Fréttablaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 46
„Þetta var bara áhugamál sem vatt upp á sig,“ segir Emil Þór Vigfússon, bola- hönnuður með meiru. Hann segist hafa orðið var við mikinn áhuga á hvers kyns bolum og ákveðið að láta slag standa í nóvember á síðasta ári og blanda sér í baráttuna. „Þetta er orðin alveg rosaleg tíska,“ segir hann og bendir réttilega á að tvær búðir sem selja eingöngu boli eru á næstum því sama blettinum á Laugaveginum. Bolatískan er orðin allsráðandi meðal yngra fólksins og skemmtilegar áletr- anir hafa selst mjög vel. „Það er gaman að ganga í Kringlunni og sjá ungu krakkana í bolum sem ég hef gert,“ segir Emil Þór. Málsvari minnihlutahóps Salan hefur gengið vonum framar og hafa bolir eins og Ég þekki Ásgeir Kol- beins og Ég deita bara módel rokið út eins og heitar lummur. „Mér fannst þessir hópar, það er að segja þeir sem þekktu Ásgeirs Kolbeins og þeir sem deituðu módel, vera minnihlutahópar sem vantaði einhvern málsvara,“ seg- ir Emil Þór og bætir við að nýverið hafi komið út bolur með mjög áreiðan- lega staðreynd, Rauðhærðir eru betri í rúminu. „Ég hef þetta eftir mjög áreiðanlegum heimildum,“ segir hann, án þess að stökkva bros á vör. „Ef ein- hverjir sjá þetta sem kaldhæðni þá er það bara þeirra mál, fólk verður bara að lesa á milli línanna,“ bætir hann við. Bolir fyrir útlendinga Þetta er ekki aðalatvinna Emils og hann segist ekkert hafa orðið ríkur á þessu, þetta sé svona meira til gamans gert, þó öllu gríni fylgir alvara. „Ég ætla að færa mig aðeins meira út í grafískari boli, þó að þessir bolir með þessum yfirlýsingum haldi auðvitað áfram.“ Hann langi til að búa til boli sem séu ekki einskorðaðir við íslensk- an húmor, heldur séu markaðsvara sem ferðamenn geti keypt sér, enda sé það mjög góður markaður, því hingað komi fjögur hundruð þúsund ferðamenn á ári. „Auðvitað verður húmorinn ennþá til staðar, hann verður kannski grafísk- ari,“ segir Emil, sem vill þó ekkert gefa upp hvenær bolirnir komi nákvæmlega út, en það verði einhvern tímann í næsta mánuði. ■ 30 5. mars 2005 LAUGARDAGUR BREYTTUR HEIMUR VACLAV HAVEL BARÐIST FYRIR LÝÐRÆÐI Í GÖMLU TÉKKÓSLÓVAKÍU „Haldið samfélag við þá sem leita sannleik- ans og forðist þá sem hafa fundið hann.“ Fullkomna ríkið? Það er ekki öllum gefið að stjórna, og sitt sýnist hverjum um stjórn- völd hvers tíma. Er lýðræði besta lausnin, eða ættum við ekki frekar að fela stjórnunina þeim sem vita betur? Engin aðferð við að velja valdhafa hefur hins vegar verið hafin yfir mögulega misnotkun. Gott dæmi er kannski nýafstaðnar kosningar í Úkraníu, þegar eitrað var fyrir Viktor Júsjenkó í aðdrag- anda lýðræðislegra kosninga. Lík- legt er að heimspekingurinn Platon, sem var uppi á fjórðu öld fyrir Krist, hefði hlegið dátt að þessum tilburðum mannsins að koma á lýð- ræði, enda taldi hann sig, með bók- inni Ríkið, hafa hannað svo fullkom- ið kerfi að samfélagið gæti reitt sig á stétt góðviljaðra stjórnenda. Það voru einmitt þeir stjórnendur sem strengdu þess heit að koma á nýrri stjórnarskrá Frakklands þann 17. júní 1789. Platon sjálfur tilheyrði dekur- hópi ríkra menntamanna í Aþenu sem höfðu ímugust á lýðræðinu og töldu sig hæfa til þess að stjórna, án þess að þar kæmi til einhver almúg- ur með kosningarétt. Platon taldi að öllu stjórnmálavaldi væri best borg- ið í höndum sjálfskipaðrar stéttar heimspekilegra stjórnenda sem kölluðust verndarar.Hæfni þeirra til að gegna þessu embætti væri fólgin í æðra hugarstarfi þeirra, sem tryggt væri með erfðum, og menntun myndi gera þá óeigin- gjarna í einkalífinu og guðum líka í hæfileikum sínum til að greina hvað væri gott fyrir borgarana. Hinir svokölluðu verndarar Platons urðu hins vegar fyrirmynd- ir og hugmyndalegir forfeður úrvalshópa, aðalsstjórna og sjálf- skipaðra ofurmenna sem hafa ávallt réttlætt harðstjórn sína á grund- vellli þess að þeir viti best. Byggt á bókinni Hugmyndir sem breyttu heiminum sem kom út hjá Eddu fyrir skömmu. ÉG TEK 130 Í BEKK OG HVERNIG FINNST ÞÉR ÉG? Bolir með skemmtilegum áletrunum seljast mikið og Emil ákvað að taka þátt í því kapphlaupi. EMIL ÞÓR VIGFÚSSON Þetta var bara áhugamál sem vatt upp á sig. Bolir Emils Þórs Vigfússonar hafa vakið mikla athygli að undanförnu í búðinni Dogma, og hafa þeir rokið út eins og heitar lummur. Sjálfur hefur Emil lítið látið fyrir sér fara en Freyr Gígja Gunnarsson hafði uppi á honum og ræddi við hann um bolina. Fólk verður bara að lesa á milli línanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.