Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 5

Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 5
6 24. maí 2003 LAUGARDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 71,43 -1,37% Sterlingspund 117,13 -1,06% Dönsk króna 11,35 -0,63% Evra 84.25 -0,61% Gengisvístala krónu 117,98 0,46% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 370 Velta 11.847,1 m ICEX-15 1.461,7 +0,29% Mestu viðskipti Búnaðarbanki Íslands 2.630.228.972 Baugur 1.146.707.523 Kaupþing 370.713.745 Mesta hækkun Framtak fjárfestingabanki 3,41% Marel 3,13% VÍS 1,20% Mesta lækkun SÍF -4,65% Hampiðjan -4,00% Samherji -1,75% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8.614,1 +0,2% Nasdaq*: 1.512,94 +0,4% FTSE: 3.979,8 -0,1% DAX: 2.836,4 -1,0% NIKKEI: 8.146,8 +1,7% S&P*: 934,4 +0,3% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Tómas Ingi Olrich lætur af embættimenntamálaráðherra um áramót. Hver verður þá menntamálaráðherra? 2Mannskæður jarðskjálfti varð viðnorðurströnd Afríku í vikunni. Í hvaða landi átti skjálftinn upptök sín? 3Leikritið „Plómur“ var frumsýnt íTjarnarbíói á miðvikudaginn. Hver samdi tónlistina í verkinu? Svörin eru á bls. 46 Bændasamtökin: Hæfilega bjartsýnn STJÓRNARSÁTTMÁLI „Það eru allmikil gjöld og álögur á landbúnað,“ segir Ari Teitsson, formaður Bændasam- taka Íslands, og fagnar því að í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar sé að finna ákvæði um að þessi gjöld verði lækkuð. Slíkt hafi mikið að segja um afkomu bænda. „Ég held að ef framkvæmdin verður í takt við orðanna hljóðan verði áhrifin á íslenskan landbúnað góð.“ „Í raun og veru ræður landbún- aðurinn litlu um það og stjórnvöld reyndar líka. Það er eitthvað sem menn verða að taka,“ segir Ari um fyrirsjáanlegar breytingar á regl- um Alþjóða viðskiptastofnunarinn- ar á viðskiptum með landbúnaðar- afurðir. „Það reikna flestir með að það verði umtalsverðar breytingar á tollvernd.“ ■ STJÓRNARSÁTTMÁLI „Okkur finnst það aðalatriði málsins að það sé ekki hróflað við grundvallar- atriðum kerfisins. Það er þá fast í hendi og menn vita hvernig það verður næstu árin,“ segir Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, um sjávarútvegskaflann í stefnuskrá nýrrar ríkisstjórnar. Hann er þó misjafnlega sáttur við þær breytingar sem eru lagðar til. Kristján furðar sig á fyrirheit- um um ívilnun fyrir línu ef hún er beitt í hendi. „Það er óskaplega einkennilegt ef menn ætla að fara að stýra því með hvaða hætti menn nota veiðarfæri, eða að menn megi ekki nota vél heldur hendur. Það er ótrúlegur hugsun- arháttur að ætla að lögfesta íviln- un sem byggir á þessu,“ segir Kristján. „Það jákvæða er að menn hafa talað um að þetta komi að einhverju leyti í stað byggðakvóta.“ Þó eru ákvæði um aukinn byggðakvóta sem Krist- ján hryllir við. Hann segir breyt- ingarnar til þess fallnar að grafa undan kerfinu frekar en að styrkja það. „Þetta er það sem myndi gera kerfið óskilvirkara. Af því höfum við áhyggjur.“ Hann fagnar því þó að framsal innan ársins skuli lækkað úr 50% í 25%. „Okkur finnst að við höf- um fengið þessar heimildir til að nýta þær en ekki til að framselja þær öðrum.“ ■ Fyrirheit um breytingar Stefnuskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er um margt almennt orðað plagg sem lýsir vilja til ýmissa góðra verka. Í sumum málaflokkum er kveðið skýrar á um hvað skuli gert. Það á sérstaklega við um skatta- lækkanir, stjórn fiskveiða, húsnæðislán og barnabætur. Stefnt að víðtækri sátt Fiskveiðistjórnin byggir áfram ánúverandi aflamarkskerfi með hóflegu veiðigjaldi. Þó skulu gerð- ar breytingar innan þess kerfis til að ná sem víðtækastri sátt. Komið skal til móts við sjávar- byggðir. Ein helsta leiðin er sú að kanna kosti þess að styrkja for- kaupsréttarákvæði sveitarfélaga og nota tekjur af veiðigjaldi til uppbyggingar þeirra. Þá er rætt um að takmarka framsal aflaheim- ilda innan fiskveiðiársins og auka byggðakvóta. Línuívilnun skal tek- in upp fyrir dagróðrarbáta á línu- veiðum. Þá er stefnt að því að taka ákvæði um auðlindir sjávar sem sameign íslensku þjóðarinnar inn í stjórnarskrá. Deilt hefur verið um gagnsemi þessa en efasemdir hafa komið fram um að almennt laga- ákvæði í fiskveiðistjórnarlögum tryggi þetta jafn vel. ■ Stutt við barnafólk Eitt helstu markmiða er aðauka beinan stuðning við barnafjölskyldur. Þessu hyggjast flokkarnir meðal annars ná fram með hækkun barnabóta. Þá er því heitið að hækka skerðingar- mörk, sem nú eru 700.000 krón- ur fyrir einstæða foreldra og 1,4 milljónir fyrir hjón. Einnig skal dregið úr tengingu barnabóta við tekjur. Í dag er stærstur hluti barna- bóta tekjutengdur en ekki eigna- tengdur. Það er einungis 35.000 króna viðbótarframlag með barni til sjö ára aldurs sem hef- ur ekki verið tekjutengt. ■ Hærri lán fyrir fleiri Ríkisstjórnin stefnir að því aðhækka lánshlutfall almennra lána upp í allt að 90% af verð- gildi eigna áður en kjörtímabilið er búið. Ákveðið hámark verður þó ennþá á veitingu lána. Nú geta húsbréfalán numið 70% af kaupverði fyrstu íbúðar sem fólk kaupir og 65% af seinni íbúðakaupum, þó aldrei meira en 85% af brunabótamati. Viðbótar- lán standa til boða einstaklingum sem hafa allt að 2,2 milljónir í árstekjur og hjónum með tekjur upp að 3,1 milljón. Einnig er stefnt að því að efla leigumarkað íbúðarhúsnæðis en ekki kveðið á um með hvaða hætti eigi að gera það. Síðasta ríkisstjórn gerði nokkra samn- inga við félagasamtök um upp- byggingu leiguhúsnæðis. ■ Skattar lækki Skattalækkanir verða eitt afmeginviðfangsefnum nýrrar ríkisstjórnar. Stjórnin stefnir að því að lækka tekjuskattsprósentu einstaklinga um allt að fjögur prósent á kjörtímabilinu. Gangi það eftir lækkar tekjuskattur úr 25,75% í 21,75% og staðgreiðslan úr 38,54% í 34,54%. Eignaskattur skal felldur nið- ur og erfðafjárskattur lækkaður. Taka á virðisaukaskattkerfið til endurskoðunar og er þar vísað til lækkunar virðisaukaskatts á matvælum og barnafötum þó það sé ekki tekið sérstaklega fram. Þá er stefnt að því að auka möguleika almennings á skatt- frjálsum viðbótarlífeyrissparn- aði. Stefnt er að því að taka endan- legar ákvarðanir um skattalækk- anir í tengslum við kjarasamn- inga. ■ STJÓRNARSÁTTMÁLI „Ég vona líka að þetta feli í sér breyttar áherslur í samkeppnismálum þar sem brýn- ar lagabreytingar hafa setið á hak- anum,“ segir Ari Edwald, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, um stefnuskrá ríkisstjórn- arinnar. Hann segir mjög jákvætt að tekið sé fram í stefnuskránni að hvort tveggja þurfi að tryggja sjálfstæði opinberra eftirlitsstofn- ana og sjá til þess að starfsemi þeirra verði ekki óþarflega íþyngjandi. Þetta sé eitt stærsta mál samtakanna á komandi ári. „Þessi stefnuyfirlýsing lofar góðu,“ segir Ari en tekur fram að sumt eigi eftir að koma betur í ljós. Meðal þess sem Ari fagnar er sú áhersla sem er lögð á þróun símenntunarkerfis í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins. „Þar hafa verið stigin mjög stór skref sem ekki hafa farið hátt. Um 42% þeirra sem nú eru á vinnu- markaði hafa ekki lokið annarri formlegri menntun en grunn- skólagöngu,“ segir Ari og vill bæta úr því. ■ Framkvæmdastjóri SA fagnar breytingum: Stefnuyfirlýsing lofar góðu ARI EDWALD Mikill áhugi er í atvinnulífinu á að nýta kosti upplýsingasamfélagsins. MAKALAUST ÞJÓÐAREIGNARÁKVÆÐI „Ég sé ekki tilgang í því að láta fólk halda að þetta sé með einhverjum öðrum hætti með því að setja það í stjórnarskrá.“ 4.3.2.1.Forseti ASÍ:Tekið undir með okkur STJÓRNARSÁTTMÁLI „Við fyrstu yfir- ferð sé ég ekki betur en tekið sé undir eitt og annað í okkar tillögum í velferðarmálum,“ segir Grétar Þorsteinsson, formaður Alþýðu- sambands Íslands, um stefnuskrá ríkisstjórnarinnar. Hann nefnir þar sérstaklega áherslu á að tryggja öllum aðgang að heilbrigðisþjón- ustu og menntun auk þess að kanna samspil lífeyrissjóða og almanna- kerfis. „Við teljum að það sé forgangs- verkefni að lagfæra velferðarkerf- ið,“ segir Grétar. „Ef það er svig- rúm til skattalækkana viljum við að það sé byrjað á því að lækka skatta á þá sem eru með lægstu tekjurn- ar.“ Hann er vongóður um hærri barnabætur þó ekki komi nákvæm- lega fram hversu mikið eigi að leggja í það. ■ Formaður LÍÚ að mestu ánægður með stefnuna í fiskveiðistjórnarmálum: Sér bæði kostina og gallana í sáttmálanum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.