Fréttablaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 14
 8. janúar 2006 SUNNUDAGUR14 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Sigríður Guðmundsdóttir Hringbraut 47, Reykjavík, lést 28. des. Verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 10. janúar kl. 13.00. Jarðsett verður frá Grafarvogskirkjugarði. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. Kristjana E. Magnúsdóttir Margrét Ragnars Magnúsdóttir Árni Kristinn Magnússon Margrét Jónsdóttir Guðrún Björg Magnúsdóttir Árni Sverrisson Anna Sigríður Magnúsdóttir Halldór Ragnar Halldórsson og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, Arnkels Bergmanns Guðmundssonar Dalbraut 16. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Hrafnistu við Jökulgrunn H-2 fyrir hlýja og góða umönnun. Hulda Guðmundsdóttir Ásdís J.B. Arnkelsdóttir Róbert V. Tómasson Arnkell Bergmann Arnkelsson Hulda Nanna Lúðvíksdóttir og barnabörn. Elskuleg frænka okkar, Ásta Guðmundsdóttir sem lést laugardaginn 31. desember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 9. janúar kl. 15.00 Fyrir hönd aðstandenda, Svava Hjaltadóttir Oddný Finnbogadóttir. NIKOLA TESLA (1856-1943) LÉST ÞENNAN DAG. „Dyggð okkar og veikleik- ar eru óaðskiljanleg, líkt og kraftur og efni. Ef þau skiljast að er maðurinn ekki lengur til.“ Nikola Tesla var serbnesk-bandarískur uppfinningamaður sem fann upp sér- staka gerð mótora. MERKISATBURÐIR 1873 Eldgos hefst í Vatnajökli og stendur fram á vor. 1895 Framsókn, fyrsta kvenna- blað á Íslandi, hefur göngu sína á Seyðisfirði. 1958 Bobby Fischer verður Bandaríkjameistari í skák aðeins fjórtán ára. 1959 Charles de Gaulle er settur í embætti forseta Frakklands. 1962 Listaverkið Mona Lisa er í fyrsta sinn til sýnis í Bandaríkjunum á sýningu í Washington. 1965 Sigríður Sigurðardóttir handknattleikskona er kosin íþróttamaður ársins, fyrst kvenna. 1996 Francois Mitterand, fyrrverandi Frakklands- forseti, andast. Á þessum degi árið 1642 and- aðist ítalski stjörnufræðingurinn, stærðfræðingurinn og eðlisfræð- ingurinn Galileo Galilei á Ítalíu, 77 ára að aldri. Galileo fæddist 15. febrúar 1564. Hann hefur alla tíð verið gífurlega mikils metinn fræðimaður og sést það best á því að hann hefur verið nefndur „faðir nútíma stjarn- fræði“, „faðir nútíma eðlisfræði“ og „faðir vísindanna“. Hann var upphafsmaður þess að samhæfa kenningu og tilraunir í eðlisfræði. Hann leiddi út lög- málið um jafna hröðun fallandi hlutar og sannreyndi það með tilraunum. Einnig leiddi hann út fleygbogaferil hlutar á flugi í þyngdarsviði. Hann fann upp sjónaukann og gerði fyrstur manna merkar og framúrskarandi athuganir með sjónauka á stjarnfræðilegum fyr- irbærum. Seinna á ævi hans olli stuðningur hans við kenningar Kópernikusar um það að reiki- stjörnurnar gengju umhverfis sólina árekstri við kirkjuna. Hann var ákærður fyrir villutrú og var árið 1633 dæmdur í lífs- tíðarfangelsi. Vegna hás aldurs og heilsubrests fékk hann að afplána dóminn í stofufangelsi. ÞETTA GERÐIST > 8. JANÚAR 1642 Stjörnufræðingurinn Galileo andast GALILEO GALILEI „Ég er að hugsa um að hafa þetta heimilislegt og kósí þótt kalla megi þetta stórafmæli,“ segir Dóra Takefusa glað- lega, en hún heldur upp á 35 ára afmæli sitt í dag. „Af því að afmælið ber upp á sunnudag er ég að hugsa um að hafa afmæliskaffi,“ segir hún og ætlar að bjóða nánustu vinum og fjölskyldu. „Ég var nú reyndar að taka þetta saman og þetta eru hátt í fimmtíu manns,“ segir hún og skellir uppúr. „En fólk droppar bara inn ef það langar að koma,“ bætir hún kímin við. Reyndar býr Dóra ekki svo vel að eiga fimmtíu kökudiska. „Ég var einmitt að hugsa um að vera bara í þeirri stemningu að hafa blöðrur og afmælispappadiska. Það virkar örugglega ágætlega,“ segir hún glettin. Dóra segist yfirleitt lítið halda upp á afmæli sín. „Það hefur verið tíska hjá okkur vinkonunum að fara út að borða saman og það er mjög klassískt. Í fyrra átti ég afmæli á laugardegi og þá hélt ég kampavínsboð fyrir vinkonurnar sem var mjög skemmtilegt,“ segir Dóra. Hún á þó yfirleitt kælt hvítvín og snittur ef fólk skyldi líta inn á afmælisdaginn. „En nú ákvað ég að fyrst ég er að verða 35 væri allt í lagi að baka nokkrar hnallþórur og hella upp á kaffi.“ Dóra er nú í óða önn að gera kostnaðaráætlanir og tilboð í verkefni fyrir fyrirtæki sitt, Að eilífu, sem sér um almannatengsl og viðburðastjórnun. „Janúar er mikill undirbúnings- mánuður. Fyrirtækin eru að leggja línurnar fyrir árið og svo fer þetta af stað seinni hluta mánaðarins,“ upplýsir hún og segir reksturinn ganga nokkuð vel. „Það tekur auðvitað alltaf sinn tíma að stofna fyrirtæki, annars myndu allir hella sér út í fyrirtækjarekstur ef þetta væri ekkert mál. Það hefur hins vegar gengið vel, ég er mjög ánægð og get ekki kvartað,“ segir Dóra hæversklega. Dóra kann vel við að eiga afmæli svo nálægt áramótum. „Þegar ég á afmæli er það upphaf að nýju ári og maður er innstilltur á að taka á móti því með nýjum fókus og með því að byggja upp nýja orku,“ segir Dóra glaðlega. Hún á þá afmælisósk helsta að eiga bjart og gott árið 2006. ■ KÖKUBOÐ MEÐ BLÖÐRUM Þar sem afmæli Dóru ber upp á sunnudag ákvað hún að bjóða vinum og fjölskyldu í kaffi og kökur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DÓRA TAKEFUSA: ER 35 ÁRA Í DAG Hnallþórur á pappadiskum André Bachmann tónlistarmaður er 57 ára. Þuríður Backman alþingismaður er 58 ára. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Gestur Ingvi Kristinsson Torfnesi, Hlíf I, Ísafirði, áður Hlíðarvegi 4, Suðureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu Ísafirði að kvöldi fimmtudagsins 5. janúar. Sólveig Hulda Kristjánsdóttir Þuríður Kristín Heiðarsdóttir Páll Ólafsson Kristinn Gestsson Jóhanna S. Vilhjálmsdóttir Óðinn Gestsson Pálína Pálsdóttir Gunnhildur Gestsdóttir Albert Högnason Jón Arnar Gestsson Sveinbjörn Yngvi Gestsson barnabörn og barnabarnabarn. AFMÆLI Karl Örvarsson, hönnuður og tónlistarmaður, er 39 ára. Þorgrímur Þráinsson rithöfundur er Ingólfur H. Ingólfsson fjármálaráðgjafi er 56 ára. FÆDDUST ÞENNAN DAG 1935 Elvis Presley söngvari. 1909 Jose Ferrer, leikari og leikstjóri. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Okkar ástkæru Ólöf Linda Ólafsdóttir og Jón Ingi Tómasson eru látin. Útför hefur farið fram í kyrrþey, þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Theódóra Alfreðsdóttir Þórður Júlíusson Ólafur Baldursson Jóhanna Óskarsdóttir og fjölskyldur. ANDLÁT Gunnar Vigfússon, Grettisgötu 80, Reykjavík, lést laugardaginn 3. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Helgi Runólfsson, Ánahlíð 12, Borgarnesi, lést á heimili sínu fimmtudaginn 5. janúar. Ólafur Ásgrímur Þórðarson bóndi, Rauðamýri, síðar að Breiðuvík 24, Reykjavík, lést miðvikudaginn 4. janúar. Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Víðigrund 4, Sauðárkróki, lést á Heilbrigðisstofnun Skagafjarðar fimmtudaginn 5. janúar. Sophus A. Guðmundsson, Sléttuvegi 13, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni miðvikudaginn 4. janúar. Svanlaug Pétursdóttir frá Sauðár- króki lést á Sjúkradeild Hrafnistu Hafnarfirði fimmtudaginn 5. janúar. Elías Snæland Jónsson rithöfundur er 63 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.