Fréttablaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 29
16.500 ökutæki voru nýskráð á síðasta ári samkvæmt tölum frá Umferðarstofu. Alls voru 12.600 öku- tæki nýskráð árið 2003 og aukningin er því um það bil 31 prósent milli ára. Þegar verðmæti innfluttra einkabíla á föstu verðlagi er skoðað kemur fram að verðmætið jókst úr 12.207 milljónum króna árið 2003 í 16.970 milljónir króna á síðasta ári. Þetta jafngildir um 39 prósenta aukningu milli ára. Tékkneski bílafram- leiðandinn Skoda ætlar að bæta litl- um jepplingi í flota sinn á næst- unni. Frumgerð jepplingsins er sýnd á bílasýningunni í Genf sem nú stendur yfir þar sem hann er kynntur undir nafninu Yeti. Skoda-jepplingurinn er af svip- aðri stærð og smájeppinn Suzuki Ignis. Hann er þriggja dyra og svipaður að stærð og Volkswagen Polo. General Motors hefur valið verksmiðju sína í Russelsheim í Þýskalandi til að framleiða miðl- ungsstóra Opel- og Saab-bíla fyr- ir Evrópumarkað. General Motors vildi ekki framleiða bílana í Sví- þjóð eins og gert hefur verið hingað til, til að minnka kostnað. Á síðasta ári tilkynnti General Motors áætlun um að skera niður allt að tólf þúsund störf í Evr- ópu enda stendur bílafram- leiðandinn sig ekki alveg í sam- keppninni. LIGGUR Í LOFTINU í bílum Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Frjáls íbúðalán vextir 100 % veð set nin gar hlu tfa ll Engin skilyrði um önnur bankaviðskipti Lánin eru verðtryggð og bera fasta 4,15% vexti sem eru endurskoðaðir á fimm ára fresti. Hægt er að greiða upp án uppgreiðslugjalds þegar vextir koma til endurskoðunar. Engin hámarksupphæð og er lánstími allt að 40 árum. Krafa er gerð um fyrsta veðrétt íbúðarinnar. Lánshlutfall er allt að 80% við endurfjármögnun fasteigna (engin hámarksupphæð) og 100% við kaup fasteignar (hámarksupphæð 25 milljónir króna). Hægt er að nota lánin til íbúðarkaupa, til að stokka upp fjármálin eða í eitthvað allt annað. Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is www.frjalsi. is H i m i n n o g h a f Hólmgeir Hólmgeirsson rekstrarfræðingur er lánafulltrúi á viðskiptasviði Ragnheiður Þengilsdóttir viðskiptafræðingur er lánafulltrúi á viðskiptasviði. Lánstími 5 ár 25 ár 40 ár 4,15% vextir 18.485 5.361 4.273 *Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Góðan dag! Í dag er laugardagur 5. mars, 64. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 8.21 13.39 18.59 AKUREYRI 8.09 13.24 18.41 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Páll Dagbjartur Sigurðsson húsasmið- ur hefur alltaf verið með bíladellu en keypti sér sinn fyrsta jeppa, Jeep Cherokee dísíl árgerð 1995, fyrir einu og hálfu ári. „Ég hafði aldrei átt jeppa þegar ég keypti Cherokee en ég fékk algjöra jeppadellu þegar ég fékk hann. Mig var búið að langa í jeppa lengi og það er ekki aftur snúið núna. Ég á aldrei eftir að kaupa mér neitt annað en jeppa. Áður en ég keypti jeppann átti ég Mercedes Benz 240 C árgerð 1998 og þá var ég mikill sportáhugamaður. Nú hefur það aldeilis breyst,“ segir Páll. Páll keypti jeppann af því að honum bauðst hann upp í skipti og því má segja að þetta hafi verið skemmtileg tilviljun. En ætli Pál langi ekki í annan jeppa á næstunni? „Jú, mig lang- ar að skipta. Mann langar alltaf í meira og meira, stærri og stærri og meira breyttan. Draumajeppinn í dag er Toyota Hilux 35 tommu breyttur og er ég að leita mér að slík- um grip. Reyndar skipti ég oft um drauma- jeppa en það stendur til að skoða Hilux,“ seg- ir Páll, sem breytti Cherokee-jeppanum að- eins. „Hann er 31 tommu breyttur. Ég vil samt frekar kaupa tilbúinn jeppa einfaldlega vegna þess að það kemur miklu betur út peninga- lega.“ „Ég hef alltaf verið bílakarl og ég fékk meira að segja fyrsta bílinn minn löngu áður en ég fékk bílpróf. Ég og vinur minn áttum Citroën árgerð 1984 saman og ég held að við höfum verið fjórtán ára þá. Við fengum reyndar ekki að keyra hann því pabbi hans var algjör Citroën-maður,“ segir Páll og hlær. En hvað er það sem er svona heillandi við jeppana? „Sumir sem eiga jeppa, þá sérstak- lega dýra jeppa, finnst eins og það sé eitthvað einkenni eða stolt. Mér finnst bara gaman að geta farið hvert sem ég vil í hvaða veðri og færð sem er. Jeppinn hentar mér líka í vinn- unni því ég get dregið kerru eða hjólhýsi auð- veldlega. Það er svo gott að vera ekki háður öðrum og það er þetta frelsi sem ég finn í jeppanum. Mér finnst líka mjög gaman að keyra utan vega.“ ■ Gaman að keyra utan vega bilar@frettabladid.is Páll er stoltur eigandi Cherokee-jeppa og nýtur frelsisins sem jeppinn veitir honum. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Í dag eigum við að læra nýjan sálm. Um hvað ætli hann sé?! Reynsluakstur á Skoda Octavia BLS. 2 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.