Fréttablaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 15
Kjósum Ingibjörgu Sólrúnu sem formann Það hefur varla farið fram hjá neinum síðustu daga að það stend- ur til að kjósa formann í Samfylk- ingunni nú á vordögum. Undirrit- aður er einn af þeim fjölmörgu sem yfirgaf Framsóknarflokkinn eftir að hægri öflin undir öruggri forustu Halldórs Ásgrímssonar tóku völdin í flokknum og stilltu honum upp hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn og þarf nú þó nokkuð til. Afleiðingarnar af stefnu Halldórs hafa ekki farið fram hjá neinum, síst okkur hér á landsbyggðinni sem höfum mátt horfa upp á hnignandi atvinnulíf og versnandi fjárhagsstöðu sveit- arfélaga vegna kolrangrar tekju- skiptingar ríkis og sveitarfélaga. Þá hefur framsóknarmönnum tek- ist að gera Byggðastofnun fjár- hagslega máttvana og getulausa til að taka þátt í uppbyggingu at- vinnulífsins á landsbyggðinni. Það væri verðugt verkefni fyrir þau Valgerði Sverrisdóttur og Halldór Ásgrímsson að taka dagstund í að fara yfir stöðu Byggðastofnunar og hvernig hún getur aftur náð vopnum sínum og hlutverki til styrktar atvinnu- lífinu á landsbyggðinni. Þá væri ágætt að iðnaðarráðherra gerði sér grein fyrir að Húnavatnssýsl- urnar og Skagafjörður teljast líka til Norðurlands þegar rætt er um hugsanlega stóriðju á Norður- landi, þótt landsvæðið teljist ekki til kjördæmis ráðherrans hvað þá Akureyrar. Með hliðsjón af þess- um atriðum og mörgum öðrum er ljóst að það er brýnna en nokkurn tímann áður að skipt verði um húsbændur á ríkisstjórnarheimil- inu eins fljótt og nokkur kostur er. Til þess að sá kostur verði í stöð- unni að loknum næstu alþingis- kosningum þurfum við sem telj- um okkur til jafnaðar- og félags- hyggjumanna að tryggja glæsi- legt kjör Ingibjargar Sólrúnar til formanns Samfylkingarinnar, enda óverjandi að viðurkennt forsætisráðherraefni flokksins standi ekki í brúnni og hafi yfir- stjórn á fiskiríinu. Ljóst er að núverandi formaður nær ekki að fiska meira úr þeim kvóta sem honum var úthlutað þeg- ar Samfylkingin var stofnuð og í raun var honum bjargað á ögur- stundu fyrir síðustu alþingiskosn- ingar með því að fá Ingibjörgu Sólrúnu sem forsætisráðherraefni flokksins, kæmist hann í þá stöðu að loknum kosningum. Ljóst er að framboð Ingibjargar í Reyjavík hafði áhrif víða um land og sá möguleiki að hún settist hugsan- lega í forsæti á ríkisstjórnarheim- ilinu að kosningum loknum færði Samfylkingunni mörg atkvæði á landsbyggðinni. Góðir Samfylking- arfélagar, nú hljótum við að setja markið á 40% fylgi í næstu alþing- iskosningum. Til að gera þetta markmið raunverulegt þurfum við að tryggja Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þá glæsilegu kosningu sem hún á skilið sem næsti formað- ur Samfylkingarinnar, að öðrum kosti er draumur okkar um stóran flokk brostinn. ■ 15LAUGARDAGUR 5. mars 2005 Vakandi yfir netinu Vandinn er bara sá að það eru margir vakandi yfir því sem er skrifað á netið og því neyðarlegt að breyta eftir á. Við erum ekki öll eins og Björn Bjarnason sem hefur sagt að hann hafi aldrei á ævinni þurft að breyta neinu. Annar sem ætti stundum að fá sér glas af köldu vatni áður en hann setur djarfar fullyrðingar á netið er Magnús Þór Hafsteinsson. Magnús er mikill skap- maður – sem er allt í lagi, það er leið- inlegt að hafa bara ofurpassasama menn – en líklega þarf hann að gæta sín sig sérstaklega vel nú þegar hann er búinn að fá mótframboð á lands- fundi flokks síns. Sjálfur hef ég ekkert alltof góðan feril á þessu sviði. Ég hef verið að skrifa á netið í á sjötta ár – og stundum hef ég sett fram hluti sem ég hef séð eftir. Í fyrravor breytti ég pistli þar sem ég hafði bendlað þekktan lögmann við hórerí. Hann fór eitthvað í taugarnar á mér um þær mundir – en fullyrðingin var náttúrlega alveg fráleit svo ég þurrkaði hana út þegar ég var búinn að anda að mér fersku lofti. Egill Helgason á visir.is Stjórnað í nafni félagshyggjunnar Það er ótrúlegt að verkalýðsforingjar skuli ætla að stjórna hluta fólki í nafni félagshyggjunnar. Flestir eru þetta menn með tæplega milljón á mánuði sem ætla að taka sér það vald að semja um lág laun fyrir alla aðra. Er ekki eðlilegra að hver og einn semji við sína yfirmenn um laun. Jú ef að einhverjir telja sig þurfa að semja saman þá gera þeir það bara sín á milli. Ef að maður rekur fyrirtæki með 20 starfsmönnum þá er það auðvitað hans mál að semja við sína starfs- menn. Það er svo starfsmannanna að ákveða hvort að þeir vilji semja einn og sér eða sem hópur. Ef þeir semja sem hópur eru þeir auðvitað að binda hver annan í ákveðna fjötra. En það er kannski það sem þeir vilja og þá er það þeirra mál. En þegar utanaðkom- andi aðili kemur og ákveður hvernig og um hvað þeir semja þá erum við komin á hála braut. Gísli Freyr Valdórsson á ihald.is Ábending til fréttamanna Það er því full ástæða til að benda íslenskum fréttamönnum á eitt: Eftir nokkur ár verður Tony Blair ekki lengur við völd. George Bush ekki heldur eða Halldór Ásgrímsson. Eftir enn fleiri ár verða þeir dauðir og gleymdir og engu máli skiptir hvort þeir voru óvinsælir eða vinsælir þenn- an eða hinn daginn. Það sem stendur eftir eru hins vegar ákvarðanir eins og sú sem breska þingið hefur nú tekið. Þær eru sögulegar, ekki Tony Blair. Ef íslenskar fréttir og fréttir almennt eiga ekki að breytast í frekar slappan raun- veruleikasjónvarpsþátt (með aðeins eldri og ófríðari keppendum en Survi- vor) þá er kominn tími til að þeir, sem þær segja, hætti að taka þátt í leikriti spunameistaranna og segi frá því sem máli skiptir. Og í þessu máli blasir við að pólitískt gengi Tony Blair skiptir litlu máli samanborið við innihald laganna sjálfra. Ármann Jakobsson á murinn.is VALDIMAR GUÐMANNSSON, VERKAMAÐUR Á BLÖNDUÓSI, SKRIFAR UM FORMANNSKJÖR Í SAM- FYLKINGUNNI BRÉF TIL BLAÐSINS ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 75 92 2/ 20 05 Reykjavík • Kópavogi • Akureyri Selfoss • Reykjanesbær www.blomaval.is af allri gróðurmold Fræ 25%afsláttur Vorlaukar 25%afsláttur 25% afsláttur afsláttur af öllum blómstrandi plöntum Vortilboð25% Blómstrandi vor Ís og Mónu- páskaegg Gildir í Sigtúni 199 kr. 799 kr. 10 rósi r Tilboð í Sigtún i Það er brýnna en nokkurn tímann áður að skipt verði um hús- bændur á ríkisstjórnarheim- ilinu eins fljótt og nokkur kostur er. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.