Fréttablaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 30
Starfið Mannfræði fjallar um mann- inn bæði sem félagsveru og lífveru. Hún skiptist í tvö meginsvið, félags- og m e n n i n g a r m a n n f r æ ð i annars vegar og líffræði- lega mannfræði hins vegar. Starfsvið mannfræðinga er mjög víðfeðmt en þeir vinna meðal annars við rannsóknarstörf, stjórnun, kennslu og ráðgjafarþjónustu. Starfsviðið verður þrengra ef mannfræðingar taka sérnám og sem dæmi um störf eru þróunarhjálp, mannréttindabarátta, fjöl- miðlun, menningartengd ferðaþjónusta og skipulagn- ing ráðstefna hjá ýmsum fyrirtækjum. Námið Boðið er upp á BA-próf í mannfræði við Háskóla Íslands. Hægt er að taka mannfræði sem aðalgrein til 90 eða 60 eininga eða sem aukagrein til 30 eininga. Í mannfræði sem aðal- grein fá nemendur á fyrsta ári kennslu í grunnhug- myndum og hugtökum félagslegrar og líffræðilegr- ar mannfræði. Einnig læra þeir um rannsóknir félags- mannfræðinga og kynnast fornleifafræði. Á öðru og þriðja ári hafa nemendur meira val í námi sínu og geta valið greinar eftir áhugasviði. Helstu námsgreinar Meðal þeirra námskeiða sem kennd eru í deildinni eru þjóðernishópar, aðferða- fræði, mannfræði kynmenn- ingar, vinnulag í mannfræði og þjóðfræði, maður og umhverfi, etnógrafía Afríku, mannfræði Íslendingasagna, notagildi og fagurfræði, mannfræði barna, hagræn mannfræði, mannfræði stjórnmála, trú og tákn, lík- ami og samfélag, etnógrafía Eyjaálfu og mannfræði þró- unar. Inntökuskilyrði Nemandi skal hafa lokið stúd- entsprófi eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla en æskilegur undirbúningur fer eftir markmiðum námsleiðar sem valin er. Að námi loknu Háskóli Íslands býður upp á framhaldsnám í mannfræði. Mastersnámið tekur tvö ár og er samtals 60 einingar. Þar sækja nemendur annars vegar námskeið og skrifa hins vegar viðamikla ritgerð. Doktorsritgerð er metin til 90 eininga en þó má krefjast þess að doktorsneminn taki allt að 30 eininga bóknámshluta að auki ef talin er þörf á frekari undirstöðuþekkingu fyrir ritgerðina. Yfirleitt er gert ráð fyrir að hluti námsins sé tekinn í erlendum háskóla. Mannfræðinemendur fá að kynnast fornleifafræði á fyrsta ári. Hvernig verður maður mannfræðingur? Mannfræðingar starfa meðal annars við þróunarhjálp. ATVINNA 10 8. janúar 2006 SUNNUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.