Fréttablaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 62
 8. janúar 2006 SUNNUDAGUR22 �� �� �� � ������������������������ ����������������������� ���������������� ���������������� ��������� ������ ������ ������ ��������������� ������������������������� ����������������������� ����������������������������� ��������������������� ���������������������������������� Hannes Högni Vilhjálmsson tölvunarfræðingur hefur undanfarin ár unnið að hönnun og þróun kennsluforrits í menningu, tungu og siðum nokkurra Austurlandaþjóða. Bandarískir hermenn eru látnir læra af forritinu áður en þeir halda í austurveg. Verkefnið var verðlaunað sem mikilvægasta tækniafrek síðasta árs í Banda- ríkjunum. Í samtali við Björn Þór Sigbjörnsson segist Hannes Högni vonast til að geta stuðlað að friði með þessari aðferð. Forritið birtist notanda eins og tölvuleikur í sýndarumhverfi. Hann ferðast um viðkomandi land og á samskipti við heimamenn sem með gervigreind geta spjallað um ýmsa hluti sem skipta þá máli. Notandinn getur þannig lært að bregðast við mismunandi aðstæðum sem upp kunna að koma. „Alls konar aðstæður eru settar upp. Við kennum til dæmis hvernig bregðast skuli við þegar notandinn hittir heimamann í fyrsta sinn eða þegar honum er boðið í te. Kurteisi er nefnilega stór þáttur, það má engan móðga. Við kennum hvernig fólk á að þiggja eða hafna boði um tedrykkju, svo dæmi sé tekið,“ segir Hannes Högni. Hann hefur unnið í um tvö og hálft ár að hönnun og þróun tölvukerfisins og hefur aðsetur í Los Angeles í Bandaríkjunum. Áður en hann flutti til vesturstrandarinnar var hann við nám við MIT í Boston í átta ár. Ríkin endursköpuð í tölvunni Raunveruleikinn er færður inn í tölvurnar með sterkari og áhrifaríkari hætti en áður hefur verið gert. Í raun er kennslan byggð upp með sama hætti og ef fólk færi til viðkomandi landa. „Umhverfið sem fólk lærir í er raunverulegt. Við endursköpum viðkomandi ríki í tölvunni og njótum aðstoðar sérfræðinga í málum og menningu þeirra. Notast er við raddir og hreyfingar þessara sérfræðinga og þannig verður þetta allt mjög raunverulegt,“ segir Hannes Högni. Fólk lærir því að bjarga sér og lærir þannig málið og í staðinn fyrir að fólk þurfi að fara til landanna eru löndin færð til þess. Menning, tunga og siðir þriggja þjóða eru nú aðgengileg í tölvuforriti Hannesar Högna og félaga en það hefur verið búið til fyrir styrk frá Rannsóknarsviði varnarmála í Bandaríkjunum (DARPA). Þar af leiðir að valin hafa verið menningarsvæði sem gagnast Bandaríkjaher best. „Við byrjuðum á líbanskri arabísku og vegna áhuga styrkveitanda var írösk arabíska mál númer tvö. Þriðja málið var svo pastúnska, sem töluð er í Afganistan og Pakistan. Varnarmálayfirvöld hafa fengið að ráða ferðinni hvað varðar tungumál því þau hafa lagt fram peningana,“ segir Hannes Högni. Meðal markmiða verkefnisins var að forritið rúmaðist vel í fartölvum svo notendur gætu nýtt tímann á löngum flugleiðum og lært um siði og háttu heimamanna á áfangastað. Einnig er hægt að setja forritið upp í stærri tölvum og svo er búið um hnútana að notandinn ferðast um fótgangandi í sýndarveruleika. Mikilvægasta tækniafrek ársins Styrkurinn góði, sem nam sjö milljónum Bandaríkjadala (um 550 milljónir króna), er senn á þrotum en verkefnið mun halda áfram. Bandarísk stjórnvöld hafa uppi áform um frekari samvinnu við Hannes Högna og samstarfsfólk hans og eins er líklegt að forritið verði selt á almennum markaði í framtíðinni. „Ríkisstjórnin vill til dæmis nota þessa aðferð við spænskukennslu og svo eru uppi hugmyndir um að nota hana til að kenna innflytjendum og öðrum ensku. Auk þess veit ég að Kínverjar hafa sýnt þessu áhuga og vilja fá enska útgáfu til kennslu í Kína,“ segir Hannes Högni, sem kvíðir ekki framhaldinu. Leitað verður á náðir fjárfesta og líklegt er að aðrir opinberir sjóðir en þeir sem tengjast varnarmálum og hernum komi að verkefninu. Kennsluforritið er svo gott sem fastur þáttur í undirbúningi bandarískra landgönguliða sem fara til Íraks og vegna þess hve vel það hefur reynst hafa menn sýnt áhuga á auknum möguleikum þess og frekari útbreiðslu. Vegna þessarar góðu reynslu var forritið verðlaunað í ágúst. „Við fengum verðlaun frá DARPA þar sem verkefnið var sagt mikilvægasta tækniafrek síðasta árs, reyndar ásamt öðru verkefni,“ segir Hannes Högni og lýsir yfir sérstakri ánægju með að geta komið einhverju góðu áleiðis með störfum sínum. „Ég er að stuðla að friði með því að kenna siði og menningu annarra þjóða. Þetta eykur skilning og það er til góðs.“ Vopnin hafa vikið fyrir vináttunni í leikjaumhverfinu. Flutti búferlum vegna vinnunnar Tilurð verkefnisins var að tilstuðlan áðurnefnds rannsóknarsviðs varnarmála og leituðu menn þar á bæ að áhugasömum framkvæmdaaðilum. Fólk í Háskóla Suður-Kaliforníu sýndi verkinu áhuga og var í kjölfarið fengið til að framkvæma það. „Það kom svo í minn hlut að hafa yfirumsjón með tækniþróun verkefnisins,“ segir Hannes Högni, sem var ráðinn að skólanum sérstaklega vegna þessa. Hann lagði talsvert á sig, meðal annars flutning stranda á milli í Bandaríkjunum, en áður bjó hann í Boston á austurströndinni. „Ég var að ljúka doktorsverkefni í Boston og var að leita að vinnu þegar þetta kom upp,“ segir hann. Doktorsprófið var í miðlunarlistum og -vísindum en áður hafði hann tölvunarfræðipróf upp á vasann og vann meðal annars við að líkja eftir líkamstjáningu fólks í tölvuumhverfi. „Ég kynnti mér sýndar- veruleikann þegar ég var í Háskóla Íslands,“ segir Hannes Högni aðspurður. Það var um svipað leyti og stofnendur OZ fengu þá flugu í höfuðið að gera sýndarheima að alvöru framleiðsluvöru. Tölvur eiga hug Hannesar Högna allan og segist hann til dæmis fylgjast vel með íslenska tölvuleiknum Eve Online, sem þúsundir tölvuleikjaunnenda um heim allan leika reglulega. Hannes Högni segist þó vera meiri áskrifandi en þátttakandi. „Ég hef nú ekki mikinn tíma til að spila,“ segir hann og hlær. ■ SPJALLAÐ VIÐ BÖRN Forritið birtist notendum með þessum hætti. Hægt er að spjalla við heimamenn og læra siði þeirra, menningu og tungu. HANNES HÖGNI VILHJÁLMSSON Hefur búið í Bandaríkjunum í rúm tíu ár og vinnur nú hjá Háskóla Suður-Kaliforníu. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT Vopnin víkja fyrir vináttu Hannes Högni Vilhjálmsson tölvunarfræðingur hefur undanfarin ár unnið að hönnun og þróun kennsluforrits í menningu, tungu og siðum nokkurra Austurlandaþjóða. Bandarískir hermenn eru látnir læra af forritinu áður en þeir halda í austurveg. Verkefnið var verðlaunað sem mikilvægasta tækni- afrek síðasta árs í Bandaríkjunum. Í samtali við Björn Þór Sigbjörnsson segist Hannes Högni vonast til að geta stuðlað að friði með þessari aðferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.