Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 24. maí 2003 21 ... notaðu hjálm! Hvað á þitt barn yfir höfði sér? Þegar vorar flykkjast börnin okkar út í góða veðrið og taka fram reiðhjólin, línuskautana og hlaupahjólin. Öllum þessum farartækjum fylgir aukin hætta á óhöppum og því er mikilvægt að við séum vakandi gagnvart því að vernda þau eins og kostur er. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að reiðhjólahjálmar geta komið í veg fyrir alvarlega höfuðáverka enda kveða lögin á um að öll börn, yngri en 15 ára, skuli nota hjálma á reiðhjólum. Félagar mínir sem eru búnir aðvera lengst í þessu segja nú að ég sé nýbyrjaður“, segir Kristinn Snæland sem hefur keyrt leigubíl í 16 ár samfellt. „Þetta hefur lítið breyst frá því ég byrjaði og fólkið er svipað í skemmtanalífinu, sumir greini- lega eitthvað dópaðir og aðrir vel mjúkir. Þetta var allt öðruvísi fyrir 20 til 30 árum en þá var fólk að taka leigubíl á böll út um allar sveitir. Renniríið á ball- kvöldum byrjaði um klukkan tíu og þá mátti stundum sjá straum af leigubílum út úr bænum. Það liði yfir mann í dag ef maður yrði beðinn um að keyra fólk á ball austur í sveitir.“ Kristinn segir að vinnutími leigubílstjóra þurfi ekki að vera geggjaður. Menn stjórni því mik- ið sjálfir. „Ég segi nú alltaf að sá hefur nóg sem nægja lætur. Sjálfur er ég hættur að keyra fram undir morgun um helgar og hætti milli fjögur og fimm. Mað- ur fær þægilegri farþega á þess- um tíma. Liðið er oft orðið út- taugað og svolítið þreytt í skemmtuninni á morgnana og er þá með alls konar vesen. En menn sem eru að kaupa bíla á allt upp í sex milljónir þurfa auðvit- að að keyra eins og vitfirringar til þess að það sé einhver glóra í þessu hjá þeim.“ Kristinn segir að það sé svo aftur mjög ánægjulegur hluti af starfinu að þjónusta eldri borg- ara. „Það er mjög þakklátt starf að keyra gamla fólkið í búðir, til lækna og ættingja og fleira sem það þarf að komast. Það er tals- verður akstur í slíkum ferðum dagsdaglega.“ ■ KRISTINN SNÆLAND Segir álagið í leigubílaakstrinum hafi minnkað verulega. „Þetta er bara eðlileg þróun. Einkabíllinn, faxtækin, tölvurnar og jafnvel GSM-símarnir taka einhverja vinnu af okkur þar sem fólk á nú auðveldara með að ná í vini og kunningja til að skutla sér milli staða.“ ■ STARFIÐ MITT Hættur að keyra fram undir morgun

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.