Fréttablaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 58
42 5. mars 2005 LAUGARDAGUR Skórnir fullkomna heildarmyndina Það eru engin nýmæli að kvenfólk hrífist af skófatnaði og sumar eiga það til að ljúga til um fjölda skópara ef þær eru spurðar. Ofurskutlurnar Inga Rósa, Helga Ólafs og Hanna Stína eiga allar dágóðan slatta af skóm og skammast sín ekki fyrir það. Þær eru líka með það alveg á hreinu hvað þær ætla að kaupa sér fyrir sumarið og hvernig tískustraumarnir liggja. Inga Rósa Harðardóttir, verslunar- og innkaupastjóri í GS skóm Skóáhuginn byrjaði með L.A. Gear strigaskóm Inga Rósa hefur verið forfallin skóáhugakona síðan hún eignaðist sína fyrstu L.A Gear skó þegar hún var 13 ára. Fólk af sömu kynslóð og Inga Rósa man að sjálfsögðu eftir þessum skóm en þeir voru mikil tískuvara á þeim tíma. Síðan þá hefur áhuginn farið sívaxandi. Núna er Inga Rósa í draumastarfinu þar sem hún bæði kaupir inn skó fyrir GS skó og stýrir skó- búðinni. Aðspurð hvað hún eigi mörg skópör segist hún hafa hætt að telja þegar pörin voru komin yfir 60. Í augnablikinu eru gróf kon- íaksbrún stígvél í mestu uppá- haldi hjá henni. Þau eru með kubbslegum hæl og með bandi um ökklann. „Þessi stígvél eru alveg geð- veik. Ætli þau séu ekki í mestu uppáhaldi því þau passa við allt. Þau eru falleg við galla- buxur, pils og kjóla.“ Að sögn Ingu Rósu skiptir miklu máli að fara vel með skóna sína. „Ef ég ætla að dekra við skóna mína tala ég við þá. Það virkar alltaf,“ segir hún og hlær. Inga Rósa segir að það sé svolítið árstíðabundið hvað hún kaupi mikið af skóm. „Mér finnst ég kaupa meira af skóm yfir vetrartímann, en það er kannski bara af því að það fer meira fyrir stígvélum en sandölunum sem ég kaupi mér yfir sumartímann. Ætli skókaupin séu ekki nokkuð jöfn yfir árið. Ég kaupi þó alltaf mest þegar það eru að koma inn nýjar vörur.“ Inga Rósa kaupir mest af skóm á Íslandi og þá í GS skóm. Henni finnst þó alltaf jafn gaman að kíkja í Nota Bene í Kaupmannahöfn. „Mér finnst Nota Bene æðisleg skóbúð og svo er alltaf gaman að hoppa inn í Shellys í London.“ Inga Rósa er farin að leggja drög að því hvað hún ætlar að kaupa sér fyrir vorið. „Ég ætla að kaupa mér trésandala með fylltum hæl ásamt svokölluðum Jesúsandölum sem eru alveg flatir og reimaðir upp á ökklann. Ef ég þekki mig rétt kaupi ég örugglega nokkur pör af stígvélum. Ég er mjög spennt fyrir einum sem eru svolít- ið hippaleg með bollutá og breiðum hæl.“ Helga Ólafsdóttir sér um vöruþróum hjá Nikíta Var hrifnust af vaðstígvélum sem barn Fatahönnuðurinn Helga Ólafsdóttir veit hvað klukkan slær þegar kemur að tískunni enda er tískan stór hluti af vinnunni hennar. Hún er, eins og margar aðrar skvísur, sérlega hrifin af skóm. Sem barn var hún þó lítið að spá í skótískuna og var hæstánægð með vaðstígvélin sín. Skó- dellan fór ekki að láta á sér kræla fyrr en á menntaskólaárunum en þá áttu silfurlitaðir hælaskór vinninginn og voru þeir notaðir bæði á skóla- böllunum og á útskriftinni. „Það eru bara einhverjir ótrúlegir töfrar yfir skóm. Þetta eru töfrar sem ég get ekki staðist,“ segir Helga. Háhælaðir skór eru líka í miklu uppá- haldi hjá henni. Hún segir að það fari aldrei framhjá henni þegar hún sér skó sem hana langar í. Ég sé um leið hvort ég heillist af skónum eða ekki, ég er aldrei í vafa. Ég á tvenna uppáhaldsskó sem ég get ekki gert upp á milli. Aðra keypti ég síðasta sumar, hjartaskór frá Marc Jacobs. Það er eitthvað svo sexí við þá. Hitt parið keypti ég fyrir rúmlega 4 árum í London en þeir eru frá Miu Miu. Sama dag og ég keypti skóna kynntist ég kærastanum mínum og við höfum verið saman frá þeim degi, ég, kærastinn og skórnir,“ segir Helga og brosir út í annað. Það er mjög misjafnt hvað Helga kaupir sér mörg skópör í mánuði. „Suma mánuði kaupi ég mörg pör og aðra mánuði enga (ég reyni að minnsta kosti að telja mér trú um það).“ Helga ferðast töluvert vegna starfsins og hefur hún komið þrisvar sinnum til Shanghai. „Á markaðnum þar er hægt að finna æðislega skó. Annars finnst mér skemmti- legast að kaupa skó í Kaupmannahöfn, þar eru endalaust flottar skóbúðir.“ Helga er alveg búin að skipuleggja vorinnkaupin þegar kemur að skóm. „Næst á dagskrá er að kaupa skó í Verksmiðjunni frá Maríu Kristínu skóhönn- uði. Ég er búin að ætla að gera það síðan í desember. Annars er bara að bíða eftir betra veðri svo ég geti farið að kaupa mér sandala og sæta sumarskó.“ Jóhanna Kristín Ólafsdóttir innanhússarkitekt Innbyggða eðlið kallar á skó Í Vesturbæ Reykjavíkur hefur fylgihlutadrottningin Jóhanna Kristín hreiðrað um sig eftir sínum eigin smekk. Hún hefur ástríðu fyrir öllu sem gleður augað og leggur mikið upp úr því að ekkert trufli fegurðarskynið. Þetta á við um allt, ekki bara heimilið. Hún á veglegt fatasafn og elskar skó og töskur. „Mitt náttúrulega innbyggða eðli kallar á fagran skóbúnað og töskur. Ég veit ekki af hverju. Fyrir mér er þetta jafn sjálfsagt og að draga andann,“ segir Jóhanna Kristín. Hún segir jafnframt að hið kvenlega element sé svo sjarmerandi við skó og töskur. „Þetta er eitthvað sem strákarnir geta ekki stolið frá okkur. Það er ekki til neitt kven- legra en háhælaðir skór á fögrum ökkla eða falleg taska á öxl.“ Skó- og töskuáhugi Jóhönnu Kristínar byrjaði fyrir alvöru þegar hún fór að hafa fjárráð til að geta leyft sér að kaupa skó sér til ánægju en ekki af illri nauðsyn. Í dag á hún stórt skósafn. Aðspurð um uppáhaldsskóna segist hún ekki gert upp á milli bestu vina sinna. „Oftast eru nýjustu skórnir í mestu uppáhaldi en þetta er líka árstíða- bundið. Ég verð þó að viðurkenna að ég hef alveg vaðið metraháa skafla í támjóum pinnahælum og skammast mín ekkert fyrir það,“ segir hún og hlær. Hún er þó ekki alltaf vaðandi í sköflum í pinnahælum og nú í vetur hefur hún mest verið í háum leðurstígvélum. Jóhanna Kristín kaupir sér oftast tvö skópör í mánuði og stundum kemur fyrir að hún kaupi fleiri. Henni finnst best að kaupa skó í Selfridges í London því þar er allt á einum stað. „Ég fylgist vel með hvað er í gangi hverju sinni þó ég líti ekki alltaf út fyrir það. Ef ég hefði ótakmörkuð fjárráð væri ég í nýju dressi á hverj- um degi,“ segir hún og hlær og vísar í stjörnu tvíburans sem hún er fædd í. Jóhanna Kristín er farin að spekúlera í sumartískunni og hún nokkurn veginn búin að gera sér hugmynd um hvað hún ætlar að kaupa sér fyrir vorið. „Mig dreymir um Miu Miu krókódílatösku, pinnahæla frá Stellu McCartn- ey og flottar gallabuxur. Svo fæ ég mér örugglega einhver flott belti og fullt af eyrnalokkum á stærð við ljósakrónur. Það kæmi mér heldur ekki á óvart að ég myndi kaupa mér stutta jakka í massavís.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.