Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 38
TÓNLIST „Júróvisjónpartí verða um land allt en þetta er náttúrlega aðal dæmið,“ segir Björgvin Halldórs- son. Hann er að tala um mikla Júró- visjón-veislu á Players í Kópavogi en þar eru kjöraðstæður: „Þetta er eins og landsleikur. Fólk kemur saman til að hvetja sitt fólk,“ segir Björgvin, sem nú er að leggja loka- hönd á plötuna Íslandslög 6, þar sem margir okkar bestu söngvara koma við sögu. Bjöggi segist ekki vera neinn prímusmótor í þessari veislu, Rás 2 standi fyrir gleðinni. En hug- myndin kviknaði þegar stór hópur sem tengist Júróvisjón í gegnum tíðina kom saman til að fylgjast með úrslitakeppninni hér heima. Svo þróaðist sú hugmynd að fyrr- um þátttakendur fari á sviðið og taki lagið strax eftir keppni. „Þarna verða Sigga og Grétar, Eyvi og Stebbi, Páll Óskar, nú og ég... já, bara allir.“ Árið 1995 keppti Bjöggi fyrir Íslands hönd og þótti ýmsum tími til kominn. Hann er sæmilega kát- ur með okkar framlag og er ekkert endilega þeirrar skoðunar að sveit- ungar hans úr Hafnarfirði, Botn- leðja, væru betri kostur. „Það hlýtur að vera rétt að taka þátt í keppninni á forsendum henn- ar sjálfrar. Það er ekkert mál að vera öðruvísi og með fíflagang. En maður vill vera á bestu skónum þegar maður tekur þátt í keppni. Og við hljótum að fara í kappleik til að vinna. Birgitta á eftir að standa sig vel. Ágætt væri að fara að vinna þetta. Það væri spark í rassinn á ráðamönnum, að fara nú að byggja tónlistarhús,“ segir Björgvin með fullri virðingu fyrir íþróttamönnum. En það eru tónlist- armenn sem fara fyrir þeim sem bera hróður landsins um koppa- grundir, en á meðan spretta upp íþróttahús, menningarhús og fé- lagheimili sem gorkúlur á lands- byggðinni. ■ 40 24. maí 2003 LAUGARDAGUR Af hverju taka Hafnfirðingar alltafstiga með sér út í búð? Af því að verðið er svo hátt ! Með súrmjólkinni Júróvisjón ■ Björgvin Halldórsson segir Júróvisjón vera eins og landsleik. Fólk kemur saman til að hvetja sitt fólk. JPV-Útgáfa erbyrjuð að gefa jólabækur síðustu vertíðar út á kilju. Bókin Vonin deyr aldrei eftir Jacqueline Pascarl er komin í verslanir í kiljubroti en þar segir Jacqueline frá tilraunum sínum til þess að endurheimta börn sín úr klóm fyrr- um eiginmanns síns. Hún var aðeins sautján ára gömul þegar hún kynnist draumaprinsin- um, sem er af konungs- ættum í Malasíu. Hún stenst ekki hrifningu hans og aðdáun og fyrr en var- ir eru þau flutt til Malasíu þar sem þau giftast. En í múslím- sku samfélagi ríkja strangar reglur og sem prinsessa verð- ur Jacqueline að lúta boðum og bönnum sem eru henni hreinasta kvöl. Þegar hrikta fer í stoðum hjónabands- ins og hún fjarlægist eiginmann- inn, sem er farinn að beita hana grimmilegu ofbeldi, er henni nóg boðið. BJÖRGVIN HALLDÓRSSON Það er ekkert mál að vera öðruvísi og með fíflagang. En maður vill vera á bestu skónum þeg- ar maður tekur þátt í keppni. Á spariskónum í keppnina Í kvöld safnast Húsvíkingar sam-an á Hótel Húsavík til að fylgjast saman með sinni konu í Eurovision. Geirmundur Valtýsson sér um fjör- ið að lokinni keppni. Um fátt annað hefur verið talað út vikuna á götum bæjarins en Birgittu og Eurovision-keppnina og segir Reinhard Reynisson bæjar- stjóri mikla eftirvæntingu vera fyr- ir kvöldinu. „Eins og venjulega er Húsavík sverð og skjöldur landsins út á við,“ segir Reinhard stoltur. Hann er þess fullviss að Birgitta hafi góð áhrif á yngstu kynslóðina í bænum. „Við sáum ástæðu til þess um síðustu áratmót að veita henni við- urkenningu. Hún kemur mjög blátt áfram og skemmtilega fram. Af henni hefur líka alltaf geislað virð- ing fyrir upprunanum og fjölskyld- unni.“ Bæjarstjórinn býst við mikilli veislu fari svo að Birgitta vinni. „Það gæti nú orðið þannig að ýmsir þeystu út á götu og þendu lúðra. Það kæmi mér ekki á óvart enda væri full ástæða til þess,“ segir Reinhard að lokum. Birgitta hefur vitanlega heyrt af öllum umstanginu frá foreldrum sínum og er auðvitað himinlifandi. „Ég hefði viljað vera fluga á vegg þarna á Hótel Húsavík um leið og Eurovision-keppnin er í gangi til þess að fá að upplifa það,“ segir hún og hljómar spennt. „Ég gæti ekki verið stoltari af því að koma frá Húsavík. Mér finnst alveg yndis- legt hvað íbúarnir þar styðja mig mikið.“ Áfram Birgitta, áfram Húsa- vík! ■ Júróvisjón ■ Birgitta Haukdal er ekki bara sendi- herra landsins í Riga. Hún er líka sendi- herra Húsavíkur. BIRGITTA OG BANDIÐ Hugur Birgittu mun eflaust reika aftur til heimahaga í kvöld þegar hún stendur á sviðinu í Riga. Sverð og skjöldur landsins ■ Bækur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.