Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 6
Söngvakeppni evrópskra sjón-varpsstöðva var fyrst haldin í Lugano í Sviss vorið 1956. Fyrir- myndin var geysilega vinsæl keppni í San Remo á Ítalíu. Aðeins sjö þjóðir tóku þátt í fyrstu keppninni; Belgía, Frakk- land, Ítalía, Lúxemborg, Holland, Sviss og Vestur-Þýskaland. Þrem- ur þjóðum sem vildu skrá sig til leiks eftir að frestur til þess var runninn út var vísað frá. Þetta voru Danmörk, Austurríki og Bretland. Mælt var með því við þátttöku- þjóðirnar að halda forkeppni í heimalandi sínu til að gera keppn- ina sem vinsælasta. Í upphafi voru reglurnar þannig að hver þátttakandi mátti syngja tvö lög á því tungumáli sem viðkomandi kaus. Hins vegar mátti hvert lag að hámarki taka þrjár og hálfa mínútu í flutningi. Hver þjóð átti tvo fulltrúa í dómnefnd keppninnar sem fylgd- ist með framvindunni á litlum sjónvarpsskjá. Hver dómnefndar- maður átti að gefa öllum lögum einkunn á bilinu 1 til 10. Ekki var bannað að greiða eigin landi at- kvæði. Sigurvegararnir í fyrstu keppninni voru gestgjafarnir í Sviss. Lys Assia söng lagið „Refrain“. Segja má að Írar séu kóngar söngvakeppninnar. Þeir hafa unn- ið keppnina sjö sinnum, þar af þrisvar í röð árin 1992 til 1994. Til gamans má nefna að þrjár þjóðir hafa átta sinnum hver lent í öðru sæti. Þetta eru Noregur, Finnland og Belgía. Keppnin að þessu sinni er sú 48. í röðinni og fer fram í Riga í Lettlandi. Birgitta Haukdal syng- ur fyrir hönd Íslands. ■ Leiðarahöfundur The Wash- ington Post segir að Bandaríkja- stjórn hafi unnið mikinn diplómatískan sigur með sam- þykkt Öryggisráðsins. Hann segir að nú þurfi þjóðin að bera fulla ábyrgð á því að koma efnahag landsins í lag og að leggja grunn- inn að nýrri lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn í Írak. Þörf er hins vegar á auknum stuðningi við verkefnið frá Bandaríkjaþingi, almenningi í landinu og frá Evrópuþjóðum. Í leiðaranum er Bush hvattur til að útskýra betur fyrir löndum sínum hversu mikil vinna er fyrir höndum í Írak. Verkefnið krefjist margra ára vinnu og um leið fjár- magns upp á milljarða króna. Þó að markmiðinu sé náð í Írak má Bush ekki sópa málinu undir teppið og einbeita sér að málefn- um heima fyrir. Hann þarf að upplýsa bæði þingið og almenn- ing með betri hætti um hvað þurfi að gera í Írak og hvernig verði farið að því. Bush er einnig hvatt- ur til að óska eftir auknum stuðn- ingi við uppbyggingu í landinu í ferð sinni um Evrópu í byrjun næsta mánaðar. Í leiðara The Times er mest fjallað um samband Bandaríkjanna við Frakka, Rússa og Þjóðverja, en þær þjóðir voru andvígar stríðinu gegn Írak. Þar segir að með því að sam- þykkja ályktunina hjá Sameinuðu þjóðunum hefðu þjóðirnar aukinn möguleika á að koma sér aftur í mjúkinn hjá Bandaríkjamönnum eftir stirð samskipti undanfarið. Mikið er um fundarhöld á næst- unni í Evrópu. Leiðtogar Öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna hittast í St. Pétursborg til að halda upp á þriggja alda afmæli þessarar fyrr- verandi höfuðborgar Rússlands. Skömmu síðar hefst fundur átta helstu iðnríkja heims í Evian í Frakklandi. Í leiðaranum eru Evrópuþjóðirn- ar sem hafa átt í deilum við Banda- ríkin hvattar til að leggja ágreining sinn til hliðar og ná sáttum, sérstak- lega vegna hins mikilvæga verk- efnis sem er fram undan í Írak. Fundarhöldin eru tilvalinn grund- völlur til þess. Leiðarahöfundur The Guard- ian segir að fagna beri því að við- skiptabanni á Írak hafi nú verið aflétt, þrátt fyrir að leiðin að ákvörðuninni hafi kannski ekki verið sú ákjósanlegasta. Þar er Frökkum ásamt þeim þjóðum sem voru á móti Íraks- stríðinu þakkað fyrir að vera reiðubúnir til að gera málamiðlun í samþykkt Öryggisráðsins. Með því hafi þeir þjónað æðri tilgangi, þ.e. að koma Sameinuðu þjóðun- um aftur á kortið, eins og Domin- ique de Villepin, utanríkisráð- herra Frakklands, orðaði það. Tony Blair, forsætisráðherra Breta, ætti því að vera þakklátur þessum þjóðum fyrir undanláts- semi sína. ■ Úr leiðurum Í leiðurum vikunnar er víða velt fyrir sér ákvörðun Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna um að aflétta viðskiptabanni á Írak og að veita Bandaríkjamönnum og Bret- um leyfi til að stjórna landinu. 8 24. maí 2003 LAUGARDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Nýafstaðnar alþingiskosningargeta varla talist mjög söguleg- ar að öðru leyti en því að það var að vissu leyti afrek fyrir ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks að halda velli þegar litið er til slóðans sem hún skilur eftir sig á átta ára valdaferli. Stjórnin kemur að vísu tætt út úr kosningunum. Báðir stjórnarflokkarnir tapa fylgi en ekki meiru en svo að ríkisstjórn- in kemur til með að skrimta. Í stjórnarsáttmálanum hótar hún framhaldi á þeirri stefnu sem hér hefur verið rekin undanfarin ár og er það ekki fagnaðarefni. Framsóknarflokkurinn lét í veðri vaka fyrir kosningarnar að allt kæmi til greina af hans hálfu varðandi stjórnarmyndun og reyndar má segja það um Samfylk- inguna einnig. Enginn vissi í raun með hverjum þessir flokkar vildu starfa að kosningum loknum og í aðdraganda stjórnarmyndunar bár- ust fréttir af bónorðum þvers og kruss. Gagnvart kjósendum er þetta fyrirkomulag ekki gott. Stjórnmálaflokkar eiga að segja af- dráttarlaust fyrir kosningar með hverjum þeir vilja starfa. Þegar allt kemur til alls þá eru að uppistöðu til tvenns konar póli- tískir straumar í stjórnmálunum. Annars vegar eru þeir sem vilja leggja rækt við samhjálp og félags- lega þætti og hins vegar eru hinir sem telja markaðinn allra meina bót. Að sjálfsögðu koma upp mál sem ganga þvert á þetta, svo sem Evrópumál, en þetta eru meginlín- urnar. Ef kjósendur gætu gengið að því sem vísu að þessar tvær megin- blokkir í stjórnmálum vildu starfa saman þá væri það kjósandans að ákveða hvaða áherslur hann vildi styrkja innan stjórnarsamstarfsins. Veikleikar stjórnarflokkanna Í þessu ljósi skulum við líta á hvað gerðist í nýafstöðnum kosn- ingum. Mitt mat er að veikleikar stjórnarflokkanna hafi verið þeir helstir að Sjálfstæðisflokknum var legið á hálsi fyrir að ganga of langt í hugmyndum um einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar og að þetta sé helsta skýringin á miklu fylgis- tapi hans. Þeir sjálfstæðismenn sem voru þessarar skoðunar og vildu áframhaldandi stjórnarsam- starf hafi jafnvel hallað sér að Framsóknarflokknum því þeir hafi talið hann hófsamari á þessu sviði. Veikleiki Framsóknarflokksins var hins vegar stefna hans í atvinnu- málum með áherslu á þungaiðnað. Þetta skýrir að Framsókn tapar fylgi auk þess sem auglýsingastof- unum auðnaðist ekki að hylja með öllu fótspor flokksins á liðnum tveimur kjörtímabilum. En hvað með stjórnarandstöð- una? Skilaboðin um kvótakerfið voru afgerandi. Frjálslyndi flokk- urinn er ekki endilega með bestu stefnuna í fiskveiðimálum en eng- inn velkist í vafa um að flokkurinn talar um það málefni af lífi og sál. Stuðningur við Frjálslynda flokk- inn var því krafa um breytingar á stjórn fiskveiða. Vinstrihreyfingin – grænt framboð tapaði fylgi, lítil- lega en tapaði þó. Samfylkingin styrkti sig hins vegar. Þetta gerir VG óneitanlega erfiðara um vik í þinginu, róðurinn verður að sjálf- sögðu þyngri fyrir bragðið t.d. hvað varðar störf í þingnefndum. Mín kenning er sú að margir stuðnings- menn VG hafi lagt slíkt ofurkapp á að fá nýjan forsætisráðherra að þeir hafi m.a. af þeim sökum kosið Samfylkinguna. Þetta hafi jafnvel átt við um eindregnustu náttúru- verndarsinna sem sárnaði afstaða Samfylkingar og forsætisráðherra- efnis hennar í Ráðhúsinu þegar Kárahnjúkar komu til kasta þess. Margir töldu að með því að kjósa Samfylkinguna væru þeir að grípa til þess ráðs sem líklegast væri til að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Þetta reyndist rangt mat. Með atkvæði sínu voru menn ein- faldlega að breyta styrkleikahlut- föllum á þingi. Vg hvergi bangin Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði erum hvergi bang- in gagnvart því starfi sem framundan er. Það verður hins veg- ar að skoðast af fullu raunsæi að kjósendur færðu ekki aðeins styrk- leikahlutföllin til innan stjórnar- meirihlutans heldur einnig minni- hlutans. Umhverfisverndarsinnar og vinstrimenn fengu ekki þann styrk sem þeir höfðu vænst til að takast á við verkefni komandi kjör- tímabils, en hægrisinnaðri sjónar- mið innan stjórnarandstöðunnar styrktust hins vegar nokkuð. Vonandi mun okkur takast að breyta styrkleikahlutföllum á Al- þingi í næstu alþingiskosningum. Fram til þess tíma munu þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs gera allt sem í okkar valdi stendur til að bregðast ekki trausti þeirra þúsunda sem veittu okkar brautargengi með atkvæði sínu í kosningunum. ■ Fordómar og jafnrétti Magnús skrifar: Þann 21. maí skrifar GunnarSmári Egilson pistil um for- dóma gagnvart samkynhneigð- um hjá Kópavogsbæ. Þar gerðist það að umsækjanda um starf sem fól í sér umsjón með heimili unglingspilta var hafnað og hann fór í mál. Gunnar segir að sá sem bar ábyrgð á að ráða í stöð- una, hafi talið að í þess konar starfi sé samkynhneigðum síður treystandi en gagnkynhneigð- um. Það sem er undarlegt við pis- til Gunnars er honum finnst engu máli skipta hvort þetta mat sé rétt. Hann gengur jafnvel svo langt að segja að „þótt rannsókn- ir sýndu að samkynhneigðir væri líklegir til að brjóta af sér í starfi á unglingsheimilum gæfi það manninum ekki rétt til að meta umsækjendur eftir kyn- hneigð sinni.“ Svo nefnir hann dæmi sem eiga að rökstyðja þessa fullyrðingu. „Karlmenn eru mikill meirihluti þeirra sem dæmdir hafa verið fyrir efna- hagsbrot. Það veitir atvinnurek- endum hins vegar ekki rétt til að hafna karlmanni sem sækir um sem gjaldkeri.“ Samkvæmt þessari niðurstöðu Gunnars má ekki spyrja um sakavottorð þeg- ar menn sækja um starf sem ör- yggisverðir. En það er nú samt gert og þykir sjálfsagt. Vinnuveitandinn verður að hafa frelsi til að velja þann um- sækjanda sem honum finnst hæfur og hafna þeim sem honum líst ekki á. Og ef þetta mat hans á rétt á sér og ef þessar rann- sóknir sýna það, þá er það algert aukaatriði hvort hann hafi for- dóma gagnvart samkynhneigð- um. ■ Um daginnog veginn ÖGMUNDUR JÓNASSON ■ þingmaður Vinstri grænna skrifar um stjórnarsamstarfið. Breyttar áherslur á Alþingi ■ Bréf til blaðsins Athuga- semd ritstj. Það er ekki það sama að biðjamenn um sakavottorð og að dæma einstakling út frá meðal- tals lögvísi þess hóps sem maður vill skipa honum í. Í því liggur munurinn á fordómum og temmilegri fyrirhyggju. Ég á mína fortíð sem einstaklingur en ber enga ábyrgð á fortíð mið- aldra karla, íbúa í Þingholtunum, blaðamanna, Íslendinga, KR- inga o.s.frv. Í öllum þessum hóp- um eru drenglyndismenn jafnt sem bölvuð skítseiði. En hver einstaklingur innan hópanna á sitt en hópurinn ekkert. Til að skilja vitleysuna geta menn skipt út nafni hópsins og sett „sumir“ í staðinn og merkingin breytist í raun ekkert. „Samkyn- hneigðum er ekki treystandi til að hafa umsjón með drengja- heimilum“ er sama setning og „sumum er ekki treystandi til að hafa umsjón með drengjaheimil- um“ og kemur samkynhneigðum umsækjanda jafn mikið við. ■ Evrópa og Bandaríkin þurfa að ná sáttum Baksviðs ■ Af Netinu Einráð valdaklíka „Þá er það dæmi um hversu ein- ráð valdaklíka Halldórs Ás- grímssonar er orðin í Framsókn- arflokknum, að ekki var tekið minnsta tillit til Jónínu Bjart- marz þegar Árni Magnússon var gerður að félagsmálaráð- herra...“ ANDRÉS JÓNSSON Á VEFNUM POLITIK.IS. Þrettán daga reynsla „...Davíð treysti sér ekki til að gera neina konu að ráðherra núna. Væntanlega hafa þær ekki næga reynslu ennþá. Árna nægja hins vegar þrettán dagar á þingi.“ ÁRMANN JAKOBSSON Á VEFNUM MURINN.IS. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.