn keppninnar óttast að stúlk- urnar reyni að nýta tíma sinn á sviðinu til þess að hneyksla áhorfendur. Markaðsmennirnir sem eru á bakvið stelpurnar kunna sitt fag því stelpurnar mættu í fangabún- ingum á blaðamannafundinn í Riga á fimmtudag. Það gerðu þær til þess að vekja athygli á því að verið væri að beita þær pressu. Á fundinum gáfu þær í skyn að þeim væri bannað að hafa atriði sitt eins og þær vildu. Þær fullyrtu þó að þær ætluðu að virða reglur keppninnar og því myndu þær ekki gera neitt hneykslanlegt. Af t.A.T.u. er það einnig að frétta að stúlkurnar náðu þeim árangri á dögunum að ná platínu- sölu, bæði á ensku plötunni þeirra og þeirri rússnesku. Stúlk- urnar hafa þar með selt milljón eintök af hvorri plötu. Miðað við slíkar vinsældir hlýtur að teljast borðleggjandi að stelpurnar nái að minnsta kosti einu af þremur efstu sætunum. ■ t.A.T.u.: Mættu í fangabúning- um á blaðamannafund JOHNNY LOGAN Ótvíræður Eurovision-kóngur allra tíma. Hann hef- ur sigrað keppnina í þrígang og verður að heita ólíklegt að það met verði slegið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.