Fréttablaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 65
LAUGARDAGUR 5. mars 2005 KRINGLUKRÁIN UM HELGINA • Fjölbreyttur sérréttamatseðill öll kvöld vikunnar • Tilboðsmatseðill fyrir Leikhúsgesti • Hópamatseðill • Sérsalur fyrir hópa Borðapantanir í síma 568-0878 www.kringlukrain.is STUÐ BANDALAGIÐ FRÁ BORGARNESI  17.00 Ingólfur Arnarsson sýnir teikningar í Safni, Laugavegi 37. Einnig verða sýnd verk eftir sjö lista- menn Frá hinu forvitnilega galleríi, Pierogi, í New York.  18.00 Snorri Ásmundsson opnar sýningu sína, Bloody Beauty, í Ban- ananas, Laugavegi 80. Sýningin er bönnuð börnum innan 18 ára.  Sýningin Farfugarnir, sem er sam- sýning á verkum sex norrænna myndlistarmanna frá Danmörku, Finnlandi og Íslandi, verður opnuð í sýningarsölum Norræna hússins. ■ ■ SKEMMTANIR  20.30 Breiðfirðingakórinn verður með skemmtun í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Söngur, gamanmál, happdrætti og dans.  Á Broadway verður sngkabarettinn Með næstum allt á hreinu. Einnig dansleikur með Milljónamæringun- um.  Sveiflukóngurinn Geirmundur Val- týsson leikur fyrir dansi í Vélsmiðj- unni á Akureyri.  Spilafíklarnir skemmta á Dubliner. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.00 Á sjöunda laugardagsfundi Reykjavíkurakademíunnar um Virkj- un lands og þjóðar verður fjallað um eignarhald og hugsanlega einkavæð- ingu Landsvirkjunar. Steingrímur Ari Arason, Sigurður Jóhannesson, Val- gerður Sverrisdóttir og Helgi Hjörv- ar halda stutt framsöguerindi.  13.00 Berglind Jóhannsdóttir tannlæknir ver doktorsritgerð sína „Tíðni bitskekkju, form og stærðir andlitsbeina og erfðastuðull barna við foreldra sína á íslandi“ í Hátíðar- sal Háskóla Íslands. ■ ■ FUNDIR  09.00 Hvar er barnamenningin? nefnist málþing í Gerðubergi á veg- um Barnamenningarsjóðs þar sem Ármann Jakobsson, Ragnheiður Gestsdóttir, Ragnheiður Þórarins- dóttir, Þorvaldur Þorsteinsson og Þórunn Sigurðardóttir flytja erindi. ■ ■ SAMKOMUR  11.00 Dagur Tónlistarskólans á Ak- ureyri hefst klukkan 11 með tónleika- röð í Ketilhúsinu sem stendur til 16. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Það er alltaf ánægjulegt þegar ungir menn vilja segja eitthvað í leikhúsi og ef þeim liggur nógu mikið á hjarta þá er vísast að eitthvað kemur út úr því á endanum. Þorleifur Örn er tiltölulega nýútskrif- aður leikari en hefur sett upp nokkrar leiksýningar með ágætum árangri. Hér sleppir hann leikskáldinu í sér lausu í því augnamiði að stinga á kýlum í samfé- lagsins. Til þess notar hann satíruna í anda Dario Fo og bresku sitcom hefðar- innar sem ól m.a. af sér hina sívinsælu þætti „Já ráðherra“ í sjónvarpinu hér á árum áður. Hann brýtur þó leikritið upp annað slagið með samtalssenum þar sem ráð- herrann er á einhvers konar eintali við sinn „innri mann“ eða tákngerving hins jarðbundna íslenska alþýðumanns í brúnni lopapeysu og endar svo á því að strípa allt saman, svipta hulunni af blekkingunni og sýna áhorfendum hina köldu staðreynd um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu. Íslensk pólitík er hér dregin sundur og saman í háði en samt er alvarlegur undirtónn og því miður örlar of oft á því að höfundurinn er að trana sér fram- fyrir verkið með meiningar og skoðanir sem hann vill troða ofan í kokið á áhorf- endum. Hann segir stundum alltof mikið. Engu að síður er ég viss um að Þorleif- ur á eftir að dafna sem leikhúshöfundur og sannarlega fær hann plús í kladdann fyrir að hrista upp í okkur sem stöndum oftast eins og fé í réttum sem bíður slátr- unar í stað þess að temja okkur gagn- rýna hugsun og láta okkur varða það sem fram fer í okkar þjóðfélagi. Hið napra háð er sterkt vopn í hönd- um þess sem kann með það að fara og fyrir minn smekk hefði ég viljað sjá fars- ann keyrðan alla leið því farsinn lýtur sínum eigin lögmálum og er alltaf hár- beittur. Þorleifur hefði mátt þétta text- ann hér og hvar og hleypa verkinu oftar á skeið en hann gerði í þessari sýningu. Leikararnir standa sig allir með prýði og að öðrum ólöstuðum verður að segj- ast eins og er að Hjálmar Hjálmarsson bar sýninguna uppi með hárfínum línu- dansi og tókst að vera bæði tragísk og kómísk persóna mitt í öllu havaríinu. Hann var eins og sambland af öllum þeim pólitíkusum sem birtast með reglulegu millibili á skjánum að segja okkur sömu þreyttu klisjurnar með reglulegu millibili til að við getum þakkað þeim fyrir lífskjör okkar með reglulegu millibili og kosið þá yfir okkur með reglulegu millibili til að þeir geti tekið okkur í r.... með reglulegu millibili. Báðar leikkonurnar, Björk og Eline, gera vel og þakklátt að þær skuli hafa annað hlutverk en að matreiða brandar- ana ofan í strákana eins og svo oft vill verða. Ólaf Þorvaldz hef ég ekki áður séð á sviði en hann stóð sig prýðilega. Einkum var hann góður í bandaríska sendifulltrúanum. Hefði ekki verið smart ef höfundurinn hefði sjálfur stigið á svið og leikið stíllistann? Þetta litla hlutverk var þokkalega af hendi leyst hjá Ævari en það er ekki gott að blanda svona saman áhugaleikurum og atvinnuleik- urum. Búningarnir voru við hæfi og meira að segja leikmyndin í sínum natúr- alisma, svona yfirnáttúrulega ung- mennafélagslega hallærisleg fór í heilan hring og varð töff og smart þegar upp var staðið. Ég vil ekki eyðileggja fyrir væntanlegum áhorfendum með því að ljóstra of miklu upp en á margan hátt á þessi sýning brýnt erindi við okkur. LEIKLIST VALGEIR SKAGFJÖRÐ Borgarleikhúsið í samvinnu við Hið lifandi leikhús American diplomacy Höfundur og leikstjóri: Þorleifur Örn Arn- arsson Leikmynd og búningar: Drífa Ár- mannsdóttir Lýsing: Geir Magnússon Leikarar: Hjálmar Hjálmarsson, Björk Jak- obsdóttir, Eline McKay, Ólafur S.K.Þorvaldz, Ævar Þór Benediktsson ásamt nokkrum meðlimum úr Stúdentaleikhúsinu. Niðurstaða: Hjálmar Hjálmarsson bar sýninguna uppi með hárfínum línudansi og tókst að vera bæði tragísk og kómísk persóna mitt í öllu havaríinu. AMERICAN DIPLOMACY Leikrit Þorleifs Arnar Arnarssonar er sýnt í Borgarleikhúsinu. Gráglettin stjórnmál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.